Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ J LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1991-' Fasteignasala Suöu'iangsöraut 6 687633 (f Sóiumenn Cish Sigu'biornsson Sigurbiotn ÞorDergssoi HAGAMELUR - 2JA HERB. Mjög góð 69,4 fm íb. á jarðhæð. Stór stofa, stórt eldhús, góðar innr. Laus í ágúst. Nálægt Sundlaug Vesturbæjar. Gísli Sigurbjörnsson, sími 33771. Tiutcuicv Heílsuvörur nútímafólks GALLERÍ SIGURÞÓRS JAKOBSSONAR VÍÐIMELól - SÍMI 91 -25212 OPÐ DAGLB3A 1300-1800 Flautuleikur _________Tónlist____________ JónÁsgeirsson Hallfríður Ólafsdóttir flautuleik- ari og Atalia Weiss píanóleikari héldu tónlpika í Norræna húsinu sl. miðvikudag. Á efnisskránni voru verk eftir J.S. Bach, Messia- en, Sancan, Schubert og Poulenc. Fyrsta viðfangsefni Hallfríðar og Weiss var sónata í e-moll, BWV 1034, eftir J.S. Bach. Sumar flautusónöturnar eru samdar fyrir samleik flautu og sembals, þar sem jafnræði er með hljóðfærunum en þessi er hins vegar samin fyrir „basso conintino“. Samleikur Hall- fríðar og Weiss var góður en svo- lítið „beint af augum“ og vantaði nokkuð að þær gerðu sér far um að staldra við tónhendingaskil og móta tónhendingar eftir innihaldi þeirra, samsvarandi því sem gert er í töluðum texta. Hallfríður er leikinn flautuleik- ari er kom hvað best fram í smá- verki eftir Messiaen, Le Merle Noir, sem er leikur höfundar með söng svartþrastar, listilega gerður, og leikandi skemmtilegri Sónatínu eftir Pierre Sancan. Inngangur og tilbrigði um Trock’ne Blumen, op. 160, eftir Schubert, var ágætlega leikið en í því verki mæðir einna mest á píanóleikaranum. Trok’ne Blumen er nr. 18 í lagaflokknum Malara- stúlkan fagra og að því leyti eru tilbrigðin óvenjuleg, að þau eru unnin yfir allt lagið, sem gerir það, að tilbrigðin verða nokkuð löng og endurtekningar tónhug- myndanna of tíðar. Þá er flautan nokkuð oft aukahljóðfæri en þetta verk samdi Schubert fyrir Ferdin- and Bogner, sem var prófessor við konservatoríuna í Vínarborg. Lokaverkið á tónleikum var Poulenc-flautusónatan fræga. Hallfríður lék verkið á köflum með nokkrum asa, sérstaklega í lo- kakaflanum, en naut sín best í miðkaflanum, Cantilena, sem þær stöllur léku mjög vel. Það fer ekki á milli mála að Hallfríður er leikinn flautuleikari og músíkölsk og hefur sterka til- finningu fyrir því leikræna, eins og kom vel fram í sónatínunni eft- ir Sancan. Atalia Weiss er góður píanóieikari en líklega á hún sinn þátt í þeim asa, er á köflum ein- kenndi leik Hallfríðar. ■ GYM 80 motorcrossið verður haldið í Vestmannaeyjum í dag og hefst keppnin klukkan 14. Þetta er önnur umferð í keppni til Islands- meistara. Keppt verður á fjórhjólum og cross hjólum. Allir bestu öku- menn landsins mæta til keppni. H DREGID hefur verið í Hunda- heppni Hamrahlíðakóranna. Allra vinninga hefur verið vitjað, nema eftirfarandi: 7. vinn. á miða nr: 1206, 8. vinn. á miða númer: 1573, 12. vinn. miða númer: 