Morgunblaðið - 26.07.1992, Page 21

Morgunblaðið - 26.07.1992, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1992 21 taldar byrja þar og dreifast svo það- an, því þar í kring er svo mikið þurr- lendi að jöklarnir geta vaxið. Borkjamana er hægt að aldurs- greina. Það eru hreinlega lög í ísn- ura, eins og árhringir í tré. Stundum eru þar öskulög, sem og önnur tor- kennileg lög, sem við þekkjum aldur- inn á. Uppi við yfirborðið er þvert árslag um 23 cm á þykkt, en þegar neðar dregur þynnast lögin, því þau fletjast út undir ísfarginu. Eftir bor- unina síðasta sumar vomm við kom- in niður á 2.300 m dýpi og þá er hvert árlag aðeins 2 sm. Við getum talið okkur niður, því ísinn og þar með kjarninn hefur góða eiginleika á þessum stað. Það gefur kjamanum ómetanlegt gildi, þegar tímaþráður- inn er óslitinn og þekktur. Sem stendur erum við komin aftur í ísöld. Þá var mikil rykmengun, sem skilur eftir sig eins og bönd í ísnum. Með því að athuga rafleiðnina í ísnum er hægt að sjá mun sumars og vet- urs. Venjulega leiðir ís illa, en þegar til dæmis eldgos verður kemur brennisteinssýra, sem sest í ísinn og gefur mikla leiðni. Úr fjarlægum gosum finnum við aðeins sýmna, en frá nærliggjandi gosum finnst stund- um aska. Þannig finnum við merki um flest eldgos á norðurhveli jarðar. Norræna Eldfjallastöðin ætlar að ganga í rannsóknir með okkur á ösk- unni, til að ákvarða uppruna hennar. Askan gæti reyndar verið komin frá Alaska, en það er ótrúlegt, því á ís- öld var vindakerfið allt öðruvísi en nú. Þá blésu oft vindar frá íslandi til Grænlands sem gerist varla leng- ur. Á þessum tíma hefur Sahara verið gróðurvin, því þar rigndi. Skýr- ingin er líklega sú að Golfstraumur- inn og þar með lægðimar hafa farið beint yfir Atlantshafið en ekki norð- ur eftir. Ef slíkt gerðist nú, væri það dauðadómur yfir íslandi og Norður- Evrópu, því hann er lífæð okkar. Liklega hefur Golfstraumurinn sveigt úr leið vegna þess að öflugir stormar hafa borið hann frá íslandi. Rykmengunin bendir til stormanna. Á þessum tfm^. hefur yfirborð sjávar verið um 100 m lægra en nú, svo að þurrlendið var stærra og mikið til að blása burt. Það er mikið ryk og mengun í jöklinum frá þessum tíma. í þessum ryklögum finnum við merki um götunga (pínulitlar skelj- ar), sem hafa blásið burt af megin- landssökklum, sem hafa risið úr sjó. Þarna erum við að tala um kulda- skeið sem stóð yfir frá því fyrir 110-11 þús. árum. Kaldasta tímabil- ið hefur verið fyrir 45-15 þús. árum. Á þessum tíma var Neanderdalsmað- urinn að deyja út og Cro Magnon- maðurinn að koma fram. í þúsundir ára hefur verið hríðkalt, Golfstraum- urinn kom og fór og veðurfarið hefur verið afar óstöðugt. Það hafa verið erfiðir tímar og erfitt fyrir frum- stæða menn að laga sig að þessum snöggu veðurfarsbreytingum." Upplýsingar um fortíðina og hugsanlega um framtíðina - Hvaða ályktanir er hægt að draga af rannsóknunum um veður- farið nú? „Með því áð rannsaka sem flesta umhverfisþætti er leitast við að skilja veðurfarið eins og það er nú. Nú hefur verið hlýskeið í um ellefu þús- und ár og venjulega hafa þau ekki staðið mikið lengur en það. Kenning júgóslavneska stjörnufræðingsins Milankóvitsj skýrir langtímasveifl- urnar með stjörnufræðilegum rökum, svo sem halla jarðmöndulsins og af- stöðu jarðar til sólar, en okkur vant- ar skýringar á skammtímasveiflum. Þetta skiptir máli og vekur áhuga og því eru veittir peningar í slík rann- sóknarverkefni. Kenningar um gróðurhúsaáhrifin eru auðvitað með í dæminu. Við sjáum engin merki um slík áhrif. Til þess þarf lengri tíma en nokkur ár eða áratugi. Ahrifin þurfa að vera orðin sterkari en þau eru nú. Gróður- húsaáhrifín eru talin valda hlýnun, en það er óljóst hversu