Morgunblaðið - 26.07.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.07.1992, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C 168. tbl. 80. árg. SUNNUDAGUR 26. JULI 1992 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SELTIRNINGAR AÐ LEIK Morgunblaðið/Bjarni Var Kristur frá- skilinn faðir? MARÍA var ekki óspjölluð mær og Jes- ús Kristur dó ekki á krossinum, hann missti meðvitund og aliir héldu hann látinn. Lærisveinarnir lífguðu hann við og hann náði sér á þriðja degi, síðar kvæntist hann Maríu Magðalenu og átti með henni þrjú börn en María yfir- gaf eiginmanninn árið 44. Jesús kvænt- ist á ný og að þessu sinni Lýdíu nokk- urri er gegndi biskupsembætti og var af grískum ættum. Þannig túlkar ástr- alskur fræðimaður, dr. Barbara Thier- ing við Sydney-háskóla, ýmislegt sem hún segist hafa rekist á við 20 ára rann- sóknir á Dauðahafsrollunum svo- nefndu. Ýmsir virtir guðfræðingar eru sagðir rífa hár sitt og skegg í örvænt- ingu og munu þurfa að bíta á jaxlinn til að halda geðró sinni þegar þeir eru spurðir álits á niðurstöðunum. Thiering hefur ritað bók um rannsóknir sínar og selst hún nú eins og heitar lummur í heimalandinu og Bandaríkjunum. * Oþekktur mað- ur í fangelsi MAÐUR sem kallaður er Daniel X hef- ur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi af dómstóli í Stokkhólmi fyrir rúðubrot og ofbeldi. Enginn veit frá hvaða landi hann kemur og kennitala hans er 000000. Þetta er í annað skipti á stutt- um tíma sem hann fær á sig dóm í Svíþjóð en þar sem hann hefur misst minnið og veit því ekki sjálfur hver hann er, er ekki hægt að vísa honum úr landi. Ekkert land tekur við óþekkt- um mönnum. Það eina sem hr. X hefur gefið upp sem nálgast það að vera fast heimilisfang er að hann segist oft sofa í strætisvagni númer 94 á nóttunni. Líklegt er talið að hann sé 23 eða 24 ára gamall og af arabískum uppruna en hann talar jafnt arabísku sem frönsku. Farið skal að settum reglum Dyravörður Park-hótelsins í London, Tony Calef, var rekinn er hann braut reglur og lét eftir sér að reykja vindl- ing á gangstéttinni við aðaldyr hótels- ins þar sem bifreiðum gesta er lagt. Calef hafði starfað hjá hótelinu í tutt- ugu ár en stjórn þess segir að dyravörð- urinn sé eins konar „sendiherra" fyrir- tækisins og því mikilvægt að h°nn hagi sér óaðfinnanlega. Dómstóll I.efur nú kveðið upp þann úrskurð að brottrekst- urinn hafi verið ranglátur, Calef hefði fyrst átt að fá stranga viðvörun, en eftir er að ákvarða skaðabæturnar. Pablo Escobar greinir á segulbandi frá ástæðum flótta síns: Vill að SÞ tryggi ör- yggi sitt í fangelsinu Bogota. The Daily Telegraph. PABLO Escobar, eiturlyfjabaróninn alræmdi frá borginni Medellin í Kólumbíu, sem strauk úr fangelsi fyrr í vikunni, hefur sent kólumbískri útvarpsstöð segul- bandsspólu þar sem hann greinir frá ástæðum þess að hann flúði. Escobar seg- ir þar meginskýringuna á flóttanum vera að yfirvöld hafi ekki staðið við loforð sín um að tryggja öryggi hans í Envigado-fangelsinu. Hann sagðist vera stadd- ur „einhversstaðar í frumskógum Kólumbíu" og lofaði að hefja ekki aftur vopn- aða herferð gegn stjórnvöldum „eins og er“. Pablo Escobar hafði setið í fangelsi í rúmt ár en þann 19. júní í fyrra gaf hann sig sjálfviljugur fram við yfirvöld gegn því að hann fengi allt að helming fangelsisdóms síns felldan niður og að hann yrði ekki fram- seldur Bandaríkjamönnum. Gustavo de Greiff, ríkissaksóknari Kólumbíu, sagði & föstudag að Escobar hefðu orðið á alvarleg mistök. Hann myndi missa rétt sinn á væg- ari refsingu og þar að auki hefði hann get- að náð enn vægari dómi með því að játa sök sína. Það að saksóknari og hinn ákærði sættist á vægari refsingu, gegn því að allar sakargiftir séu játaðar, er eitt af meginatrið- um nýrrar kólumbískrar refsilöggjafar, sem tók gildi 1. júlí. Á sjöunda hundrað sérsveitarmenn fín- kembdu á föstudag Envigado-fangelsið í leit að göngum sem Escobar og níu meðreið- arsveinar hans kynnu að hafa flúið út um. Einn talsmanna Escobars, sem kallar sig „Dakota", sagði hins vegar að fulltrúum hersins í fangelsinu hefði verið mútað og að eiturlyfjabaróninn og félagar hans hefðu ekið út um aðalinngang fangelsisins í sjúkra- bíl. Mútuféð sagði hann hafa numið um 100 milljónum íslenskra króna. Escobar sagðist á fyrrnefndu segulbandi einungis vera reiðubúinn að gefa sig fram ásamt mönnum sínum á ný ef þeir fengju ttyggingu fyrir því að fá að vera áfram í Envigado-fangelsinu og að öryggi þeirra yrði tryggt af sérstökum sveitum frá Sam- einuðu þjóðunum. Lögfræðingar hans segja hann einnig vilja að sömu fangaverðir verði starfandi og voru við upphaf fangelsisvistar hans en þeir voru reknir þar sem stjórnvöld grunuðu þá um að vera á mála hjá Escobar. Forstöðumaður og aðstoðarforstöðumað- ur fangelsisins hafa verið reknir í kjölfar flóttans og allir fangaverðir leystir frá störf- um. Þá hefur yfirmaður kólumbíska flug- hersins þurft að segja af sér embætti í kjöl- far ásakana um að tafir á loftflutningum sérsveita til fangelsisins sem áttu að tryggja öryggi þéss hefðu orðið til að auðvelda flótt- ann. Talið er að Escobar hafíst enn við í Antioquia-héraðinu þar sem fangelsið er og taka um þúsund lögreglumenn og hermenn þátt í umfangsmikilli leit að honum þar. 10 Opið bréf til dómsmála- ráðherra ALLIR Í STRÆTÓ Þann 15. ágústtekur við nýft leiðakerfi strætisvagna á höfuó- borgarsvæóinu UMHVERFISMÁL í ÖNDVEGI 20 ÚTSÝW AFTUR j ÍSALDIR C blaó MINKABANINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.