Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1991 Vandræði í vatnsveitu Aðalvatnsæðin í sundur á botni Svarfaðardalsár Morgunblaðið/Trausti Þorsteinsson Veitunefnd Dalvíkur að kynna sér verksummerki við Svarfaðardalsá. Sjá má hvar aðveituæðin liggur slitin í ánni. Dalvík: Sumarsýning opnuð í Myndlistarskólanum Myndlistarmenn á Akureyri efna nú öðru sinni til sumarsýn- ingar í Myndlistarskólanum. A sýningunni eru rúmlega 30 verk, olíumálverk, tréristur, klippi- myndir og bótasaumur. Myndlistarmennirnir sögðu að á sýningunni væru einungis ný verk, flest tengd náttúru og landsiagi, en hver túlkaði viðfangsefnið með sínu lagi. Sýnendurnir eru allir starfandi myndlistarmenn á Akur- eyri og tilgangur þeirra með sumar- sýningum er, að þeirra sögn, að gefa bæjarbúum sýnishorn af við- fangsefnum akureyrskra lista- manna, auka þá kosti sem ferða- mönnum í bænum gefst að líta augum og sýna og sanna að menn- ing er lifandi þáttur í bæjarlífinu hér. Á þessari sumarsýningu eru olíu- málverk og tréristur eftir Dröfn Friðfinnsdóttur, olíumálverk eftir Guðmund Ármann og akrýlmálverk eftir Helga Vilberg. Jón Laxdal Halldórsson sýnir klippimyndir úr pappír og Kristinn G. Jóhannsson „Málverk úr mannabyggð", en það eru olíumálverk. Að auki er á sýn- ingunni bótasaumsverk eftir Rósu Kristínu Júlíusdóttur. Listamennirnir sögðu að í fyrra- sumar hefði aðsókn að sumarsýn- ingunni verið afar góð. Talsvert hefði komið af ferðafólki og fjöl- margir Akureyringar hefðu notað tækifærið að taka sumargesti sína með sér að skoða myndlist. Sýningin í Myndlistarskólanum verður opnuð í dag klukkan 16 og verður síðan opin til 11. ágúst klukkan 14-18 daglega. Dalvík, 18. júlí 1991. Vandræðaástand kom upp í neysluvatnsmálum Dalvíkinga fyrir skemmstu er aðalæð vatnsveitunnar fór í sundur. Enn hefur ekki reynst unnt að setja hana saman, en það er talið miklum vandkvæð- um háð. Til bráðabirgða hafa verið nýttar lindir í nágrenni Dalvík- ur og þær tengdar inn á veitukerfið. hvers konar brú yfir ána. Á meðan hafa starfsmenn vatnsveitunnar keppst við að tengja inn á veituna lindir í ná- grenni Dalvíkur, en það vatn er tæpast nóg og ekki jafngott. Hafa framleiðslufyrirtæki lent í vandræðum sökum þessa. Á meðan þetta ástand varir er fólk á Dalvík beðið um að fara sparlega með vatn. - Fréttaritari Morgunblaðio/Guomundur Hrafn Við undirbúning sumarsýningar í Myndlistaskólanum, Guðmundur Ármann, Dröfn Friðfinnsdóttir, Helgi Vilberg, Jón Laxdal og Krist- inn G. Jóhannsson. Rósa Kristín Júlíusdóttir var fjarverandi. Aðalvatnsból Dalvíkinga er 12 km frammi í Svarfaðardal, á eyr- jim Svarfaðardalsár i landi Bakka, og var tekið í notkun fyrir fáum árum. Lögnin frá bólinu liggur yfir Svarfaðardalsá og var grafin Flauta og píanó HALLFRÍÐUR Ólafsdóttir flautuleikari og Atalia Weiss píanóleikari halda tónleika í vá»lývatnssveit á sunnudagskvöld og á Akureyri á mánudags- kvöld. Hallfríður Ólafsdóttir frá Reykjavík og Atalia Weiss frá ísrael hafa báðar verið við nám við Konunglegu tónlistarakademí- una í Lundúnum, en þær eru nú á tónleikaferð hér á Norðurlandi og leika verk eftir J.S. Bach, Brahms, Messiaen, Poulenc, Sanc- an og Schubert. Tónleikar þeirra verða í Reykja- hlíðarkirkju í Mývatnssveit á sunnudagskvöld klukkan 20.30 og í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju Á*.mánudagskvöld á sama tíma. Bifreiðastjórar: Hafið bílbænina í bílnum og orð hennar hugföst þegar þið akið. Drottinn Guó, veit mór vernd þína, og lát mig mmnast ábyrgöar minnar er ég ek þessari bifreið I J e s ú n a f n i A m e n . Fæst í Reykjavík: Kirkjuhúsinu, Kirkjutorgi 4 og Jötu, Hátúni 2. Akureyri: Hljómveri, Grettisgötu 32 og Shell bensínaf- greiðslu v/Hörgárbraut. Verð kr. 100,-. Orð dagsins, Akureyri. niður í botn hennar. Sökum' hlý- indanna að undanförnu hafa miklir vatnavextir verið í ánni. í þeim mikla vatnagangi hefur áin náð að grafa frá leiðslunni og