Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 19
morgúiVblaðið láugXrdagIjíí 2oV JúÍjÍ 'ioíií DINN 4.LIN líta hins vegar þannig út að hallinn gæti numið yfir 20 milljörðum króna eða um 6% af landsfram- leiðslu. Meginástæðan fyrir þessum mikla mun eru aukin útgjöld, en einnig horfur á minni skatttekjum í kjölfar aflasamdráttar. Án breyt- inga á lögum og reglugerðum er stór hluti af útgjaldaaukningunni óhjákvæmilegur. Á undanförnum árum hafa stjórnvöld stöðugt verið að taka á sig nýjar og auknar kvað- ir um útgjöld án þess að huga nægjanlega að því hvernig þau koma til með að vaxa og hvernig þeim verði mætt. Ný dæmi af þess- um toga eru grunnskólalög, búvöru- samningur og Vestfjarðagöng. Aukninguna á hallanum má einn- :ig rekja til þess að ríkisstjórnin hefur ákveðið að hætta þeirri óráðsíu að gera út á skattgreiðend- ur framtíðarinnar með því að stofna til skuldbindinga sem ekki fá fjár- hagslega staðist. Hvort sem litið er til lánastarfseminnar eða Lífeyr- issjóðs starfsmanna ríkisins er það lágmarkskrafa að þær skuldbind- ingar, sem stofnað er til, séu gjald- færðar á sama tíma. Það er með öllu óviðunandi að stjórnvöld séu að niðurgreiða lánskjör eða lofa lífeyri umfram iðgjaldagreiðslur, ef við sem skattgreiðendur, þegar þetta er gert, erum ekki reiðubúin að standa undir kostnaðinum. Samdráttur framundan Gífurlegur halli ríkissjóðs, ásamt lánsíjárþörf annarra opinberra að- ila, myndar nú mikla spennu á lánsfjármarkaðinum. Vextir eru til- tölulega háir og hörð keppni um takmarkað lánsfé á markaðnum. Hvorki ríkissjóður né atvinnulífið UNIR LL álögur á útgerðina, þótt rækilega hafi verið sýnt fram á, að hér er aðeins um að ræða afgjald fyrir afnot af takmarkaðri, verðmætri auðlind. Hvað fyndist mönnum, ef umræður um húsnæðismál mót- uðust af þeirri ranghugmynd að húsaleiga væri skattur, sem hús- eigendur innheimtu af leigjendum? í umræðunni um fiskveiðistefn- una hefur undanfarið nokkram sinnum verið vikið að því, að und- arlegt sé, að formælendur veiði- gjalds skuli ekki hafa iagt til, að greitt sé gjald fyrir hagnýtingu orku í fossum og jarðhita, og spurt, hvort bændur ættu þá ekki að greiða fyrir hagnýtingu afrétta, ekki aðeins vegna þess, að sú hag- nýting er verðmæt, heldur einnig og ekki síður vegna þess, að hún er þjóðarbúinu skaðleg. Það eru landverndarsjónarmið öllu fremur en efnahags- og réttlætissjónarm- ið, sem gera slíkt gjald réttmætt, enda hafa margir, m.a. sá, sem þetta ritar, mælt með því. Varð- andi gjald fyrir hagnýtingu orku fossa og jarðhita verður að hafa í huga, að sá grundvallarmunur er á auðlindum sjávarins og auð- lindunum, sem felast í fossunum og hverunum, að fiskistofnarnir Friðrik Sophusson í grófum dráttum lýsir varanlegur halli á ríkis- búskapnum sér í því að á lánamarkaðinum verður ríkissjóður að bjóða í fjármagn til að ná inn nægilegu lánsfé. Afleiðingarnar eru háir vextir sem kreppa að atvinnulífinu. ^olir hins vegar að vextir hækki enn frekar en nú er orðið. Fyrstu vísbendingar fyrir næsta ár sýna, að án róttækra aðgerða verði lánsfjáreftirspurn hins opin- bera enn meiri en í ár og spennan muni þá halda áfram nái ríkisstjórn- in ekki tökum á umframeyðslu ríkisins. Fyrrverandi ríkisstjórn gat mætt þörf ríkissjóðs eftir lánsfé að miklu leyti innanlands, meðal ann- ars vegna þess að sparnaður al- mennings var að aukast. Nú hefur þetta aftur á móti snúist við og sparnaðurinn ætlar að verða mun minni í ár en 1990. Eyðslu ríkisins umfram efni verður því aðeins Gylfi Þ. Gíslason eru fyrir löngu orðnir takmörkuð auðlind, sem þess vegna verður að verðleggja. Það á sér sem betur fer ekki enn stað varðandi fossana og jarðhitann. Að því kemur