Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/LESBOK 162. tbl. 79. árg. LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1991_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Sambandsherinn yfirgefur Slóveníu: Króatar gagnrýna heimkvaðninguna Zagreb. Reuter. STJÓRNVÖLD í Króatíu sögðust í gær óttast að hersveitir, sem á að flytja frá Slóveníu, verði notaðar til árása í Króatíu. Franjo Tudj- man, forseti Króatíu, krafðist þess að herinn yfirgæfi einnig Króatíu. Reuter Á vinafundi Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, og Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, hittust í gær í sovéska sendiráðinu í London og er óhætt að segja, að vel hafi farið á með þeirh. Thatcher hefur aldrei farið dult með stuðning sinn við Gorbatsjov og hann hefur heldur ekki leynt aðdáun sinni á ,jám- frúnni“ eins og sovéskir fjölmiðlir urðu fyrstir til að kalla hana. Gorbatsjov og Raísa, kona hans, fóru heim til Moskvu í gær. Marilo Nobilo, ráðgjafi Tudj- mans, tók í sama streng í gær: ANC krefst afsagnar ráðherra Jóhannesarborg. Reuter. AFRÍSKA þjóðarráðið krafðist í gær afsagnar ráðherra í Suður- Afríku sem hafa með lögreglu- og öryggismál að gera. Astæða þeirrar kröfu eru uppljóstranir um að lögregla landsins hafi veitt Inkatha-frelsisflokki Zúlúmanna, helsta andstæðingi Afríska þjóð- arráðsins (ANC), sem Nelson Mandela er í forsvari fyrir, leyni- legan fjárstuðning. Adriaan Vlok, lögreglumálaráð- herra Suður-Afríku, viðurkenndi í gær að lögreglan hefði látið fé renna til Inkatha-frelsisflokksins. í yfirlýs- ingu ráðherrans sagði að lögreglan hefði íjármagnað mótmælasamkom- ur Inkatha árin 1989 og 1990 og hefði á ótilgreindan hátt aðstoðað Sameinað verkalýðssamband Suður- Afríku (UWUSA), sem berst gegn ANC. Yfirlýsing Vloks var gefin út í kjölfar fréttar í vikublaðinu Weekly Ma.il í gær um að suður-afríska lög- reglan hefði greitt Inkatha-frelsis- flokknum 250.000 rönd (rúmlega 5,5 milljónir ÍSK) vegna tveggja samkoma í Durban í Natal-héraði. Dagblaðið birti upplýsingar sem það sagði vera úr leynilegu lögreglu- skjali þar sem greiðslurnar hefðu verið réttlættar og greint hefði verið frá samtölum við Mongosuthu But- helezi, forseta Inkatha-frelsisflokks- ins. „Við óttumst að þessar hersveitir verði notaðar gegn okkur.“ Hann og aðrir talsmenn Króatíustjórnar gagnrýndu harðlega þá ákvörðun forsætisráðs Júgóslavíu að flytja alla júgóslavneska hermenn frá Slóveníu. „Þessi lausn verður aðeins til þess að flækja málið á meðan hún er einskorðuð við Slóveníu," sagði Nobilo. „Semja ætti við öll lýðveldin eða ekkert þeirra,“ hélt hann áfram. „Ákvörðun forsætis- ráðsins felur í sér einhliða aðskilnað Slóveníu frá Júgóslavíu, en í sam- komulaginu, sem Evrópubandalag- ið náði fram, er aftur á móti gert ráð fyrir að öll lýðveldin leysi málið í sameiningu. Nú bíðum við eftir því að afstaða bandalagsins komi skýrt fram.“ Um 70.000 hermenn eru enn í Króatíu, eða sex sinnum fleiri en í Slóveníu. Míkhaíl Gorbatsjov Sovétieiðtogi í viðtali: Reuter Tregítaumi Roger Kayipipi sem er af frumbyggjaættum í Suður-Ástralíu hefur undanfarin ár þreifað fyrir sér með ræktuh úlfalda en þeir eru frem- ur sjaldséðir í Eyjaálfu eins og nærri má geta. Kayipipi gerir sér vonir um að geta látið skepnur sína keppa í úlfaldakappreiðum við Miðjarðarhafið þar sem þær eru upprunnar en heldur virðist hún treg í taumi þessi. Fleiri en kommúnistar koma til greina í forsetaembætti valdaferli Gorbatsjovs hefur hann enn mikla yfírburði yfir aðra flokka. Við flokknum blasir þó hugsanlegur klofningur á næstkomandi fímmtu- dag þegar miðstjórn hans kemur saman því búist er við því að