Morgunblaðið - 07.07.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.07.1991, Blaðsíða 28
28 C MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI sunnud, --—--!.TCTf DAGUR 7. JÚLÍ 1991 Trn/n^QYM © 1991 Jim Unger/Distributed by Universa) Press Syndicati , þú ert gestur númer/oþúsuacL-þú /Se/'é Z sueppasúpur. " Ást er ... A-Zl ■.. þegar linsunni er beint rétta átt. TM Reg. U.S. Pat Off.—atl rights resarvad ® 1991 Los Angetes Times Syndicate Með morgimkaffinu Þessí neðsta er til að halda buxunum upp um mig. Jæja. Allt í lagi. Ég fæ þá eitt dúsín ... Á FÖRIMUM VEGI Þorbjörg húsfreyja á Syðstu- Grundí Skagafirði við hefð- bundinn rúning. Morgunblaðið/Silli Margþætt er starf bóndans Húsavík. „NÚ ERU breyttir tímar, farið að slá í maímánuði" varð öldr- uðum bónda að orði, þá ég hitti hann á förnum vegi nú nýlega. „I mínum búskap gengu verkin svo fyrir sig. Að loknum sauð- burði fór maður að ditta að húsum og laga ýmislegt til sem aflaga hafði farið um veturinn, gá að girðingum og ýmislegt fleira. Nú eru komnar einhveij- ar rafmagnsgirðingar, sem þurfa víst lítið viðhald. Ákveðið verk milli sauðburðar og sláttar, var smölun til rúnings, rúningur og ullarþvottur, farið með ullina í kaupstað og eftir það undirbúningu fyrir slátt, sem hófst ekki venjulega fyrr en um miðjan júlí, enda stendur enn í almanakinu mínu að heyannir byrji 28. júlí, en það hefði nú ver- ið nokkuð seint, nema í mjög slæmu vori og gróðurleysi. Nú er rúið um miðjan vetur, ullin þvegin suður í Hveragerði, sláttur hafinn og enginn baggi bundinn, öllu rúllað eða ekið inn, já þetta eru miklar breytingar, sem ég vil sem minnst um tala, enda kominn á áttræðisaldur og hættur. En vonandi eru þessir breyttu búskaparhættir til bóta, þó mér heyrist útlitið ekki gott“, sagði hinn aldni bóndi og vildi ekki meira um nútíman ræða. - Fréttaritari Miljö er umhverfi á íslensku Um miðjan júní var í Reykjavík norræn ráðstefna um umhverfis- menntun með 900 gestum og 200 íslendingum. Á máli gestanna hét ráðstefnan Miljö 91. I Hagaskóla og Melaskóla voru kennslustofur og salir lagðir undir sýningu, þar sem skólafólk og fóstrur kynntu umhverfisfræðslu. Ég gekk þar um sali föstudaginn 14. júní. Þar voru tugir íslendinga, sem höfðu lagt til efni, tilbúnir að leiðbeina gestum, en þar sást varla annað fólk. Að- sóknin var ekki betri daginn eftir, sagði mér einn leiðbeinendanna. Einhver gat sér þess til, að almenn- ingur hefði ekki kært sig um að fara úr sólskinsbirtunni þessa daga inn í hús. Það er líka hugsanlegt, að fólk hafi yfirleitt ekki talið sýn- inguna varða sig, því að sýning með útlendu nafni hlyti að vera ætluð útlendingum. Hvernig getur það gerzt, að meðal 200 íslendinga, sem sinna þó fræðslumálum, skuli enginn hafa getað nefnt sýninguna á íslenzku, Umhverfi 91? Með því að láta Miljö 91 fylgja með í sviga, þegar rituðu máli var beint til gestanna, hefði það ekki þurft að trufla þá, heldur verið skemmtilegt fyrir þá að læra lítið dæmi um það, hvernig íslend- ingar móta umhverfi sitt, og vakið athygli þeirra á því, að málrækt er merkasta umhverfisræktin á ís- landi. Björn S. Stefánsson Vemdaðar þj ónustuíbúðir? E.R. kvartar undan því í Morgun- blaðinu að hádegisverður í matsal sé einungis framreiddur 5 daga í viku í þjónustuíbúðum sem hún þekkir til. Þar sem ég