Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.07.1991, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1991 3 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Vegagerð ríkisins hefur tekið á leigu hjá sænsku fyrirtæki sérútbúna bifreið til að mæla yfirborð vega með bundnu slitlagi. Hér standa við bílinn Gylfi Astbjartsson frá Vegagerðinni (fyrir miðju) og starfsmenn sænska fyrirtækisins, þeir Roger Möller (t.v.) og Jan Engström (t.h.). Vegagerð ríkisins: Yfirborð vega með bundnu slitlagi mælt VEGAGERÐ ríkisins hefur tek- ið á leigu frá Svíþjóð sérútbúna bifreið, sem notuð verður til að mæla yfirborð helstu þjóð- vega í landinu með bundnu slit- lagi. Tilgangurinn er að auð- velda mat á því hvaða vegak- afla þurfi helst að bæta. Bif- reiðin kom til landsins á fimmtudag og verður hér við mælingar fram í ágúst. Gylfi Ástbjartsson hjá Vega- gerðinni segir að tækjabúnaður- inn í bifreiðinni mæli yfirborð bundna slitlagsins, dýpt hljólfara, haila á yfirborðinu, beygjuradíus og fleira. í stuðara bílsins sé bún- aður sem sendi ellefu leysigeisla niður á yfirborð vegarins og sendi síðan merki til tölvu, sem skrái jafnóðum upplýsingarnar, sem þannig fáist. Gylfi segir, að samanlagt sé ætlunin að mæla um 1.300 kíló- metra í sumar. Farið verði hring- inn í kringum landið og helstu kaflar með bundnu slitlagi mæld- ir. Hann segir að bifreiðin geti ekið á 80 til 90 kílómetra hraða og eigi erfitt með að víkja til hlið- ar þegar á mælingum standi, Inni í bifreiðinni er tölvubúnaður sem skráir upplýsingar, sem fást þegar leysigeislum er varpað á yfirborð vegarins. þannig að aðrir vegfarendur þurfi að sýna tillitsemi þar sem hún sé á ferð. Bifreiðin er leigð af sænsku fyrirtæki, sem sérhæfir sig í mælingum af þessu tagi. Vega- gerðin fékk bifreið frá þessu sama fyrirtæki hingað til lands fyrir þremur árum og er ætlunin að bera saman upplýsingar síðan þá og þær sem fást við mælingar nú í sumar. Gylfí Ástbjartsson segir að þessar upplýsingar verði nýttar til að meta, hvaða vegakafla þurfi helst að bæta en þannig megi nýta betur það fé, sem varið sé til vegamála. Bætur og endurgreiðsla skatta: 104 þúsund manns fá 5 milljarða kr. Eitthundrað og fjögur þúsund skattgreiðendur fá samtals greidda fimm milljarða króna úr ríkissjóði um mánaðamótin í formi barnabóta, barnabóta- auka, vaxtabóta, húsnæðisbóta og endurgreiddra skatta. Ákvarðaðar bætur og endur- greiðsla ofgreiddra skatta eru sam- tals 6.822.981.510 krónur, sam- kvæmt frétt frá fjármálaráuneyt- inu. Af þessu eru barnabætur og bamabótaauki 2.40.384.546 krón- ur, vaxtabætur og húsnæðisbætur 2.400.477.328 krónur og endur- greiðsla ofgreiddra skatta 2.382.119.636 krónur. Útgreiðslur ríkissjóðs nema 4.999.113.586 krónum og stafar mismunurinn af því að skuldajafnað er vegna skulda einstaklinga við ríkissjóð og barna- bótaauki hefur að hluta verið greiddur og hluti verður greiddur 1. nóvember nk. Ofangreind fjárhæð verður greidd úr 1. ágúst. Stefnt er að því að sem flestir móttakendur fái greiðslurnar beint inn á banka- reikning sinn í stað póstsendra ávís- ana eins og venjan hefur verið. Nú verður lagt inn á bankareikninga hjá um 47.745 einstaklingum en tékkar verða sendir til 57.446 ein- staklinga. Hægt er að fá bæturnar lagðar inn á reikning með því að fylla