Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1991 Er fiskvinnsla hörf- andi atvinnugrein? eftir Snæ Karlsson Fiskvinnsla hefur verið einn meg- inþáttur í atvinnulífi landsins und- anfama áratugi og undirstaða þeirra lífskjara sem þjóðin býr við. Ef litið er til fækkunar mannafla í atvinnugreininni síðastliðin fimm ár, væri nærtækt að draga þá ályktun að hér væri um hörfandi atvinnu- grein að ræða og af þeim sökum mætti búast við að lífskjör þjóðar- innar rýmuðu ef ekki tekst að auka verðmæti þess sjávarfangs sem á land berst. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru ársverk í sjávarvöruiðnaði árið 1985 10.044, eða 8.2% af fjölda ársverka í atvinnulífinu. Vinna í sjávarvömiðnaði, annars staðar en í hraðfrystihúsum og fiskverkunar- stöðvum, er u.þ.b. 11-12% af þess- um heildartölum. Á síðustu ámm hefur fiskvinnslumönnum fækkað úr rúmlega 12 þús. niður í að vera nú innan við 9 þúsund. Á þessari mannaflafækkun í físk- vinnslu em ýmsar skýringar. Sumt má rekja til hagræðingar og tækni- þróunar í atvinnugreininni og þess að bolfískkvóti hefur verið minnkað- ur frá upphaflegu aflamarki. Einnig hefur verið bent á það, að útflutn- ingur á ísfíski í skipum og gámum er vemlegur og meiri en áður var, þó nú séu merkjanlegar breytingar í þeim efnum eftir að stýring á ferskfiskútflutningi var tekin upp. Þar vegur þó trúlega mjög þungt, sú vinnsla sem færst hefur úr landi og út á sjó, um borð í frystitogarana. Vegna þeirra breytinga, sem hér hafa orðið, hafa þær spurningar orðið áleitnar hvort bmgðist hafí verið við breyttri stöðu með nýjum áherslum í atvinnugreininni, þar sem minnkandi hráefni leiðir til samdráttar ef ekki verður aukin vinnsla og verðmætasköpun úr því sem til framleiðslu kemur. Við hljót- um að hugleiða hvort við emm á réttri leið með því að veija stómm hluta aflans til einföldustu vinnslu og frystingar, bæði til sjós og lands, og vera þannig hráefnisframieiðend- ur fyrir erlenda fullvinnslu sjávaraf- urða. Það er ofmælt að segja að ekkert hefði verið aðhafst í þessum efnum. Fregnir em um ýmsa sérvinnslu og að einstaka fyrirtæki sé öðm hvom að framleiða í vinnslufrekari pakkn- ingar og þá helst þegar lítið berst að af hráefni. Sölusamtök fískiðnað- arins virðast þó telja vænlegra til markaðsöflunar að þróa fullvinnslu í fiskiðnaði innan landamæra ann- arra ríkja en íslands. Þá skortir ekki fjármuni þegar hægt er að greiða hallann af þeim fyrirtækjum, sem nemur hundmðum milljóna á ári. Með þessum hætti er atvinna flutt út úr landinu í stað þess að fjölga atvinnutækifæmm í innlend- um fiskiðnaði, bæði til að vega á móti aflaminnkun og einnig til að taka á móti því vinnuafli sem kemur inn á vinnumarkaðinn og skapa þarf atvinnutækifæri fyrir. Hér kann að vísu að vera við ýmsa erfiðleika að etja. Tollamúrar og aðrar slíkar viðskiptalegar höml- ur leggja stein í götu fullunninna vara inn á mikilvæga markaði. Þetta gerir það að verkum að vömr okkar verða ekki jafn samkeppnishæfar við samskonar vömr sem njóta ríku- legra framleiðslustyrkja og vernd- unar í samkeppninni um markaðinn. Þó ættu þau gæði sem við