Morgunblaðið - 24.05.1992, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.05.1992, Blaðsíða 15
 MORQUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1992 15 Slysasjóði leik- ara áskotnast fé UPPGJÖR fór fram miðvikudag- inn 20. maí vegna sölu á hljóð- snældum með leiklestri á sögunni Jólasveinarnir eftir Iðunni Steinsdóttur og þrettán stuttum jólalögum sem komu út fyrir jólin 1991. Þeir sem stóðu að útgáf- unni voru Félag íslenskra leikara, Starfsmannafélag Sinfóníuhljóm- sveitar íslands og Steinar hf. Allir aðilar sem að verkinu stóðu gáfu vinnu sína, svo og höfundur sögunnar, en sagan Jólasveinarnir samanstendur af þrettán köflum og fjallar hver kafli um sig um einn hinna þrettán íslensku jólasveina og ævintýri sem þeir lenda í er þeir koma til byggða hver af öðrum rétt fyrir jólin. Allur ágóði af sölu hljóðsnæld- unnar rennur í Slysasjóð Félags ís- lenskra leikara og Starfsmannafé- lags Sinfóníuhljómsveitar íslands, en sjóðurinn var stofnaður lokadag- inn 11. maí 1973. Tilgangur sjóðsins er að styrkja fjárhagslega þá sem orðið hafa fyrir slysum, og/eða að- standendur þeirra sjómanna, er lát- ist hafa af slysförum. Sérstakt tillit er tekið til þeirra sem lítið eða ekk- ert eru tryggðir hjá tryggingarfé- lögum. Sjóðurinn er í vörslu Slysa- varnarfélags íslands sem jafnframt annast fjárreiður hans. Frá afhendingunni. Sæbjörn Jónsson frá Starfsmannafélagi Sinfóníuhljómsveitar íslands, Lilja Þórisdótt- ir frá Félagi íslenskra leikara, Guðbjörg Þorbjarnardóttir fyrir hönd sjóðsstjórnar og Jónatan Garðar- son útgáfustjóri Steina hf. MEIRIHATTAR OPID IDAG - sunnudag kl. 13-17 model sýna það nýjasta frá París - London - Italíu Töff - fínt - fríkað og ferskt Sýnum breiða línu ífatnaði og skóm. Nýja baðlínan frá Ný* LjÓSmyndasýníng sérum RalphLauren \V/ [| g § QO § ÍCafé17 hárgreiðsluna orv.SfswxlMHLsíw A^|Björn Blöndal sýnir landslagsmyndir T7. . -rarleilri f Girnilegir smáréttir í Café 17 WARNEH undirfatnaður - lifandi gínur í glugganum Láttu sia þig Allir velkomnir. Sautján, símar 17440/29290

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.