út eyðublað sem liggur frammi í öllum útibúum banka og sparisjóða á landinu. Rannsóknarstofnun landbúnaðarins: Unnar kjötvörur fitu- minni hérlendis en hjá nágrannaþjóðum UMFANGSMIKIL rannsókn á vegum Rannsóknarstofnunar landbún- aðarins var gerð á efnainnihaldi unninna kjötvara á síðasta ári. En Rannsóknarstofnunin vinnur að því að undirbúa reglugerð um efna- innihald unninna kjötvara ásamt Hollustuvernd ríkisins og kjöt- vinnslufyrirtækja innan Félags íslenskra iðnrekenda þar sem kveðið verður m.a. á um hámarksinnihald fitu og lágmarksinnihald af mögru kjöti. Sýni voru tekin hjá 15 framleið- endum og leiddi rannsóknin ýmis- legt í ljós. Það var m.a. staðfest sem hefur komið fram áður við mæling- ar að nautahakk hérlendis er yfir- leitt mjög magurt. Mældist fituinni- hald nautahakks á bilinu 3,9 -13,6 %. Til samanburðar má nefna að í Bretlandi er nautahakki skipt í 3 flokka: 1) venjulegt hakk með 20% fituinnihaldi, 2) magurt hakk með 10% fitu og 3) mjög magurt nauta- hakk með fituinnihald undir 5%. Ymsar algengar áleggstegundir t.d. skinka, Iifrarkæfa og malakoff eru einnig magrari hérlendis en víða á nágrannalöndunum. Rannsóknarstofnun landbúnað- arins hefur tvisvar áður rannsakað efnainnihald unninnar kjötvöru. Þær rannsóknir voru framkvæmdar 1983 og 1988. Helstu breytingar sem orðið hafa á þessu árabili eru Grænlendingar semja við Sovétmenn um veiðar við Grænland: Samskipti Islands og Grænlands á sviði sjávarútvegsmála sérkennileg - segir Kristján Ragnarsson, formaður LIU „SAMSKIPTI íslands og Grænlands á sviði sjávarútvegs eru mjög sérkennileg," segir Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna. Grænlendingar gerðu nýlega samning við sovéskt útgerðarfyrirtæki um veiðar á þorski, grálúðu og karfa í grænlensku lögsögunni, til löndunar í Grænlandi, og hefur samning- urinn verið gagnrýndur í Grænlandi. „Grænlendingar virðast ekkert „Við vitum náttúrlega ekki hvaða vilja fyrir okkur gera annað en að verð þeir greiða fyrir þennan fisk selja fisk úr stofnum sem við eigum sameiginlega," sagði Kristján þegar hann var inntur eftir áliti á þessum samningi Grænlendinga og Sovét- manna. „Við höfum verið að biðja um samninga um veiðar á karfa og rækju en þessir stofnar ganga báðum megin við miðlínu milli Is- lands og Grænlands en Grænlend- ingar hafa ekki viljað semja við okkur um það hvernig þessir stofn- ar eru nýttir," sagði Kristján. Hann sagði Grænlendinga selja burtséð frá því hvert veiðiþol þessara stofna væri og hugsa einungis um stundar- hag í því efni. eftir þessum fréttum. Þegar það kom til tals í vetur að við gerðum tilraunir til að veiða þorsk á línu við Vestur-Grænland var mjög ótryggt hvað við ættum að fá fyrir hann en svo varð hins vegar aldrei af því vegna þess að þar var aldrei neinn fiskur." Kristján sagði að sfðan hafi ís- lendingar leitað eftir að fá að fiska á línu við austurströnd Grænlands bæði grálúðu og þorsk en því hafi verið hafnað. „Þannig að þeir halda sig við sama heygarðshornið og áður og vilja fyrst og fremst selja einhverjum öðrum loðnuna sem þeir fá gefins hjá okkur, innan okkar lögsögu, því af 60.000 tonnum fengum við 6.500 tonn í fyrra,“ sagði Kristján. Hann bætti við að beiðnum frá íslendingum um að kanna mið sem liggur best við að sækja frá