Morgunblaðið - 07.07.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.07.1991, Blaðsíða 30
30 C MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ'sÚlWÚbAGUR' 7.JÚLÍ 1991 ÆSKUMYNDIN... ER AF MARGRÉTIKRISTÍNU PÉTURSDÓTTUR LEIKKONU Glúrin verslunarkona Hún steig sín fyrstu skref í leiklistinni í eigin leikhúsi á Seltjarnarnesi og seldi popp og skelj- ar til að afla leikhúsinu fjár. „Hún var mikil verslunarkona og hefði átt framtíð fyrir sér á því sviði, hefði hún valið þá braut. Það kom hins vegar held ég aldrei til greina hjá henni, leiklistin átti hug hennar allan.“ Sú sem hér um ræðir er Margrét Kristín Pétursdóttir, sem lék og söng aðalhlutverkið í Söngvaseið og það er æskuvinkona hennar, íris Erlingsdóttir, sem hefur orðið. Margrét þótti þægt barn og óskaplega viðkvæm. Margrét er fædd 9. mars 1962, foreldrar hennar eru Pétur Einarsson og Soffía Jakobsdóttir leikarar. Hún á eina yngri systur, Sólveigu, og fímm yngri hálfsystk- ini. Sem bam lék Margrét einu sinni á leiksviði, það var með pabba sín- um í Fjalla-Eyvindi. Og þar komst hún upp á þjóðlegan sið; að borða hákarl. Þegar haldið var upp á fimm ára afmæli hennar skömmu síðar, valdi hún í matinn hákarl og anan- asfrómas. Margrét þótti blíð og góð en óskaplega viðkæm. „Hún vildi sí- fellt láta á það reyna hversu við- kvæm hún var og hlustaði aftur og aftur á Pétur og úlfínn þó hún yrði dauðhrædd í hvert skipti," segir Erla Kristjánsdóttir. Og í sama streng tekur íris. „Þegar Magga var fímm eða sex ára var henni gefin veiðistöng og við fórum því í veiðiferð niður í fjöru, þar sem hún veiddi pínUlítinn físk. Þegar Magga hafði komið honum á þurrt vildi hún ekki fyrir nokkurn mun drepa hann. En þar sem hann var á þurru landi, dó hann nú samt og hún var/niður sín í marga daga, snerti að sjálf- sögðu ekki veiðistöngina aftur.“ En þrátt fyrir að Margrét hafí þótt afskaplega þægt barn, átti hún það til að gera eitthvað af sér, sem jafnan var þó vel meint. Hún hafði til dæmis ekkert illt í huga þegar hún ákvað að gera hreint fyrir mömmu sína ásamt Irisi vinkonu sinni. Þær voru báðar ákafír aðdá- endur Línu langsokks og að for- dæmi hennar bundu þær skrúbba á fæturna og stráðu ræstidufti yfir gólfið. Það var hins vegar meira en gólfkorkurinn þoldi og bar hann ekki sitt barr eftir það. ÚR MYNDASAFNINV ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Eisenhower, yfirhershöfðingi bandamanna í siðari heims- styijöldinni, sem síðar varð J'orseti Bandaríkjanna, kom til íslands laust eftir 1950 og tók sér þá far með Gullfaxa Flugfélags íslands frá Reykjavík til Keflavík- urflugvallar, en það var í eina skiptið sem hann fór með venjulegri far- þegaflugvél á því tíma- bili sem hann var yfir- hershöfðingi. Eisenhower kom hingað til lands með flugvél frá bandaríska flughernum og fór síðan til Reykjavíkur til fundar við ríkis- stjórn íslands. Þaðan flaug hann svo til Keflavíkur eins og áður seg- ir og var Jóhannes R. Snorrason flugstjóri í þeirri ferð. Flugfreyja var Kristín Snæhólm og sagði hún svo frá að Eisenhower hefði verið ákaflega alúðlegur. „Hann kallaði samferðamenn sína