Morgunblaðið - 07.07.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.07.1991, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1991 í fjölmiðlum M Sagt var frá því í síðustu viku að Jón Ársæll Þórðarson ætlaði að flytja sig um set frá Bylgjunni yfir á fréttadeild Stöðvar tvö. Vegna þess að Bjarni Dagur Jóns- son fór í sumarfrí verður Jón Ár- sæll að fresta för sinni, og halda áfram sem umsjónarmaður þáttar- ins ísland í dag ásamt Heimi Jón- assyni þar til Bjami Dagur kemur aftur. Jón Ársæll kveðst hlakka til að fást við sjónvarpsfréttamennsku þegar hann byijar á Stöð tvö um miðjan júlí, enda sé hann þá búinn að „loka hringnum" og prófa flestar gerðir fjölmiðla. ■ Sigurður Valgeirsson hefur staðið í samningaviðræðum við Bylgjumenn með Bjarna Dag Jónsson í broddi fylkingar um að ganga til liðs við Bjama við umsjón þáttarins Island í dag. Ef samning- ar takast mun Sigurður líklega heija störf í fyrrihluta júlímánaðar. Bylgjan og Stjaman: Páll Þorsteins- son hættir sem útvarpsstjóri PÁLL Þorsteinsson lét af störf- um sem útvarpsstjóri Bylgjunnar og Stjörnunnar á þriðjudaginn. í samtali við Morgunblaðið segist hann ætla að taka sér góðan tíma til að ákveða hvað hann muni taka sér fyrir hendur eftir út- varpsstjóra starfið. „Aðalástæðan fyrir uppsögninni er sú að ég er búinn að vera í þessu nógu lengi. Ég hef verið hjá Bylgj- unni í flmm ár og í þessum bransa í 11 ár og fannst kominn tími til að athuga hvort ekki væri eitthvað hinum megin við girðinguna," sagði Páll. Páll ætlar að taka sér góðan tíma til að gera áætlanir um framtíðina. „Ég ætla að minnsta kosti að taka mér góða hvíld frá útvarpi og slíku stússi í bili þó mér fínnist líklegt að einhvers staðar eigi eftir að hey- rast í mér einhvem tíma í fram- tíðinni.“ Páll tók fram að hann hefði hætt í mesta bróðemi við eigendur og stjórnendur útvarpsstöðvarinnar. MUN EÐLISFRÆÐIN ÚR- ELDA EFNAFRÆÐINA? MIKLAR breytingar eru fyrirsjáanlegar á vinnslu og framköllun ljósmynda á næstu árum. Innan tíðar verður ekki þörf á að taka myndina á fílmu og framkalla síðan með sérstökum vökv- um. Myndina verður hægt að skrá í upphafi sem stafræna ein- ingu sem hægt verður að kalla fram á skjá eða prenta út. Þessi aðferð er margfalt fljótvirkari en sú eldri og býður þar að auki upp á ýmsa möguleika, eins og t.d. samsetningar sem heill- að getur bæði leika sem lærða. Eðlisfræði hinna stafrænu boða virðist því geta innan tíðar leyst af hólmi 110 ára gamla efna- fræðikunnáttu sem liggur að baki ljósmyndafílmunni sem við þekkjum í dag. Því spyrja margir: Er myrkvaherbergið að hverfa í skuggann? Dramatískar fréttamyndir á borð við þessa sem tekin var í Detro- it í Bandaríkjunum og sýnir hvernig konan í bílnum komst lífs af, eru sjaldgæfar og eftirsóttar. Nýja ljósmyndatæknin mun skila fréttamyndum fljótt og örugglega á síður blaða út um allan heim. að eru japönsku risamir Sony og Matsushita sem leggja mikla áherslu á að þróa þessa nýju tækni. Enda er það ekki nema von því áætlað er að á síð- asta ári hafi fólk keypt ljós- myndavélar og vörur fyrir um 900 milljarða ís- lenskra króna eða sem nemur um ijórtánföldum tekjum íslend- inga af útfluttum sjávarafurðum á sama tíma. Þessi upphæð hefur þrefaldast í raungildi á síðustu tveimur áratugum. Það eru einkum filmuframleið- endur, Kodak, Polaroid og Fuji, sem eiga í vök að veijast vegna þessarar framþróunar. Þeir binda helst vonir við það að filman muni lifa vegna þess að gæði þeirra mynda sem hún mun fram- kalla verða alltaf meiri. Hágæða fílmur eru til það fínkomóttar að smæstu einingar þeirra (svokall- að pixel) em 80 milljónir á meðan stafrænar myndir em aldrei fínni en sem nemur 300-700 þúsund einingum. Þetta þýðir það að fílman býður upp á skarpari myndir, meiri dýpt og stærra lit- róf. Kostirnir við hina stafrænu tækni em einkum þeir að hin svokallaða