Morgunblaðið - 07.07.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.07.1991, Blaðsíða 29
tm UOi .v íuiDAaumup. mWAXRVMV (ItOf A.JÍIV3UOHOM □ 85k ■MOKiil.'NljLADlU VELVAKANPt SUNNUDACUH 1. JÚLÍ 1991.......................... C 29 Skandali í Seyluhreppi Fyrir alllöngu var samkomuhús byggt í Varmahlíð. Það var látið heita Miðgarður en hvort Miðgarðs- ormur liggur þar um er ekki lýðum ljóst. Samkomuhúsið Miðgarður er stórt og fallegt hús, stendur hátt og þaðan er fögur útsýn yfir hérað- ið. En þó er þar ekki allt gott. Hljómburður er svo vondur á sal að það er skandali. Fyrr á þessu vori var ég á sam- komu í Miðgarði og ég heyrði ekki meira en þriðja hvert orð af því sem ræðumenn töluðu þvi bergmál yfir- gnæfði. Ég lét mér detta í hug að ég væri orðinn heyrnarlaus sökum elli og spurði mann er sat við hiið mér hvort hann hefði heyrt ræður manna. Ég heyrði ekki neitt, svar- aði hann. Það mun kosta peninga að af- nema skandalann í Miðgarði og það gæti kostað bændur í „Seyló“ að hver þeirra yrði að bæta við sig einni kú til að auka tekjur. En hvað munar bændur um það, var einu sinni sagt. Það særir metnað Skag- firðinga að virðulegt samkomuhús í miðju héraði gegni ekki því hlut- verki sem vera ber. Björn Egilsson Réttmætar athugasemdir Dr. Gunnlaugur Þórðarson kom með réttmætar athugasemdir í Morgunblaðinu 5. þ.m. vegna strákslegra og dónalegra skrifa Leifs Sveinssonar í Mbl. um daginn þegar Leifur réðst á Davíð Oddsson sem borgarstjóra okkar Reykvík- inga vegna útsýnishússins á Oskju- hlíð - Perlunnar. Þó Leifur sé nokkr- um árum eldri en Davíð leyfast honum ekki slík skrif. Davíð brosir að þeim, skrifín meiða hann ekki - en þau meiða hins vegar Leif sjálf- an. Jón Magnússon Þessir hringdu . , Ánægjuleg ferð Kona hringdi: Ég vil koma á framfæri kæru þakklæti til Margrétar sem starfar í þjónustuíbúðunum við Aflagranda 40. Hún fór með tæplega 100 manna hóp i Perluna s.l. fímmtu- dag. Þetta var mjög ánægjuleg ferð í alla staði. Hið eina sem skyggði á var rigningin. Ég vil óska veitingamönnum Perlunnar farsældar í framtíðinni og óska arkítektum og öðrum aðstandend- um Perlunnar hjartanl ega til ham- in gju með þennan glæsilega stað. Þakklæti til Títunnar Ingibjörg hringdi: Eg vil þakka eigendum Títunnar hf fyrir að bjóða öllum Combicamp tjaldvagnaeigendum á 20 ára af- mælishátíð fyrirtækisins ' 28-30. júní s.l. Þetta var einstaklega ánægjuleg hátíð. Á svæðinu voru 220 vagnar, allir fengu nóg að borða og drekka, börnin gátu leik- ið sér á svæðinu en lítið var um ölvun. Allt var þetta á kostnað Títunnar. Þetta var sérlega vel heppnað og vel skipulagt og í alla staði til fyrirmyndar. Vantar útiaðstöðu að sunnan G.G. hringdi: Ég bý í Seljahverfi og fer oft í gönguferðir hér í nágrenninu. Hér eru fallegir garðar og gróðursælt. En um daginn tók ég eftir dálitlu sem mér finnst skrýtið. Þegar ég gekk fram hjá elliheimilinu Selja- hlíð tók' ég eftir því að það vantar alla aðstöðu til útiveru að sunnan- verði, stóla, bekki, borð o.þ.h. Þar er bara brött brekka niður að götu, a.m.k. virðist mér það séð frá göt- unni. Er ekki 'hægt að bæta úr þessu? Hver á myndaalbúm? Birna hringdi: Mvndaalbúm fannst á bílaplan- inu við Aðalbílasöluna síðari hluta ársins 1988. í því eru myndir af fólki á sumarferðalögum, m.a. í Reykholti í Borgarfírði, myndir frá giftingu og fermingarathöfn og svo er gömul (brún) mynd sem á stend- ur: Einar M. Erlendsson. Ef ein- hver kannast við þetta getur sá eða sú hringt í síma 74309. Kettlinga vantar heimili Fjóra 8 vikna kettlinga, angóra- blandaða, vantar góð heimili. Þrír þeirra eru hvítir, einn gráhvítur. Upplýsingar í síma 71562. Hjálpsamur maður Stefnir Ólafsson 'bóndi í Reykja- borg í Laugardalnum hafði sam- band: Ég vil gjaman biðja unga mann- inn sem var mér hjálplegur um daginn þegar ég fékk aðsvif fyrir utan hús heima hjá mér að hafa samband við mig svo ég geti þakk- að honum. Börn og gamalmenni þurfa lyf Dagný Gísladóttir hringdi: Ég hlustaði á hæstvitan heil- brigðisráðherra í Þjóðarsálinni á fimmtudaginn þegar hann sagðist fyrst og fremst vera að hugsa um börn og gamalmenni. Það var gott að heyra. En ráðherrann hlýtur að vita að það eru fyrst og fremst böm og gamalmenni sem þurfa á lyfjum að halda, ekki fullfrískt fólk. Böm veikjast oft mikið á fyrstu