getum boðið fram yfír aðra að vega nokkuð á móti og höfða til þeirra sem gjam- an vilja greiða meira fyrir náttúm- leg gæði og ómengaða vöm. Það er talinn vera vaxandi hópur úti í hinum iðnaðarmengaða heimi, sem hefur efni á og vill gjaman greiða meira fyrir slíkar vömr. En hvemig skal bregðast við? Er jafnvel kominn tími og möguleikar til að segja við erlendar þjóðir, sem hrópa á físk frá íslandi: Við emm til með að láta ykkur fá úrvals matvæli, en þið verðið að fella niður alla tolla af vömnni. Við munum í staðinn láta ykkur hafa físk á margskonar framleiðslustigi, allt frá ferskum ísfískflökum til veislurétta sem þið þurfið aðeins að bregða inn í ofninn. Ég dreg í efa að við höfum nýtt þau sóknarfæri til markaðsöflunar fyrir meira unnar og fullunnar sjáv- arafurðir, áem ný tækni í fjarskipt- um og flutningum gefur möguleika á. Getur ekki verið að við séum dálítið íhaldssöm og svifasein, þrátt fyrir þá nýjungagimi sem við erum þekkt fyrir, og dálítið rög? ísfiskur sem fer á markað í Þýskalandi, Bretlandi og víðar í Evrópu fer ekki til neytenda með haus og sporði. Allur þessi fískur fer til vinnslu á mismunandi fram- leiðslustig, allt frá því að vera seld- ur sem roðflak til þess að vera full- matreidd söluvara. Þannig er með hvetjum físki, sem fluttur er úr landi algjörlega óunn- inn, flutt út vinna til annarra þjóða, sem annars væri unnin af íslensku fískvinnslufólki og skildi eftir sig mikinn verðmætaauka í landinu og efldi atvinnulíf og velferð þjóðarinn- ar. Hér er um mikið lífshagsmuna- mál fyrir okkur að ræða, sem sér- hagsmunasjónarmið verða að víkja fyrir. íslendingar kunna að standa frammi fyrir því að þurfa að heyja harða baráttu fyrir atvinnulegu og efnahagslegu sjálfstæði sínu, við andstæðing sem vinnur mjög skipu- lega að því að komast yfír auðlindir annarra ríkja. Þar skortir ekki gull í klyíjarnar á asnann. Evrópubandalagið, risinn sem stefnir að stofnun eins sambandsrík- is allra landa innan bandalagsins, hefur ákveðið að veija tugum millj- arða til uppbyggingar á fískveiðum og fískiðnaði innan bandalagsins. Því til viðbótar koma svo álíka styrk- ir frá einstökum ríkjum þess. Fiskimið ríkja bandalagsins eru meira og minna ónýt orðin sökum ofveiði og mengunar. Stjómendur fiskmarkaða í Bretlandi og Þýska- landi fara ekki leyiit með, að þeir reikna með því að stór hluti þess físks, sem þangað er vænst, komi af íslandsmiðum. Eftirspurn eftir físki fer vaxandi í Evrópu og víðar. Nýir markaðir kunna að opnast í austanverðri álfunni þegar tímar líða. í Ameríku og Asíu eru markað- ir sem bjóða upp á mikla mögu- leika. Þessa möguleika og eftirspurn þurfum við að nýta. Við þurfum að setja okkur heildstæð markmið um veiðar, vinnslu og markaðssetningu sjávarafurða, sem hafa það að yfír- skrift að skapa sem mest verðmæti úr þeim. Verðmæti þar sem mest af verðmætaaukanum verður eftir Snær Karlsson „Eitt er augljóst, að það er ekki eining meðal þjóðarinnar um þá sljórnun fiskveiða sem nú er í framkvæmd eða núgildandi lög um þá stjórnun. I þessu felst veruleg hætta á því að þau átök, sem af þessu leiða, tefji fyrir eða eyðileggi þann hag- kvæmnisárangur sem að var stefnt.