Morgunblaðið - 07.07.1991, Side 9

Morgunblaðið - 07.07.1991, Side 9
 89 stutta viðdvöl áður en hann tæki við framkvæmdastjórn Friðargæslu- sveitarinnar í Líbanon. En nú voru Sameinuðu þjóðirnar í fjárkröggum og fjárveitingar til friðargæslunnar í Líbanon drógust saman, svo Steinar varð um kyrrt sem yfirmaður sam- skiptadeildarinnar í New York og skipulagði á næstu þremur árum nýtt símakerfi fyrir stofnunina og færði póstþjónustuna í nútímalegra horf, auk þess sem hann var formað- ur fasteignadeildar aðalstöðvanna. Þar var hann þar til hann fór til Bagdad í júlí 1990 vegna friðar- gæslu SÞ á landamærum íraks og Irans. María var á leiðinni á eftir honum með viðkomu á íslandi, þegar Saddam Hussein réðst inn í Kúveit og hún komst ekki inn í landið. Enda eitt fyrsta hlutverk Steinars að koma konum og börnum friðargæsluliðsins úr landi og síðan öllu liðinu fyrir árás fjölþjóðahersins í Kúveit. Um reynslu þeirra vorum við að spjalla sem við ókum í morgunsárið út úr Damaskus. Þau hjónin höfðu strax við komu mína lýst því yfir að þau væru ákveðin í að veita gestinum ekkert viðtal. En við urðum ásátt um að ekki væri hægt að banna blað- amanni að segja frá þeim eftir því sem tilefni gæfist til á ferðum okkar og í almennu spjalli. Við ókum í norðurátt frá Damaskus 350 kíló- metra leið norður til hinnar fornu verslunarborgar Aleppo. Mikið er af þungum trukkum á veginum, þvi þessi vegur liggnr áfram til Tyrk- lands og þama er flutningaleiðin frá Evrópu, um Tyrkland, Sýrland og niður til Jórdaníu. Landslagið er mest þurrar sandhæðir og ofan af einni veifar okkur gríðarstór stytta af Assad forseta eða Andrési eins og við erum búin að venja okkur á að kalla hann á íslensku, svo enginn verði tortrygginn. í elstu borg í heimi Þar sem brottför hafði seinkað er ákveðið að bruna fram hjá iðnaðar- borginni Homs með minjum frá dög- um Rómveija. Og 45 kílómetrum norðar, hjá Hama, þar sem 30 þús- und Sunnitar lágu í valnum eftir að stjórnin kvað niður uppreisnartilraun þeirra fyrir 8 árum. í Hama eru hin gríðarstóru tréhjól, sem allt frá mið- öldum umbreyttu þurrum sandinum með því að dæla úr ánni vatni yfir skrúðgarða og gróður. Nú standa aðeins nokkur hjól sem minjar, en olíugleypandi mótorar knýja áveit- urnar. Sýrlendingar dæla upp eigin olíu í austurhluta landsins, þótt ekki sé hún eins mikil og sumra nágranna þeirra. Framleiðslan mun vera um 1,7 milljarðar tunna á ári. Og nú fer líka að grænka. Stórfljó- tið Efrat er ekki langt undan í austri þegar komið er norður undir Aleppöi Þarna er mikil baðmullarrækt. Minnir okkur á að við erum í landi þessara fínu damaskdúka. Þeir hefð- bundnu dúkar sem við kaupum á markaðinum í Damaskus og Aleppo eru þó ólíkir þeim verksmiðjufram- leiddu damaskdúkum sem við eigum Steinar og María að venjast. Mynstrið er saumað í þessa og oft með gylltum þræði. Dýrlega fallegir og kosta lítið. Í Aleppo rennum við beint á lúxus- hótelið Chaba Cham Palaee, en Cham-hótelin eru keðja í eigu sýr- lensks auðkýfings, sem býr í París, og hefur verið að byggja þau í stærri borgum landsins. Þar sem þau eru búsett í landinu geta Steinar og María borgað hótelin með sýrlensk- um pundum, en útlendingur verður að borga í dollurum, sem þá er