árunum og þurfa þá gjarnan dýr fúkkalyf. Það getur verið mjög dýrt fyrir bamafólk ef það þarf að borga öll þessi lyf sjálft. Og það em gamalmenni sem mest þurfa á svefnlyfjum að halda. Ráðherrann hefur sagt að hann sé að reyna að draga úr óþarfa lyfjakostnaði. En hver heldur hann að taki hægð- alyf að gamni sínu? Það era einkum gamalmenni sem taka svona lyf, gamalmennin sem ráðherrann seg- ist hugsa svo mikið um. Nú skal ég fúslega viðurkenna að það eru margir ríkir af gamla fólkinu. Þess vegna á að miða þess- ar nýju reglur um lyfín við þá sem hafa 100 þúsund krónur eða meira á rnánuði en lágláunafólkið á ekki að -þurfa að greiða okurverð fyrir lyfín sín. Ég vil minna ráðherrann á það sem hann sagði á fímmtudaginn. Hann getur ekki verið svo ómerki- legur að svíkja það. Ómerkilegir þjófar Heidi hringdi: Það er ótrúlegt hvað sumir geta lagst lágt. Sonur minn, 9 ára, fór með tveimur vinum sínum og móð- ur eins þeirra i sund í seinustu viku. Hann var með 80 krónur í buddu í vasanum. Meðan hann var í sundi var þeim stolið frá honum og einn- ig 60 krónum af vini hans. Mér fínnst nú ansi auðvirðilegt að stela smápeningum frá börnum en þetta sýnir hversu þjófar geta lagst lágt. Enn fremur vil ég brýna fyrir þeim sem búa í fjölbýlishúsum að hafa útidyrnar læstar og opna ekki fyrir hveijum sem er því maður er hvergi óhultur fyrir þjófum. Til að mynda gekkj einhver inn í þurrk- herbergið okkar um daginn og stal þaðan gallabuxum og í leiðinni tók hann hermannaklossa úr hjólag- eymslunni okkar. Þetta voru rán- dýrar flíkur en fást ekki bættar vegna þess að ekki var um innbrot að ræða. Köttur í óskilum Svartur kettlingur, sennilega nokkra mánaða, fannst í nágrenni Starrhólma í Kópavogi á dögunum. Eigandi vinsamlegast hringi í síma 42783. Jakki týndist Anna hringdi: Svartur dömujakki týndist á Laugavegi eða Klapparstíg föstu- dagsmorguninn 5. júlí. Finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 612251. Qrð skulu standa Mér var að detta í hug hvort ekki væri nóg að prenta símaskrána annað hvert ár og prenta bara við- auka með nýjum númerum og breyttum. Með þessu væri hægt að spara eitthvað, a.m.k. pappírinn. Orð skulu standa. Á mínum upp- vaxtaráram var hægt að treysta orðum manna en nú lítur út fyrir að það sé ekki hægt þó einhveiju sé lofað og það er verst að þetta eru menn sem þjóðin treystir fyrir velferð sinni. Ég man ekki betur en að ráðherrarnir hafi sagt í kosn- ingunum í vor að aldrei skyldi koma til greina að útlendingum yrðu leyfðar veiðar í okkar landhelgi. En hvað hefur skeð? Nú hefur það komið til tals að þeir ætli að lofa þeim að veiða tvær til þijár tegund- ir físka í landhelgi okkar. Ég spyr: Hvern af ráðherrunum ætla þeir að senda niður til að sort- era þessar fisktegundir frá þorskin- um svo hann glatist ekki alveg. Ingimundur Sæmundsson JfofguitMiifeife V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! ',m ... 1 1 .. ... ■ London KR. 16.900 f j Flogið alla miðvikudaga. | Frjálst val um hótel, bílaleigur og y fffí framhaldsferðir. Iflli — p=ii iriggRDiR | , =SOLHRFLUG í \ x %\ Vesturgata 12, Símar 620066, 22100 og 15331 ÖlhferðenL^taöc^eiösluverij^n^ VÍRSPIL Vírspil, sem allir helstu kranafram- Ieiðendur heims nota á sínar vörur. Einstök ending - Stærðir frá 0,6- 8,0 t. Ýmsar útfærslur og aukahlutir. Einkaumboð á íslandi, Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfirði, sími 91-652740, fax 91-652106. Hjó Andrési Karlmannaföt í úrvali. Verð kr. 4.0G0-14.400. Galla- og flauelsbuxur í úrvali. Verð kr. 1.535-4.400. Sumarblússur og bolir. Andrés SkólavaðrAustíg 22a, simi 1S2SO. Samfestingar í vinnuna. Verð frá 2.900. Andrés - Pataval, Höfðabakka 9c, sími 673755. r Útsala Útsala Verslunin Jenný auglýsir: Er flutt ú Laugaveg 61-63 Glæsilegt úrval kvenfatnaðar. Stórkostlegur út- sölumarkaður í kjallara Kjörgarðs á kvenfatnaði, svo sem bolir, blússur, peysur, skyrtur, kjólar og j margt fleira. Allt að 70% afsláttur. Mllinin Jml iwavegi 61-83 ðtsiHnmkaúnr, kíöwúí (Lawvegi w Útsala Útsala ________I___________________________) Myndir sem birtast í Morgunblaðinu, teknar af Ijósmyndurum blaösins fdst keyptar, hvort sem er til einkanota eða birtingar. LJÓSMYNDADEILD „SALA MYNDA“ Aðalstrœti 6, sími 691150 101 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.