Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1991 EFNAHAGSVAN] OG RÍKISF JÁRMi Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Arvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Úrelt kerfi — ofveiði Nú þegar Hafrannsókna- stofnun leggur til að þorskafli á næsta fískveiðiári verði 250 þúsund tonn, eða 70 þúsund tonnum minna en áætl- aður afli í ár, er ástæða fyrir okkur að líta í eigin barm. Þessi kreppa á að vísu ekki síst rætur að rekja til náttúruaflanna því að skilyrði í sjónum hafa verið slæm undanfarin ár og þau hafa ekki orðið til þess að efla stofnana. En þá hefðum við frekar en ella þurft að taka okkur taki og horfast í augu við blákaldar staðreyndir; minnkandi þorskstofn á ís- landsmiðum og þar af leiðandi aukna hættu á ofveiði og magnsóun þegar lífsnauðsyn- legt hefur verið að breyta minna magni í meiri gæði og þá að sjálfsögðu einkum með hagræðingu í sjávarútvegi og betri nýtingu aflans í huga. Hafrannsóknastofnun lagði til enn minni þorskafla árin ’84 og ’85, eða 200 þúsund tonn. Afli þau ár varð hinsvegar um 85 þúsund tonnum meiri. Nú eru horfur enn verri vegna lé- legrar nýliðunar síðustu árin, einsog sérfræðjngar komast að orði, og sþgjaiþeir að ljóst sé að árlegur afli næstu þrjú árin megi ekki fara yfir 250 þúsund tonn ár hvert ef stofninn á að lifa af. Það er því augljóst að við hljótum nú að gæta okkur betur en áður. Nú verða menn að leggjast á eitt um að nýta afl- ann betur en nokkru sinni fyrr og auka verðmæti hans einsog kostur er og þá ekki síður að leggja meiri áherslu á hagræð- ingu og samruna fyrirtækja en verið hefur og hefur Morgun- blaðið margsinnis lagt höfuð- áherslu á þessi atriði. Þó virðist ekkert lát á því að menn taki ný fiskvinnslufyrirtæki í notkun og hugsi lítið sem ekkert um að gjörnýta þau sem fyrir eru en það væri að sjálfsögðu mikil- vægur liður í batnandi afkomu sjávarútvegsins og nauðsynlegt til að vega up á móti því níu milljarða tekjutapi sem stjórn- málamenn og sérfræðingar segja að blasi við vegna þessara síðustu og verstu tíðinda úr sjávarútveginum. Yið blasir að fiskveiðistjórn- un síðustu ára hefur ekki kom- ið að því gagni í þessum efnum sem ætlað var og nú munu eig- endur auðlindarinnar gera meiri kröfur á hendur þeim sem nýta hana en nokkru sinni fyrr. Þeim verður gert að sýna fyrirhyggju og forsjálni og breyta minni afla en áður í meiri gæðavöru. Það getur tilaðmynda ekki ver- ið hlutskipti íslensku þjóðarinn- ar að sjá evrópumarkaði fyrir hráefni sem aðrir vinna og hagnast á. Það er ekki okkar hlutverk að byggja upp fiskiðn- að í Hull eða Grimsby, né held- ur á meginlandinu, heldur eig- um við að treysta okkar mat- vælaframleiðslu einsog kostur er og renna nýjum stoðum und- ir öflugan útflutning fullverk- aðrar vöru. Fólkið í landinu þarf á þessari atvinnu að halda og þjóðin þarf að hafa sannfær- ingu fyrir því að um eign henn- ar, auðlindina sjálfa, sé gengið með þeirri virðingu sem hún á skilið. í því felst að sjálfsögðu að menn ríghaldi ekki í kvóta- kerfí sem leiðir til lítillar hag- ræðingar og ýtir undir að menn nýti ekki allan fisk en fleygi ákveðnu magni í sjóinn. En þá fyrst munum við nýta auðlind- ina til fullnustu þegar líftæknin verður orðin uppbyggilegur at- vinnuvegur í landinu. Hún mun gera kröfur til gæða og fullnýt- ingar þar sem nú er aftur á móti lögð áhersla á hráefnis- magn og verulegan útflutning óunnins hráefnis. Slíkur út- flutningur er að vísu skiljanleg- ur þegar mun hærra verð fæst fyrir fiskinn á erlendum mörk- uðum en hér heima. Því þarf að breyta með áherslu á full- unninn fisk og aukið verðmæti hans erlendis. Þar er að sjálf- sögðu bæði um að ræða afnám tolla og aukin gæði. Tillögur Hafrannsóknastofn- unar eru raunveruleikinn sjálf- ur en engar blekkingar. Við getum ekki lifað á blekkingum til frambúðar. Raunveruleikinn er harðari skóli en svo, það vita sjómenn og útgerðarmenn öðr- um betur. Ef okkur tekst ekki að