Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1991 27 félk í fréttum MENGUN Vöngum velt yfir lýsissteini Eiður Guðnason, umhverfismála- ráðherra, og Magnús Jóhann- esson, aðstoðarmaður hans og fyrr- um siglingamálastjóri, brugðu sér á dögunum vestur á Strandirnar til að kanna grútarmengun sem þar hefur sést á sjó og í ijörum. Á myndinni virða þeir félagar fyrir sér stein sem hulinn er menguninni sem í upphafi var kölluð grútur en rannsóknir benda til að séu að uppi- stöðu fisklýsi. Þeir félagar stöðvuðu stutt við á Ströndum en hafa eflaust komið til höfuðstaðarins reynslunni ríkari. Morgunblaðið/Vilmundur Hansen Hér sést hvar leikarinn Rob Lowe stendur á milli rokkaranna David St. Hubbins og Nigel Tufnel. Eddie Van Ha- len lét sig ekki vanta þótt hann væri nýorðinn pabbi. Ekki veitir af loftmiklum lungum þegar þjóðsöngurinn er tekinn. Roseanne Barr ásamt bónda sínum, Tom Arnold, við setningu leik- anna. ___________ LOS ANGELES Fræga fólkið bregður á leik Það vakti mikla athygli nýverið þegar ýmsar bandarískar stórstjörnur brugðu sér í sportföt og tóku þátt í íþróttaleikum sem haldnir voru í Los Angeles. Engir afreksmenn á íþróttasviðinu tóku þátt í mótinu heldur eingöngu þekktir leikarar og tónlistarmenn. Tilgangurinn með þessu uppátæki var að afla fjár til góðgerðastarf- semi með sölu aðgangseyris og sótti fjöldi fólks mótið til að styrkja gott málefni og horfa á fræga fólkið keppa í íþróttum. Leikarnir stóðu í fjóra daga og var keppt í fjölmörgum íþróttagreinum. Alls söfnuðust um 25 milljónir króna meðan á mótinu stóð og er ætlun- in að þeir fjármunir renni til rann- sókna á krabbameini, hvítblæði-og eyðni. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Við kynningu á Húnavershátíð brugðu aðstandendur hennar sér í víkingaskrúða, sigldu dýrum knerri suður til Hafnarfjarðar og gerðu strandhögg. VERSLUNARMANNAHELGIN Rokkhátíð í Húnaveri Nú líður óðum að verslunar- mannahelgi og má þá búast við að stór hluti þjóðarinnar, og þá ekki síst unga fólkið, leggi land undir fót. Ferðir ungs fólks um verslunarmannahelgina, á úti- skemmtanir, hafa tíðkast mörg undanfarin ár og eru orðnar hluti af skemmtanahefð íslendinga. Nú er undirbúningur að hinni ár- legu rokkhátíð í Húnaveri komin á lokastig. Að sögn aðstandenda há- tíðarinnar verður hápunkti íslensks tónlistarsumars náð með henni en meðal flytjenda verða, meðal ann- arra, Síðan skein sól, Sálin hans Jóns míns, Stuðmenn, „Todmobile,“ „Bootlegs,“ Bless og Blúskompan- íið. Auk þess munu um þrjátíu ung- sveitir heyja hljómsveitaeinvígi og verða sigurvegararnir sendir til keppni sem fer fram í Danmörku í september. Allt kapp hefur verið lagt á að tryggja sem best hljóm- gæði á hátíðinni og segja mótshald- arar að aðeins verði notaður full- komnasti tækja- og sviðsbúnaður í því skyni. Alls munu á þriðja hundr- að íslenskra tónlistarmanna koma fram á hátíðinni en auk þess munu vel yfir tvö hundruð manns sjá um sjúkragæslu, löggæslu og ýmis kon- ar aðstoð við mótsgesti. Að undanförnu hefur nokkuð verið rætt um skipulagningu og fyrir- komulag útihátíða á borð við þá sem haldin verður í Húnaveri um versl- unarmannahelgina. Að sögn Jakobs Magnússonar, eins aðstandenda hátíðarinnar, má búast við miklu fjölmenni á hana, nú sem endra- nær. „Það er alveg ljóst að fjöl- margir munu sækja útihátíðir um verslunarmannahelgina og sem bet- ur fer virðist þróunin stefna í þá átt að fólk sæki frekar staði eins og Húnaver þar sem boðið er upp á vandaða skemmtidagskrá, góð aðstaða er fyrir hendi og fjölmennt starfslið er til hjálpar ef vanda ber að höndurn," sagði Jakob. Heyrst hefur að um verslunar- mannahelgina muni lögregluþjónar um allt land gera leit í farangri útihátíðargesta og gera áfengi upp- tækt. í bréfi, sem aðstandendur Húnavershátíðarinnar hafa sent frá sér, segir að slík eignaupptaka verði ekki stunduð á komandi Húnavers- hátíð. Hins vegar muni lögreglu- þjónar og starfsmenn hátíðarinnar tryggja öryggi með því að taka á þeim vandamálum, sem upp kunna að koma á svæðinu, á sem farsæl- astan hátt. FRANK SHORTER SPORTFATNAÐUR "TVEIR TRAUSTIR" Settu traust þitt á Frank Shorter og NIKE - Þeir bregðast ekki Borgarkringlan, sími 67 99 55

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.