ís- landi, Austur-Grænlandsmiðin, hafi verið hafnað. „Við sjáum að þessi 50.000 tonn af karfa sem Græn- lendingar eru að selja Evrópuband- alaginu eru pappírsfiskur vegna þess að það hefur aldrei verið veitt. Það hefur ekki náðst neitt nálægt því þar sem þeir hafa ekki haft aðstöðu til að sækja það frá okk- ur,“ sagði Kristján Ragnarsson. „Ég hef lítið annað að segja um þetta annað en það sem tengist þorskinum en ég hef það eftir bæði dönskum og þýskum samstarfs- mönnum, sem rannsakað hafa þorskinn við Grænland, að lítið sé orðið um hann þar, sérstaklega við Vestur-Grænland, þar sem hann er nær horfínn og skip fluttu sig það- an á síðasta ári til Austur-Græn- lands," sagði Jakob Magnússon aðstoðarforstjóri Hafrannsókna- stofnunar, í samtali við Morgun- blaðið. Hann sagði að ekki væri mikið að segja um þessi 5.000 tonn af karfa og 2.000 tonn af skrápflúru, sem Grænlendingar væru að selja Sovétmönnum. „Vafalaust er hægt að ná þessu upp innan grænlenskr- ar lögsögu en karfaveiði hefur ver- ið í lágmarki við Grænland undan- farin ár, m.a. vegna lélegra afla- bragða. Karfaveiðin hefur verið á bilinu 3.000 upp í 10.000 tonn svo karfakvótinn, sem þeir eru að selja Sovétmönnum, er verulegur hluti af karfaaflanum við Grænland. „Það sem við horfum helst til er þorskurinn. Einhver hluti Græn- landsþorsksins hefur gengið hingað nú þegar og það er ekki nema eðli- legt að Grænlendingar vilji nýta sér hann sem mest meðan hann er hjá þeim,“ sagði Jakob Magnússon. þær að dregið hefur úr fítuinnihaldi margra vörutegunda. Eru breyting- ar í fituinnihaldi mest áberandi í vöðvaáleggi t.d. skinku og hangiá- leggi. Einnig hefur dregið nokkuð úr saltinnihaldi sumra vörutegunda. Samtök fisk- vinnslustöðva: Tillögoir Haí- rannsóknar of varfærnar STJÓRN Samtaka fiskvinnslu- stöðva sendi í gær frá sér álykt- un, þar sem segir, að í tUlögum Hafrannsóknastofnunar um há- marksafla á næsta ári gæti of mikillar varfærni. Skorað er á sjávarútvegsráðherra að ákveða heildarafla af raunsæi og að meta óvissuþætti rannsókna til rýmkun- ar veiðiheimilda. I ályktun stjómarinnar segir enn fremur, að fiskvinnslan þoli alls ekki frekari skerðingu á því aflamagni, sem fari til vinnslu hér á landi og stöðva verði útflutning á óunnum þorksi og ýsu. Þá er lagt til, að rann- sóknar- og þróunarstarfsemi á sviði sjávarútvegs verði efld og samstarf þeirra við sjávarútveginn styrkt. 1 ályktuninni er jafnframt sagt, að stjórnin geti fallist á sjónarmið sjávarútvegsráðherra um að Verð- lagsráði sjávarútvegsins verði heimil- að að ákveða fijálst fiskverð en ekki sé ráðlegt að slíkar ákvarðanir verði teknar í yfímefnd. Lagt er til að láns- tími lána Atvinnutryggingarsjóðs verði lengdur og sjóðnum verði heim- iluð skuldabréfaútgáfa innanlands til að standa undir fjármögnun í því skyni. Stjóm Samtaka fískvinnslustöðva ítrekar í ályktuninni tilmæli sín um að skipuð verði nefnd til að endur- skoða lög um Verðjöfnunarsjóð sjáv- arútvegsins þannig að eignarhald fyrirtækja á reikningum sínum þar verði tryggt. Að lokum er hvatt til þess í ályktun stjómarinnar, að fyrir- tæki í sjávarútvegi vinni sameigin- lega að hvers konar hagræðingar- og skipulagsaðgerðum, meðal annars með aukinni samvinnu og sammna fýrirtækja og veiðiheimilda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.