Morgunblaðið - 07.07.1991, Side 15

Morgunblaðið - 07.07.1991, Side 15
Leikur Ijóssins er streymir inn í hraunhvelfinguna. Ef vel er að góð Sligi reistur upp í hliðargosrós. Til að komast Noró-austasti Þríhnúkurinn, en þar er Þríhnúka- má sjá mann síga í línu, niður um opið. alla leið upp varð að bolta tvo stiga við vegginn gígur. Greina má gígopið efsttil hægri á kollinum. á víxl og íikra sig þannig upp í 45 metra hæð. Mynd af Einari K. og Birni á fjórum mismunandi stöðum á botni aðalhvelfingarinnar. Þar fyrir utan er hér um að ræða til- tölulega litla eldstöð, svo átökin hafa verið takmörkuð, að sögn Áma. - En er svona lagað einstakt fyrir- bæri? „Það þekkist að eldstöðvar hafi tæmt sig á þennan hátt, en ekki er mikið um það. Ég hef reyndar sjálfur fundið þrjá svona gíga sem sennilega eru óþekktir af öðrum, 25-40 metra að dýpt. Það sem gerir hraunhvelfinguna í Þríhnúkagíg einstaka í sinni röð er því fyrst og fremst stærðin. Við gerðum okkur ekki grein fyrir hversu óhemju stórt þetta í raun réttri var fyrr en við fórum að vinna úr mælingunum sem gerðar voru í gígn- um,“ segir Árni. „Samkvæmt útreikn- ingum okkar mundi Víðgelmir, hraun- hellir sá er íslendingar telja stærstan í heimi, rúmast allur í aðalhvelfmgu Þríhnúkagígs; og er þá ótalið rúmmál hliðarganga og gosrása út frá henni. Af þessu leiðir að hellirinn í Þríhnúkag- íg er sennilega stærsti hraunhellir í heiminum. Aðalhraunhvelfmgin er margfalt stærri en nokkur þekkt hraunhvelfing, og er mér heldur ekki kunnugt um aðra dýpri hraunhella." - Hver er sagan á bak við hellinn og hvernig uppgötvaðist hann? „Ég veit ekki hvenær hann uppgöt- vaðist, en ég geri ráð fyrir að gangna- menn eða aðrir hafi vitað af honum gegnum tíðina þó ég hafi ekki heyrt um það frekar. Hins vegar var fyrsta tilraunin til að síga í gíginn gerð árið 1958, en hætt var við eftir nokkra tugi metra þegar slokknaði á ljóskeri sem var haft meðferðis til að meta hættu á koltvísýringseitrun. Félagar úr hjálp- arsveitum lóðuðu síðan dýpið árið 1967 eða ’68, en hættu við tilraunir til að síga í hann vegna erfiðra aðstæðna. Það var erfitt að koma að tækjum og línum á þessum tíma, áður en Blá- fjallavegirnir voru opnaðir. Eftir að Bláfjöllin opnuðust upp úr 1970 fór Einar Ólafsson að sýna fólki hella á þessum slóðum, sem þann hafði sjálfur fundið, og í leiðinni benti hann fólki á Þríhnúkana og minntist á gatið.“ - Hvemig tókst svo til með síðasta leiðangur ykkar íjórmenninganna? „Ætli það megi ekki segja að á heild- ina litið hafí leiðangurinn tekist vel, þó auðvitað hafi eitt og annað ófyrir- séð komið uppá. Það lá mikil undirbún- ingsvinna að baki þessari ferð. Bæði þurfti að velta fyrir sér framkvæmd- inni og hvemig væri best að standa að henni, og síðast en ekki síst að út- vega hjálparmenn auk allra þeirra tóla og tækja sem nauðsynleg voru til þess ama. Það var heilmikið mál að verða sér úti um sigbúnað og ljósabúnað, og kunnum við Skátabúðinni og Rönning hf. bestu þakkir fyrir ómælda aðstoð í þeim efnum. Þá viljum við þakka Hjálparsveitum skáta í Reykjavík og Kópavogi fyrir aðstoð og afnot af tækj- um, sérstaklega reyndist þar Páll Sveinsson okkur vel. Frá upphafi var það einnig ætlun okkar að kvikmynda leiðangurinn, en þar sem hellirinn var enn ókannaður að nokkru leyti gerðum við ráð fyrir að það yrði vandkvæðum bundið. Það tókst þó ótrúlega vel, enda vomm við með sem svaraði 2.500 watta halógen- lýsingu. Því var vel ratljóst í hellinum, en myndbandstökuvélarnar áttu í meiri erfíðleikum^pg enn er eftir að sjá hvemig hin ehdanlega útkoma verður. Ætlunin er að reyna að setja saman sjónvarpsþátt um leiðangurinn, og ef allt gengur að óskum verður hann sýndur á vetri komanda. Reyndar týndist aðalfilman sem ég tók í framköllun eða pósti, og þykir mér það mikill missir. Ég vil því nota tækifærið og lýsa eftir henni, því ef einhver hefur fundið eða fengið fílmuna (200 ASA, 36 myndir) í hendur bið ég hann vinsamlegast að hafa samband við mig.“ - Hvað tekur nú við? „Svæðið er einstakt í sinni röð og ég tel bráðnauðsynlegt að friða Þrí- hnúkana. Auk þess er rétt að koma upp nokkmm upplýsinga- og aðvörun- arskiltum umhverfís gígopið, því það getur verið hættulegt ókunnugum, þó aldrei hafí orðið þar slys. Á vetuma getur fennt yfír það alveg eða að hluta, og þar sem gönguleiðir skíðamanna liggja þarna nálægt og útsýni yfír Reykjavík er eitt það besta sem völ er á, er ástæða til að vara fólk við hæt- tunni sem af gígnum stafar. Auk þess má ætla að eftir þá kynn- ingu sem nú hefur átt sér stað megi búast við aukinni umferð fólks um þetta svæði, og er rétt að brýna fyrir fólki að fara varlega og ganga vel um. Hér er um að ræða stórmerkilega og um leið stórhættulega náttúrumyndun sem ber að umgangast með tilhlýði- legri virðingu."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.