bý í sambýlis- húsi með 70 íbúðum fyrir aldraða vorum við látin kosta byggingu á matsal eða samkomusal með hús- gögnum og öllu tilheyrandi en eng- inn matur kemur hingað. Okkur er sagt að við getum farið í þjónustumiðstöð á Aflagranda til að fá mat. Það getur verið að þeir sem selja þessar íbúðir lofi upp í ermina til að koma þeim út. En það er skrýtið að ríkið skuli styrkja þessa sölumennsku. Samtök aldr- aðra eru með styrk á fjárlögum og Félag eldri borgara fær framlag frá Reykjavíkurborg en þar eru menn á íaunum við að selja öldruðum íbúðir. Maður heldur náttúrulega að það sé meiri þjónusta á þessum íbúðum eftir því sem manni er sagt. S.J. HÖGNI HREKKVÍSI „VeiSTU HVAO £R. /NNAN /' OÝNUNN/ ÞlNNI, HÖGN! ?u Víkverji skrifar Víkveiji fór um síðustu helgi í langa gönguferð um Elliða- árdalinn og er þetta í annað sinn á skömmum tíma, sem hann leggur leið sína þangað. Þar er slík para- dís, að óþarfi er fyrir borgarbúa að fara t.d. upp í Heiðmörk eða eitthvað lengra til þess að fara í skógarferð. Dalurinn er nú orðinn svo gróinn og skemmtilegur, að unun er að ganga þar um á björtum sumardegi. Það mun hafa verið Rafmagns- veita Reykjavíkur og starfsfólk hennar, sem átti frumkvæði að plöntun tijáa í Elliðaárdal fyrir nokkrum áratugum. Síðar mun Skógræktarfélag Reykjavíkur hafa tekið við þessu starfi og er nú svo komið að plantað hefur verið í víð- áttumiklar lendur í dalnum. Elsti gróðurinn er nú orðinn að skógi og í ijóðrum má finna skemmtilegar lautir, þar sem menn geta notið náttúrunnar og góða veðursins. Nú hefur verið bætt við göngu- stígum um Elliðaárdal, þannig að unnt er að fara mun víðar eftir skipulögðum stígum en áður. Fyrir frumkvæði Rafmagnsveitunnar og Skógræktarfélagsins hefur myndazt á þessum stað frábært útivistarsvæði, sem ber að þakka af alhug. XXX Langþráð regn kom loks í liðinni viku og stóð í um það bil hálf- an dag og var kærkomið fyrir gróð- urinn á höfuðborgarsvæðinu og raunar hér Suðvestanlands. Segja má, að eftir regnið hafi menn nán- ast séð grasið vaxa, rétt eins og Heimdallur forðum, sem heyrði grasið vaxa. Eftir regnið hefur gróðurinn verið einstaklega fallegur og grænn, a.m.k. þykist Víkveiji hafa séð, hvernig líf færðist yfir garða og gróðurlendi eftir að blotn- aði i jarðveginum. xxx aður, sem býr í Breiðholti og ætlar niður að Tjörn þarf að fara yfir 20 umferðarljós, aki hann með strandlengjunni um Breiðholts- braut, Reykjanesbraut, Sæbraut og Lækjargötu. Engin þessara Ijósa virðast vera samstillt, þannig að möguleikar eru á að hann þurfi að stöðva 20 sinnum og taka aftur af stað. Versti kaflinn á þessari leið er frá Höfðatúni og niður í miðbæ, það er hending að menn sleppi þar í gegn án þess að þurfa að stöðva. Víkveiji þekkir engan, sem það hefur tekizt. Yfirleitt blasir rauða ljósið við manni við hver einustu gatnamót. Menn hafa verið að kvarta undan mikilli umferð á Bústaðavegi, sem liggur um íbúðahverfi. Fari menn úr Breiðholti að Reykjavíkurtjörn um Bústaðaveg eru 18 ljós á leið- inni. Þessi ljós veita samt greiðari umferð, því að þau virðast meir samstillt en ljós með strandlengj- unni. Þessi leið er því greiðfærari, þótt ekið sé um þrengri götur og í gegnum íbúðahverfi. Er þetta um- hugsunarvert fyrir umferðaryfir- völd borgarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.