Morgunblaðið - 24.05.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.05.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR SUNNUDAGUR 24. MAI 1992 43 Fjögur mót, Qórir sigrar Ástralinn Michael Doohan hefurunnið öll mót ársins Keppnislið gæti ekki fundið betri keppenda en Ástralann Michael Doohan. Hann hefur útlit sem selur og fær kvenfólk til að kikna í hnjánum, er vingjarnlegur og ræðinn við blaðamenn og ein- staklega hugdjarfur en jafnframt öruggur ökumaður á mótorhjóli. Hann var að vonum ánægðir með fjórða sigurinn í fjórum mótum á brautinni í Jerez. „Þetta lítur allt vel út eftir þennan sigur. Hjólið var eins gott og hugsast gat og Michelin dekk- in hentuðu þessari braut mjög vel. Ég náði strax forskoti á Rain- ey, en aðal vandamálið þegar svona staða kemur upp er að halda einbeitingunni í þá tæpu klukkustund, sem keppnin stend- ur,“ sagði Doohan við Morgun- blaðið eftir keppnina. „Það mun- aði litlu að ég dytti af hjólinu þegar ég náði einum keppenda sem var farinn að dragast aftur- úr, ég hentist upp í loft en tókst að halda mér í stýrið eins og góð- ur kúreki á ótemju. Þó það sé gott að vera búinn að vinna ijög- ur mót, þá þarf að halda áfram að þróa hjólið og halda öllu í horf- inu, því andstæðingarnir reyna alltaf sitt besta. Það eru níu mót eftir og það á eftir að vera slagur í þeim öllum,“ sagði Doohan, sem keppir í dag á Mugello brautinni á Italíu. „Doohan og keppnislið hans hafa sannarlega náð að pússa sig saman af viti,“ sagði heimsmeist- arinn Waine Rainey um árangur Doohans, „en við eigum eftir að bíta frá okkur. Ég vann ítalska kappaksturinn í fyrra og vona að ég nái að saxa á forskot Doohans á Ítalíu [í dag], ekki veitir af.“ Doohan var nálægt því að vinna heimsmeistaratitilinn í fyrra, en Rainey hafði betur. Þegar Doohan kom fram á sjónarsviðið var strax ljóst að hann var mikið efni, en engan óraði fyrir því hve skjótur frami hans yrði. Á fyrsta keppnis- ári fór hann að slást við þá bestu. Hann vann þrjú mót í fyrra og hafði forystu í heimsmeistara- keppninni, þar til að hann féll af hjóli síni í keppni í Hollandi. „Ég gerði hvað ég gat í fyrra og í ár er stefnan sett á plötuna með rásnúmer eitt, sem þýðir heims- meistaratign." sagði Doohan. Sjarminn sem hann gefur af sér ásamt ótrúlegum ökumannshæfi- lekum hafa heillað milljónir áhorf- enda, sem fylgjast með mótor- hjólakappakstri á mótum og tugi milljóna í sjónvarpi. Líklegt er miðað við stöðuna í dag að titilinn verði hans, þó veit enginn enn. Michael Doohan er ósigraður það sem af er árinu. Fagnar hann fimmta sigrinum í röð í dag? Staðan Staðan í heimsmeistarakeppni ökumanna mótorhjóla með 500 rúms- entimetra vélum er nú, þessi, eftir að keppta hefur verið í Japan, Ástralíu, Malasíu og á Spáni. 20 stig eru gefin fyrir sigur, 15 fyrir annað sæti, 12 fyrir þriðja sæti og síðan 10, 8, 6, 4, 3, 2 og 1. 1. Michael Doohan Ástralíu................20 20 20 20 2. Wayne Rainey Bandaríkjunum............. 0 15 15 15 3. DougChandler Bandaríkjunum.............15 4. Kevin Schwantz Bandaríkjunum......... 12 5. Daryl Beattie Ástralíu................. 0 6. Randy Mamola Bandaríkjunum............. 8 20 20 20 80 . 0 15 15 15 45 .15 8 8 1 32 .12 10 0 0 32 . 0 12 6 0 18 . 8 3 4 3 18 P A L L H Ú S Hjartans þakkir til barna, tengdabarna, barna- barna og barnabarnabarna, œttingja og vina jyrir aÖ gera mér ógleymanlegt 90 ára afmceliö þann 16. mai. GuÖ blessi ykkur öll. Svanfríður Guðmundsdóttir, Hrafnistu, Reykjavík. Hin einu og sönnu Sun-Lite pallhús komin. Glæsileg h.ús í háum gæ&aflokki, meb öllum aukabúnabi. Sýningarhús í Síbumúla 1 7. Sun-lite umboöiö. Síbumúla 1 7, sími 985-37333. Hjartanlegar þakkir flyt ég öllum þeim, sem heiÖruÖu mig á sjötugsafmœli mínu, 19. mai 1992, meÖ heimsóknum, skeytum, rœÖum og margs konar gjöfum, sem ekki verða metnar til fjár. GuÖ blessi ykkur öll. Sighvatur Jónasson. m ta^nniiífifrtfr | Meira en þú geturímyndað þér! STJORNUBIO THE PRINCE OF TlDES ÓÐUR TIL HAFSINS Einstaklega vönduð mynd sem unnendur góðra kvikmynda ættu ekki að láta fram hjá sér fara. ÓÐUR TIL HAFSINS er áhrifamikil hágæða kvikmynd með afburðaleikurum. ÓÐUR TIL HAFSINS er mynd í þeim gæðaflokki sem alltof sjaldan sést á hvíta tjaldinu. Nick Nolte og Barbra Streisand vinna leiksigur í ÓÐITIL HAFSINS. Mynd sem gleymist seint. „ Afar vel gert og leikið stórdrama um uppgjör fólks við fortíðina. Nolte er fimasterkur að vanda.“ ★ ★ ★*/ 2 Morgunblaðið „ÓÐUR TIL HAFSINS er einstaklega vel heppnuð útfærsla á skáldverki með tveimur afburðaleikurum í aðalhlutverkum. “ ★ ★ ★ FI Bíólínan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.