“ hér innanlands og komi til skipta til sem flestra, en ekki tiltölulega fámenns hóps, sem vegna þróunar sem enginn gat séð fyrir, hefur öðl- ast sérstaka aðstöðu vegna kring- umstæðna sem ekki voru fyrirsjáan- legar. Lögin sem sett voru í upphafi um verndun fiskistofna og úthlutun fískkvóta voru nauðsynleg til vernd- ar þeim fiskistofnum, sem takmarka varð sókn í. Einnig var það skyn- semismarkmið, að skipuleggja veið- arnar til að ná niður kostnaði við hveija sóknareiningu og stefna að hæfilegri stærð veiðiflotans. Lögum um stjórnun fiskveiða og hagkvæmanýtingu fískistofna verð- ur hinsvegar að breyta þannig að í framkvæmdinni verði þau í fyllsta samræmi við það sem segir i fyrstu grein þeirra. En þar segir: „Nytjastofnar á íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu." Hér hefur framkvæmdin í veiga- miklum atriðum stangast á við merkilega yfirlýsingu lagagreinar- innar. Þessari sameiginlegu auðlind hefur í reynd verið úthlutað til fárra útvaldra, sem af tilviljun eða ann- arri ástæðu hafa átt skip eða bát og verið í útgerð á þeim tíma, sem tekinn var til viðmiðuriar um úthlut- un kvóta samkvæmt aflareynslu þeirra. Þessir aðilar hafa síðan get- að farið nokkuð fijálslega með þenn- an úthlutaða eignarrétt. Sameigin- lega auðlindin gengur kaupum og- sölu og ágóðinn rennur í vasa ein- stakra útgerðaraðila eða eigenda. Sjómennirnir, sem ekki eru svo heppnir að vera meðeigendur, og fiskvinnslufólkið, sem gerði það mögulegt að hægt væri að setja aflann á land og vinna hann í seljan- leg verðmæti, á ekkert. Arðurinn, sem af auðlindinni skapast, safnast á æ færri hendur og ekki er einu sinni alltaf ljóst hvort handhafinn er að öllu leyti íslenskur. Stjórnmálamenn hafa, í sam- komulagi við hagsmunasamtök, búið svo um hnúta varðandi réttinn til nýtingar á fískistofnum okkar, að líkur eru á að sá réttur safnist á fárra hendur og stórhætta er á að örlagarík misskipting efnahags- legra gæða muni fylgja í kjölfarið. Trygging traustrar atvinnu og byggðar í landinu verður þannig lögð í hendur æ færri aðila sem ekki eiga endilega sameiginlegra hagsmuna að gæta með öðrum þegnum landsins. Verulega virðist hafa skort á að stjórnvöld hefðu þrek til að standa þannig að málum að hagsmuna allra þegna þjóðfé- Iagsins væri gætt við lagasetningu. Verulegur ágreiningur var og er um málefnið á Alþingi og innan ein- stakra stjórnmálaflokka. Mikil hætta er á að í þeirri opn- un, sem framundan er á sviði við- skipta milli þjóða, geti handhafa- valdið á_ auðlindinni glutrast úr höndum íslendinga án þess að hægt væri að koma við lagalegum hindr- unum. Hvað mun þá þýða að vera að velta vöngum yfír því hvort ýmis byggðarlög, svo sem Bolungarvík, Þórshöfn, Seyðisfjörður og mörg 'fleiri, eigi möguleika á því að sjá sér farborða sem sæmilega sjálf- bjarga byggðarlög? Er nokkur ástæða til þess að vera að hafa áhyggjur af þeim rúmlega 1.200 ársstörfum sem unnin eru í þessum þrem byggðarlögum sem að mestu eru framleiðslustörf? Ég sagði hér fyrr að við þyrftum að setja okkur heilstæð markmið Vínberjaræktun (Vitis vinifera) Blóm vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir lii 213. þáttur Flest hin algengari suðrænu aldin er unnt að rækta í upphituð- um gróðurhúsum hér á norður- slóðum og sú var tíðin að t.d. vínber sáust ylræktuð á stöku stað bæði hér og í nálægum lönd- um. Þessi grein atvinnugarðyrkj- unnar tilheyrir nú sögunni, en í heimilisgróðurhúsum, sem hafa mjög víða skotið upp kolli í sinni tíð, hefur áhugafólk fítjað upp á þessari ræktun, enda er hún mjög skemmtileg tónstundaiðja. Hún er samt all vandasöm, en takist vel til eru heimaræktuð vínber einstakt hnossgæti, já - allt annað en innflutt vínekruber. Hitaskilyrði vínviðar Ekkert þýðir að fást við vínvið- arræktun nema hægt sé að ylja gróðurhúsið snemma vors. Plant- an þarf allt að 14-16° næturhita og hámark 20-24° daghita, t.d. eftir að fræmyndun á sér stað. Á vetuma þola ungplöntur í dvala 4-5° frost en er þær fara að eld- ast eykst frostþolnin verulega. Byiji ræktun í mars er plantan vakin upp úr dvala við 10° hita að nóttu og 12-14° að degi. Síðar er hiti hækkaður nokkuð. Heljist ræktun á umræddum tíma fara ber að þroskast seint í júlí en aðaluppskerutíminn verður ágúst- mánuður. Á húsi þarf að vera góður gluggabúnaður til Ioftræst- ingar sem verður að vera ríkuleg meðan á blómgun stendur og þeg- ar þroskun nálgast. Ræktunaryrki Það varðar miklu að verða sér úti um góðan vínviðarstofn (yrki). Besta bláa berið nefnist Franken- thaler og mjög góð gulgræn gróð- urhúsaber eru Buckland Swe- etwater og Muskat of Alexandr- ia. Þess má geta að plöntur af Frankenthaler hafa aðeins sést hér á boðstólum að undanfömu. Ennþá gæti því verið möguleiki að byija í ár. Ræktunartilhögun Að ýmsu Ieyti er best að gróð- ursetja vínvið beint í jörð, en þannig getur þó reynst heldur Gimilegir vínberjaklasar í Garðabæ. erfíðara að stjórna vexti hans heldur en ef hann er ræktaður í rúmgóðu íláti. Sú ráðstöfun kallar þó á nákvæmara og tíðara eftirlit einkum varðandi vökvun og nær- ingarefnagjöf. Frá því að vínvið- arplöntu er holað í jörð og uns hægt er að fara að reikna með vínbeijum líða a.m.k. 2-3 ár, en þann tíma þarf að nota til að byggja upp öflugan vöxt og forma plöntuna, sem getur náð háum aldri. Vínviður þarf vel framræsta og fremur gljúpa kalkríka jörð. Plantan er næringarfrek, samt þýðir ekki að kakka einhveiju óskapar magni af áburði fyrirfram í moldina eins og mjög margir hafa tilhneigingu til að gera. Næra verður í hófi, gefa fæðuna smátt og smátt frá því rétt um það leyti að vöxtur byijar uns plantan fer að hægja á sér. Sein- virkan áburð svo sem beinamjöl hefur löngum þótt henta að gefa Ljósmynd/Árni Kjartansson í upphafí árlegrar ylræktar. Það er þó mjög einhæfur næringaref- nagjafi og því þarf fleiri næringar- efni til. Vínviðarrunninn klifrar með gripþráðum; sem eru ummyndað- ar greinar. I ræktun er þetta samt alls ekki látið gerast. Gripþræð- irnir eru ætíð fjarlægðir og plant- an bundin upp við víra sem strengdir eru um 20 sm. innan við gler með svipuðu millibili þar sem plöntunni er ætlað að standa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.