Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 4
4 ÍmÓrgIjNBÍÁÐIÐ LAtj'GÁRDÁGÓÍl' ffl 'juLí 1991 Dauð rauðáta er talín orsaka grútarmengun TALIÐ ER að rekja megi lýsismengun á Ströndum og fyrir norð- an land til dauðrar átu. Ekki er þó enn vitað af hverju hún drepst í jafn miklu magni og nú. Bent hefur verið á ýmsar skýringar, meðal annars iækkað seltumagn í sjónum, en efnafræðingar á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins halda áfram að kanna málið. „Ég tel að lýsingar úr bókum af hliðstæðum fyrirbærum styðji að þetta sé einhvers konar áta sem drepist," sagði Grímur Valdimars- son, forstöðumaður Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins, í samtali við Morgunblaðið. Hann sagðist hafa undir höndum bók þar sem talað væri um 7 tilfelli frá 1951 til 1975 lík því sem nú sæist við landið. Meðal annars hefði hvítra flekkja orðið vart í Norðursjó og í Kyrrahafi. „Auk þess,“ sagði Grímur, „bendir samanburður á efnagreiningu átufitu og fituk- lessa á Ströndum til að efnin séu af svipuðum toga. Efnagreiningin styður sem sé þetta en við erum að bíða eftir sýnishorni af átu frá þessum svæðum til að geta stað- fest kenninguna.“ Aðspurður af hveiju átan kæmi fram með þessu hætti nú sagði Grímur að væri enn hulin ráðgáta. Hann sagði að hér þyrfti ekki að vera um meiriháttar náttúruhamfarir að ræða. Gæti verið um ósköp eðlilegt fyrirbæri að ræða sem menn yrðu ekki var- ir við nema ef aðstæður væru þannig að þetta ræki á fjörur með sama hætti og nú. Ólafur S. Astþórsson, sjávarlíf- fræðingur hjá Hafrannsóknastofn- un, sagði í samtali við Morgun- blaðið að enn sem komið væri hefði ekki tekist að komast af því af hveiju átan dræpist í jafn mikl- um mæli og nú. Hann taldi upp þijár kenningar sem rætt væri um. Ein er þess efnis að lækkað seltu- magn í sjónum verði til þess að átan drepist. Önnur er að um nátt- úrlega sýkingu sé að ræða en sú þriðja að rekja megi orsakirnar fyrir menguninni til eitraðra þör- unga. Atan sem rætt er um er rauð- áta en í ritlingnum Dýrasvif eftir Ólaf er kafli um hana. Þar segir að yfir veturinn sé stofnstærð rauðátunnar í lágmarki. Þá séu ókynþroska einstaklingar í nokk- urs konar dvala í dýpri lögum sjáv- arins en þegar fari að vora ferðist þeir upp til yfírborðslaganna, hafí þar skelskipti og verði kynþroska. Karldýrin festi síðan sáðsekk á kvendýrin og deyi skömmu síðar. Orðrétt segir í textanum: „Kvendýrin eru um það bil mánuð að þroska egg sem síðan fijóvgast um leið og þeim er hrygnt. Hrygn- ingin sjálf getur síðan tekið um VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 20. JÚLÍ YFIRLIT: Yfir Grænlandi er 1.020 mb hæð og frá henni liggur hæðarhryggur suðaustur yfir l’sland. Skammt austur af landinu er minnkandí lægðardrag. Hiti breytist fremur lítið. SPÁ: Norðaustan- og austangola eða kaldi um mest allt land. Lítilsháttar súld á annesjum norðan- og austanlands en bjartviðri um sunnan- og vestanvert landið. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDÁG OG MÁNUDAG: Sunnanlands verður austangola eða kaldi en annars staðar hægviðri. Skýjað verður um allt land og hætt við smá súldarvotti við suðurströndina. Hiti 7-14 stig. Svarsími Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600. TAKN: •Q ► Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað A Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * ' * / * Slydda / * / # # # # # # # Snjókoma 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir V Él — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Suld OO Mistur —J- Skafrenningur [7 Þrumuveður I DAG kl. 12.00 Heimlld: Veöurstoia Islands (B/ggt á veöurspá kl. 16.15 (gter) 1/EÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hlti veður Akureyri 11 skýjað Reykjavík 14 skýjað Bergen 17 skýjað Helsinki 19 skýjað Kaupmannahöfn 15 rigning Narssarssuaq 17 skýjað Nuuk 9 skýjað Ósló 19 skúr Stokkhólmur 20 þrumuveður Þórshöfn 12 skýjað Algarve 25 hálfskýjað Amsterdam 17 alskýjað Barcelona 27 léttskýjað Berlín 18 skúr Chicago 23 heiðskírt Feneyjar 26 léttskýjað Frankfurt 24 léttskýjað Glasgow 19 skýjað Hamborg 17 skúr London 18 ikúr Los Angeles 18 alskýjað Luxemborg 18 skýjað Madríd 34 skýjað Malaga 28 heiðskírt Mallorca 31 léttskýjað Montreal 24 léttskýjað NewYork 29 mistur Orlando vantar París 19 skýjað Madeira 24 léttskýjað Róm 28 heiðskírt Vín 23 skýjað Washington 26 mistur Winnipeg 16 heiðskirt Stærra kortið sýnir einfaldaða mynd af fæðukeðjunni við Island. Á innfelldu myndinni er teikning af rauðátu. 2-3 vikur, en miklu skiptir í því sambandi framboð þörunga í sjón- um. Því meira sem er af fæðu því styttri tíma tekur hrygningin. Egg rauðátunnar klekjast út á 2-3 dög- um og lirfurnar vaxa síðan með því að hafa skelskipti. í fyrstu eru lirfurnar gjörólíkar foreldrum sin- um en við hver skelskipti verða á þeim miklar útlitsbreytingar. Að loknum tíu skelskiptum hafa lirf- umar fengið endanlegt lag og þroskast í fullvaxta rauðátu. Þroskun lirfanna tekur um 2-3 mánuði og í júní-júlí eru þær lirfur sem klöktust í mars-apríl orðnar kynþroska. Þær geta þá af sér aðra kynslóð dýra en hún verður hinsvegar ekki kynþroska fyrir haustið." Fram kemur að dýr sem fæðist seinni part sumars þroskist aðeins að svokölluðu fímmta ungviðsstigi og ferðist þá niður í dýpri og kald- ari lög sjávar þar sem þau dveljist yfír veturinn. Að vori komi þessi dýr svo aftur upp að yfirborðinu, verði þar kynþroska og geti af sér fyrstu kynslóð næsta árs. Þannig komi tvær kynslóðir rauðátu fram yfír árið í sjónum við ísland, sú fyrri um vorið og önnur síðan á miðju sumri. Rauðáta er dýrasvif. Svif gegn- — ir lykilhlutverki í samspili lífvera sjávarins. Það nýtir þörunga og er sjálft fæða ýmissa annarra líf- vera í sjónum. Áta eru um 4 mm á stærð eða álíka og hrísgijón. .... H , Morgunblaðið/Þorkell Mikid er um dauðann æðarfugl a Strondum. Fugladauðinn á Ströndum: Aðeins 300 æðar- ungar eftir úr 7 til 8 þúsund hreiðrum ARNÓR Sigfússon fuglafræðingur taldi á miðvikudag og fimmtudag þijú hundruð æðarunga á svæði þar sem er sjö til átta þúsund hreiðra varp æðarfugls. Arnór kannaði svæðið frá Ófeigs- fírði og norður að Straumnesi norð- an Bolungarvíkur á miðvikudag og fímmtudag. Hann segir að erfítt sé að meta hversu mikið sé dautt af fugli, því að refur og svartbakur sæki í hræin. Hann var ekki búinn að telja saman þá lifandi fugla sem hann hafði séð aðra en æðarung- ana, en sagði að áhrif mengunar- innar á Ströndum á varp kæmi fyi'st fram næsta vor. Til marks um fugladauðann þá taldi Arnór fjórtán dauðar æðarkollj ur á eins kílómetra langri strand* lengju við bæinn Dranga, sem er norðan Drangavíkur. Arnór siglir nú um innanverðan Húnaflóa og kastar tölu á lifandi fugl þar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.