viðhalda stofnstærð þorksins er líf íslensku þjóðarinnar í húfi. Við fengum ekki 200 mílna fískveiðilögsögu til að ganga svo nærri fiskstofnunum að hætta steðjaði að þjóðinni. Því ber okkur skylda til að horf- ast í augu við staðreyndir. Það hefur verið alltað því þjóðar- íþrótt íslendinga að þreyja þorr- ann. Við verðum að leggja það á okkur enn einu sinni; blekk- ingarlaust. eftirFriðrik Sophusson Landsmenn standa nú frammi fyrir alvarlegu andstreymi í efnahags- málum. Meðan hagvöxtur er viðun- andi í þeim ríkjum sem við berum okkur gjarnan saman við, þá ríkir hér stöðnun. Þetta skýrist af minni framleiðslu, einkum fiskafla og sjávarvinnslu, en einnig og ekki síður af mistökum og óstjórn í efn'a- hags- og atvinnumálum á liðnum árum. Nú eru horfurnar þær fyrir komandi ár að hagvöxtur verði minni en enginn, jafnvel þótt í álver verði ráðist. Það sér hver hugsandi maður að við slíkar aðstæður verð- ur erfitt að bæta afkomu heimil- anna. Reyndar er fulit ábyrgðar- leysi að heita slíku nema menn séu tilbúnir að gera nú þegar viðeig- andi ráðstafanir og horfa tvö til þijú ár fram í tímann eftir varanleg- um árangri. Þetta er hinn kaldi veruleiki sem blasir við nú þegar ríkisstjórnin er að marka stefnuna í opinberum fjármálum fyrir árið 1992 og í hönd fara almennir kjara- samningar. Vaxandi vandi í ríkisfjármálum Á undanförnum árum hefur ástand- ið í ríkisfjármálum stöðugt versnað. Útgjöld hafa farið fram úr skatt- tekjum og halli á ríkisbúskapnum er ekki lengur tímabundinn. Vand- inn hefur aukist á síðastliðnu ári og er nú svo komið að í ár verður halli ríkissjóðs a.m.k. 7-8 milljarðar króna. Þetta gerist þrátt fyrir að gildandi fjárlög geri ráð fyrir að hann verði rúmir 4 milljarðar króna og þegar hafí verið gripið til sparn- eftir Gylfa Þ. Gíslason í. Því ber sannarlega að fagna, hversu víðtækur skilningur er orð- inn á því að mótun réttlátrar og hagkvæmrar fiskveiðistefnu sé eitt mikilvægasta viðfangsefni íslenzkra þjóðmála. Enn er þó djúpstæður ágreiningur um, hvernig hagkvæmni og réttlæti verði bezt tryggt, enda er hér um gífurlega hagsmuni að tefla. Ágreiningurinn er þó minni en hann var fyrir einu til tveim árum. Hafrannsóknastofnun birti fyrir skömmu tiilögur sínar um æski- lega hámarksveiði á næsta ári. Sú mikla takmörkun veiðanna, sem Hafrannsóknastofnun telur nauð- synlega, er auðvitað mikið áfall fyrir þjóðarbúið. Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart. Það hefur nokkuð lengi legið í loftinu, hvert stefndi í þessum efnum. Þess vegna verður að taka tillit til til- lagna fiskifræðinganna. Og þá er ekki síður nauðsynlegt, að mótun fiskveiðistefnunnar taki mið af þessum tillögum. Þegar eftir birtingu tillagna f"ðarráðstafana. Slíkt var óraunsæi iustu ríkisstjórnar. Auk þess er rirséð að ýmsir sjóðir og stofnan- ir 'ríkisins, sem ekki eru hluti af ríkissjóði í þrengstu merkingu, munu einnig verða fýrir miklum skakkaföllum og standa þannig fyr- ir eyðslu langt umfram efni. I raun verður hallinn á ríkisbúskapnum því dijúgum meiri en núverandi upp- setning fjárlaga sýnir. Til þess að mæta fjárþörf hins opinbera voru áform um lántökur allt að 24 millj- örðum króna, en nú stefnir í yfir 30 milljarða markið, þrátt fyrir nýlegan niðurskurð. Áður en til hans var gripið var búist við, að lánsfjárþörfin yrði yfir 34 milljarðar króna. \ Á sama tíma og ríkissjóðshallinn vex dregur úr vexti þjóðarfram- leiðslunnar og skattheimtan eykst. Hvort tveggja hefur magnað út- gjaldahvöt úr ríkissjóði án þess að fólk hafi gert sér nægilega grein fyrir að verið væri að stefna ríkis- fjármálum í varanlegan vanda sem erfitt yrði að komast út úr. Vítahringur kyrrstöðunnar í grófum dráttum lýsir varanleg- ur halli á ríkisbúskapnum sér í því að á lánamarkaðinum verður ríkis- sjóður að bjóða í fjármagn til að ná inn nægilegu Iánsfé. Afleiðing- amar eru háir vextir sem kreppa að atvinnulífinu, auk þess sem það fé er ríkið tekur til sín