eflaust, að svo verði. Þá verður jafnsjálfsagt, að þjóðarheildinni verði greitt afgjald fyrir afnot, eins og það er nú, að greitt sé fyrir hagnýtingu fiskistofnanna. Fleiri hliðar eru á þessu máli, og verður vikið að þeim í síðari grein- um. Þá hefur í umræðunni oftsinnis verið vikið að því, að formælendur veiðigjalds séu dulbúnir formæ- lendur einhvers konar sósíalisma, þjóðnýtingar og miðstýringar, og vanmeti gildi einkaeignarréttar. Þetta er fráleitt. Það er þvert á mætt að tekin séu erlend lán eða með seðlaprentun í Seðlabanka. Ríkið dælir þannig peningum, sem enginn framleiðslugrundvöllur er fyrir, út í efnahagslífið, kyndir und- ir eyðslú og myndar umframeftir- spurn eftir innfluttum vörum. í ár stefnir hallinn á viðskiptajöfnuði í 2-3% af landsframleiðslu og enn meira á næsta ári ef fram heldur sem horfir. Þessar staðreyndir eru sýnu alvarlegri þar sem ekki verður séð að landsframleiðslan geti aukist um meira en 1% eða svo í ár og núverandi vísbendingar um afla- horfur og stofnstærð benda til að á næsta áriA/erði umtalsverður sam- dráttur í þjóðarframleiðslu. Verðbólguvofan knýr á dyr Þannig er ný verðbólgualda á næsta leiti, ef menn halda ekki vöku sinni eða neita að viðurkenna hinar alvarlegu staðreyndir sem við blasa. Þetta gerist á sama tíma og komið er að nýjum kjarasamningum þar sem launþegahreyfingin og at- vinnurekendur reyna skiljanlega að verja stöðu sína. Reynsla frá kjara- samningum fyrri tíma sýnir að út- koman getur auðveldlega birst í verðbólgusamningum, sem á engan hátt bæta raunverulega afkomu launþega eða fyrirtækja, enda verða verðmætin ekki til í kjarasamning- um. Víxlhækkun nafnlauna og geng- islækkunar er saga sem allir lands- menn þekkja. Þá verðbólguhring- ekju vill þjóðin ekki kalla yfirí sig aftur. Því er það mjög áleitin spurn- ing, hvernig stjórnvöld eiga að styrkja núverandi stefnu í gengis- málum, þannig að aðilar vinnu- markaðarins gangi að henni vísri þegar að samningum kemur. Aðilar vinnumarkaðarins munu án efa vera fylgjandi gengisfestu eins og ríkisstjórnin. Stefnan verður hins vegar umfram allt að vera raun- hæf. Utilokað er að halda genginu stöðugu nema jafnvægi sé á milli tekjumyndunar og útgjalda. Þetta á við um þjóðfélagið í heild, ríkis- sjóð, atvinnufyrirtæki og okkur sem einstaklinga. Til skoðunar er á veg- um ríkisstjórnarinnar, hvort það er fastgengisstefnunni til framdráttar að gengi krónunnar verði tengt Evrópumyntinni ECU. Ég dreg ekki móti kjarninn í hugmyndum for- mælenda veiðigjalds, að stjóm á fiskveiðum beri þá mestan og bezt- an árangur, ef henni sé hagað samkvæmt meginreglum mark- aðsbúskapar. Ég þekki engan for- mælanda veiðileyfa, sem aðhyllist rangar og löngu úreltar kenningar marxískrar ættar um kosti alls- heijar sameignar og ókosti einka- eignarréttar. Þessi þrjú atriði er ástæða til þess að ræða nokkru nánar. En áður en það verður gert, er rétt að minna á ýmsar staðreyndir frá fyrri tíma, sem hollt er að hafa í huga, þegar menn mynda sér rök- studdar skoðanir á þeim mikla vanda, sem nú er við að etja í þessum efnum. II Þangað til um miðjan áttunda áratuginn voru fiskveiðar íslend- inga dæmigerðar frjálsar og ókeyp- is fiskveiðar. Niðurstaðan varð og sú, sem búast mátti við samkvæmt kenningum fiskihagfræðinnar. Síðan á stríðsárunum hafði afkom- an yfirleitt verið léleg, flest árin tap samkvæmt reikningum. Á stytjald- arárunum hafði sókn í fiskistofnana minnkað mjög, og voru því stofn- arnir sterkir við lok styijaldarinnar. Síðan átti sér stað gífurleg fjölgun fiskiskipa. Fiskiskipastóllinn fjórt- án- til fimmtánfaldaðist. Og aflinn þrefaldaðist, eða þar um bil, og fiskistofnarnir • skruppu saman. I verðmætum talið jókst