Morgunblaðið - 24.05.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.05.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1992 ATVINNUÞATTTAKA ALDRADRA Sjálfsögð mannréttindi í STRÆTISVÖGNUM o g víðar blasir við plakat með yfirskriftinni „Atvinnuþátttaka fólks á efri árum“ og síðan talin upp í nokkrum punkt- um annars vegar blessun þess fyrir einstakling- inn að hafa atvinnu á efri árum og hins vegar kostir þess fyrir samfélagið. Plakatið er gefið út af Féiagi eldri borgara og upp á þetta skrifa launþegasamtök og stór félagasamtök. Þegar farið er ofan í þetta mál kemur á óvart hve almenn sú skoðun virðist orðin að æskilegt sé og skynsamlegt frá velferðarsjónarmiði, hag- fræðilegu sjónarmiði og ekki síst af heilsufarsá- stæðum að eldra fólk sé ekki látið hætta störf- um á tilteknu og fastsettu aldursári. Kannanir sem fram hafa farið nýlega sýna að yfirgnæf- andi meirihluti fólks vill fá að vinna lengur á efri árum og upp í 90% eidra fólks æskir þess með skertum eða sveigjanlegum vinnutíma. Og það er ekki síður athyglisvert að þessi sama skoðun kemur engu síður fram hjá fólki í yngri aldursflokkum, sem telja í jafn ríkum mæli og hinir eldri æskilegt að fresta starfslokum. Samt er viðtekið í okkar samfélagi að öllum skuli nauðgað til að hætta vinnu 67 ára eða sjötug- um, burt séð frá vilja, getu og heilsufari. Van- líðan sem þessu fylgir kemur m.a. fram í mjög hárri tíðni sjálfvíga karla á aldrinum 64-70 ára, eins og fram kom nýlega í grein og við- tölum við sérfræðinga sem umgangast aldraða á læknis- og félagslega sviðinu. Aldraðir úr leikhópnum Snúður og Snælda. Myndina tók Myndsköpun Ljósmyndastofa. eftir Elínu Púlmadóttur Til þess að nálgast þetta stóra mál nánar höfum við skoðað kannanir sem hér hafa verið gerðar nýlega, rætt við Ólaf Ólafsson land- lækni, sem telur atvinnuleysi heilsufarlega engu síður skaðlegt eldra fólki en þeim sem yngri eru, við Magnús L. Sveinsson, formann VR, eins stærsta launþegafélagins, sem vill að fólk fái tækifæri til að starfa lengur, og við Sveinbjörn Bjömsson háskólarektor og Stefán Ólafsson prófessor um slæma og skammvinna nýtingu á dýrri mennt- un og starfsþjálfun þegar fólki með fulla starfsgetu sé ýtt út af vinnu- markaðnum. Að auki er farið að sjá fram á að samfélagið muni illa standa undir núverandi kerfi í fram- tíðinni. í Evrópubandalaginu, sem sér minnkandi flæði ungs fólks inn á vinnumarkaðinn, er t.d. farið að ræða um að breyta lífeyrisreglum, koma á sveigjanlegum vinnutíma og fá inn faglært og starfshæft eldra fólk. Kröfur um rétt fólks til atvinnuþátttöku, líka á efri árum, eru sem sagt af ýmsum ástæðum komnar upp á yfirborðið. Vinnulokum fylgja sjúkdómar Nú er orðin alkunn staðreynd, sem hefur komið æ betur í ljós í rannsóknum vegna vaxandi atvinn- uleysis í heiminum, að því fylgir vanheilsa. Einkennin eiga líka við um aldraða, sem ýtt er gegn vilja sínum út af vinnumarkaði, að því er Ólafur Ólafsson landlæknir sagði í viðtali við Morgunblaðið. En hann er þeirrar skoðunar að af heilsufars- ástæðum eigi að vera um sveigj- anlegan eftirlaunaaldur að ræða. Reglan um vinnulok við 67 ára ald- ur sé röng af heilsufarsástæðum. Hann segir þetta úreltan hugsunar- hátt. „Eg held að Bismarck hafi fyrstur tekið þetta upp til að gera vel við hermenn sína, sem var út af fyrir sig gott, en margt hefur breyst síðan.