reikn- aður á skráða genginu, 11 pund í stað 45 punda gangverðinu. Engin undanbrögð þótt þau segist borga fyrir mig. Og það gildir hvar sem er í landinu. Þá erum við komin í borgina þar sem fyrst myndaðist þéttbýli árið 1780 f.Kr., elsta samfellt byggða borg í heimi, Aleppo eða Halab. Það sem gerði þessa borg svo ríka um aldaraðir er staðsetning hennar á krossgötunum, þar sem austur-vest- urleiðin milli Efrat og Miðjarðarhafs- ins skerst við norður-suðurleiðina frá Tyrklandi og suður til arabaríkjanna. Jámbraut var nýlega lögð frá Mið- jarðarhafinu til Aleppo. Þetta hefur ekkert breyst í aldanna rás. í mið- biki Aleppo er því elsti „souk“, eða austurlenskur markaður sem fyrir- finnst og er í rauninni engu líkt að reika þar um götur og ranghala. Öllu ægir þarna saman, konur með hulin andlit eða slæður um höfuð, krakkar sem ryðjast, asnar með byrðar mjaka sér gegn um þvöguna ásamt skellandi mótorhjólum, karlar í víðu buxunum sínum með þægilegu gati aftan í fellingunum og túrbana eða arabaklúta. Troðningurinn er kannski enn meiri í öllum þessum mjóu yfirbyggðu göbum, því nú er föstunni Ramadan að ljúka og fólkið þyrpist úr sveitunum í bæinn. Klukk- an sex þennan dag heymm við í lok háværs bænasönglsins úr hátölurum frá moskunum fallbyssuskot, sem eru merki um að nú megi byija að borða. Á markaðninum er verið að slátra fé og selja kjöt og þessa stóm fitu- eða mörklumpa, sem hanga aftan á sýrlenska fénu. Grettla fór í Saddam Hussein Þarna er gull- og silfurgatan með sínum fallegu skartgripum sem seld- ir em eftir vigt, heilt hverfi með bómullarefnum þar sem María prútt- ar, enda hefur allt hennar tau „farið í Saddam Hussein", eins og hún seg- ir, eða Sören eins og þau hjónin kalla hann venjulega. Skýringin er sú að María hafði sent eigur þeirra, utan stærri húsgögnin, frá New York til Damaskus til að setja þar upp heimili og var sjálf á leiðinni á eftir Steinari með viðkomu á íslandi, þeg- ar Saddam Hussein réðst inn í Kúv- eit. Vitað var að dótið var allt komið til Kúveit, en þar hvarf það í stríðið og hefur ekki til þess spurst síðan. Þegar þessi ferðalangur hafði spurt þau í símatali hvað hann ætti að koma með frá íslandi, hafði María beðið um flatkökur og rúllupylsu en Steinar vildi fá Grettis sögu og kannski líka Laxdælu. íslendinga- Krak des Chevall- ers er frægasti kastali krossfaranna. Hér er úr efsta turni horft niður yfir „hringborð riddar- anna“, en þar sátu þeir að sumbli fyrr á öldum. sögumar og bækur Halldórs Laxness höfðu farið í Flóastríðið, þar á meðal Grettla sem hann hefur á náttborðinu hjá sér hvar sem hann er í heimin- um. Líka allar íslensku ljóðabækurn- ar, því eins og María sagði einhvem tíma í spjalli okkar, þá hafa þau jafn- an gott íslenskt lesefni og ræða það sín á milli. „Þegar við emm bara tvö hefðum við ekkert um að tala á ís- lensku nema þetta hversdagslega amstur, ef við ekki hefðum íslenskar bækur til að ræða um“, sagði hún. Bætti við að blöð og tímarit frá vin- um og ættingjum séu líka vel þegin og lesin upp til agna. Þegar blaða- maðurinn kom eitt sinn úr ferðalagi heim til þeirra í Damaskus, lá Stein- ar uppi í rúmi og las valda kafla úr Grettlu upphátt fyrir konu sína. Nú var María í óða önn að koma sér upp