fjármagn flotans fjórum sinnum meira en verðmæti aflans. Afköst fjármagns- ins, sem hagnýtt var við veiðarnar, voru um miðjan áttunda áratuginn orðin aðeins fjórðungur af því, sem þau höfðu verið 1945. Stærð botn- í efa að slík tenging hvetji aðila vinnumarkaðarins til að ná hófleg- um kjarasamningum til tveggja eða þriggja ára í haust. Þannig yrði nýrri verðbólguhrinu afstýrt og verðbólguvofunni vísað á dyr um langa framtíð. Áður en tekin verður ákvörðun um tengingu krónunnar þarf þó að kanna fjölmörg atriði, sem taka verður tillit til. Prófsteinn ríkisstjórnarinnar Það er einsýnt að efnahagsmálin, og þó einkum og sér í lagi ríkisfjár- málin, verða prófsteinn á ríkis- stjórnina og stjórnarflokkana. Ekki nægir að grípa til hefðbundins vinnulags þar sem fjárlagafrum- varpi er jagað fram og aftur fram að þingbyrjun. Ríkisstjórnin stend- ur frammi fyrir því verkefni að taka ríkisfjármálin mun fastari tökum en fyrri ríkisstjórnir hafa þui-ft að gera. Þetta er reyndar ekkert einkaálit stjórnarflokkanna eða íslenskra hagfræðinga, því að vand- inn og afleiðingarnar eru m.a. und- irstrikaðar í ábendingum alþjóða- stofnana (Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og OECD) sem fylgjast með íslensk- um efnahagsmálum og hafa verið ráðgjafar íslenskra stjórnvalda áram saman. Gagnstætt því sem áður tíðkaðist verður að meta það svo, að ekki sé nú svigrúm til að rétta hallann með almennum skattaálögum. Bæði beinir og óbeinir skattar eru þegar orðnir þáð háir að ekki er á þá bætandi. Aðaltekjulind ríkissjóðs, virðisaukaskatturinn, er nú þegar sá hæsti í allri Evrópu. Það er því stefna ríkisstjórnarinnar að hækka ekki skatta. Þvert á móti vill hún reyna að skapa svigrúm til lækkun- ar þeirra með tímanum. Éini möguleikinn er að ráðást að ríkisútgjöldum, endurskoða þau og lækka. Það verður án efa sársauka- fullt og kemur við kaun margra. Ríkið verður að endurskilgreina hlutverk sitt á ýmsum sviðum. Það verður að hætta að veita ýmsa þjón- ustu sem það hefur áður veitt, fela einkaaðilum aðra þætti og selja margs konar þjónustu sem hefur verið án endurgreiðslu fram til þessa. Hefðbundnar niðurskurðar- aðferðir duga ekki við núverandi aðstæður. fiskstofna er nú aðeins helmingur til tveggja þriðju hluta þess, sem hún var á sjötta áratugnum. Það er hins vegar athyglisvert, að þrátt fyrir lélega afkomu sjávar- útvegsins og verulega minnkandi skerf hans til þjóðarframleiðslunnar um langt skeið, voru lengi vel ekki uppi neinar hugmyndir um almenna stjórn á fiskveiðúnum. Hvorki stjórnvöld né hagsmunaaðilar í sjávarútvegi gerðu sér ljós grund- vallareinkenni fijálsra og ókeypis fiskveiða og óhagkvæmar afleiðing- ar þeirra. Þess verður auðvitað að geta, að áður en íslendingar fengu umráð 200 mílna fiskveiðilögsög- unnar var almenn stjórn á fiskveið- um á íslandsmiðum óframkvæman- leg. En stækkun fiskveiðilögsög- unnar í 200 mílur gerbreytti að- stæðum. í kjölfar hennar voru árí síðar sett lög um veiðar í fiskveiði- lögsögu íslands. Sú umfangsmikla stjórn, sem nú er á fiskveiðunum, byggðist upphaflega á þessari laga- setningu. Það var ástæða til þess að hafa áhyggjur af ófullnægjandi afkomu sjávarútvegsins og minnkandi skerfi hans til þjóðarframleiðslunn- ar. Skipulag atvinnugreinarinnar, fijálsar og ókeypis fiskveiðar, kom í veg fyrir, að fiskveiðarnar skiluðu arði af fiskimiðunum. Þetta varð samt ekki til þess, að teknar væru ákvarðanir um allsheijarstjórn á fiskveiðunum. Það var ekki gert fyrr en aflabrestur var talinn vísbending um hættulegt ástand fiskistofna. Um svipað leyti og fiskveiðilög- sagan var stækkuð í 200 mflur komst Hafrannsóknastofnunin að þeirri niðurstöðu, að ástand þorsk- stofnsins