Morgunblaðið - 07.07.1991, Side 8

Morgunblaðið - 07.07.1991, Side 8
68 VC 1 MOiÍGÚNBiJÍeÍÍÖ áu^NÚDÁGlÍíl: 'íí JÚÚÍ 1991 ."'.l-'-' I t | ;;; | i i. ... j ; i i. m ■ ■ ■ Krossmerki, Davíðsstjarna og merki Islams greipt í marmara yfír hlið- ið inn í áningarstað úlfaldalestanna í Aleppo sýna að þar var velkomið fólk af öllum trúar- brögðum. fornrar menningar eftir Elínu Pólmadóttur AISLANDI erum við stolt af okkar þúsund ára menningu og höldum henni á loft. Einn Islendingur verður því fyrir nokkru menning- arsjokki þegar hann fer um land sem nefnist Sýrland og minjar minna stöðugt á margvís- lega og merkilega menningarstrauma, sem þarna hafa farið um og haft viðdvöl í 10 þús- und ár. Sýrland er mikið í fréttunum vegna pólitískra deilna um yfirráð yfir landsvæðum í Miðausturlöndum og á eflaust eftir að leika enn stærra hlutverk í náinni framtíð sem voldugasta arabaríkið nú. En deilurnar byggj- ast einmitt eins og ávallt á þessari fornu frægð og sögulegum landakröfum. Ef flett er upp nafni Sýrlands í alfræðiorðabókum hefur það tvenns konar merkingu. Annars vegar er það nafn á landi sem notað hefur verið frá fomu fari um landsvæðið fyrir botni Miðjarðarhafs frá Litluasíu í norðri og suður að Egypta- landi, þar í innifalin Palestina, vesturhluti Jórdaníu og Israel, uppmnalega nafnið tengt Assyríu. I annan stað nútíma ríki í mið- og nyrsta hluta þessa sýrlenska landsvæðis og hémðin þar fyrir austan. Suðvesturhlutinn heitir nú Líbanon. Og þama er kjarni máls- ins. f skrifstofu Assads forseta hangir kort af miklu stærra Sýrlandi en nútímaríkið er. Það Sýrland mætir Egyptalandi og er Sýrland þess tima er Salah Aldin hafði sigrað og náð af krossförunum öllu Iandinu suður fyrir Jerúsalem á 12. öld. Og hjá hangir málverk af þessari hetju múslima, Saladín. Þar er draumsýnin. Það er því ekki síður fróðlegt en gaman að fara um þetta land, koma í Salad- ínskastalann og krossfarakastalann mikla Krak des Chevaliers, sjá standa upp úr eyði- mörkinni grískrómversku rústirnar í pálma- vininni Palmyra, heimsækja í norðri Aleppo, • elstu borg heims með hinum fomfræga mark- aði og dvelja í Damaskus nútima og fortíðar. því í janúarlok sl. er hann tók við þessu starfí. Hann komst snemma í kynni við Sameinuðu þjóðimar, réðst þangað 1969, eftir að hafa lokið við- skiptafræðiprófí við Háskóla íslands og unnið tvö ár í hagsýsludeild hér heima. Var í fjármáladeildinni í aðal- stöðvum SÞ í New York, þar til hann haustið 1970 var fluttur til UNIDO, Iðnþróunarstofunar SÞ í Vínarbog. Þá voru þau María komin með börn og vildu eins og margir íslendingar að þau gengju í íslenska skóla. Þau fluttu því heim 1974 og Steinar starf- aði hjá Rafmagnsveitum Reykjavíkur í tvö ár. María, sem er dóttir séra Arelíusar Níelssonar, er kennari að mennt og kenndi lengi í Langholts- skóla. Á árunum 1976 til 1980 var Steinar framkvæmdastjóri Pharmaco og síðan framkvæmdastjóri hjá Lýsi hf. til 1986. Þá voru synimir þrír uppkomnir og hann leit um öxl, kom- inn á fímmtugsaldur. Sá að annað- hvort mundi hann halda áfram við samskonar viðfangsefni heima á ís- landi þar til hann kæmist á eftirla- unaaldur eða hugsa sér til hreyfings. Sameinuðu þjóðirnar freistuðu og hann ákvað að kanna hvort hann kæmist þar að í nógu háum ráðning- arflokki — það skyldi ráða. Og haus- tið 1987 lagði hann í hann, til aðal- stöðva Sameinuðu þjóðanna í New York, þar sem hann átti að hafa DREPIÐ NIDUR FÆTI Ekki er ætlunin að fara að rekja hér 10 þúsund ára sögu, allt frá fyrsta ný- steinaldarþorpinu sem nýlega var þar grafið upp og með öllum fomleifa- uppgröftunum, sem við þekkjum m.a. úr sögum Agötu Christie. Hér verð- , ur aðeins drepið niður fæti á nokkr- um stöðum dreift um landið, þangað sem tilviljunin bar þennan skrifara á fáum vikum í ferðum norður, vestur ; og austur frá höfuðborginni Damask- us. Þar í borg búa nú Islendingarnir Steinar Berg Bjömsson og kona hans, María Árelíusdóttir, og ekki | ónýtt að fá notið leiðsagnar þeirra. 1 En þau höfðu einmitt undirbúið með landa sínum þriggja daga helgarferð norður til Aleppo og út að Miðjarðar- hafsströndinni, þar sem Sýrland ligg- ur að hafí á löngum kafla norðan við Líbanon. •Steinar Berg, sem er framkvæmd- astjóri friðargæslusveita SÞ í Gólan- hæðpm, skildi Pál bílstjórp sinn eftir * heima og ók sjálfur og TMaría hafði | útbúið af alkunnum myndarskap r handa okkur íslendingunum nesti. Með opinbert ferðaleyfí vomm við frí og frjáls. íslendingar vilja gjaman vita deili á fólki. Þau hjónin María og Steinar hafa búið í Sýrlandi frá Inngangurinn í kastala Saladíns er um nálarauga. Krossfaramir hjuggu niður klettana og skildu eftir þenn- an stöpul undir uppdregna hengi- brú. Upp úr mógrárri eyðlmörkinni rísa allt í einu súlur og heil grísk-rómversk borg í allri sinni dýrð. Engir ferðamenn reika þar um, bara rollur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.