harð- línumenn muni ráðast harkalega að þeirri lýðræðisþróun sem orðið hefur. Júrí Prokofíjev, aðalritari Moskvudeildar kommúnistaflokks- ins og félagi í stjórnmálaráði flokks- ins, sagði í gær að klofningur innan flokksins væri óhjákvæmilegur og að Gorbatsjov ætti að segja af sér sem aðalritari. Það væri óhentugt að Gorbatsjov gegndi því starfi jafn- hliða forsetaembættinu. Annað starfíð hlyti að sitja á hakanum og í þessu tilfelli kæmi þessi samtvinn- un niður á flokknum. Á síðustu vikum hafa nýjar stjórnmálafylkingar verið stofnaðar til að mynda mótvægi við kommún- istaflokkinn og Gorbatsjov hefur verið jákvæður í garð þeirra. Marg- ir hafa leitt að því getum að hann muni innan skamms ganga til liðs við nýja stjórnmálahreyfingu. Get- gátur hafa verið uppi um að hann muni segja sig úr kommúnista- flokknum til að auka líkur sínar á að ná kjöri til forsetaembættisins í kosningum sem líklegt er að haldn- ar verði þegar nýr sambandssátt- máli Sovétríkjanna hefur verið sam- þykktur. Mannfall í Norður-írak Genf. Reuter. AÐ SÖGN talsmanns Sameinuðu þjóðanna (SÞ) tilkynnti friðargæslu- sveit SÞ í Irak í gær að 500 manns hefðu fallið eða særst í bardögum á milli Kúrda og írakshers I tveimur bæjum í Norður-írak. Massoud Barzani Kúrdaleiðtogi segir hins vegar að um 100 manns hafi fallið eða saerst í átökunum. Kúrdi sem Reutere-fréttastofan ræddi við í síma í gær sagði að ír- askar sveitir hefðu hafíð skothríð á hóp fólks sem var að mótmæla skorti á matvælum og lyfjum í bænum Irbil. Fulltrúi Kúrda í Genf, Salah Jmhor, sagði að átök hefðu brotist út í bæjunum Irbil og Sulai- maniya vegna tveggja daga mót- mæla fólks þar gegn hátíðahöldun- um í tilefni 23 ára valdasetu Baat- flokksins. írakar hafa játað að þeir hafi undanfarin ár reynt að smíða svo- kallaða ofurbyssu og hafa þeir af- hent Sameinuðu þjóðunum gögn um málið. Vestrænar leyniþjónustur hafa lengi haldið því fram að írak- ar væru að smíða slíkt vopn sem ætti að geta skotið sprengjuhleðsl- um meira en þúsund km vegalengd en Irakar hafa hingað til neitað því að slíkt væri í bígerð. Lundúnum. Reuter. BRESKA sjónvarpsstöðin ITN sýndi í gær viðtal við Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtoga þar sem hann sagði að byija hefði átt á umbótum í Sovétríkjunum fyrr og játaði jafnframt að hann hefði stundum hagað sér „fljót- færnislega" í baráttu sinni gegn rótgrónum hefðum. Hann tók ekki fyrir þann möguleika að forseti Sovétríkjanna myndi í framtíðinni ekki vera flokks- bundinn í kommúnistaflokknum. Sjónvarpsfréttamaður spurði Gorbatsjov hvort hugsanlegt væri að sá dagur rynni upp að forseti Sovétríkjanna yrði ekki í kommún- istaflokknum. Hann gaf ekki beint svar, en hélt þó möguleikanum opn- um - sagði að stjómvöld væm að taka upp fijálsar kosningar og að óflokksbundnir menn hefðu þegar verið kosnir í æðstu valdastöður. Skemmst er að minnast þess að Borís Jeltsín sagði sig úr kommún- istaflokknum í fyrra og var kosinn forseti Rússlands fyrir skömmu. Gorbatsjov vísaði til þessa í svari sínu og sagði: „Aðrir en kommúnist- ar hafa verið kjömir forsetar, en í flestum tilfellum var um fyrmrn kommúnista að ræða þannig að að einhveiju leyti vom þeir áfram kommúnistar." Hann bætti því við að upp væm að rísa margir flokkar í Sovétríkjunum og þeir myndu keppa sín á milli í kosningum. „Leyfum þeim sem sigrar og nær að vinna sér fylgi að halda umbót- unum áfram.“ Gorbatsjov sagðist enn hafa tröllatrú á umbótaáætlun sinni en' sagði að byija hefði átt fyrr á henni, „fyrir 10 til 20 árum, e.t.v. enn fyrr“. Þótt völd kommúnistaflokksins hafí farið minnkandi á sex ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.