Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 25
s ■ k;> ]/. a uAiavipaaoM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JULI 1991 Kri&tinn Andrésson, Blönduósi - Minning Fæddur 7. júní 1927 Dáinn 12. júlí 1991 I dag, laugardaginn 20. júlí, er kvaddur hinstu kveðju frá Blöndu- óskirkju Kristinn Andrésson bif- reiðastjóri Urðarbraut 2, Blönduósi. Kristinn fæddist 7. júní 1927 í Jórvík í Breiðdal í Suður-Múlasýslu. Foreldrar hans voru Lilja Kristbjörg Jóhannsdóttir frá Bjarnastaðagerði í Unadal, Skagafjarðarsýslu, og Bjarni Andrés Þórðarson frá Skála á Beruijarðarströnd. Systkini Kristins eru tvö, Anna Guðný tvíburasystir, húsfreyja á Röðli í Torfalækjarhreppi, og hálf- bróðir, Ragnar Guðmundsson múrarameistari Sauðárkróki. Ekki dvaldist Kristinn lengi á Austfjörðum, því ársgamall flyst hann með foreldrum sínum og syst- ur til Skagafjarðar. Nokki-um árum eftir komu sína í Skagaijörð slíta þau Andrés og Lilja samvistir og er Kristinn með móður sinni og tvíburasystur til 10 ára aldurs en flyst þá vestur á Skaga að Hróa- stöðum til föður síns sem þá var þar búsettur. Unglingsár Kristins liðu með hefðbundnum hætti. Skólaganga lítil önnur en bernskuskólanám með farskólafyrirkomulagi, svo og sjálfsnám sem hægt var að afla sér með lestri bóka þegar tími vannst til þeirra hluta. Vinnan var aðal skóli lífsins. Kristinn fór snemma að vinna. Andrés faðir hans var smiður bæði á tré og járn og smíðaði ýmsa góða hluti, enda vandvirkur með afbrigð- um. Það var því Kristni allmikill skóli að taka þátt í störfum með föður sínum, iæra að meta hvers virði það er að gera vel og skila hveiju verki sem best úr hendi. Kristinn stundaði síðar ýmsa vinnu á sínum ungdómsárum, fyrst og fremst vinnu við landbúnað, hann var hneigður fyrir skepnur, hafði gaman af að umgangast þær og var góður skepnuhirðir. Hann réðst sem vinnumaður suð- ur á land, var bæði á Sámsstöðum í Fljótshltö og Stóru-Mástungu í Hreppum. í janúar 1952 fór Krist- inn til starfa í Danmörku, vann þar á búgarði á annað ár, en það gerði hann til að afla sér þekkingar, sjá nýtt umhverfi og kynnast nýjum aðstæðum. Þessi dvöl var Kristni mikils virði, og sagði hann kunn- ingjum sínum oft frá ýmsu sem viðkom þessari dvöl. Kristinn kemur til starfa í Húna- þingi ekki löngu eftir Danmerkur- dvölina, vinnur hjá Búnaðarsam- bandi Austur-Húnavatnssýslu á jarðýtum á sumrin og stundar ýmsa vinnu á vetrum bæði til sjós og lands. Til Blönduóss fluttist Kristinn ásamt heitkonu sinni, Sigríði Guðnýju Pálsdóttur frá Króksseli á Skaga, árið 1956 og stofna þau þar heimili. Stundaði Kristinn áfram ýmis störf, en fljótlega kaupir hann sér vörubfl og stundar síðan vöru- bifreiðaakstur allt til æviloka. Kristinn var góður bílstjóri, lipur og með afbrigðum greiðvikinn, svo gott var til hans að leita. Hann átti stóran hóp viðskiptamanna sem leituðu til hans og létu hann sitja fyrir þeirri vinnu sem þeir þurftu að fá unna, þarna komu vel í ljós vinsældir Kristins. Kristinn var mikill aðdáandi Bens vörubíla og taldi þá öðrum vörubíl- um betri, hans fyrsti vörubíll var af Bens-gerð og svo voru aðrir er hann átti síðar, nema sá síðasti sem hann keypti