nauðsynlegri búslóð í Damaskus, enda þarf hún sem eiginkona fram- kvæmdastjóra SÞ-liðsins mikið að taka á móti gestum. Og fer léttilega með það hjálparlítið, býr til matinn og kennir sjálf hjúunum frá Shri Lanka sem hreinsa hjá henni að bera fram. Á gamla markaðinum í Aleppo er teppasala við margar götur og þar má fá ekta gömul sýrlensk og pers- nesk teppi, sem notuð voru í tjöldum hirðingjanna. Hafði verið mikið úrval af slíkum teppum á markaðinum í Damaskus fyrir Flóastríðið, því ferð- amenn frá Irak komu með þau og seldu upp í ferðakostnaðinn. Enn eru þau eftir á markaðinum í Aleppo og við prúttum þeim niður með því að kaupa til samans þijár mottur fyrir 300 dali hveija og borga hluta í doll- urum. „Bara fyrir þig af því að þú ert vinur minn. Þetta lága verð færðu bara af því að bisnessinn er slæmur og helgidagur fer í hönd,“ segja þeir að venju. Þau Steinar og María eru ekki aðeins að búa út eitt heimili heldur tvö, því meðan hættan var mest í Irak, beið María manns síns í nágrenninu á Kýpur og þar ákváðu þau að eiga sér í framtíðinni sama- stað í veröldinni, en leigja á svona hættustöðum. í útgáfu Steinars eru tildrögin á þessa leið: Einu sinni þeg- ar Steinari tókst að ná símasam- bandi við Maríu frá Bagdad, var hún eitthvað leið enda óvíst hvenær og hvernig hann kæmist út úr landinu. Svo hann sagði við hana: Maja mín, farðu bara út og keyptu þér eitthvað fallegt! Og hvað gerir María? Fer út og kaupir íbúð í Nikosíu. Þangað eru þau nú að senda frá New York hús- gögnin sem þar voru eftir og búa sér fastan samastað, sem getur þá líka nýst sonum þeirra þremur í sum- arleyfum og fjölskyldum þeirra. Við prangið á markaðinum í Aleppo hjálpar okkur ungur bók- menntafræðingur í ensku, Ahmeð Toman, sem er sölumaður hjá frænda sínum. Hann sýnir okkur líka hina fomfrægu mosku og fer með okkur g markaðinum í næstum tvö þúsund ára gamlan áningarstað, þar sem aðkomufólk gekk bogið inn um litlar dyr og gat þarmeð ekki brugðið vopni. En síðan mátti opna gríðar- stórt járnvarið oddbogatréhlið til að hleypa inn hestum og hlöðnum úlf- aldalestum. Allt í kring um stóran húsagarð, þar sem tekið var af úlföld- unum og þeir geymdir, mátti sjá vörugeymslur og búðir á neðstu hæðum og uppi yfir voru opnir odd- bogagluggar úr gistiherbergjum. En þaðan mátti fylgjast með söng og dansi niðri í húsagarðinum á kvöldin. Að þá voru aðrir tímar og umburðar- lyndari sýna kannski best merkin sem greypt eru í hvítan og svartan marmara yfir hliðinu innanverðu. Eitt þeirra er með krossmerki, annað með gyðingastjömu og hið þriðja tákni muslima, sem tákn um að þama hafi ferðalangar af öllum trú- arbrögðum verið jafn velkomnir. Riddarar hringborðanna Við dveljum ekki við þá miklu sögu sem þarna hefur gerst en höld- um í vesturátt yfir fijósöm lönd með ávaxtatijám í blóma, yfir 600 m hátt skarð og erum komin næstum að Miðjarðarhafinu, þar sem Sýrland liggur að hafí á 150 km strand- lengju allt frá Tyrklandi og að núver- andi Líbanon og þar sem aðalborgin er hin fræga Latakía. Þarna eru vin- sælar baðstrendur og þar eru líka þekktir staðir með fomleifauppgr- eftri, kirkjum og hofum, grískum leikhúsum, borgarrústum og öðm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.