Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1991 Bretland: Oháð rannsókn á BCCI-hneykslinu London. Reuter. BRESKA stjórnin hefur skipað fyrir um sjálfstæða rannsókn á að- draganda þess, að stórbankanum BCCI var lokað. Er ástæðan sú, að þegar fyrir ári bárust bankayfirvöldum og breska fjármálaráðu- neytinu nokkur bréf þar sem skýrt var frá misferlinu í bankanum, en samt var ekkert aðhafst fyrr en nú í júlíbyijun. Hefur stjórnarand- staðan gagnrýnt stjómvöld harðlega vegna þessa máls. stærstu einkabönkum í heimi og var furstinn í Abu Dhabi helsti eig- andi hans. í nokkuð langan tíma hafði verið á kreiki orðrómur um, að ekki væri þar allt með felldu og jafnvel talað um, að bankinn væri notaður til að „hvítþvo“ illa fengið fé, en það var þó ekki fyrr en 5. júlí sl., að Englandsbanki taldi sig hafa nægar sannanir í höndunum. Þá var bankanum í London lokað og einnig útbúum hans f öðrum löndum. Stjórnarandstaðan í Bretlandi hefur gert harða hríð að John Maj- or forsætisráðherra vegna þessa máls enda hefur verið upplýst að þegar fyrir ári höfðu Englands- banka, fjármálaráðuneytinu og fleiri ráðuneytum borist bréf og skýrslur þar sem skýrt var allná- kvæmlega frá svikastarfseminni í bankanum. Barst eitt bréfanna fjár- málaráðuneytinu þegar Major var fjármálaráðherra. Breskir embættismenn hafa við- urkennt, að einhver mistök hafí orðið í meðhöndlun bréfanna en þvertaka fyrir, að um yfirhilmingu hafi verið að ræða. í gær tilkynnti svo Norman Lamont fjármálaráð- herra, að hann hefði skipað fyrir um sjálfstæða rannsókn í málinu. Sovézk sprúttsala stöðvuð í Þórshöfn TVÆR sovézkar konur komust undir hendur færeysku lögreglunnar í Þórshöfn í liðinni viku. Þær höfðu reynt fyrir sér með „sprúttsölu“ á götum Þórshafnar, en árangurinn varð ekki annar en sá, að önn- ur þeirra var sektuð og teknar af henni tvær flöskur af vodka. BCCI, Bank of Credit and Com- merce International, var einn af Jótland: Dauð marsvín rekur á fjörur Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, frétta- ritara Morgunblaðsins. AÐ MINNSTA kosti 23 dauð marsvín hefur rekið á fjörur á afmörkuðu svæði á vesturströnd Jótlands á síðustu dögum. Sér- fræðingar hafa enga skýringu á því hvers vegna svo margir hval- ir drepast á sama tima en munu rannsaka hræin til að reyna að komast til botns í því máli. Að sögn Mortens Comeliussens, umhverfísdeildarstarfsmanns í Ringkobing, hafa hvalimir ekki all- ir drepist á sama tíma. Sem stend- ur er þó ekkert sem bendir til þess að veira hafi lagst á danska mar- svínastofninn á svipaðan hátt og gerðist með seli fyrir nokkrum árum þegar mikill fjöldi þeirra drapst við strendur Norðursjávar úr einhvers konar „farsótt“ sem veira olli. Að áliðnum degi komu konumar klæddar kúrekaklæðum i verzlunar- götu Þórshafnar, hvor með eins konar ráptuðru. Fátt var um fólk og væntanlegir viðskiptavinir hvergi sjáanlegir. Önnur þeirra snaraðist þá inn í nærliggjandi verzlun, tók orðalaust upp spjald, þar sem letrað var á ensku: „Hefur þú áhuga á vodkakaupum?" Við- skiptin voru afþökkuð og sú sovézka skundaði út og gekk á braut. Lögreglan hafði síðar hendur í hári annarrar konunnar og sekt- aði fyrir tiltækið, en færeyska Dag- blaðið segir vitni hafa lýst konunum sem „billegum". Konurnar eru í áhöfn verksmiðju- skipa, sem liggja á Nolseyjarfirði og vinna fisk af sovézkum fískiskip- um, sem hafa leyfi til veiða í fær- eysku lögsögunni. Reuter Skipskomu mótmælt Breska freigátan Chatham kom í gær til hafnar í Kiel i Þýskalandi og það voru grænfriðungar, sem urðu fyrstir til að taka á móti henni. Krotuðu þeir á skipssíðuna orðin „engin kjamavopn" og „við erum ekki velkomin" en þá tók hafnarfögreglan í taumana og flutti þá í land. Nú er ekki vitað fyrir víst, að kjarnorkuvopn hafí verið um borð í Chatham því að bresk hermálayfírvöld hafa sama háttinn á og sumir aðrir að gefa engar upplýsingar um vopnabúnað skipa eða flugvéla. Reuter Leiðtogafundur Rómönsku Ameríku Leiðtogafundur 19 ríkja Rómönsku Ameríku auk Portúgals og Spánar hófst í Mexíkó á fimmtudag. Eink- um hefur verið rætt um efnahagssamstarf ríkjanna. Tillögur Bandaríkjastjórnar um afnám viðskiptahafta í Vesturálfu hafa hlotið góðan hljómgrunn en Fídel Kastró forseti Kúbu þar sem kommúnismi er enn við lýði hefur átt undir