Morgunblaðið - 24.05.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.05.1992, Blaðsíða 31
|tl mrpm Wai) ííi ATVINNURAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR ATVIN N %MAUGL YSINGAR Sölumaður 25-45 ára Getum bætt við sölumanni í verslun til að selja fallegar og auðseljanlegar vörur. Vel launað framtíðarstarf fyrir áhugasaman og duglegan sölumann. Umsóknir leggist inn á auglýsingadeild Mbl., merktar: „Metnaður - 1347“. Framtíðarstörf Lögfræðistofa Óskum eftir góðum starfsmanni til skrifstofu- starfa, 30 ára eða eldri. Æskilegt að viðkom- andi sé kunnugur innheimtukerfi lögmanna og geti unnið á Word Perfect. Fullt starf. Kvenfatadeild Óskum eftir góðum og þjónustusinnuðum starfsmanni til sölustarfa nú þegar. Vinnutími frá kl. 13-18. Umsóknarfrestur er til 28. maí. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á Ráðningarstofunni frá kl. 9-13. ^áinvmrstofm STARFS- OG ”NÁMSRÁÐCJÖF KRINGLUNNI 4, (BORGARKRINGLUNNI), ® 67744B m BORGARSPÍTALINN Hjúkrunar- framkvæmdastjóri Staða hjúkrunarframkvæmdastjóra á skurð- lækningadeildum og endurhæfinga- og tauga- deild Borgarspítalans er laus til umsóknar. Krafist er þekkingar og reynslu í stjórnun og hjúkrun skurðlækninga- og endurhæfinga- sjúklinga. Hjúkrunarframkvæmdastjóri vinnur að skipu- lagningu hjúkrunar 150 sjúklinga í samvinnu við deildarstjóra og hefur með höndum um- fangsmikið mannahald og fjármálaábyrgð. Hann þarf áð hafa góða skipulagshæfileika, eiga gott með samstarf við aðra og sýna frumkvæði varðandi þróun og verkefnavinnu í hjúkrun. Nánari upplýsingar um starfið gefur Sigríður Snæbjörnsdóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 696350. Umsóknarfrestur er til 15. júní 1992. Hjúkrunarfræðingar Vegna aukinnar starfsemi á hjartadeild Borg- arspítalans getum við boðið hjúkrunarfræð- ingum störf nú þegar eða eftir nánara sam- komulagi. Vinsamlega leitið upplýsingar hjá Dagbjörtu Þyrí Þorvarðardóttur, hjúkrunarstjóra, í síma 696567. „Au pair“ „Au pair" vantar í úthverfi Kölnar sem fyrst til að gæta þriggja barna í eitt ár. Upplýsingar gefur Margrét á mánudaginn í síma 9049-220-586444. Sumarafleysingar Hjúkrunarfræðingar óskast til sumarafleys- inga á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur (heimahjúkrun). Vinnutími eftir samkomulagi. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri og hjúkrunarframkvæmdastjóri í síma 22400. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Kerfisfræðingur Óskum að ráða kerfisfræðing til starfa hjá stóru þjónustufyrirtæki í Reykjavík. Starfssvið: Kerfissetning og forritun nýrra verkefna, ásamt viðhaldi eldri kerfa á IBM AS/400 tölvu fyrirtækisins. Við leitum að manni með a.m.k. 3ja ára starfsreynslu. Reynsla af störfum við IMB AS/400 er nauðsynleg. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar: „Kerfisfræðingur 195“ fyrir 30. maí nk. Hasvaneur h f Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Heilsustofnun NLFÍ, Hveragerði Hjúkrunarfræðingar Tvær stöður hjúkrunarfræðinga við Heilsu- stofnunina eru lausartil umsóknar, önnurfrá 1. júlí og hin frá l.ágúst nk. Æskileg er starfsreynsla í hjúkrun endurhæf- ingasjúklinga og áhugi fyrir þátttöku í fag- legri uppbyggingu hjúkrunarinnar. Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði skiptist í endurhæfingadeild 100 rúm og heilsuhælis- deild 60 rúm. Heilsustofnunin stendur í fögru umhverfi, með ótal möguleikum til útivistar og er í 40 km fjarlægð frá höfuðborginni. Möguleiki er á íbúðarhúsnæði á staðnum. Nánari upplýsingar um stöðurnar gefur Gróa Friðgeirsdóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 98-30300. Málmiðnaður Rótgróið málmiðnaðarfyrirtæki óskar eftir manni til þess að vinna í ryðfríu efni (Tig- suða). Hann þarf að vera vanur vinnu úr ryð- fríu efni, geta unnið sjálfstætt og hafið störf strax. Umsóknir leggist inn á auglýsingadeild Mbl., merktar: „P - 2216“ fyrir 30. maí. Deildarstjóri fjármáladeildar Laust er til umsóknar starf deildarstjóra fjár- máladeildar dóms- og kirkjumálaráðuneyt- isins. Á starfssviði deildarinnar eru m.a. fjár- lagagerð fyrir dóms- og kirkjumálasvið, um- sjón með framkvæmdum, starfsmannahald, tölvumál o.fl. Æskilegt er að deildarstjóri fjármáladeildar hafi viðskiptafræði/tölvumál og reynslu af talnavinnslu í tölvureiknum. Umsóknum skal skilað til ráðuneytisins fyrir 15. júní nk. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 24. maí 1992. Háskólinn á Akureyri Umsóknarfrestur um eftirtaldar stöður við Háskólann á Akureyri er framlengdur til 20. júní nk. Staða forstöðumanns við sjávarútvegs- deild. Ráðið er í stöðuna frá 1. janúar 1993. Deildarfundur kýs forstöðumann deildar úr hópi umsækjenda. Forstöðumaður skal full- nægja hæfniskröfum, sem gerðar eru til fastráðinna kennara við skólann, sbr. 16. gr. reglugerðar nr. 405/1990 fyrir Háskólann á Akureyri. Háskólanefnd staðfestirtilnefningu deildar og ræður forstöðumann til þriggja ára. Staða dósents/prófessors í hagfræði við sjávarútvegsdeild. Staða dósents f hjúkrunarfræði við heilbrigðisdeild. Staða dósents í iðnrekstrarfræði við rekstrardeild. Ráðið er í stöðurnar frá 1. ágúst 1992 eða eftir nánara samkomulagi. Til greina kemur að ráða lektora tímabundið í ofangreindar þrjár stöður. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opin- berra starfsmanna. Umsóknum skal fylgja rækileg skýrsla um vísindastörf, ritsmíðar og rannsóknir, svo og greinargerð um námsferil og fyrri störf. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu háskólans í síma 96-11770. Umsóknir skal senda skrifstofu Háskólans á Akureyri fyrir 20. júní nk. Háskólinn á Akureyri. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.