1226, 13. vinn. á miða númer 1260, 14. vinn. á miða númer 1289, 41. vinn. á miða númer 1874, 4.3 vinn. á miða númer 1218, 49. vinn. á miða númer 1208, 51. vinn. á miða núm- er 1313, 80. vinn. á miða númer 1488, 86. vinn. á miða númer 72. Kórinn verður erlendis til 1. ágúst, en eftir þann tíma má vitja vinninga til kórfélaga. Vinningsnúmer eru birt án ábyrgðar. Leigumiðlun fyrir félagsmenn INSI ■ NÚ er að heíja göngu sína röð bæklinga á vegum Neytendaþjón- ustu Hagkaups undir samheitinu Heilsa og hollusta. Hér er á ferð- inni með fróðleikur og upplýsingar um flest það er varðar heilsu og hollustu neytenda. Fjórir fyrstu bæklingarnir eru: 1. Hreysti og heUbrigði, 2. Fita, 3. Prótein og númer 4. Vítamín og steinefni. Auglýsingasíminn er 69 11 11 Iðnnemasamband íslands (INSÍ) og Leigumiðlun húseigenda (LMH) hafa gert með sér sam- komulag um að LMH taki að sér að annast leigumiðlun fyrir fé- lagsmenn INSI undir nafninu „Leigumiðlun iðnnema". Gert er ráð fyrir að hægt verði að taka til útleigu húsnæði sem þarfnast breytinga eða Iagfæringa sem iðn- nemar tækju að sér undir stjórn meistara. Vinna þeirra verður metin upp í leigu samkvæmt fyrir- liggjandi kostnaðaráætlun. í fréttatilkynningu frá INSÍ og LMH segir að þessi samningur marki tímamót, annars vegar sé þetta í fyrsta skipti sem boðið sé upp á sér- þjónustu fyrir iðnnema við öflun húsnæðis, og hins vegar þar sem þetta sé í fyrsta sinn sem félagasam- tök og sérhæft þjónustufyrirtæki á þessu sviði geri með sér samstarfs- samning. Fram til þessa hafí félaga- samtök stofnað eigin rekstur innan sinna vébanda um þjónustu sem þessa. í samningnum felst meðal annars að félagsmenn INSÍ hafa forgang á herbergjum og einstaklingsíbúðum sem koma til útleigu hjá LMH sem og öðru því húsnæði sem húseigend- ur vilja sérstaklega leigja námsfólki. Jafnframt er gert ráð fyrir að hægt verði að taka til útleigu húsnæði sem þarfnast breytinga eða lagfæringa sem iðnnemar tækju að sér undir stjórn meistara og vinna þeirra yrði metin upp í leigu samkvæmt fyrir- liggjandi kostnaðaráætlun. ]Fasteigna- & firmasaláng Nýbýlavegi 20 ‘S' Fy r irtækj aeigendur takið eftir! Fasteigna- og firmasalan hefur það á stefnu- skrá sinni að láta hlutina ganga hratt fyrir sig og vinna vel fyrir umbjóðendur sína. Okkur þætti vænt um ef þú myndir hafa sam- band við okkur ef þú hefur í hyggju að selja, breyta eða stækka fyrirtæki þitt. Við munum leggja okkur í líma að uppfylla þínar óskir. Vinsamlega hafið samband. Kristinn Kjartansson, Friðrik Gunnarsson, Guðmundur Þórðarson hdi. 011 RH 01 07fl L*RUS Þ' VALDIMARSS0N FRAMKVÆMDASTJÓRI L \ I I 0 / V KRISTINNSIGURJÓNSSON, HRL.löggilturfasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Efri hæð ítvíb. - hagkvæm eignaskipti. 5 herb. 138 fm við Hlíðarveg Kóp. Allt sér. Rúmg. bílsk. Glæsil. trjá- garður. Húsnæðislán 2,3 millj kr. Vinsæll staður. Skipti mögul. á 4ra herb. góðri íb. í borginni eða Kóp með bílsk. Útborgun aðeins kr. 1,3 milljónir. 