Morgunblaðið - 24.05.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.05.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1992 Breyllur hkniefnaheimnr hvarf því að mestu þótt það gerði vart við sig að nýju um miðjan síðasta áratug í nokkrum mæli. Nú er hins vegar kominn fram stór hópur af ungum neytendum sem þekkir ekki til LSD og man ekki hvaða skaða það olli hér á árum áður enda virðist framboðið nú nægt. Kókaín hefur alltaf verið til hér á landi í einhveijum mæli frá miðj- um síðasta áratug. í stóra kókaín- málinu sem svo var kallað, fluttu þrír liðlega tvítugir menn inn mik- LSD er sagt áberandi um þessar mundir eft- ir að hafa ekki verið fáaniegt að heitið geti svo árum skiptir. Und- anfarin misseri hefur lögreglan heyrt orð- róm, sem húntelur ástæðu til að taka mark á, um að heróín sé hér f umferð. ið magn að kókaíni en lentu í erfið- leikum með að dreifa því. Sumir sem Morgunblaðið hefur rætt við telja það sönnun þess að markaður fyrir það efni sé í raun lítill hér á landi en aðrir segja að innflytjend- urinir hafí ekki kunnað á markað- inn og því ekki snúið sér til réttra aðila. Heróín hefur fundist tvíveg- is hér í sögunni, í annað skiptið 0,1 gramm og í hitt skiptið 0,3 grömm en Bjöm Halldórsson segir nýlegan og endurtekinn orðróm um að efnið sé í dreifingu hér þess eðlis að taka beri hann alvar- lega. Þá hefur „ecstacy", alsæla, sem er bæði ofskynjunarefni og ör- vandi lyf og breiðst hefur ört út í pakkhúsasamkvæmum í Evrópu og Bandaríkjunum borist til lands- ins og er í umferð að talið er. Það hefur ekki fundist í umferð hér þrátt fyrir að fundist hafí þijár töflur á einum manni við komu til landsins í fyrrasumar og í septem- ber í fyrra var hindraður innflutn- ingur á 20 pillum í pósti sem nú nýlega fékkst staðfest með efna- greiningu að innihéldu þetta efni. Um þessar mundir er talið að efn- ið sé til hér á landi og neysla á alsælu tengist samkomuhaldi á ákveðnum stöðum í borginni þess- ar vikurnar. Ólafur Guðmundsson segir að alsælan sé „markaðssett“ af sölu- mönnum sem hið nýja hættulausa vímuefni framtíðarinnar, sem geri menn káta og óþreytandi, án þess að vera ávanabindandi en slíkt sé alrangt þar sem efnið hafí meðal annars alvarlegar geðrænar auka- verkanir. Hins vegar sé efnið svo nýtt að dæmi um alvarlegar auka- verkanir séu ekki enn á almanna- vitorði eins og dæmin um hættur af heróínneyslu. Rökstuddur grunur er um að þessa efnis sé nú neytt í ákveðnum hópum hér á Iandi. Eitt af því sem leiðir af því að fíkniefnamarkaður- inn hér á landi hefur ekki verið kortlagður er að ekki er með nokkru móti unnt að fullyrða um stærð þess hóps sem prófar fíkni- efni eða neytir þeirra nokkrum sinnum án þess án þess að ánetj- ast. „Það virðist þó vera býsna stór hópur sem prófar einu sinni, tvisvar, þrisvar en ekki aftur,“ segir Björn. „Það má skipta „undirheimun- um“ hér á landi í tvennt, annars vegar fíkniefnamál og hins vegar annars konar afbrot,“ segir Björn Halldórsson aðspurður um tengsl afbrota og ofbeldis við fíkniefna- misnotkun. „Þarna á milli er mikil skörun en það er óvíst og órann- sakað hversu mikil hún er. Það er enginn vafi á að tékkasvik, greiðslukortasvik, og hvers konar fjársvik eins og útgáfa falsaðra víxla og skuldabréfa, tengist oft neyslu fíkniefna eða afleiðingum fíkniefnaneyslu," segir hann. Þýfi flutt úr landi Ólafur Guðmundsson segir orð- róm í gangi um innbrotagengi sem selji þýfí til manna með skipulögð- um hætti og fái jafnvel greitt fyr- ir í fíkniefnum. Björn Halldórsson segir að fíkniefnalögreglan hafí fengið sterkar vísbendingar um að hér á landi sé í gangi skipulögð starfsemi um að flytja þýfi úr landi og selja og að sú starfsemi tengist fíkniefnaheiminum. Um geti verið að ræða hvers konar varning sem auðvelt sé að flytja úr landi og koma í verð, svo sem skartgripir, úr, myndbandstæki og hvaðeina. „Hvað ofbeldisbrot varðar þá er það vitað að beiting ofbeldis er hluti af lífsstíl og ímynd fíkniefna- neytandans og tengist jafnvel þeim breytingum sem efnin valda á persónuleika manna,“ segir Björn. Hann segir að margt af því