Morgunblaðið - 26.07.1992, Page 24
24
MOBGUNBLAÐIÐ
£rt>ei LITJI, -.OS fflJOAtt
Minning:
Dr. GísliFr.
Petersen læknir
Fæddur 21. febrúar 1906
Dáinn 18. júlí 1992
„Hans skal eg ávallt að góðu
geta er eg heyri góðs manns get-
ið.“ Þessi orð Jóns biskups helga
um fóstra sinn, ísleif biskup, vil ég
gera að mínum, nú er ég kveð
kæran tengdaföður eftir 36 ára
samfylgd og vináttu. Engum manni
öðrum hef ég kynnst á lífsleiðinni
sem þessi orð hæfa eins vel og
honum. Hann var góður maður í
eiginlegri merkingu þess orðs,
grandvart ljúfmenni sem vildi öllum
vel, mönnum jafnt sem málleysingj-
um.
Ég mun ekki rekja ættir Gísla
Friðriks í þessari minningargrein,
það gerir frændi hans Ólafur Frið-
rik Magnússon í annarri grein hér
í blaðinu. Gísli Friðrik var fæddur
í Reykjavík 21. febrúar 1906, sonur
Guðbjargar Gísladóttur og Áge
Lauritz Petersen verkfræðings og
símstjóra í Vestmannaeyjum. Þó að
foreldrar hans bæru ekki gæfu til
samþykkis og skildu að skiptum er
hann var bam að aldri voru þau
einhuga um að styðja til náms þenn-
an son sinn sem bæði var námfús
og næmur. Hann reyndist afburða
námsmaður, jafnvígur á allar náms-
greinar, og varð stúdent aðeins 18
ára gamall. Að stúdentsprófi loknu
var hann nokkuð tvílráður um fram-
haldið. Líffræði og náttúrufræði
heilluðu og kom þar til einlægur
áhugi hans á öllu er iífsanda dreg-
ur. Læknisfræðin varð samt fyrir
valinu og 1930 lauk hann kandí-
datsprófi í læknisfræði, einn yngsti
læknir sem útskrifast hefur frá
Læknadeild Háskóla íslands. Hann
stundaði framhaldsnám í geisla-
lækningum í Svíþjóð og Danmörku
og lauk doktorsprófí í þeim fræðum
1942. Hann varð aðstoðarlæknir
við Röntgendeild Landspítalans
1934 og yfírlæknir 1948. Hann var
kennari í geislalækningum við Há-
skóla íslands og prófessor frá 1967.
Báðum þessum embættum gegndi
hann þar til hann lét af störfum
fyrir aldurs sakir.
Dr. Gísli Frirðik var góður lækn-
ir og vandaður fræðimaður og skrif-
aði töluvert um læknisfræðileg efni.
Á starfsferli hans urðu miklar og
örar framfarir í fræðigrein hans,
geislalækningum. Ný þekking, ný
tækni, ný lækningatæki — í heimi
vísindanna var mikið að gerast og
þar var Gísli Friðrik á heimavelli.
Hann fylgdist vel með öllu, las
fræðirit, sótti reglulega fundi og
ráðstefnur og var talsmaður ís-
lenskra röntgenlækna á erlendri
grund um árabil. Hann fór margar
námsferðir til útlanda, meðal ann-
ars til Englands, Skotlands og
Þýskalands og kynnti sér nýjungar
{ geislalækningum og geislavörn-
um. Undir öruggri stjóm hans tók
röntgendeildin stakkaskiptum.
Þangað voru fengin jafnóðum bestu
lækningatæki sem völ var á hveiju
sinni og starfsfólk þjálfað til að
fara með þau. Þar var ekkert til
sparað af hálfu yfírlæknisins og
samstarfsmanna hans. Litla, fá-
tæka deildin sem hann hafði tekið
við skömmu eftir stríðslok var orðin
að tæknivæddu stórveldi er hann
lét af störfum aldarfjórðungi síðar.
I stjórnunar- og skipulagsstörf-
um nutu sín vel þeir persónueigin-
leikar dr. Gísla sem ég gat um í
upphafí greinarinnar. Hann var vit-
ur stjómandi sem kunni að fara
með vald sitt enda var hann fádæma
vinsæll á vinnustað sínum. í hönd-
um hans varð valdið jákvætt og
skapandi, andstætt valdi drottnar-
ans sem hefur hátt og skipar fyrir,
valdi sem því miður er beitt í of
ríkum mæli í heimi hér. Hann leið-
beindi mönnum, laðaði þá til sam-
starfs og glæddi áhugann. Hann
komst að sjálfsögðu ekki hjá átök-
um en kunni þá list að leysa deilur
á þann veg að enginn varð sár.