gælunöfnum og gerði að gamni sínu. Hann var elskulegur við alla og ekki formfastur að neinu leyti eins og maður gæti ímyndað sér að hershöfðingi væri, “ sagði Kristín. Okkar maður, Ólafur K. Magn- ússon, var að sjálfsögðu gerður út af örkinni til að festa hershöfðingjann á filmu, en Eisen- hower setti það skilyrði að Kristín yrði með á myndinni. Þá var önnur meðfylgjandi mynda tekin, en hin þegar Gullfaxi kom inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli. SVEITIN MÍN ER... MOSFELLSDALUR Mosfellsdalur „ALLAR sveitir eru mínar uppáhaldssveit- ir“ segir Auður Lax- ness á Gljúfrasteini „en ég hef búið hérna í Mos- fellsdalnum í rúm fjöru- tíu og fimm ár og hér á ég heima og vil hvergi ann- ars staðar vera þó að ég sé Reykjavíkurpía að upplagi." Auður játar þó, að hún hafi ekki verið neitt sérlega hrifín þegar hún kom fyrst í Mosfellsdalinn um jóla- leytið fyrir tæplega hálfri öld, það var heldur kuldalegt um að litast fannst henni. „En nú fínnst mér fallegt hér og ég hef farið upp á öll fjöll hér umhverfís enda nýt ég þess að Halldór þekkir öll kenni- Íeiti.“ Hér er mjög friðsælt og sveita- legt á veturna," segir Auður „en á sumrin er nánast hraðbraut í gegn- um dalinn. Þetta er þó þægilegt lít- ið samfélag og stutt í Mosfellsbæ þar sem öll þjónusta er til reiðu, til Reykjavíkur höfum við ekkert að sækja nema skósmið og kaffihús.“ Auður ÞANNIG hellir... Sigmundur Dyrfjörð upp á könnuna „Eg vil hafa kaffið mitt sterkt og ég drekk Sigmundur það svart og sykurlaust og helst úr litlum bolla. Þegar kaffið er svart nýtur það sín mun betur en ella og maður getur notið sér- kenna hverrar tegundar fyrir sig,“ segir Sigmundur í Te og kaffi. Svart og sterkt Sigmundur segir margar aðferðir vera til þess að laga gott kaffi og þær fari nokkuð eftir sérvisku hvers og eins. Honum fínnist t.d. ág- ætt að hella upp á í pressukönnu og nota til þess milligrófmalað kaffi. ítölsku stál- eða ál- könnumar þykja honum einnig ágætar og svo standi gamla góða aðferðin, þegar hellt er upp á í gegnum tau- eða pappírspoka, alltaf vel fyrir sínu. Þessa aðferð kalla Danir „madam blue“ og eru þá að vísa til bláu emileruðú kannanna sem algengar voru fyrr á árum. Sigmundur segir sjálfvirku kaffikönnurnar geta verið ágæt- ar í fyrstu en þegar þær fari að eldast geti þær verið mistækar. „Maður er öruggari með betra kaffí ef hellt er upp á gamla mátann.“ Sigmundur segir marga setja allt kaffi undir einn hatt og kaffi sem víki útfrá þessu venju- lega bragði sé þá afgreitt vont. „Þetta fólk drekkur þá kaffi bara til þess að drekka kaffi en svo eru aðrir sem spá meira í þetta. Þeir fá sér þá eitthvert kaffí vegna þess að þá langar í kaffi með þessu ákveðna bragði. Þetta er fólk sem þekkir tegundimar mjög vel og veit hver gefur hvaða bragð.“ Sjálfur segist Sigmundur ekki eiga neina uppáhalds kaffitegund, hann haldi kannski meira upp á eina tegund í dag en aðra á morg- un. En kaffíð verður helst að vera svart og hann drekkur aldrei mikið af því í einu. Einn eða tveir litlir bollar géufínn skammtur eftir mat.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.