fólki sem varð áberandi í fíkna- neyslu hér á landi upp úr 1970 þegar þessi efni bárust til landsins sé enn að, orðið rútínerað, forhert og skemmt af neyslunni, og auk þess hafí á undanförnum áratug orðið til, hér kjarni af forhertum og skemmdum fíkniefnaneytend- um. Innan þessa hóps s'é ofbeldi, barsmíðar og nauðganir viður- kennd aðferð í samskiptum til dæmis við innheimtur skuida. Oft- ast bitni það ofbeldi á öðrum innan hópsins og þótt alþekkt séu dæmi um tilefnislausar ofbeldisárásir fíkniefnafólks gegn saklausu fólki, sé erfitt að segja fyrir um slíkt eða korteggja það. Einnig segir Björn að vændi sé orðið orðið allút- breitt hér meðal stúlkna sem eigi við fíkniefnavanda að stríða og geri hvað sem er til að ná sér í efni. Kortleggja þarf neysluna og markaðinn Þau um það bil 20 á,r sem skipu- lega hefur verið unnið að fíkniefn- Hann segist gera sér grein fyrir því að fyrir allan þorra almenn- ings hljómi lýsingar eins og út úr kvikmynd en segir að þeim sem vinni við fíkniefnamál sé Ijóst að það sé ómögulegt fyrir þá sem ekki séu í návígi við þennan heim að gera sér grein fyrir þvf hvernig ástandið er. amálum á vegum lögreglu hér, hafa um 4.000 manns komist á skrár yfír neytendur fíkniefna. Á skrárnar hafa undanfarið bæst um 300 manns á ári og meðalaldur nýliðanna fer lækkandi^ að sögn Ólafs Guðmundssonar. Ymsar töl- ur heyrast um umfang fíkniefna- markaðarins en Ólafur og Björn telja útilokað að giska á hve stórt hlutfall af fíkniefnum sem koma til landsins það er sem lögreglan nær í, en telja þó nær að miða við fjölda tilvika sem lagt er hald á fíkniefni, fremur en magn sem vísbendingu um hvernig markað- urinn sé hveiju sinni. Þeir telja brýna þörf á því að reynt verði í alvöru með vísinda- legum, en óhjákvæmilega óhefð- bundnum hætti, að kortleggja fíkniefnamarkaðinn á íslandi og svara spurningum eins og hve margir neytendur eru, á hvaða aldri þeir eru, hvaða efna þeir Nú er hins vegar kom- inn fram stór hópur af ungum neytendum sem þekkir ekki til LSD og man ekki hvaða skaða það olli hér á árum áður enda virðist framboðið nú nægt. neyta, hversu oft og svo framveg- is. Björn Halldórsson segist telja mikilvægt að hlutlausum aðila á borð við félagsvísindastofnun Há- skólans verði fengin umsjón með þessu verkefni til að ekki sé unnt að halda því fram að sá sem kann- ar eigi einhverra hagsmuna að gæta í því að ná fram ákveðinni niðurstöðu. Á grundvelli slíkrar könnunar vill hann að ákveðið verði hvað gera þurfi í málinu og það s’iðan gert, til að hefta út- breiðslu þessara efna. Ársskýrsla SÁÁ um þá sem leitað hafa sér meðferðar vegna fíkniefna: 155 í meðferð vegna amfetamíns í lyrra í ársskýrslu SÁÁ fyrir árið 1991 er ítarlega fjall- að um þá tölfræði sem vinna má úr skýrslum samtakanna um neyslu þeirra sem þar hafa leit- að sér meðferðar vegna ofneyslu. Meðferðar vegna ofneyslu amfetamíns leituðu í fyrra 155 manns manns, flestir undir 25 ára aldri. Þetta er um 10% af heildinni en flestir voru amfet- amínneytendur 217 manns, eða 14,5% árið 1985. Alls hafa um 300 einstaklingar greinst stórneyt- endur amfetamíns, að sögn Þórarins Tyrfingss- onar yfirlæknis. Hann sagði að tölur samtakanna yfir neytendur sem leitað hefðu meðferðar sýndu að ástandið hefði heldur lagast árið 1991 og árin tvö þar á undan, bæði hvað varðar amfetam- ín en einkum varðandi kannabisefni. í skýrslu SÁÁ kemur fram að einstaklingar sem misnot- uðu kananbis við komu í meðferð á Vog hafa undanfarin þrjú ár verið færri en árin þar á undan, eða um 15% af þeim sem Ieita meðferðar í stað þess að vera uni 18-21%. I sérstökum kafla er fjallað um unglinga á aldrinum 15-19 ára. Það segir að ekki verði séð að þeir unglingar em leiti sér meðferðar vegna vímuefnaneyslu byiji fyrr að nota vímuefni en var fyrir um 10 árum síðan. Flestir þeirra noti áfengi í fyrsta skipti 12-14 ára. „Hitt er áberandi að unglingar virðast geta orðið reglulegir neytendur ólöglegra vímuefna eins og kannabisefna mun fyrr en áður var eða um 16 til 17 ára. Hér munar líklega um ein 2 til 3 ár frá því sem var fyrir 10 árum. Þannig halda