“ I ljósi þeirrar staðreyndar að slæmt sé fyrir heilsufar eldra fólks að hætta atvinnuþátttöku, hljóta ýmsar spurningar að vakna um það hvort samfélagið sé á réttri leið með að víkja fólki ófrávíkjanlega út af vinnustöðum á ákveðnu ald- ursári, sem á íslandi er 67 ára eða 70 ára. Ólafur Ólafsson segir að lengi hafi áhrif atvinnuleysis á heilsufarið verið til umræðu og gildi þá sama um aldraða. Fyrir stríð var orðið ljóst að atvinnulausir höfðu verri heilsu en aðrir. í fyrstu var því slegið fram að heilsulausir hefðu hvort eð er ekki burði til vinnu. En þegar farið var að skoða áhrif at- vinnuleysis á alheilbrigt fólk kom annað á daginn. Áhrifin koma strax í ljós í aðdraganda vinnulokanna, hvort sem þau verða vegna aldurs eða séð er fram á lokun fyrirtækja. Að megna ekki að hafa áhrif á gang eigin mála, þ.e. komast í von- lausa aðstöðu eða sjálfheldu, leikur fólk illa og veldur alvarlegustu streitunni, að því er Ólafur segir. Það hefur áhrif á andlega líðan og heimilislíf. Nær alltaf er aðdragandi að verklokunum. Ólafur segir að allar rannsóknir sýni að atvinnulausum eða þeim sem eiga yfir höfði sér að missa starf sitt eða vera vikið ófúsum til hliðar sé mun hættara við háum blóðþrýstingi en öðrum sem ekki eru í þeirri aðstöðu. Jafnframt hækkar blóðfíta og streituhormon (adrenalín) í blóði og þvagútskiln- aði. Viðvarandi hækkun á streitu- hormón hefur fundist í allt að tvö ár eftir að viðkomandi missti starf- ið. Þetta er þessi hættulega streita, segir Ólafur, viðbragð okkar við því sem er framundan, að missa vinn- una eða ná ekki prófi. Virkar eins hvort sem fólk hættir starfi við að komast á ellilaun eða ungt fólk missir vinnuna. Að komast á eftir- laun er fyrir marga eins og að missa vinnuna, rót kemst á hugann, kvíði, leiði og depurð, sem margir þoli illa. Þetta segir Ólafur þeim mun verra hér á landi að Islendingar séu vinnusamir, svo sem allar kannanir sýni. Mun fleiri vilja vinna áfram en jafnaldrar þeirra í nágrannalönd- unum. Hann bætir við og spyr: „Er nokkuð að því að vinna? Það virðist vera búið að koma einhverju óorði á það hugtak.“ Ólafur nefnir ýmsa sjúkdóma sem vart verður í meira mæli hjá þeim sem ekki fá vinnu, sem rekja megi til psykosomatiskra eða sál- líkamlegra orsaka. Fyrst kemur sálin og svo kemur líkaminn, eins og alls staðar megi lesa um. Þessi streita kemur mest niður á hjarta og æðakerfinu. Magasár verða mun algengari, svo og bakveiki, iskeas, höfuðverkur og þreyta. Óörugg framtíð hefur áhrif á heilann og þessa gætir líka eftir að fólk er hætt störfum. Ólafur segir það ljóst mál að þeir sem ekki hafa viljað hætta vinnu hafi tilhneigingu til depurðar og þá sé stutt í þung- lyndi, svefnleysi og leiða og ekki fari á milli mála samkvæmt könn- unum vestan hafs og austan að samfara því vaxi tíðni sjálfsvíga. Kannanir sýni líka að tíðni heila- blæðinga aukist og magn kóleste- rols í blóði vaxi með atvinnuleysi. Hann tekur fram að hann sé að tala um þá sem vilja halda vinnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.