Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 36
Þórimn Sveinsdótt- ir afhent á ’Akureyri SLIPPSTÖÐIN HF. á Akureyri afhenti hina nýju Þórunni Sveins- dóttur VE 401 eigendum sínum í gær, Vestmanneyingunum Óskari Matthíassyni útgerðarmanni og Sigurjóni Óskarssyni syni hans, en Sigurjón er jafnframt skip- sljóri. Skipið hélt frá Akureyri í gærkvöldi áleiðis til heimahafnar. Siguijón Óskarsson sagði við af- hendinguna að samstarf við Slipp- stöðvarmenn hefði allt verið hið ánægjulegasta og tók sérstaklega til þess hve mikil áhersla hefði verið Jögð á að allar tímaáætlanir stæðust rm þess að það kæmi niður á einstak- / lega vönduðum vinnubrögðum starfsmanna. Til þess að kóróna -verkið væri skipið afhent á nákvæm- lega umsömdum degi. Nýtt skip bættist í skipaflota Dalvíkinga er Vigdís BA 77 frá Patreksfirði sigldi inn í Dalvíkurhöfn á fimmtudaginn. Útgerðarfélagið Haraldur á Dalvík keypti skipið af Patreksfjarðarhreppi, en fyrirtækið gerði áður út samnefndan bát sem seldur var til Vestmannaeyja fyrr á 'íj^ssu ári. Skipinu, sem hlotið hefur nafnið Haraldur, fylgir 70 tonna rækjukvóti ásamt síldarkvóta sem nýir eigendur gera sér vonir um að skipta megi út fyrir rækju eða bol- fisk. Samtök fiskvinnslustöðva segja fiskvinnsluna rekna með Siglufjörður: 350 tonn af Rússarækju Siglufirði. SOVÉZKA skipið Heba kom til Siglufjarðar í vikulokin með 350 tonn af frystri iðnaðarrækju. Ingimundur hf tekur 150 tonn og Þormóður rammi 200. Ætlunin með rækjukaupum fýrirtækjanna er sú, að tryggja sér hráefni til vinnslu í vetur, en framboð af rækju er nú nóg. Matthías -----*-*-*--- Verðbólgan 12% síðustu þrjá mánuði LÁNSKJARAVÍSITALAN hækk- ar um 1,19% fyrsta ágúst frá því sem nú er og verður 3158 stig. Hækkunin jafngildir 15,2% verð- bólgu á heilu ári. Síðustu þrjá mánuði samsvarar hækkun vísi- tölunnar 12% verðbólgu; 10,6% sé litið til 6 mánaða og 8% síð- ustu 12 mánuði. Vísitala byggingarkostnaðar hækk- ar um 0,2% um næstu mánaðamót. Síðastliðna 12 mánuði hefur bygg- ingarvísitala hækkað um 8,4% en síðastliðna þijá mánuði hefur hækkunin numið 2,6%, sem sam- svarar 10,8% árshækkun. Þá hefur Hagstofa íslands reikn- að út launavísitölu júlímánaðar, miðað við meðallaun í júlímánuði og er hækkunin 2,7% frá júnímán- uði. 5% tapi: Afkoma botnfískvinnslunnar hefur stöðugt farið versnandi Hallinn mun aukast enn þegar líður á árið, segir formaður samtakanna Ljósmynd/Haukur Snorrason Hekluaska í skíðabrekkum Þunnt öskulag þekur nú skíðabrekkur í Kerlingarfjöllum. Er hér um að ræða ösku úr Heklugosinu í janúar í vetur en snjórinn, sem féll eftir að því lauk, er nú bráðnaður. Samkvæmt upplýsingum frá Skíðaskólanum í Kerlingarfjöllum er öskunni rutt frá og er þá snjórinn í brekkunum með besta móti. Mikill fjöldi hefur verið í fjöllunum undanfarnar helgar, bæði í skálum og tjöldum, og er búist við að þar verði jafnvel nokkur hundruð manns nú um helgina. sýndi 3,7% tap á fiskvinnslunni og áætlun í mars sýndi 2,4% tap á botnfiskvinnslu. „Það hefur heldur sigið á ógæfu- hliðina eftir því sem liðið hefur á árið. Það stafar meðal annars af óhagstæðri gengisþróun fyrir salt- fiskvinnslu sem skilar sér í halla- rekstri, og eins er frystingin fyrir neðan núllið," sagði Amar Sigur- mundsson formaður Samtaka fisk- vinnslustöðva við Morgunblaðið í gær. I rekstraráætluninni er ekki tekið mið af væntanlegri ákvörðun sjávar- útvegsráðherra um aflaheimildir. „Ef sú ákvörðun verður í líkingu við tillögur