mikilli. Mér finnst líkönin sem kenningin byggist á ekki nægilega sannfærandi, því þau ráða ekki við hafstrauma og skýja- far. Með stærri tölvum verður hægt að bæta straumunum við, sem skipt- ir niáli, því þeir flytja til hita og kulda. Skýjafar skiptir einnig máli, því það endurkastar geislum sólar, ver okkur fyrir þeim og kælir. Af kjömum frá Grænlandi og Suð- urheimskautinu, þar sem svipaðar Pálína handleikur borkjarna. í baksýn sér í Sigfús. Skálaó á jöklinum. Frá vinstri Sigfús, Pálína og Þorsteinn Þorsteinsson sem einnig hefur verið að vinna á jöklinum. rannsóknir eru stundaðar, sést að það var mun minni kolsýra í loftinu á ísöld, sem skýrir af hveiju öll jörð- in rennur samtímis inn í kuldaskeið. Það er þá liklegt að öfug gróðurhús- ahrif viðhaldi kuldaskeiðinu. Nú eru ýmsir hræddir við gróðurhúsahrifín, það er aukna kolsýru í andrúmsloft- inu, sem valdi þá hlýnun svo jöklam- ir bráðni, Sahara stækki og önnur svæði breytist í eyðimerkur. Þetta er alla vega langt undan og kemur kannski alls ekki. Hins vegar gætu gróðurhúsaáhrifin hindrað komu nýrrar ísaldar." Stöðug ögrun Rannsóknirnar á jöklinum eru hluti af starfi Sigfúsar og falla honum vel, því honum er hvort eð er bölvan- lega við hita og vill heldur klæða af sér kuldann. En hvað rekur hann áfram? „Þetta er svosem ekki þægilegt fyrir fjölskylduna, en svona hefur þetta alltaf verið hjá okkur. Fyrir mér er þetta einfaldlega ferlega gam- an. Eg fer oftast á jökulinn með ný verkefni, sem þarf að leysa, nýja staði til að athuga, ný tæki til að prófa. Starfið er stöðug ögrun og það heillar mig.“ Pálína segist aftur á móti elska hita og finnst kannski ögn súrt að missa af sumrinu. En það heldur þó ekký aftur af henni. „Ég fór fyrst á Grænlandsjökul 1979 og þá af forvitni, því þá var Sigfús búinn að vera við rannsóknir þar í tíu ár. Fyrr hafði ég eiginlega ekki komist, því það var flogið á jök- ul með bandarískum herflugvélum og fram til 1978 var konum bannað að koma um borð í flugvélarnar. Ég var alveg sannfærð um að ég gæti þetta og hafði smá vinnu þama þá. Mér leist strax vel á mig, þetta var allt öðmvísi en allt sem ég hafði áður gert, ég hef meðal annars unnið á ferðaskrifstofu. Ég fór svo tvö næstu árin og vann þama, en síðan ekki aftur fyrr en undanfarin tvö sumur.“ Sigfús bætir við að með því að taka hana með viti þeir sem með honum em að hann haldist lengur á jökli, auk þess sem Pálína sé harðdug- leg og sé nú sú í hópnum, sem mesta reynslu hafi í að vinna með kjamana, eftir að þeir koma úr bomum. Pálína tekur aftur til máls: „Ég vinn við að passa ískjarnana, geri á þeim mælingar og sé um að merkja hlutana og pakka þeim niður. Það skiptir miklu máli að halda röð og reglu á þeim, því þetta era margir bútar. Sumir samstarfsmannanna koma ár eftir ár, kjaminn í rannsókn- arhópnum er alltaf sá sami og þeim, sem koma ár eftir ár kynnist maður vel. Allir nema kokkurinn vinna við boranina og kjamana, flestir karl- menn en einnig nokkrar konur. Þama era bæði vísindamenn og stúdentar, sem fá að koma og vinna í stuttan tíma til að kynnast þessu. Það er ákveðinn hópur sem sækist eftir þessu lífi. Uppi á jöklinum eru einnig bandarískar rannsóknarbúðir. Konan sem er kokkur þarna hefur verið þar á sumrin, en á Suðurheim- skautinu á vetuma og þannig var hún samfleytt á jökli í þijú ár, en þá fór hún til Suður-Ameríku í mesta hitann þar og svo aftur upp á jökulinn. Með okkur var Breti, sem hafði verið 2'A ár samfleytt á Suðurheimskautinu. Það virðast ýmsar tilfinningar sljóvg- ast við slíkar tamir, en það vantar ekki að fólkið sé eldhresst í vinnu.