nú fyrir nokkrum árum, sá var af annarri tegund, en þá var Kristinn að hugsa um bíl í sérstök verkefni þ.e. vinnu í tengslum við Blönduvirkjun. Ekki breytti það áliti hans á yfirburðum Bens því síðastl- iðinn vetur var oft rætt um að nú þyrfti hann að skipta um vörubíl og auðvitað átti að fá sér aftur Bens. Eins og áður segir stofnuðu þau hjón Sigríður Guðný og Kristinn heimili á Blönduósi 1956. Leigðu þau um nokkur ár í eldri bæjarhlut- anum innan Blöndu, en árið 1965 hófu þau byggingu nýs íbúðarhúss norðan Blöndu á Urðarbraut 2 og fluttu þangað 1968 og hafa átt þar heima síðan. Þau Kristinn og Sigríður eignuð- ust þijá syni: Páll Ingþór húsasmið- ur á Blönduósi, kvæntur Guðrúnu Kristófersdóttur frá Köldukinn II. Bjarni húsasmiður í Reykjavík, kvæntur Pálínu Bergey Lýðsdóttur frá Bjarnastöðum. Þriðja soninn misstu þau hjón við fæðingu. Barnabörn þeirra eru 6. Kristinn átti gott heimili. Hann hafði gaman af að fá gesti og tók vel á móti þeim, enda voru margir sem litu inn. Það var oft gestkvæmt á Urðarbraut 2. Sérstök áhugamál utan vinnunn- ar átti Kristinn, má þar m.a. nefna að hann hafði yndi af að skoða sig um, skoða landið og kynnast stað- háttum í fjarlægum landshlutum. Kristinn var fæddur sveitamaður og var það alla tíð, hann unni nátt- úru og fegurð landsins, átti ógrynni af myndum frá ýmsum stöðum, frá ýmsum landshornum, myndum sem hann tók af náttúruundrum, bú- skapar- og starfsháttum, fólki og fénaði að ógleymdum myndum af bílum og vélum. Þessar myndir voru honum kær- ar, hann naut þess að sýna þær og segja frá er stundir gáfust. Kristinn átti þess einnig kost að fara í nokkrar ferðir til annarra landa. Þess má gjarnan geta að t.d. fór hann þrisvar í skoðunarferðir í Bensverksmiðjurnar í Þýskalandi á vegum umboðsins hér. Mjög hafði Kristinn gaman af þessum ferðum og naut þess greinilega að skoða vel það sem fyrir augu bar. Hann var mjög heiliaður af Þýskalandi, náttúru þess og menningu. Það var gaman að dvelja hjá þeim hjónum kvöldstundir,-•skoða myndir, hlýða á frásögn og rfjóta ‘ góðra veitinga. Kristinn var bókhneigður átti mikið safn af bókum og las mikið. Yfir vetrartímann gáfust oft nokkr- ar stundir til lestrar og skoðunar bóka og þær nýtti Kristinn sér vel. Fleira mætti nefna, en ég læt hér staðar numið. Þessi minningar- orð eiga ekki að vera, og eru ekki tæmandi lýsing á lífshlaupi hins látna vinar, heldur lítill þakklætis- vottur fyrir samfylgdina og frábær kynni í þau rúm 30 ár sem ég átti þess kost að eiga hann að vini og * samferðamanni. Frá þessum ámm á ég margar ógleymanlegar minn- ingar. Það er ætíð sárt að sjá á eftir vinum og samferðamönnum yfir móðuna miklu, og söknuður og tregi nánustu aðstandenda eðlilega mik- ill, en okkur ber öllum að þakka Drottni vorum fyrir góða samfylgd og geyma minningar liðinna ára í huga okkar, og með trú um endur- fundi, mildast söknuðurinn og minningin verður bjartari. Ég sendi eiginkonu, börnum og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur og bið algóðan Guð að blessa þau og styrkja. Og sem lokaorð frá mér fyrir^' samfylgdina við hinn látna vin tek ég mér í munn orð skáldsins: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Br.) Kristófer