rifa hana í sundur. Ekki er önnur leið fær til að komast að biluninni og gera við hana en að færa ána úr farvegi sínum meðan ný leiðsla er grafin niður og tengd. Alla slíka röskun má telja vand- kvæðum bundna á þessum tíma árs, á miðju veiðitímabili, og er nú beðið svara frá veiðifélagi ár- innar hvort heimild fáist til þeirra framkvæmda. Þá er einnig verið að kanna hvort leggja megi leiðslu í ein- Morgunblaðið/Guðmundur Hrafn Hreinn og fagur bær Ungir verkamenn vinna að gatnahreinsun. Þessir glaðbeittu menn voru festir á filmu á Akur- eyri á dögunum. Svisslendingar gróð- ursetja tré á Þelamörk SVISSNESKIR ferðamenn sem koma til Akureyrar á vegum Ferð- askrifstofunnar Nonna og Saga Reisen munu framvegis gróður- setja hver sitt tré í sérstökum lundi skammt frá Þelamerkur- skóla. Þessu ferðafólki hefur fjölgað mjög frá siðasta ári, for- ráðamenn ferðaskrifstofanna telja fyrirsjáanlegt að enn fleiri komi næsta sumar, farnar verði fleiri beinar flugferðir milli Sviss og Akureyrar og þessar ferðir taki yfir lengri tíma sumars. Við dálitla athöfn á Þelamörk í fyrradag gróðursettu Beat Iseli, forstjóri Saga Reisen, Helena Dej- ak, stjórnarformaður Ferðaskrif- stofunnar Nonna, og Markus Seil- er, forstjóri flugfélagsins TEA í Sviss, nokkrar lerkiplöntur. Sviss- lendingarnir sögðust með þessu vilja gjalda landinu fyrir að fá að koma hingað og njóta dvalar hér og hugmyndin væri sú að sérhver ferðalangur sem kæmi á þeirra veg- um til Akureyrar gróðursetti sitt tré. Að baki þessu lægi sú hugmynd eða sá leikur að einhverntíma seinna færi sama fólk aftur til ís- lands til þess að skoða „tréð sitt“. Hallgrímur Indriðason og Vignir Sveinsson hjá Skógræktarfélagi Eyfirðinga kváðust fagna þessari ágætu hugmynd um „ferðamanna- skóg“ og myndi Skógræktarfélagið hafa forgöngu um að útvega plönt- ur til gróðursetningar. Beat Iseli sagði að þótt undarlegt þætti væri ísland óþekkt víða um heim, jafnvel í nærliggjandi löndum. Til þess að auka á landkynningu hefði ferðaskrifstofa hans, Saga Reisen, haft forgöngu um að birta fjögurra blaðsíðna litprentaða ís- Morgunblaðiö/Guðmundur Hrafn Hallgrímur Indriðason sýnir Beat Iseli og Markus Seiler hvernig þeir eigi að bera sig að við að gróðursetja tré. Að baki þeim eru Helena Dejak, Hans Blaser og Vignir Sveinsson. landskynningu í tímariti því sem flugfélagið TEA dreifði til um 200 þúsund farþega í flugvélum sínum. Hann sagði einnig að með beinu flugferðunum til Akureyrar gæfist flestum ferðalöngum kostur á að skoða meira af íslandi en þegar eingöngu væri flogið til Keflavíkur. Reynslan sýndi hins vegar að þeir sem á vegum ferðaskrifstofu sinnar flygju til Keflavíkur færu aðallega um Reykjavík og ferðamannaslóðir í nærsveitum þar. Nokkuð væri um að þeir sem kæmu til Akureyrar færu eftir nokkurra daga dvöl á Norðurlandi suður og þaðan heim, og brögð væru að því að Keflavík- urfarþegar kæmu norður og færu héðan heim. Á vegum Ferðaskrifstofunnar Nonna og Saga Reisen er þessu ferðafólki boðið að fara í ýmsar skoðunarferðir á Norðurlandi og einnig í óbyggðaferð til Grænlands með Flugfélagi Norðurlands. Ferða- langarnir eru á öllum aldri, en fátt er þó um íjölskyldufólk, enda telj- ast þetta nokkuð dýrar ferðir. Með- aldvalartími Svisslendinganna á Is- landi eru 10-12 dagar þannig að fæstir eyða hér nema hluta af sum- arleyfi sínu. Alls koma á vegum þessarar ferðaþjónustu rúmlega 3.000 Svisslendingar til íslands í sumar, þar af um 1.400 til Akur- eyrar. 1 Beat Iseli sagði að lokum að ærin ástæða væri til að gera Akur- eyri að jafnveigamiklum miðpunkti íslenskra ferðamála og Reykjavík. Hér væri að ýmsu leyti auðveldara að nálgast þá óspilltu náttúru og þau merkilegu náttúruundur sem ferðamenn sæktust eftir á Islandi. Erlendir ferðamenn kæmu fæstir hingað til að sækjast eftir því stór- borgarsniði sem verið væri að reyna að koma upp í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.