Morgunblaðið - 07.07.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.07.1991, Blaðsíða 31
r ^DRGUNBffiÐiÐ' ^yuoiari¥91 3C ^fcl Gullfaxi kemur inu til lendingar. Þegar Ólafur K. Magnússon bað um að fá að taka mynd af hershöfð- ingjanum sagði hann léttur í bragði: „Aðeins ef þessi unga stúlka vili vera með á mynd- inni,“ og síðan stilltu þau sér upp, Kristín Snæhólm og Eis- enhower. SÍMTALID... ER VIÐ ÖYVIND GLÖMMI, AFTASTA MANNí SÍMASKRÁNNI Eiginlega hálfgert ólán 2 30 77 „Halló?“ — Er það Öyvind? „Já, það er hann.“ — Ég sá að þú ert aftastur í símaskránni á svæði 91. Hefur þú tekið eftir því sjálfui1? „Já, það hef ég nú gert.“ — Hvernig kom það til? „Það var nú einfaldlega þannig að ég var að fletta upp í skránni til að athuga hvoit ég væri kom- inn í hana að ég tók eftir þessu.“ — Fannst þér þetta merkilegt? „Mér fannst það a.m.k. svolítið broslegt." — Hefur einhver hringt í þig áður út af þessu? „Það hefur komið fyrir, og það er eiginlega hálfgeit ólán að vera á þessum stað í skránni. Bæði hafa komið símhringingar þar sem spuit hefur verið um hvers lags undarlegt nafn þetta sé sem ég heiti, og einnig miður skemmti- legar upphring- ingar um miðja nótt bara vegna þess að ég er' aft- astur í síma- skránni.“ — Það þykir mér nú ekki góð afsökun, a.m.k. ekki á þeim tíma sólarhringsins. En eftir nafninu að dæma ættirðu að vera norsk- ur ...? „Jú, ég er norskur — nánar tiltekið frá Osló.“ — Hvers vegna býrðu á íslandi? „Ja, hvað heldurðu?“ — Ætli þú eigir ekki íslenska konu ...? „Jújú.“ _ — Ertu búinn að vera hér lengj? „Ég hef búið hér í bráðum fimm ár. — Hefurðu hugsað þér að vera hér eitthvað áfram? „Ja, mér tókst nú að halda konunni minni í Noregi i' tólf ár og ég er bara búinn að vera hér í fimm, en ætli við hugsum nokk- uð lengra en eitt ár í einu.“ — En hvað með börnin, eru þau norsk eða íslensk? „Það er bæði og. Elsti sonur okkar er íslenskur ríkisborgari, en dóttir okkar norskur. Það var reyndar bara tilviljun sem réð þessu. — Varstu nokkuð aftastur í skránni í Osló? „Nei, þar er allt annað kerfi. Þar er raðað eftir ættarnöfnum og ég þar með stað- settur í géinu. Að vísu er Glömmi frekar sjaldgæft nafn í Noregi, og þar með ég er sennilega eini Öyvind Glömmi í heiminum.“ — Einmitt. Þá þakka ég bara kærlega fyrir spjallið. „Já, blessað- ur.“ — Blessaður. Öyvind Glömmi Manngrúinn stóð í hljóðri lotning fyrir minningu konungs. Sunnudaginn 26. sept- ember 1915 safnaðist múgur og margmenni saman á Lækjartorgi, þá var afhjúpuð stytta af vorum ástsæla konungi Kristjáni IX. Morgun- blaðið var á staðnum og greindi lesendum sínum frá þessum viðburði degi síðar. Guðmundur Guðmundsson skól- askáld hafði ort ljóð og var það „haft á boðstólum; meðal mannfjöldans, ásamt mynd af Kristjáni konungi." Af minning Kristjáns konungs stafar ljómi, í kjærleik þjóðar lifir nafnið hans: af „frelsisskrá" hans óx vor auðna og sómi og auknar heilla-vonir þessa lands. Guð blessi alla er unnu að því og vinna að ísland megi fullum rétti ná, og láti oss kraft og kjarkinn til þess finna að kunna að nota vora stjómarskrá. FRÉTTALJÓS ÚR FORTÍD Landsdrottinn gaffálkaen tók flattan þorsk Kristján IX afhjúpaður 1915 Lúðraflokkur Bernburgs lék „Ó, guð vors lands“ og síðan hélt Klem- ens Jónsson landritari ræðu. 1 máli hans kom glöggt fram hve ástsæll og virtur landsfaðir Kristján kon- ungur níundi hafði verið í hugum og hjörtum sinna íslensku þegna; „sárar tilfinningar hefðu gripið ís- lendinga þegar andlát Kristjáns konungs fréttist hingað um „loft- vegu kalda“.“ <Sú harmafregn að konungurinn hefði andast 29. jan- úar 1906 barst hingað til lands degi síðar með loftskeyti.> „Meðan þessar tilfinningar voru sem heit- astar áttu nokkrir menn í Reykja- vík fund með sér ... Niðurstaða var sú, að reisa honum minnisvarða." Það kom fram í ræðu landritara að samskot hefðu gengið vel þrátt fyr- ir einhverjar úrtölur og andmæli gegn hugmyndinni. Eirlíkneskið sem Einar Jónsson gerði var full- búið 1913 en uppsetning mun hafa dregist af ýmsum ástæðum. Styttan sýnir Kristján konung eins og skáldið Matthías Jochums- son komst að orði: Með frelsisskrá í föðurhendi þig fyrstan konung Guð oss sendi; kom heill, kom heill að hjarta Fróns. Gullinstrengi hrærðir hrærum Ræðumaður sagði „frelsisskránna" hafa lagt grundvöllinn undir þær framfarir sem orðið hefðu síðan. „Og þó framfarirnar séu stórstígastar liðugan síðastan áratuginn, eða síðan landið fékk innlenda stjórn, þá er það aftur hann sem lagði þann grundvöll, því hann undirskrifaði stjórnarskrána 5. október 1903, því sagði skáldið: „Þig beztan konung guð oss hefir gefið, þú gafst oss tvisvar dýrast frelsishnoss.“ Jal'nframt gaf hann oss alveg óbeðið nýtt skjaldarmerki, fálka í stað hins hvimleiða flatta þorsks, fugl, í staðinn fyrir fisk, eins og hann sjálfur komst að orði. Svo kvað Matthías á 40. ríkisstjórnarafmæli hansr Vér börn þín yzt við íssins haf og öll vor þjóð þér kveðju færum og gullinstrengi hræðir hrærum: til lífs, til lífs þig Guð oss gaf. Þú eini jöfur aldrei brást oss, þú eini jöfur komst og sást oss, þú færðir oss vor fornu völd og fægir enn vorn þjóðarskjöld. Landritari vitnaði einnig til kvæðis Jóns Ólafssonar: Þú sveifst til vor á sumardegi björtum, Þú sást oss, og þú festir á oss trú, þú namst hér land i þegna þinna hjörtum, og þar skalt lífs og dauður rikja þú. Klemenz Jónsson bað Geir Zoega um að afhjúpa minnisvarðann. „Þá gekk fram öldungurinn Geir Zoega, og svifti blæjunni af líkneski konungsins, en manngrúinn stóð hljóður og hneigði höfuð sín í lotning fyrir minningu hins ástsæla konungs. Eftir það skaut Islands Falk mörgum skotum til heiðurs minningu konungsins fræga. Á eftir lék lúðraflokkur Bernburgs „Kong Christian" og „Ó fögur er vor fóstu!jörð“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.