framköllun verður engin og hægt er að skoða mynd- ina jafnskjótt og smellt hefur verið af. Eins getur hvaða miðl- ungur sem er, sem á tölvu, síðan leikið sér með myndina að vild, breytt um liti, lýst suma fleti og dekkt aðra, fjarlægt hluti og manneskjur, sett óteljandi myndir saman, og svo frv. Þeir sem þurfa eða vilja fá myndina á pappír prenta hana bara út á prentara. Það sem gerir þessa nýju tækni í raun enn áhugaverðari er að hún þróast í sama farvegi og öll samskipta- og upplýsinga- tækni, þ.e. á brautum raf- einda og tölva. Líklegt er talið að almenningur muni fagna þessari nýju tækni og taka á móti henni á svipaðan hátt og hann tók á móti mynd- bandstökuvélunum og heimilis- tölvunum. Vandi framleiðend- anna er orðinn gamalkunnur en það er að koma þessum nýju tækjum og vélum á markað þegar þau eru orðin nógu ódýr og nógu aðgengileg fyrir notendur. Fjölmiðlar munu taka þessu misjafnlega, ef að líkum lætur. Þau tímarit og blöð sem vilja bjóða lesendum sínum hágæða- ljósmyndir munu væntanlega not- ast við fllmuna fram eftir næstu öld en dagblöð og önnur frétta- blöð sem oft eru í mikilli keppni við tímann munu að líkindum sjá fljótt hag í því að taka upp þessa tækni. Myndir á stafrænu formi er hægt að senda um hnöttinn þveran og endilangan eftir símal- ínum eða í gegnum gervitungl. Ljósmyndarinn John Schaer nýtti sér þessa tækni þegar hann tók mynd af kínverska stúdentinum sem einn síns liðs stöðvaði skrið- dreka á Tiananmen-torgi í Beijing árið 1989 skömmu síðar en það torg varð vettvangur hrottalegs blóðbaðs. Hann sendi myndina ■ Stafrænar ljósmyndavélar, semekkieru langt undan, munu hafa margt fram yfir hefðbundar vél- ar sem festa myndir á filmu þó svo gæði myndanna verði seint sambærileg símleiðis og kunnugir telja að með öðrum hætti hefði hún aldrei komist úr landi. Framleiðendur ljósmyndafílm- unnar óttast ekki um sinn hag þar sem þeir telja að filman geti lifað góðu lífi samhliða hinni nýju tækni. í raun eru þeir þeirrar skoðunar að stafrænu myndirnar stækki enn frekar markaðinn fyr- ir ljósmyndavörur þannig að þeir muni halda sínu. Það er a.m.k. líklegt að fleiri mjmdir verði tekn- ar þegar hægt verður klukkan sex á aðfangadag að símsenda afa og ömmu á Kópaskeri myndir af uppáklæddum barnabömunum í Reykjávík sem teknar voru tveim- ur mínútum áður. Heimild: Fortune 1. júlí 91. BAKSVIÐ eftir Ásgeir Fridgeirsson eða ósatt Satt Meginhlutverk blaða- manna er og hefur verið að flytja neyt- endum fjölmiðla sinna frétt- ir. Auðvitað er það misjafnt hvaða fréttum fólk sækist eftir. Það fer eftir aldri, bú- setu, áhugamálum og fleiru og fleiru. Þess vegna eru fjöl- miðlar misjafnir. Við sem eldri erum teljum sumar þær fréttir harla léttvægar, sem hinum yngri þykja merkileg- ar, t.d. úr heimi skemmtana og íþrótta. Matreiðsla frétta hefur breyst mikið í aldanna rás. Fyrst skömmtuðu yfirvöld hvað almenningur mætti frétta, og sami háttur er raunar enn hafður á í ein- ræðisríkjum. í vestrænum lýðræðisríkjum hefur frétta- flutningur breyst mikið á síðustu áratugum. Þótt enn sem fyrr telji vandaðir fjöl- miðlar sér skylt að skýra rétt og,satt frá er frásögnin ein ekki lengurtalin nægileg, heldur þarf einnig að túlka atburðina fyrir neytendur, segja þeim hvað það raun- verulega þýðir, sem frá er skýrt eða sagt hefur verið. Pólitískar frétta- skýringar þar og hér Þar sem fjölmiðlun er hvað best, á norðvesturhorni Evr- ópu og í Bandaríkjunum, starfar fjöldi sérfræðinga við virta fjölmiðla við að útskýra fréttir fyrir neytendum. Með- al annars við að útskýra ummæli stjórnmálamanna, fara ofan í saumana á því sem þeir hafa sagt og fletta ofan af ósannindum þeirra án miskunnar og hvaða skoð- un sem þeir kunna að hafa á málum. í sumum þessara landa hugsa flestir stjórn- málamenn sig vissulega tvisvar um áður en þeir bera helber ósannindi á borð fyrir