Morgunblaðið - 24.05.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.05.1992, Blaðsíða 48
 % . ^ ^ ^ ^ tir iir _ a* ^ ■mmmmmm 3Em iS|333 ^Xm^ ummmt f Mmttmm mm w mm 'wmmmmP l$fáttnHwío Grunnur FORGANGSPÓSTUR UPPLÝSINGASÍMI 63 71 90 m Landsbanki Mk íslands mt Banki allra landsmanna 1 SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1653 /^AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Tálknafjörður; 50 trillur lönduðu "“60 tonnuin af þorski ÞRÖNG VAR á þingi í höfninni á Tálknafirði aðfaranótt laugar- dagsins því þá lágu þar við bryggju 50 trillur sem landað höfðu tæplega 60 tonnum af þorski. Þetta mun vera mesti fjöldi af trillum sem komið hefur að bryggju í plássinu en trillukarl- arnir eru víða af landinu og stunda nú veiðar á Vestfjarðamiðum. ___, Flestar af þessum trillum lögðu upp afla sinn hjá Fiskmarkaði Tálknafjarðar. Samkvæmt upplýs- ingum frá Helgu Jónasdóttur starfs- manni Fiskmarkaðarins myndaðist biðröð við viktina um nóttina og skortur var á fiskkörum til að taka á móti þessum afla. Helga segir að aflinn hafi að mestu verið fallegur þorskur. „Þessir trillukarlar hafa verið að mokfiska hér rétt fyrir utan að undanförnu og venjulegast sigla þeir með aflann í land þar sem styst er á fiskmarkað," segir Helga. „Við ——^erum að vonum ánægð að fá þá í viðskipti því þetta er góð búbót fyrir plássið." Helga segir að venjulega fari trillukarlarnir út um klukkan 5-6 að morgni og komi inn um kvöldmatar- leytið en dæmi séu um að menn sem farið hafi um klukkan 11 að morgni hafi verið komnir með fullfermi síð- degis. Frá Fiskmarkaði Tálknafjarð- ar er aflinn sendur bæði norður um land og suður á Suðurnesin og dæmi um að fiskverkunarfyrirtæki á þess- um stöðum séu komin í föst við- skipti við markaðinn. Slökkvilið- ið kallað út í grillveislu SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kallað út í grillveislu um klukkan 21.30 á föstudagskvöldið í hús við Framnesveg. Þeir sem voru að grilla munu ekki hafa gætt að sér við uppkveikju kolanna og mynd- aðist mikill reykur af grillinu. Nágranni þeirra sem héldu grill- veisluna sá svo mikinn reyk leggja af grillinu að hann kallaði slökkvilið- ið ti! og tilkynnti um að eldur væri laus á þriðju hæð hússins, en þar var grillið staðsett út á svölum. Er slökkviliðið kom að var búið að leysa vandann að mestu. -----» ♦ ♦ Morgunblaðið/Júllus SUMARGLEÐI Ríkisskatta- nefnd hætt- ir störfum Yfirskattanefnd á að afgreiða 1.200 mál á 6 mánuðum MEÐ stjórnarfrumvarpi sem samþykkt var á síðustu dögum þingsins í vor var ríkisskatta- nefnd lögð niður og skal yfir- skattanefnd taka við hlutverki hennár. Samkvæmt frumvarp- inu ber yfirskattanefnd að af- greiða öll mál ríkisskattanefnd- ar á sex mánuðum frá þvi hún tekur við sem verður 1. júlí nk. Fyrir ríkisskattanefnd bíða nú um 1.200 mál afgreiðslu og bú- ast má við að þau verði orðin mun fleiri 1. júlí því nefndinni berast stöðugt mál frá ríkis- skattsljóra. Frumvarpið gerir sem sagt ráð fyrir að yfirskatta- nefnd afgreiði að meðaltali um 8 mál á dag fyrstu sex mánuði starfsferils síns. Hjá ríkisskattanefnd hafa starf- að sex menn. þar af fjórir í hluta- starfi en tveir í fullu starfi. Með samþykkt frumvarpsins lögðust hlutastörfin niður og varð nefndin þar með óstarfhæf þar sem þijá þarf til að kveða upp úrskurði. Nefndinni er hinsvegar ætlað að starfa áfram þar til yfirskatta- nefnd tekur við. Það er