Hann var mikill mannasættir enda
eftirsóttur „sáttasemjari", jafnt
innan fjölskyldu sem utan. Réttsýni
hans, ömggri dómgreind og heiðar-
leika treystu allir, jafnvel hinir
verstu æsingaseggir. Einnig þeir
létu skipast við rólegar fortölur dr.
Gísla og fordómalausa afstöðu
hans.
Þrátt fyrir umfangsmikil læknis-
og stjómunarstörf hafði Gísli Frið-
rik tíma til að sinna félagsmálum.
Hann var einn af stofnendum
Krabbameinsfélags Reykjavíkur
1949 og var ritari þess áram sam-
an. Hann átti einnig sæti í stjóm
Kjamfræðinefndar frá stofnun
hennar, var í félagi í Samtökum
norrænna röntgenlækna og sat í
stjóm þeirra samtaka um árabil.
Hann varð heiðursfélagi í Krabba-
meinsfélaginu og Kjamfræðinefnd
árið 1979. Hann var einnig einn
af stofnendum Stangveiðifélags
Reykjavíkur 1939, heiðursfélagi
þess 1989 og kveður nú, síðastur
stofnfélaganna.
En hann átti sér fleiri áhuga-
mál. Hann var mikill bókamaður
og las flestar tegundir bókmennta
en einkum var honum hugleikið
hvaðeina er snerti land og þjóð,
sögu og sagnfræði. Hann lét sér
annt um íslenska tungu, var smekk-
maður á íslenskt mál og ritfær í
besta lagi. Hann var mikill útivist-
armaður og langt á undan samtíð
sinni í viðhorfum til náttúruvemdar
og hollustuhátta. Löngu áður en
komst í tísku að tala um kjam-
orkuvá hafði dr. Gísli áttað sig á
hvílíka ógn ófullkominn og breyskur
maðurinn hafði leyst úr læðingi með
kjamorkunni og hversu margt sem
taldist til framfara gat orkað tví-
mælis. Þegar Bandaríkjamenn
vörpuðu kjamorkusprengjum á Jap-
an, til að binda endi á stríðið að
þeirra eigin sögn, og þjóðirnar fögn-
uðu þá sagði Gísli: „Þetta er versti
stríðsglæpurinn,“ og lét aldrei
blekkjast af réttlætingum Vestur-
veldanna á þessum ógurlegasta
glæp allra glæpa. Og þetta var
ekki í eina skiptið sem Gísli Friðrik
sá fyrr og betur en flestir aðrir
kjama málsins, lét eigin skynsemi
og dómgreind ráða ferðinni og lét
HELLUHRAUNI 14-220 HAFNARFIRÐI • SÍMI 652707
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — sími 681960
DAGUR 26. JUU 1992
i WHUWWWIHW mnA.iavHJDMOM
sér fátt um finnast, skoðanir fjöld-
ans, færu þær í bága við sannfær-
ingu hans.
Svo sem vænta mátti var Gísli
einlægur friðarsinni og andvígur
hernaði. En hann var líka friðunar-
sinni og hvalavinur á síðari ámm
og andvígur öllu dýradrápi. Og þó,
ekki öllu. Það mátti veiða lax og
Gísli var forfallinn laxveiðimaður.
Þarna hafði uppreisnargjöm
tengdadóttirin fundið snöggan blett
á annars fullkomnum tengdaföður
sínum og vildi vita hvers laxinn
ætti að gjalda og hvort hvalnum
væri nokkuð vandara um en laxin-
um. Úr þessu urðu langar umræður
og líflegar þar sem unga konan
fékk tækifæri til að ræða málið,
ekki í reiði heldur samkvæmt leik-
reglum lýðræðis; að færa rök fyrir
máli sínu, hlusta á gagnrök og virða
skoðanir annarra. Og það var ekki
í eina skiptið sem æfíngar í rökræð-
um og heimspeki fóm fram á því
heimili. Hversu fráleitar sem honum
þóttu skoðanir okkar unga fólksins
var alúðin hin sama og umburðar-
lyndið gagnvart ungæðislegum
hugmyndum okkar. Og engin leið
að koma honum úr jafnvægi, ekki
einu sinni þegar tengdadóttirin, eld-
heit kvenréttindakona, mótmælti
harðlega hvers konar hugmyndum
um yfírburði karla. Hún kunni ekki
einu sinni að meta hugulsemi
tengdaföðurins þegar hann bauðst
til að aka henni heim eitt sinn í
mikilli hálku og ófærð. Honum þótti
óráð að kvenmaður æki bfl við slík-
ar kringumstæður og það meira að
segja með lítið barn í bflnum. Nei,
slíkt væri vissulega karlmannsverk,
sagði hann. En tengdadóttirin —
hvatvís og forstokkuð — kvaðst
ekki sjá nein líkindi til þess að hálk-
an minnkaði eða færðin batnaði við
það eitt að karlmaður settist undir
stýri. Einnig þessu steigurlæti mínu
og vanþakklæti var tekið með jafn-
aðargeði, Gísli brosti bara sínu góð-
lega brosi og hafði ekki fleiri orð
um.