getur ekki jafnframt gengið til uppbyggingar og aukinnar verðmætasköpunar. Á meðan hið opinbera færir út kvíam- ar er stakkur atvinnulífsins smám saman þrengdur og þannig dregið úr styrk undirstöðunnar, sem ber uppi og kostar ríkisútgjöldin, þegar til lengdar lætur. Hafrannsóknastofnunar heyrðust raddir um, að þær sýndu, að nú bæri að halda fast við óbreytta fiskveiðistefnu, allar hugmyndir um veiðigjald hlytu að teljast end- anlega úr sögunni, og var veiði- gjald ávallt nefnt álögur á útgerð- ina eða auðlindaskattur. Þessar ályktanir era alrangar. Hitt er miklu nær sanni, að tillögur Ha- frannsóknastofnunar staðfesti nauðsyn nýrrar stefnu í sjávarút- vegsmálum. Jafnframt því sem lögð var áherzla á óbreytta fískveiðistefnu og veiðigjaldi hafnað var réttilega sagt, að nauðsynlegt væri að sam- eina veiðiheimildir og minnka flot- ann. Auðvitað hefur það alltaf átt að vera eitt meginmarkmið skyn- samlegrar fiskveiðistefnu að minnka alltof stóran fiskveiðiflota, og á það sannarlega ekki síður við nú, þegar við blasir, að draga þarf úr veiðum. En er rétta leiðin þá að halda fiskveiðistefnunni óbreyttri? Hefur fiskveiðistefnunni frá 1984 tekizt að minnka fisk- veiðiflotann? Það hefur verið og er einmitt einn megingalli hennar, að það hefur ekki tekizt. Flotinn hefur haldið áfram að vaxa. I grein, sem ég skrifaði í Morgun- Á þennan hátt myndast víta- hringur. Halli ríkisins þrengir að atvinnulífinu, minnkar vaxtar- möguleika þess, en það eykur enn á hallatilhneigingu ríkissjóðs. Minni vaxtarmöguleikar atvinnulífsins skerða svo aftur lífskjör fólksins í landinu, þannig að hér er mynduð einskonar gildra sem erfitt er að komast út úr. Erlendis er slík gildra þekkt fyrirbrigði. Mörg Vestur-Evr- ópulönd lentu í henni snemma á síðasta áratug og uppskáru rýran hagvöxt og vaxandi atvinnuleysi. íslendingar hafa komist hjá þessu þar til nú á allra síðustu árum, þegar stöðnun hagvaxtar og halli ríkisbúskapar hafa haldist í hendur á hliðstæðan hátt og í mörgum nágrannalöndum. Þessari þróun verður að snúa við, þannig að atvinnulífinu verði aftur tryggt nægjanlegt svigrúm og ríkisvaldið vinni með einstakling- unum og fyrirtækjunum sem skapa verðmætin, en ekki gegn þeim. Það er eina færa leiðin út úr þeirri stöðn- un og afturför í lífskjöram sem við stöndum nú frammi fyrir. Ríkis- valdið á ekki sjálft að standa fyrir atvinnuuppbyggingu né Ieysa ein- staklingsframtakið af hólmi í þeim efnum. Hlutverk ríkisvaldsins er að búa atvinnulífinu almenn starfsskil- yrði og gæta hófs í skattlagningu og öðrum afskiptum. En hvorugt þetta næst með óbreyttri ríkisfjár- málastefnu. Vandinn vex enn Eins og dæmið lítur út nú, má ætla að á þessu ári verði tekjur ríkissjóðs nálægt 102 milljörðum króna, útgjöldin nálægt 110 millj- örðum og hallinn því 7-8 milljarðar. Fyrstu drög að fjárlögum næsta árs blaðið 23. október í fyrra, birti ég línurit, sem Þjóðhagsstofnun hafði gert að beiðni minni og sýndi breytingu á afla og skipastól frá 1984 til 1989. í ljós kom, að verð- mæti fiskiskipastólsins hafði auk- izt um 30%. Fiskveiðistefnan hefur ekki að- eins brugðizt að því leyti, að flot- inn hefur ekki minnkað og nauð- ' synleg hagræðing hefur ekki náðst, heldur hefur henni fylgt mikið félagslegt ranglæti. Mikill auður hefur safnazt á hendur nok- kurra útgerðarfyrirtækja í skjóli þess, að þeim hefur verið úthlutað verðmætum veiðiheimildum án endurgjalds. Er skynsömum mönnum í raun og veru ekki ljóst, hver áhrif það mun hafa á verð kvóta í fijálsum viðskiptum, ef veiðiheimildir verða takmarkaðar verulega frá því sem nú er? Auðvit- að mun verð á kvótum hækka. En það væri ranglátt, að sú verð- hækkun hafnaði í vösum útgerðar- manna. Ástæða er til þess að harma, að þrátt fyrir þá upplýstu um- ræðu, sem átt hefur sér stað um fiskveiðistefnuna undanfarið, skuli enn vera talað um veiðigjald sem ( ÞRÖNGIR HAGSM EÐA ÞJÓÐARHEE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.