ljármála- ráðherra sem á að skipa menn til bráðabirgða fram að þeim tíma og segir Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra að það verði gert mjög bráðlega. Þetta frumvarp hafi verið eitt af mörgum sem samþykkt voru í þinglok og honum hafi enn ekki gefist tækifæri til að athuga þetta mál. í ákvæði frumvarpsins um gildistöku þessarar lagabreyting- ar, 23. grein, segir að þann 1. júlí skuli ríkisskattanefnd ljúka störfum. Síðan segir: „Yfirskatta- nefnd ber að taka við öllum ólokn- um ágreiningsmálum fyrir ríkis- skattanefnd og sektarnefnd stað- greiðslu og skal hún hafa lokið afgreiðslu þeirra eigi síðar en sex mánuðum eftir gildistöku laga þessara." Framboð af fíkniefnum er meira og stöðugra en áður Hassneysla eykst í efri bekkjum grunnskóla FRAMBOÐ af fíkniefnum er nú meira hér á landi en áður, að mati fíkniefnalögreglu. Hassneysla er nú orðin meiri og almennari meðal unglinga en áður og orðin vel þekkt í efri bekkjum ýmissa grunnskóla. Framboð af amfetamini hefur verið svo stöðugt undan- farið að aldrei verður núorðið vart við skort á því. Afleiðingin er sú að neytendur fá sterkara efni í hveiju grammi sem þeir kaupa. Einnig er talið mikið framboð af LSD um þessar mundir enda sé kominn upp hópur yngri neytenda sem sé sér ekki meðvitaður um þann skaða sem neysla þess efnis olli hér og annars staðar á 8. áratugnum. Fíkniefnalögreglan hefur undanfarin misseri heyrt ít- rekaðan orðróm um að heróín sé í dreifingu hér á landi og segir Björn Halldórsson Iögreglufulltrúi orðróminn þess eðlis að rétt sé að taka hann alvarlega. Gripnir við að stela trjám LÖGREGLAN í Reykjavík greip tvo menn við fþróttahúsið í Aust- urbergi í fyrrakvöld þar sem þeir __yoru að rífa upp tré sem gróður- sett höfðu verið á svæðinu og stafla þeim á kerru. Aðspurðir um þetta háttarlag sitt sögðu þeir lögreglunni að þeir hefðu talið þetta vera drasl sem þeir mættu hirða. Lögreglan kom þeim í skilning um hið rétta í málinu og að því búnu var þeim gert að gróðursetja trén, sem þeir höfðu rifið upp, að nýju. Eiturlyfið alsæla eða ecstasy, sem er tískuefni víða erlendis, hef- ur borist hingað til lands. í fyrra- sumar lagði lögregla hald á 3 töfl- ur sem piltur reyndi að smygla til landsins og í september sl. fundust 20 töflur í póstsendingu sem nýleg efnafræðirannsókn hefur leidd í ljós að var alsæla. Það er efni sem hefur bæði ofskynjunaráhrif og örvandi áhrif á neytendur og hefur verið markaðssett, ranglega að sögn lögreglu, sem hið skaðlausa fíkniefni framtíðarinnar sem engin ávanahætta fylgi. Lögreglan telur að um þessar mundir sé þetta efni notað í tengslum við samkomuhald ákveðinna hópa í borginni, en vegna þess hve efnið sé nýtt séu skaðleg áhrif þess ekki á vitorði almennings eins og áhrif efna eins og heróíns. í efri bekkjum grunnskóla meðal einhveiTa hópa í borginni er hass að öðlast aukna útbreiðslu og eiga táningar auðvelt með að nálgast efnið, auk þess sem slík víma er þeim mun ódýrari en áfengisvíma. Fíkniefnalögreglunni hafa borist sterkar vísbendingar um að héðan úr landi sé skipuleg starfsemi sem snúist um að kaupa þýfi, flytja og selja það til útlanda og tengist þessi starfsemi fíkniefnamálum. Um sé að ræða hvers konar varn- ing sem auðvelt er að koma í verð, svo sem skartgripi, úr, myndbands- tæki og fleira. Sjá „Breyttur fíkniefnaheim- ur“ á bls. 10-12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.