Kristjánsson Jóhanna M. Oskars- dóttir - Minning Kær frænka okkar, Jóhanna Margrét Óskarsdóttir, lést þann 12. þ.m. er hún var stödd norður á Hallbjamarstöðum á Tjömesi á leið á ættarmót með sambýlismanni sínum, Pétri Stefánssyni, skipstjóra og útgerðarmanni. Þrem vikum áður höfðu þau verið á öðm ættar- móti niðja Jóhönnu Sigríðar Snjólfs- dóttur og Einars Þorleifssonar, afa okkar og ömmu, austur á Meðal- felli í Hornafirði. Jóhanna Margrét fæddist þann 26. júlí 1931 í Norðfirði og ólst þar upp. Hún var yngri dóttir hjónanna Sigríðar Einarsdóttur frá Meðalfelli í Hornafirði og Óskars Sigurðssonar frá Krossi í Mjóafirði. Eldri systirin, Sólveig, býr í Sandgerði, gift Magn- úsi Marteinssyni fyrrverandi út- gerðarmanni. Áður átti Sigríður móðir þeirra sonin Óla Valdimars- son, kvæntan Rut Þórðardóttur. Ung giftist Jóhanna Víði Sveins- syni skipstjóra, en hann lést 19. september 1968 langt um aldur fram. Þau Jóhanna og Víðir eignuð- Fæddur 24. janúar 1991 Dáinn 14. júlí 1991 Hví var þessi beður búinn, bamið kæra, þér svo jkjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sin. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (B. Halld.) Elsku Dóra, Axel, Aðalsteinn og aðrir aðstandendur. Megi algóður Guð gefa ykkur styrk og hann leiði ykkur í gegnum þennan þungbæra missi. Dagbjört Gísladóttir og fjölskylda. ust fjórar dætur: Sigurveigu hjúkr- unarfræðing. Hennar maður er Jó- hann Jónsson læknir. Þau búa í Bandaríkjunum og eiga 3 böm. Sigríði Rósu tannlækni, gift Gunn- ari Rúnari Kristinssyni iðnrekstrar- fræðingi og eiga þau eina dóttur. Önnu Aldísi nema, hennar maður er Ivar Sigurgíslason tollvörður og eiga þau eina dóttur. Yngst er Ósk íþróttakennari og maður hennar er Kristján Fjeidsted íþróttakennari. Jóhanna lét sér mjög annt um dætur sínar og hvatti þær til mennta. Hún var söngelsk, víðlesin og hafði lifandi áhuga á uppeldis- málum, líknarmálum og ættfræði svo að eitthvað sé nefnt. Við áttum margar stundir saman á sl. ári þar sem við ræddum um lífið og tilver- una, þó að þær mættu hafa verið fleiri. Og alltaf fór maður ríkari af hennar fundi. Hun var þá búin að ganga í gegnum mikil veikindi en var alltaf til síðustu stundar ákveð- in í að sigra þau. Hefurðu séð hvað himneskt lifið er gleðin í elskunni, Guð í sjálfum þér? Hefurðu fundið að heimurinn á eilífa feprð sem aldrei glatast má? Þessar ljóðlínur Ólínu Andrés- dóttur hafa komið oft upp í huga minn þessa daga síðan Jóhanna frænka dó, því að mér fannst hún alltaf svo jákvæð og elska lífið og alla í kringum sig. Hún var svo ánægð þegar þau þrjú systkinin hittust á Meðalfelli og sátu þar úti í guðsgrænni náttúrunni. Hún tók þá svo til orða: „Það var alveg himn- eskt að fá að lifa það,“ Þau Johanna og Pétur, sambýlis- maður hennar, hafa átt góð ár sam- an. Pétur hefur verið sem afi öllum barnabörnunum hennar og fjöl- skyldan öll verið svo samhent. Þau Jóhanna og Pétur ferðuðust mikið saman, bæði innanlands og utan og í veikindum hennar var hann henni mikill styrkur og á hann mik- ið hrós skilið fyrir það. Hans missir er mikill og árin þeirra saman voru allt of fá, en hann á þó