væri mjög alvarlegt. í kjölfar þess var í fyrsta sinn tekin upp allsheijarstjórn á botnfiskveið- S ú Að hika er sama og tapa Á næstu vikum verður það verk- efni ríkisstjórnarinnar að deila byrðunum af þeim róttæku breyt- ingum, sem grípa þarf til, milli vel- ferðarkerfisins, framkvæmda ríkis- ins, framlaga til atvinnulífsins^og starfsemi ríkisins sjálfs. Ríkis- stjórnin hefur samþykkt, að ein- stakir ráðherrar og ráðuneyti þeirra vinni að tillögum, sem lagðar verða fyrir ríkisstjórnina í byijun næsta mánaðar. í framhaldi af því tekur ákvarðanaferillinn við. Þegar ríkis- stjórnin hefur sameinast um drög að tillögum kemur til kasta þing- manna stjórnai'flokkanna, sem tryggja þurfa fylgi við tillögurnar eftir að hafa fjallað um þær og gert þær breytingar sem þeir telja nauðsynlegar til að fjárlög og fyigi- frumvörp fái meirihlutastuðning á Alþingi. í öllu þessu starfi má búast við að óspart verði reynt af hálfu stjórn- arandstöðu og ýmissa sérhags- munahópa að draga úr mikilvægi þess að takast á við vanda ríkis- sjóðs með jafn róttækum hætti og að er stefnt. Færð verða rök fyrir því að það sé hagkvæmt og skyn- samlegt að vinna verkið, ekki að- eins í fleiri og minni áföngum, held- ur einnig á lengri tíma. Meginrök- semdin verður þó sú að ytri skilyrði þjóðarbúsins séu slæm og eðlilegra sé af þeim sökum að bíða með þessa uppstokkun þar til betur árar. En þessi röksemd er ekki gild og tii- heyrir hagfræði fortíðarinnar. Tíminn leysir ekki vandann, heldur hefur biðin í för með sér að hann stækkar og verður óviðráðanlegri. Eins og heimilin og fyrirtækin verð- ur ríkissjóður að sníða sér stakk^ eftir vexti. Því fyrr sem menn gera sér grein fyrir þeirri staðreynd og takast á við hið óhjákvæmilega, þeim mun styttri tími er í það að við getum byijað nauðsynlegt um- bóta- og uppbyggingarstarf. Tíminn til stefnu er naumur, -fb.'í að þrátt fyrir alla velgmegunina þolum við það ekki miklu lengur sem þjóð, að dragast aftur úr grannþjóðunum í efnahagslegu til- liti. Lausnin þolir því enga bið. Að hika er sama og tapa. Höfundur er fjármálaráðherra. unum, skrapdagakerfið svo nefnda. í kjölfar alvarlegs hruns norska síldarstofnsins 1966 og 1967 hafði verið tékin upp opinber stjórn á síldveiðunum. Þegar loðnustofninn reyndist í alvarlegri hættu 1981, voru veiðarnar takmarkaðar. Veið- ar á rækju, humri og hörpudiski, sem jukust mjög á áttunda áratugn- um, hafa frá upphafi lotið opinberri stjórn til verndunar fiskistofnunum. Það hafa því verið fiskverndunar- sjónarmið, sem hafa kallað á opin- bera fiskveiðistjórn, en ekki við- leitni til þess að auka hagkvæmni við fiskveiðar og bæta afkomu veiðiflotans, hvað þá umhugsun um, að fyrirkomulag fiskveiðistjórnar- innar hefði ekki ranglát áhrif á tekjuskiptingu. Sem betur fer var horfið frá skrapdagakerfinu 1984 og lagður grundvöllur að því kerfi, sem nú gildir, og nefnt er kvótakerfi. lö, þegar Hafrannsóknastofnunin boð- ar enn válegri tíðindi varðandi fiski- stofnana, er vissulega ástæða til þess að staldra við og hugsa sig vel um. Verður það í alvöru dregið í efa, að skynsamleg fiskverndunarsjón- armið hafa ekki náðst? Er ekki augljóst, að fiskveiðiflotinn hefur vaxið allt of mikið og að sjávarút- vegurinn er því ekki rekinn af hag- kvæmni, raunar hvorki veiðar né vinnsla? Og er með nokkurri sann- girni hægt að draga í efa, að núgild- andi fiskveiðistefna hefur ekki skil- að eigendum fiskimiðanna, þjóðar- heildinni, eðlilegu afgjaldi af eign þeirra, heldur hefur þvert á móti stuðiað að óréttmætri eignasöfnun ýmissa útgerðaraðila? Hvað hefur farið úrskeiðis? Höfundur er prófessor og fyrrverandi ráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.