almenning, vegna þess að þeir mega búast við því að strax næstu daga verði flett ofan af þeim í fjölmiðlum. Ég held að íslenska fjöl- miðla skorti mikið á í þessum efnum. Þeir eiga þar vissu- lega ekki óskylt mál, án þess að ég fari nánar út í það hér, en því miður skortir mikið á að farið sé ofan í sauma á fullyrðingum stjóm- málamanna í íslenskum fjöl- miðlum. Allt of oft er reynt að skýra málin með því að láta „bæði sjónarmiðin" koma fram og ætlast svo til þess að almenningur sé fær um að dæma. En — eins og skáldið sagði: „... hvemig á að þekkja það, þegar flestir ljúga?“ Vissulega er almenningur oft fær um að dæma. Hann fínnur til að mynda hvort kjör hans batna eða þrengj- ast. Annað mál er svo hvort hann hefur alltaf þær upp- lýsingar sem hann þarf til að dæma um hvers vegna. 1 þeim efnum treystir hann í æ ríkari mæli á fjölmiðla, enda halda þeir því óspart að fólki að þeir kunni best skil á flestu. Samt er hann oft sorglega litlu nær, þótt míkilli prentsvertu, segul- bandi og filmu hafi verið eytt til þess að „kryfja málið til mergjar". Nú kann einhver að segja að þetta sé sleggjudómur. Má ég nefna stórt mál, mínu máli til stuðnings. Hver var annars hallinn? Hver man ekki allt karpið í fjölmiðlum eftir myndun síðustu ríkisstjómar um halla ríkissjóðs. Fyrrverandi fjármálaráðherra sagði eitt, fjármálaráðuneyti annað, Ríkisbókhald lagði sitt til málanna, Ríkisendurskoðun kom með sínar tölur og svo auðvitað nýr 'fjármálaráð- herra. Menn skömmuðust og körpuðu fullir sannfæringar- krafts og vitnuðu í hinar og þessar bókhaldsreglur, sem almenningur skilur lítið í frekar en ýmsir dómarar, og niðurstaðan varð auðvitað sú að menn trúðu því sem þeir vildu trúa, mestmegnis eftir því hvaða stjórnmálaskoðun þeir höfðu. Ég taldi mig fylgjast tals- vert með þessu karpi, en það veit hamingjan að ekki hefi ég hugmynd um hver raun- verulegur halli ríkissjóðs var eða er. Og hafi einhver íslenskur fjölmiðill gert raun- verulega úttekt á því þá bið ég hann afsökunar, því það hefur þá farið framhjá mér. Ég veit ekki af hveiju þetta er svona. En víst er að það er ekki af því þetta sé ómerkilegt mál, því vissu- lega skiptir það okkur öll miklu máli, bæði í nútíð og framtíð, þegar við dæmum þá ríkisstjóm sem nú situr að völdum og berum verk hennar saman við verk fyrri stjómar. Segja kannski allir satt? Óneitanlega væri gaman að sjá faglega úttekt á þessu máli í einhveijum fjölmiðli. Getur til dæmis verið að allir þessir aðilar segi ósatt? Eða þá það, sem kann að virðast ótrúlegt við fyrstu sýn: Að þeir segi allir satt?! Að allar þessar tölur séu réttar, mið- að við ákveðnar forsendur, sem aldrei hafa komist til skila í umræðunni? Getur það til dæmis verið að stjóm- málamenn geti beðið æm- verðugar ríkisstofnanir um yfirlit yfir stöðu mála „miðað við að þetta sé svona og svona“ og svo geti annar beðið aðra stofnun — eða þá sömu! — um yfírlit yfír stöðu mála „miðað við þetta sé þannig og þannig“ og út komi tvö hárrétt álit miðað við gefnar forsendur, með helmings mismun eða svo, sem skilja almenning kol- ruglaðan eftir? Ég er ekki að halda þessu fram. En ég er sannfærður um að í þeim löndum, sem vitnað var til hér að framan, væri búið að segja almenn- ingi í fjölmiðlum upp á hár hvemig málin standa og hvaða forsendur væm að baki hverrar tölu. Hér hefur aðeins verið vitnað í eitt mál, en þau em mýmörg. Þau em alls ekki öll pólitísk, en hvergi er samt eins miktu moldviðri þyrlað upp og þar sem sú tík kemur til sögu. Þau mál em líka vandmeðfömust. Pólitíkusar hafa víða áhrif, bæði bein og óbein, og óneitanlega læð- ist að manni sá gmnur að þeim finnist núverandi ástand harla gott og taki því hreint ekki fagnandi ef ein- hver blaðasnápur fer að segja almenningi hvenær þeir segja satt og hvenær ekki. Magmús Bjarnfreðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.