Hafrannsóknastofnunar mun þessi halli aukast töluvert mik- ið síðari hluta ársins,“ sagði Amar. Samtök fiskvinnslustöðva gáfu sjáv- arútvegsráðherra álit á tillögum Hafrannsóknastofnunar í gær, og sagði Amar að það gengi mjög til sömu áttar, og tillögur Landssam- bands íslenskra útvegsmanna hljóð- uðu upp á. LÍU lagði til að leyft yrði að veiða 30 þúsund tonnum meira af þorski og 70 þúsund tonn- um meira af síld en Hafrannsókna- stofnun vildi. Fiskvinnslan greiðir nú 3,8% af tekjum í Verðjöfnunarsjóð, en það hlutfall lækkar í 2,7% 1. ágúst. Am- ar sagði óvíst hvort það hefði áhrif á afkomu fiskvinnslunnar þar sem frádráttarliðir lækkuðu á móti og heildartekjur lækkuðu einnig. Þá sagði Arnar að ekki væri fyrir- sjáanleg hækkim á afurðaverði. „Við höfum miklar áhyggjur af þessari þróun, og þótt þetta séu meðaltals- tölur, og sumir séu enn með ein- hvem hagnað, þá eru auðvitað aðrir í miklu meiri halla en þessar tölur sýna. í þessari stöðu, og ég tala nú ekki um í þeirri stöðu sem framund- an er, getum við aðeins hvatt menn til enn frekari hagræðingar og sam- vinnu og samruna. Einnig er fisk- verðið einfaldlega orðið of hátt, þeg- ar hlutur hráefniskostnaðar er kom- inn í 60%. Við förum ekki fram á gengisbreytingar, við höfum stutt þjóðarsáttina og styðjum áframhald hennar, þannig að við gerum engar sérstakar kröfur á hendur stjórn- valda. Við fömm að vísu fram á það að heimilað verði að lengja lán At- vinnutryggingarsjóðs, sem hefur einhver áhrif hjá verst stöddu fyrir- tækjunum. En við erum fyrst og fremst með kröfur á okkur sjálfa," sagði Amar Sigurmundsson. Sjá fréttir bls. 2 og 3. Ríkisfjármál: Viðskiptahalli 2-3% af landsframleiðslu ÚTLIT er fyrir að tekjur ríkissjóðs á þessu ári verði nálægt 102 millj- örðum króna en gjöld 110 miiyarðar króna og hallinn því 7-8 milljarð- ?r. Þetta kemur fram í grein sem Friðrik Sophusson fjármálaráð- *Tferra skrifar í Morgunblaðið í dag. Friðrik segir að fyrstu drög að fjárlögum næsta árs líti þannig út að hallinn gæti numuð yfir 20 millj- örðum króna eða um 6% af lands- framleiðslu. Þá stefni halli á við- skiptajöfnuði í að verða 2-3% af landsframleiðslu á þessu ári og enn meiri á næsta ári. Þetta sé sýnu alvarlegra þar sem ekki verði séð að landsframleiðslan aukjst um meira en 1% á þessu ári og vísbend- ingar um aflahorfur og stofnstærð bendi til þess að á næsta ári verði umtalsverður samdráttur í þjóðar- framleiðslu. Fjármálaráðherra segir að ný verðbólgualda sé því á næsta leiti, haldi menn ekki vöku sinni. Það gerist á sama tíma og komið sé að nýium kiamsafnningum, og reynsla fyrri ára sýni að útkoman geti auð- veldlega birst í verðbólgusamning- um, og víxlhækkun nafnlauna og gengislækkunar. Friðrik segir síðan að til skoðunar sé að tengja gengi krónunnar Evrópumyntinni ECU. Segist fjármálaráðherra ekki draga það í efa, að slík tenging hvetji að- ila vinnumarkaðarins til að ná hóf- legum kjarasamningum til tveggja eða þriggja ára í haust. Þannig yrði nýrri verðbólguhrinu afstýrt og verð- bólguvofunni vísað á dyr um langa framtíð. Sjá miðopnu. Vigdís BA 77. AFKOMA fiskvinnslu hefur versnað eftir því sem liðið hefur á árið, og samkvæmt rekstrar- áætlun botnfiskvinnslunnar, sem Samtök fiskvinnslustöðva hafa samið, miðað við skilyrði í ágúst er vinnslan nú rekin með 5% tapi sem hlutfall af tekjum miðað við 8% arðsemi stofnfjár. Samskonar áætlun, sem samin var í apríl,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.