Morgunblaðið - 07.07.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.07.1991, Blaðsíða 22
22 C STJORNUSPA eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Hrúturinn er í pattstöðu í ákveðnu máli sem varðar pen- inga. Hann býður oft heim gestum á næstunni, en ætti að þiggja ferðatækifæri sem honum stendur til boða. Naut (20. apríl - 20. maí) Innsæi nautsins gegnir mikil- vægu hlutverki í lífi þess núna. Maki þess er óiíkiegur til að gefa eftir eins og á stendur. Það ætti ekki að reyna að fá sínu framgengt með offorsi. Tvíburar (21. mai - 20. júní) 4» Þetta verður fremur róiegur dagur hjá tviburanum, en hann eignast hóp nýrra vina. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Aukið sjálfstraust krabbans og jákvæðari sjálfsímynd gera að verkum að hann lifir dálítið sérstæða tíma á næstunni. Hann gerir ýmsar breytingar og endurbætur heima fyrir. Ljón (23. júií - 22. ágúst) Enn einu sinni kemur innsæið ljóninu að góðu gagni. Það ætti að verða sér úti um tíma á næstunni til að koma því í verk sem það hefur lengi lang- að til að gera. Meyja (23. ágúst - 22. september) Meyjan ætti að gæta að því hvort nú er staður eða stund til að tala um viðkvæmt mál- efni. Einhver breyting er væntanleg á heimavelli. Vog (23. sept. - 22. október) Vogin ætti ekki að biðja um peninga núna. Það verða að öllum iíkindum tímamót hjá henni bráðlega á vjnnustað. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) ^j(0 Samfélag sporðdrekans við annað fóik batnar að mun ef hann hlustar eftir óskum þess og þörfum. Honum býðst óvenjulegt starfstækifæri, en hann þarf að kanna ýmislegt áður en hann getur þegið boð- ið. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) Bogmaðurinn kann að snúa sér að nýju áhugamáli. Hann veltir fjárfestingum mikið fyr- ir sér á næstunni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitinni getur orðið á að særa vin sinn sem er óvenju viðkvæmur um þessar mundir. Eitthvað nýtt skýtur upp koll- inum heima fyrir. Vatnsberi (20. jartöar - 18. febrúar) ðh Vatnsberinn tekur þátt í nám- skeiði sem hann sækir út fyrir borgina. Hann er ákveðinn í að leggja sig allan fram í vinn- unni á næstunni. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Starf sem fiskurinn vinnur á eigin vegum lofar góðu. Hann tekur þátt í hópvinnu sem færir honum mikia gleði. Nýtt þroskaskeið hefst í lífí barns- ins hans. Stj'órnusþána á aó lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MORGUNBLAÐIÐ MYNDASOGUR ^V^UDAGUR 7. JÚLÍ 1991 DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI FERDINAND SMÁFÓLK Ég vissi ekki að þú værir svona hrifinn af þcssum Ég er að taka hana upp, svo að hundurinn minn geti náttúrulífsmyndum ... Ég er eiginlega ekki að horfa horft á liana seinna... á hana ... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson „Er einhver leið að komast hjá því að gefa slag á lauf,“ hugsaði suður þegar félagi hans lagði upp blindan, og lét auðvit- að ekki hvarfla að sér þá frá- leitu stöðu að kóngurinn kæmi undir ásinn. Trompþvingunin var hins vegar álitlegur kostur. Austur gefur: NS á hættu. Norður ♦ 1082 ¥Á1043 ♦ KG4 ♦ Á106 Vestur Austur 46 IMIII 4Á3 ▼ 92 ▼ KDG875 ♦ 832 ♦ 10976 ♦ G987532 +K Suður + KDG9754 ▼ 6 ♦ ÁD5 ♦ D4 Veslur Norður Austur Suður 1 hjarta 4 spaðar Fass 6 spaðar Fass Fass Fass Otspil: hjartanía. Sagnhafi drap á hjartaás og spilaði trompi. Austur fór upp með ásinn og rcyndi að taka slag á hjarta, en suður tromp- aði, tók alla spaðana nema einn og ÁD i tígli: Norður ♦ - ▼ 104 ♦ K ♦ Á Vestur Austur ♦ - ♦ - ▼ - II ▼ DG8 ♦ - ♦ - ♦ G987 Suður + 5 ▼ - ♦ 5 + D4 + K Úrslitastundin var runnin upp þegar suður spilaði tígli á kóng- inn. Austur gæti ekki valdað bæði hjartað og laufkóng. í reynd henti austur hjarta- gosa og sagnhafi spilaði hjarta ákafur úr blindum. En varð fyr- ir töluverðum vonbrigðum. Enginn byijandi hefði tapað þessu spili, en meistari ekki held- ur. Ef sagnhafí setur sig í spor austurs, þá blasir við að hann myndi frekar hendar frá lauf- kóng en sleppa valdinu af hjart- anu. Eða gat vcstur ekki átt laufdrottninguna? SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á opnu móti í San Sebastian á Spáni í vor kom þetta endatafl upp í skák argentínska alþjóða- meistarans Sanchez Almeyra (2.415), sem hafði hvítt og átti leik, og júgóslavneska stórmeist- arans Todorcevic (2.480). 30. Bxf6! - Hxdl 31. Bxg7+ - Kxg7 32. Hxdl - Rb6 33. Hd4 og hvítur vann auðveldlega með umframpeð og betri stöðu. Sjö urðu jöfn og efst á mótinu, en á því tefldu fímm stórmeistar- ar, þau G. Georgadze, Azmaipar- shvili, Ubilava og Zaichik, Sov- étríkjunum, Damljanovic, Júgó- slavíu, Hector, Svíþjóð, og Zsuzsa Polgar, Ungveijalandi. Þau hlutu öll 7 v. af 9 mögulegum. Opnum mótum fjölgar sífellt á Spáni, hinn 15. júlí hefst t.d. í spænska bæn- um Vesez-Malaga á Costa del Sol mót með allháum verðlaunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.