minningarn- ar til að ylja sér við. Alla tíð var mjög kært með þeim systrum, Sólveigu og Jóhönnu, og börn þeirra öll eins og ein fjöl- skylda, enda bjuggu þær mestan hluta ævinnar í nágrenni hvor við aðra. Við, öll stóra fjölskyldan frá Brá- vallagötunni, sendum ykk-ur öllum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Jóhönnu Mar- grétar Óskarsdóttur. Katla Kveðja: Baldvin Axelsson Öli B. Jósefsson -Kveðjuorð Fæddur 1. ágúst 1938 Dáinn 10. júlí 1991 Það voru ekki margir dagar síðan ég hafði mætt Óla í umferðinni þegar ég frétti að hann væri dáinn. Nú þegar hann er farinn finnst mér að samband okkar hefði mátt vera meira. Þó heimsótti ég hann og fjölskyldu hans á 40 ára afmæli hans. Hann kom líka í mitt af- mæli. Helst var að við hittumst í starfi. Hann vann alla tíð hjá Reykjavík- urborg, aðallega við akstur á stór- um vörubifreiðum, og ég á mínum vörubíl frá VSB Þrótti. Þá ræddum við saman ef færi gafst. Mæður okkar voru systur, dætur Jóns Benjamínssonar skipstjóra frá Norðfirði. Nú í dag þegar ég kveð þennan frænda minn kemur upp í huga minn hversu prúður hann var og einstakt snyrtimenni. Að lokum vil ég votta aldraðri móður hans, börnum og öðrum ást- vinum innilega samúð mína. Sveinbjörn Björnsson Það eru rétt sautján ár síðan ég hringdi í dagvist Reykjavikurborgar og spurðist fyrir um dagmömmur. Þegar ég hafði gefið almennar upp- lýsingar þar með talið heimilisfang, sagði sú sem var til svara að eftir því sem hún bezt vissi væri laust hjá Sesselju Eiríksdóttur, sem byggi í næsta nágrenni, „alveg einstök manneskja" voru einkunnarorðin sem hún fékk. Nokkrum dögum seinna fór ég með Guðrúnu dóttur mína rúmlega sex mánaða í fyrsta skipti til Sessu, sem varð dag- mamman hennar í fimm ár, fyrst í Álftamýrinni og síðan í Ásgarðin- um. Það kom fljótt í ljós að einkunn- arorðin sem gefin voru áttu ekki einungis við um Sessu heldur einn- ig manninn hennar, Óla Jósefsson. Þegar ég hugsa um það er ef til vill ekki algengt að krakkar sem eru hjá dagmömmu laðist ekki síður að heimilisföðurnum en dagmömm- unni sjálfri. Krakkarnir hjá Sessu voru hins vegar svo heppin. Sér- staklega nutu þau þess þegar ófærð var í bænum. Þá hafði Oli unnið við snjóruðning að nóttu til, og þá var hægt að rífast um hnéð á hon- um þegar eftirmiðdagskaffið var drukkið í eldhúskróknum. Utan alls skarans sem var svo heppinn að vera í dagvist á heimili þeirra áttu Sessa og Óli þrjú börn; | Unni, Katrínu og Kristján. Þau L hafa öll erft mannkosti foreldra sinna. Stjáni lofaði lítilli vinkonu sinni og aðdáenda að þegar hann j fengi bílpróf skyldi hann bjóða henni í bíltúr. Þrem eða fjórum árum seinna var dyrabjöllunni á Haðarstíg hringt, ungi maðurinn á dyratröppunum spurði hvort 7 ára heimasætan hefði tíma til að koma í bíltúr, Stjáni var loksins orðinn sautján. Guðrún dóttir mín mun alla ævi búa að þeirri ástúð og góða uppeldi sem hún naut á heimili Óla, það ber að þakka að leiðarlokum. Gurra, Baldur Hrafn og við Kristófer send- um Sessu og fjölskyldunni allri okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Óla Bjarna Jós- efssonar. Valgerður Bjarnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.