högg að sækja. í ræðu sinni sagði hann að efnahagsstefna Vesturlanda hefði ekki fært þriðja heiminum neitt annað en örbirgð og afturför. Afstaða Israelssljórnar ennþá jafn ósveigjanleg Kairó. Reuter. Friðarferð Bakers um Miðausturlönd: JAMES Baker, utanríkisráðherrá Bandaríkjanna, kom í gær til Egyptalands á fimmtu friðarferð sinni um Miðausturlönd en afstaða Israela til viðræðna við arabaríkin er jafn ósveigjanleg og áður. Standa nú á þeim öll spjót eftir að Sýrlendingar samþykktu hug- myndir Bandaríkjastjórnar um fyrirhugaða friðarráðstefnu. Baker fór mjög lofsamleg- um orðum um ákvörðun Sýr- lendinga við komuna til Alex- andríu í Egypta- landi en Moshe Arens, varnar- málaráðherra ísraels, sagði í gær, að óvíst Baker væri, hvað sem sinnaskiptum Sýrlendinga liði, að ísraelar féllust á friðarráðstefnu í bráð. David Levy utanríkisráðherra tók í sama streng og sagði, að Baker þyrfti margt að útskýra þegar hann kæmi til ísraels en það verður á sunnu- dag. Baker hefur sagt, að ráðstefna um frið í Miðausturlöndum eigi að grundvallast á því, að ísraelar fari frá hemumdu svæðunum gegn Hingað til hafa læknar aðeins mátt nota AZT-Iyf gegn HlV-veir- unni, sem veldur alnæmi. Það hefur hins vegar miklar eiturverkanir, eyðileggur beinmerg og veldur blóð- leysi. Um 40% alnæmissjúklinga þola ekki lyfíð. Vísindatímaritið Nature hefur eftir vísindamönnum í París og Lundúnum að rannsóknir sýni að nýja lyfíð, TIBO, valdi minni eitur- verkunum á mönnum en önnur lyf, sem prófuð hafa verið til þessa. Það er ólíkt öðmm alnæmislyfjum að því leyti að það hindrar HlV-veiruna tryggingu fyrir friði en Yitzhak Shamir forsætisráðherra hefur margsagt, að ísraelar ætli ekki að Jerúsalem. Reuter. DÓMARI í ísrael komst á fimmtudag að þeirri niðurstöðu að lögreglan hefði borið ábyrgð á því að til átaka kom milli henn- ar og Palestinumanna á Muster- ishæðinni í Jerúsalem í október sl. með þeim afleiðingum að 17 Palestínumenn féllu. Yfirvöld í Israel hafa fram að þessu sagt araba hafa komið átökunum af stað með því að grýta gyðinga í að fjölga sér þótt það sé tekið í mjög litium skömmtum og hefur ekki áhrif á heilbrigðar frumur nema það sé notað í mjög miklum mæli. Lyfíð var prófað í tæpt ár á 22 sjúklingum með alnæmi á háu stigi. Skammturinn var aukinn smám saman og var frá tíu til 300 milligrömm á dag. Allir sjúklingam- ir þoldu lyfíð vel og engin merki fundust um eiturverkanir. Onnur lyf, sem eru nálægt því að öðlast viðurkenningu, ddl og ddC, hafa miklar eiturverkanir. láta neitt land af hendi. Hosni Mubarak, forseti_ Egyptalands, skoraði í gær á Israelsstjórn að snúa við blaðinu en í stærsta dag- blaðinu, al-Ahram, sagði, að þegar Baker kæmi til ísraels fyndi hann þar fyrir „hægrisinnaða öfga- menn“, sem slepptu aldrei því, sem þeir hefðu einu sinni náð. sem voru að biðja við Grátmúr- inn. Komst opinber rannsóknar- nefnd einnig . að þeirri niður- stöðu fyrir níu mánuðum. 9. október sl. höfðu nokkur þús- und Palestínumenn safnast saman á Musterishæðinni, sem er einn af helgustu stöðum múhameðstrúar- manna, eftir að spurst hafði út að heittrúaðir gyðingar hygðust ganga þangað fylktu liði til að krefjast byggingar samkunduhúss gyðinga á hæðinni. Dómarinn Ezra Kama kvað á fimmtudag upp þann úrskurð að átökin mætti rekja til þess að lög- reglumaður hefði misst táragas- sprengju sem valt niður að hópi arabískra kvenna. í kjölfar þess hefðu nokkrir arabar byrjað að grýta lögregluna og skaut hún þá á þá með fyrrgreindum afleiðing- um. Ezra Kama sagði ekki grundvöll fyrir því að ákæra neinn tiltekinn lögreglumann fyrir drápin þar sem ekki væri hægt að sanna að ein- hveijir ákveðnir lögreglumenn bæru ábyrgð á dauða Palestínu- mannanna. Þessu mótmæltu ísra- elsku mannréttindasamtökin B’Tselem í gær og sögðu að ekki væri hægt að tala um dráp án þess að neinn væri sekur. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á sínum tíma ályktun þar sem drápin á Musterishæðinni voru fordæmd. Nýtt alnæmislyf án eiturverkana Lundúnum. Reuter. RANNSÓKNIR sýna að nýtt lyf, sem hefur verið prófað á mönnum, fækkar verulega HlV-veirum í blóði alnæmissjúklinga án þess að valda eiturverkunum. Blóðbaðið á Musterishæð: Israelskur dómari seg- ir lögregluna ábyrga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.