“ - En hvað er það nákvæmlega sem þú vinnur við, Sigfús? „Ég er við borinn, sem ég hannaði og smíðaði með öðram, er borstjóri og alltaf til taks. Sl. sumar gekk allt vel, en það hefur komið fyrir að ég hef unnið í íjörutíu klukkustundir samfleytt, þegar illa stóð á. Það þarf alltaf að vera einhver á vakt, ef eitt- hvað bjátar á. Ég bora mína átta tíma og er svo á bakvakt. Hins vegar er svo vísindaleg úrvinnsla, sem ég stunda bæði í Kaupmannahöfn og í Reykjavík. Heima fyrir vinn ég að mælingum með Árnýju Erlu Svein- bjömsdóttur sérfræðingi á Raunvís- indastofnun Háskólans. í samvinnu við Dani og Frakka mælum við súr- efnis- og tvívetnissamsætur, sem gefa gleggsta mynd af veðurfarsbreyting- um.“ Fegurðina má finna víða Það er greinilegt að Sigfús og Pálína ætla að halda fast við jökla- vistina. Að vísu mun áætlunin um að ljúka boranum í þessu verkefni í sumar ætla að standast og eftir það er óljóst hvað verður með rannsóknir á jöklinum. Á Suðurheimskautinu eru einnig stundaðar svipaðar rann- sóknir og það hefur verið ámálgað við Sigfús að hann kæmi þangað með borinn sinn, sem hefur reynst svo vel. En Sigfús er ekkert sérlega uppveðraður yfir Suðurheimskaut- inu. Þau taka hins vegar undir að jökulvistin sé orðinn hluti af lífs- mynstrinu. „Já, þetta er ágætt,“ seg- ir Sigfús, „þó þetta sé reyndar bölv- að puð . .. Maður gengur í gegnum þetta, því þama fæst það sem mann langar í. Það er ýmsu kostað til, ekkert sumarfrí,“ og Pálína skýtur inn að þau hafi tvisvar farið í venju- legt sumarfrí. „Já, við höfum lítið gert af því, það passar einhvern veg- inn ekki inn í þetta mynstur. Þetta er nokkuð óvenjulegt starf, sem maður heldur áfram í, svo lengi sem hægt er að sækja þarna betri gögn, sem geta kennt okkur eitthvað. Við boram ekki bara til að bora. Puð já, en hver segir að lífið eigi bara að vera dans á rósum. ..“ Á stofuborðinu fyrir framan Sig- fús liggur vitnisburður um eitt af áhugamálum Sigfúsar, bók um af- stæðiskenningu Einsteins. „Já, það er svo makalaust með éðlisfræði- kenningar að þær era meðal annars dæmdar eftir því hversu fallegar þær era. Fegurð er ein af forsendunum þar.“ Og fegurðina er víða að finna. Það hlýtur oft að vera fallegt á Græn- landsjökli... og það er ákveðin feg- urð falin í því að taka höndum sam- an um jafn víðtæka samvinnu og stunduð er á jöklinum. || ÁSBJÖRN ÓLAFSSON HF. \í COMMISSION AGENTS & WHOLESALE MERCHANTS P.O. BOX 532 -105 REYKJAVÍK - ICELAND CELMOCHAMBEB 0FC0MMBCE Viðskiptavinir athugið! Frá og með 27. júlí 1992 flytjum við í nýtt húsnæði í Skútuvogi 11A. Vinsamlegast athugið breytt síma- og faxnúmer. IMýtt símanúmer: 91-767900,8 línur. Fax 91-677990/677995 pantanir Telex 2193 - Pósthólf 4250,124 Reykjavík. Ásbjörn Ólafsson hf., Skútuvogi 11A, 104 Reykjavík. Bjóðum upp á ferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar um Sprengisands- og Kjalvegsleiðir þar sem farið er á einum degi hvora leið. Fariö er frá Reykjavík norður Sprengisand: Mánudaga og fimmtudaga kl. 08.00 og frá Akureyri suður Kjöl: Miðvikudaga og laugardaga kl. 08.30. Ferðir þessar seljast með leiðsögn og fæði þann daginn sem ferðast er. I ferðum þessum gefst fólki tækifæri að sjá og heyra um meginhluta miðhálendisins, jökla, sanda, gróðurvinjar, jökulvötn, hveri og margt fleira í hinni litriku náttúru Islands. Hægt er að fara aðra leiðina eða báðar um hálendið eða aðra leiðina um hálendið og hina með áætlunarbílum okkar um byggð og dvelja Norðanlands eða Sunnanlands að vild, því engin er bundinn nema þann daginn sem ferðast er. Nánari upplýsingar gefur BSÍ, Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík, sími 91 -22300, og Bifreiðastöð Norðurlands, Umferðarmiðstöðinni, Akureyri, sími 96-24442 og hjá okkur. Norðurleið - Landleiðir hf., sími 91-11145

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.