4ra herb. íb. 107 Jm í lyftuhúsi við Ljósheima. Sérinng. Ágæt sam- eign.'Sérþvottahús. Eftirstöðvar kr. 5 millj. má greiða með húsbréfum. Glæsilegt steinhús í Garðabæ 2 íb. á einni hæð, 150 fm og 32 fm einstakl. íb. með sérinng. Góður bílsk. 50 x 2 fm. Nýl. Sólskáli 40,4 fm. Glæsil. lóð með miklum trjá- gróðri 1018 fm. Skammt frá Hótel Sögu Nokkuð endurbætt 3ja herb. íb. á 3. hæð tæpir 80 fm nettó. Sólsval- ir. Risherb. með snyrtingu. Stór sérgeymsla í kj. Endaíbúð við Laugarnesveg 4ra herb. á 4. hæð töluvert endurn. Sólsvalir. Ágæt sameign. Húsnlán 3,1 millj. Breiðholt - Kóp - Mos Á söluskrá óskast raðhús með 4-5 svefnherb. Skipti mögul. á 5 herb. ágætri íb. í fjölbhúsi. Mikil og góð milligjöf. Á söluskrá óskast 3ja- 4ra- og 5 herb. íb. Sérhæðir, raðhús og einbhús. Margskonar eignaskipti mögul. Ennfremur bjóða margir óvenju góðar greiðslur i peningum m.a. þeir sem eru að flytja til borgarinnar.__________________ • • • Opiðídag kl. 11-15. Almenna fasteignasalan sf. var stof nuð 12. júlí 1944. AIMENNA HSTEIGNtSALMI LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 toms&öaiáíl Umsjónarmaður Gísli Jónsson Jón Thor Haraldsson í Reykjavík skrifar svo: „Kæri Gísli! Eitt langar mig að bera undir þig, það er orðið „sósíalisti“. Ég var á dögunum að blaða í 1. útg. af Orðabók Menningar- sjóðs, einhverra erinda. Þar finnst ekki sósíalisti, en aftur á móti vaða þar uppi sósíalismi, sósíalrealismi og sósíaldemó- krat. í 2. útgáfu er hann svo mætt- ur til leiks, ljúfurinn svorni: „Sósíalisti, maður sem aðhyllist sósíalisma, jafnaðarmaður.“ Auðvitað er þetta rétt, svo langt sem það nær, en hefur þeim orðabókarhöfundum ekki sést yfír „blæbrigði“, „auka- merkingu“ eða hvað það nú kall- ast? Ég held nefnilega, að á fimmta og sjötta áratugnum hafi orðið sósíalisti verið haft hartnær eingöngu um flokks- mann eða fylgismann Sósíalista- flokksins, „Sameiningarflokks alþýðu — sósíalistaflokksins" eins og hann hét fullu nafni. Að minnsta kosti var þessi mál- notkun ráðandi innan flokksins; ekki man ég betur. Hvað lízt þér (og hvar er Hlymrekur)?" Mér þykir athugasemd Jóns Thors réttmæt. I orðabókina vantar þarna eitt af merkingar- afbrigðum orðsins. Orðabækur geta aldrei sagt allan sannleika. Ég bæti svo aðeins við því sem stendur í tveimur öðrum orða- bókum: 1 )BIöndal: „=jafnað- armaður, Socialist." 2) Islensk samheitaorðabók, ritstj. Svav- ar Sigmundsson: ,jafnaðarmað- ur, kommúnisti, sameiningar- maður, sameignarsinni." Um Hlymrek handan er það að segja, að hann hefur verið í sumarleyfi og segir sem fæst, en kunningjar hans og „aðjút- antar“ reyna að hlaupa í skarðið. ★ Arma útróðrardrengi aktaði lítils hún, fúkyrðin faldi ei lengi, fram gekk með síða brún, fisk bæði flatti og siægði, fleygði sem tryllt og ær, stytti sig nóg sem nægði, nær upp á þykkvalær. (Vigfús Jónsson, 16487-1728, (Leiru- lækjar-Fúsi): úr