Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1991 Hjálparstofnun send- ir peninga til Eþí- ópíu og Bangladesh HJÁLPARSTOFNUN kirkjunnar hefur sent 25 þúsund bandaríkjad- ali eða sem svarar 1,6 milljónum íslenskra króna til hungxirsvæða Afríku. Er þetta árangur söfnunar sem efnt var til í síðasta mán- uði þar sem landsmenn voru hvattir til að sleppa einni máltíð en gefa andvirði hennar til hjálpar hungruðum. Starfsfólk nokkurra vinnustaða tók sig saman og safnaði fjármunum sem nú hafa ver- ið sendir. Þá hafa verið sendar 650 þúsund krónur til flóðasvæð- anna í Bangladesh. ar verði þörf út þetta ár. Ennþá deyja hundruð manna á dag og víða er erfitt að koma hjálpinni á leiðarenda. Ekki hefur enn tekist að útvega nægilegt fjármagn til hjálparstarfsins og berast stöðugt beiðnir frá hjálparstofnunum um frekari aðstoð. Hjálparstofnun kirkjunnar tekur áfram á móti gjöfum til hungraðra í Afríku og minnir í því sambandi á gíróseðla sem liggja frammi í bönkum og sparisjóðum. Þá hefur Hjálparstofnun einnig sent 650 þúsund til hjálpar á flóða- svæðunum í kjölfar fellibyljanna í Bangladesh. Alkirkjuráðið ráðstaf- aði því fjármagni meðal annars til kaupa á lyfjum og matvælum. Hjálparstofnun kirkjunnar send- ir 1,6 milljóhir króna til Eþíópíu og 650 þúsund til Bangladesh. í frétt frá Hjálparstofnun kirkj- unnar segir að fjármunir þessir verði notaðir til að kaupa mat fyr- ir sveltandi börn í Eþíópíu. Fulltrú- ar Hjálparstofnunar norsku kirkj- unnar sem eru við störf í landinu óskuðu eftir að íslendingar tækju að sér að fjármagna kaup á 30 tonnum af bamamat. Hefur hann þegar verið keyptur og honum dreift til barna í Eþíópíu. Starfs- menn Hjálparstofnunar norsku kirkjunnar annast verkið ásamt fulltrúum Mekane Yesus kirkjunn- ar í Eþíópíu. Enn þjást yfir 20 milljónir manna af hungri í fimm ríkjum Afríku, Angóla, Eþíópíu, Súdan, Líberíu og Sómalíu. Matvæladreif- ing og aðstoð hófst snemma á ár- inu og telja starfsmenn hjálpar- stofnana í þessum löndum að hjálp- Sólveig Eggertz vinnur með vatnslitiá fjölbreyttan máta. Sólveig Eggertz sýn- ir vatnslitamyndir OPNUÐ verður sýning á vatns- litamyndum Sólveigar Eggerz Pétursdóttur í Hafnarborg laug- ardaginn 20. júlí klukkan 14. Við opnun sýningarinnar mun Anna Júlíana Sveinsdóttir, mezzósópr- ansöngkona, syngja nokkur lög. Hún heldur tónleika í Hafnar- borg fimmtudaginn 25. júlí klukkan 20.30. Sýning Sólveigar Eggertz verður opin alla virka daga frá klukkan 14-19 nema þriðjudaga. í upplýsingabæklingi um sýning- una kemur fram að kveikjan að henni hafi orðið til þegar Sólveig Eggertz og Anna Júlíana ræddu möguleika á samvinnu söngs og myndverka en margar myndanna eru sagðar nokkurs konar lýsing á ljóðatextum er Anna Júlíana syngur en einnig tilraun til að skapa bak- grunn fyrir suðræna söngva við gítarundirleik. Anna Júlíana heldur tónleika í Hafnarborg 25. júlí við gítarundir- leik Þórarins Sigurbergssonar. Flutt verða sönglög eftir tónskáldin Enriquez de Valderabbáno, Carl Maria von Weber, Atla Heimi Sveinsson, Joaquin Rodrigo, Enrique Grandos og Manuel de Falla. Sólveig Eggertz stundaði mynd- listarnám á Islandi og í Englandi. Hún hefur sýnt verk sín á fjölmörg- um einka- og samsýningum hér á landi og víða erlendis. Eru þeir að fá 'ann m Mikill lax á tilraunasvæðinu „Jú, þeir voru að fá ’ann á gamla netasvæðinu. Það er staður fyrir mínu landi sem heitir við Þvotta- klöppina, rétt neðan við Skugga sem er ós Grímsár. Það var maður þarna á ferð í fyrrakvöld og hann fékk 5 laxa og missti annað eins. Ég kom til hans og sá lax á lofti um allt. Hann sagði mér að kunn- ingjar hans hefðu fengið 4 laxa þarna daginn áður. Hvítáin hefur verið mjög skoluð að undanfömu, en laxinn hélt sig í dálítilli tærri rönd frá Grímsánni,“ sagði Ólafur Davíðsson fyrmm netabóndi á Hvítárvöllum í samtali við Morgun- blaðið í gærdag, en svo virðist sem menn finni nú hvem stangaveiði- staðinn af öðmm á gamla netaveið- isvæðinu, því frést hefur af nokkr- um löxum öðmm sem veiðst hafa og Ólafur sagðist enn fremur hafa grun um að ekki væm ailir laxar færðir til bókar. Svo væri minna að marka þetta þar sem áin hefði verið mjög skoluð langtímum sam- an og því lítt fýsileg til stangaveiða. Ólafur sagði að laxarnir sem hann sá hafi verið 4 til 5 punda, en þeir hefðu ekki allir verið nýgengnir. Það má við þetta bæta, að mikill lax hefur verið í Straumunum og nærri 100 laxar komnir þar á land. Er það óvenjugott miðað við hve mikið er eftir af sumarveiðitíman- um. Gljúfurá hefur einnig verið mjög lífleg eftir að mestu hitamir hjöðnuðu og hún hefur gefið nærri 50 laxa á nokkrum dögum. í Laxá í Kjós er einnig ágæt veiði og merkilega góð miðað við að skil- yrði hafa lítt batnað að öðm leyti en því að mesti hitinn er farinn úr ánni. Laxá á Ásum hefur gefið rúmlega 300 laxa og dálítið hefur verið að ganga síðustu daga. Þekktir tannlæknar tveir tóku þar nýlega 44 laxa á tveimur dögum. í Rangánum er þetta einnig allt að koma, milli 40 og 50 laxar em nú komnir á land og Gunnar Þor- láksson fékk nýverið þann stærsta, 16 punda hæng, fyrir neðan Ægis- síðufoss á agn sem heitir „Veiðivon special". Mest veiðist nú af eins árs fiski úr sjó og langflestir lax- arnir hafa veiðst í Ytri- Rangá. gg- Morgunblaðið/ÁB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.