þeir yngri sínum hlut í fjölda til- fella af ólöglegri vimuefnaneyslu meðan ólögleg vimuefnaneysla minnkar hjá þeim sem eru 25 ára eða eldri,“ segir þar. Einnig kemur fram að alls hafí 106 piltar og stúlk- ur, 15-19 ára, leitað með- ferðar á Vogi á síðasta ári en innlagnir í þeim aldurshópi hafí verið 123 talsins. Síðan segir: „Nú eru á íslandi um 21.000 ung- menni á aldrinum 15-19 ára og má ætla [... ] að rúmlega þijú hundruð þeirra muni leita sér Hlutfallslega færri koma til meðferðar vegna amfetamíns og kannabisefna en áður, en þeiryngri halda sfnum hlut meðferðar fyrir 20 ára aldur. Það er ekki þar með sagt að „öll þessi 300 ungmenni séu nú djúpt sokk- in í fíkniefnaneyslu.“ Hið raun- verulega er að um 70 til 80 ung- menni munu leita sér meðferðar vegna vímuefnaneyslu í fyrsta skipti á hveiju ári og flest þeirra munu vera eldri en 17 ára.“ Þá segir í skýrslu SÁÁ: „Þegar meta á ... ólöglega vímuefna- neyslu meðal þeirra sem eru yngri en 20 ára verður að hafa í huga að sum þessara ungmenna finna sig í því að gera meira úr sinni vímuefnaneyslu heldur en efni standa til. Einkum er vara- samt að treysta á þær upplýs- ingar sem þeir allra yngstu eða 15-17 ára gefa upp. Með þetta í huga reyna læknar að sannreyna og safna nákvæmum upplýsing- um um neyslu þessara ungmenna á Vogi. Þeir yngstu halda sínum hlut og vel það Árið 1991 komu 106 einstak- lingar á Vog sem voru 19 ára eða yngri. Af þessum unglingum höfðu 15 stúlkur og 34 piltar ______ notað kannabisefni viku- ■■■ lega í 1 ár eða oftar og lengur eða 45%. Árið 1990 var þeta hlutfall 44%. I þeim hópi sem misnota kannabis eru fíknir neytendur sem nota efnið nær daglega og hafa gert í 6 mánuði eða lengur. Árið 1991 greindust 9 stúlkur og 25 piltar fíknir með þess- um hætti eða 30%. Árið 1990 voru hlutfallstölur hinna fíknu 28%. Meðan greindum kannabismis- notenda og þó einkum fíkinna fækkar í heild meðal þeirra sem leita sér meðferðar, halda þeir allra yngstu sínum hlut og vel það. Misnotkun amfetamíns er nokkur algeng í þessum hópi. Þannig reyndust 9 stúlkur og 16 piltar hafa notað amfetamín viku- lega í 6 mánuði eða lengur eða 20%. Amfetamínneysla kemur .alltaf í kjölfar kannabisneyslu og venjulega hafa ungmennin notað kannabisefni reglulega í nokkra mánuði áður en þau reyna amfe- atmín í fyrsta sinn. Þannig voru allir þeir sem greindust amfetam- ínmisnotendur úr hópi kannabis- misnotendanna. Kókaínneysia er lítil meðal þessara ungmenna, 3 stúlkur og 8 piltar kváðust hafa notað kóika- ín í eitt eða nokkur skipti. Erfitt er að átta sig á því hvort þetta er rétt. Sex stúlkur og 8 piltar höfðu notað sveppi, flest í nokkur skipti en þó höfðu tveir piltar notað þá reglulega með hassreyk- ingum í nokkum tíma. Neyslu á heróíni, LSD eða krakki verður ekki vart í þessum hópi. Nokkuð virðist algengt að þessir unglingar fikti við að sprauta sig í æð. Sem betur fer láta þó flestir duga að reyna þetta í eitt eða örfá skipti. Þannig kváðust 9 stúlkur og 12 piltar, 20%, hafa sprautað sig í æð og flestir kváðust hafa notað til þess amfetamín. Af þessum einstaklingum var einungis ein stúlka og einn piltur sem höfðu sprautað sig reglulega í hálft ár eða lengur og 5 stúlkur höfðu sprautað sig reglulega í hálft ár eða iengur og 5 stúlkur höfðu sprautað sig oftar en í örfá skipti. Hinir, 3 stúlkur og 11 piltar, höfðu einungis sprautað sig í eitt eða örfá skipit. Mikið er hér í hýfi að slíkum tilvikum fjölgi ekki' frá því sem nú er. Árið 1989 fór víruslifrar- bólgufaraldur af B gerð af stað meðal þeirra sem sprauta sig í æð. Helmingur þeirra sem, hefur sprautað sig reglulega í einhvern tíma hafa fengið þetta smit. Aðr- ir fylgikvillar, eins og bólgur í æðum, eru algengar og dæmi eru um stóralvarlega fylgikvilla eins og hjartaþelsbólgu. Alnæmi virð- ist enn ekki smitast með því að fólk sprautar sig í æð með vímu- efnum hér á Islandi þó að þetta sé ein algengasta smitleiðin í sum- um stórborgum vestan hafs. Ekki hafa fundist ný tilfelli af alnæmi undanfarin tvö ár á Vogi,“ segir í skýrslu SÁÁ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.