minningarljóði um Ingigerði nokkra, fanggæslu fyrir vest- an). ★ Lesendur bregðast sem fyrr vel við spumingum. Til glöggv- unar endurbirti ég hér nokkrar frá því um daginn, áður en svör Halldórs Kristjánssonar frá Kirkjubóli koma. En hafi hann þökk fyrir, svo og alla tryggð sína við þáttinn og móðurmálið. Annað úr bréfi Halldórs bíður um sinn: 1) Mállýskumunur eftir landshlutum á íslandi er ekki mikill. Eigum við að leitast við að útrýma honum? Eigum við að reyna að viðhalda honum? Eða, eigum við að láta hann hlutlausan og fara sem fara vill? 2) Hvaða skilyrði um íslenskt mál ætti það fólk að uppfylla sem ráðið er í starf þular eða fréttamanns við vörpin (útvarp og sjónvarp)? 3) Hvort er réttara (smekk- legra) að segja vaskur eða vaski, sós eða sósa, kökuform eða kökuformur? 4) Hvernig beygist fuglsheit- ið tjaldur? Eins og faldur eða eins og Baldur? ★ Þá tekur Halldór til máls: „Heill og sæll Gísli! Síst er það um of að svara þér vegna spurninga þinna með 594. þætti, hafirðu ánægju af því. Mállýskumunur milli héraða held ég að sé mjög að hverfa. Vestfirskur framburður, svo sem nordan, heyrist ekki, en var þó algengur í mínu ungdæmi. Granna hljóðið í langur gangur skilst mér að hljóðglöggir menn segi að sé orðið einhvers konar miílihljóð. 598. þáttur Verstu afbrigði mállýsku fannst mér hljóðvillan i-e og u-ö. Slíkt þekkist nú ekki með ungu fólki, held ég. Kv fyrir hv hefur aldrei sært mína tilfínn- ingu, þó að ég verði að játa að naumast sé rétt að segja kvítur. Ég held að ekki sé vert að amast við þeim mismun sem eftir er. Andrés, félagi minn Kristjánsson, sagði að rödduðu hljóðin gerðu málið fallegt. Hvers við eigum að krefjast af þeim sem hafa að atvinnu að tala við okkur gegnum vörpin er vont að svara. Ég er ekki sterkur í málfræði, að ég nefni nú ekki setningafræði. Mér finnst að próf í málvísindum séu ekki fullkomin trygging fyrir fyrsta flokks málfari. Því er nokkuð erfitt að setja reglur. En séu í þessari þjónustu ein- hveijir sem ekki láta af að segja „vegna byggingu hússins“ og annað því um líkt, er eðlilegt að þeim verði fengin önnur at- vinna. Ég er vanur orðinu vaskur. Nf. vaski þekki ég ekki. Og hér ræður vaninn. Sósu þekki ég en ekki sós. Aftur á móti þekki ég form bæði í karlkyni og hvorug- kyni. Ég held mér við formið. Við tölum líka um form köku eða brauðs, lögun þess og sköpu- lag, og mér finnst að orðið megi hafa sama kyn og mótið. Ég hef vanist því að tjaldur beygist eins og faldur. Við sáum tjald með öðrum tjaldi og fund- \ um hreiður tjalds. Þó má vera að þetta hafi vafíst fyrir sumum og þess skal getið að tjaldur var ekki varpfugl heima, en við sáum hann á hveiju vori þegar nær dró sjónum^/ Bestu kveðjur.“ ( * Áslákur austan kvað: Með brillur á nefi og bófafés og byssu frá Maríó Sóarez í svartleðurbuxum og seðla að hugs’um var sviðhausaforinginn Jóhannes.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.