Eftirlifandi eiginkona Gísla Frið-
riks er Sigríður Guðlaug Brynjólfs-
dóttir en hún er yngsta dóttir
Guðnýjar Magnúsdóttur og Brynj-
ólfs Þorlákssonar sem var lengi
söngkennari í Reykjavík og dóm-
organisti. Hún var 19 ára er þau
sáust fyrst í Hljóðfæraverslun Hall-
gríms Helgasonar á homi Þing-
holtsstrætis og Bankastrætis. Hún
var þar afgreiðslustúlka og hann
átti erindi við einhvern í búðinni.
Hún fékk hjartslátt um leið og hann
gekk inn og skildi ekkert í sjálfri
sér. Þetta var ólíkt henni, hún var
hvorki feimin né óframfærin og vön
því að piltar renndu til hennar aug-
um. En þama voru forlög þeirra
ráðin. Þau vom ætluð hvort öðm
og nú fyrst skilur leiðir eftir meira
en 60 ára samfylgd.
Gísli Friðrik og Sigga Lauga,
eiins og hún var alltaf kölluð, vom
glæsilegt par. Hann hávaxinn og
grannur og bjartur yfírlitum, hún
lágvaxnari með þykkt og mikið
hár, glóbjart og liðað og einstaklega
fríð sýnum. Þau trúlofuðu sig fljót-
lega og saman héldu þau út í heim
til að menntast og forframast. Þau
fóm til Örebro í Svíþjóð, hann til
náms en hún að vinna sem aðstoðar-
stúlka á heimili og til að læra mál-
ið. Þaðan fóra þau til Danmerkur
og dvöldust þar um hríð, einnig við
nám óg störf, og komu heim 1934.
Sama ár gengu þau í hjónaband
og bjuggu fyrst á Eiríksgötu 35,
síðan á Hringbraut 45 en frá 1954
hefur heimili þeirra verið á Odda-
götu 16. Það er glæsilegt menning-
arheimili, fyrst og fremst sköpunar-
verk húsfreyjunnar.
Hjónaband tengdaforeldra minna
varð farsælt og hamingjuríkt og
þau vom lengstum sólarmegin í líf-
inu eða þar til heilsu Gísla tók að
hraka fyrir um það bil áratug. Þau
vom sinnar eigin gæfu smiðir en
það er á fárra færi. Máltækið segir
að sitthvað sé gæfa og gjörvuieiki.
Hjá þessum hjónum fór hvort
tveggja saman. Þau vom gæfu-
menn af því að þau lifðu viturlega.
Þau kunnu að njóta þess sem lífíð
hafði upp á að bjóða en vom jafn-
framt gætin og hófsöm og tóku
áföllum lífsins með rósemi.
Bæði Gísli og Sigríður höfðu
gaman af ferðalögum og ferðuðust
mikið jafnt innan lands sem utan.
Utanlansferðirnar vom lengi vel
einkum í tengslum við starf Gísla
Friðriks en síðari árin einnig hvíld-
ar- og skemmtiferðir. Eftirminnileg
varð til dæmis námsferðin til Þýska-
lands árið 1936 þegar ríki Hitlers
stóð með mestum blóma. Þar sáu
þau meðal annars minnismerki um
hermenn sem féllu í fyrra stríði og
er þau stóðu við það fannst þeim
óhugsandi að annað stríð gæti
nokkurn tíma brostið á. Þau sáu
ekki foringjann sjálfan en þau sáu
Göbbels, áróðursmeistarann fræga
og fannst fátt um. Minnisstæðasta
ferðin var þó farin til Mexíkó árið
1956 þar sem haldið var alþjóðaþing
röntgenlækna. Þar komu þau inn í
aðra veröld, ólýsanlega og fjarlæga
ævintýraveröld sem nú mun að
mestu horfín. Þama dvöldust þau
í heilan mánuð í dýrlegum fagnaði
og hver dagur færði þeim ný ævin-
týri.
En ferðirnar um eigið land vom
líka margar. Oft var farið til að
veiða en stundum bara til að tjalda
og vera úti í fagurri náttúrunni.
Þau hjónin höfðu sérstakt dálæti á
Snæfellsnesi og dvöldust oft dögum
saman undir Jökli, oft með viðkomu
hjá vinum sínum Gunnari Dal rit-
höfundi og Maríu Sigurðardóttur.
Gísli Friðrik var snjall ljósmyndari
og átti ávallt góðar myndavélar.
Hann fékkst einnig við kvikmyndun
og nú á fjölskyldan dýrmætan sjóð
þar sem em myndir hans, bæði lif-
andi og kyrrar.
Þau hjónin eignuðust þijá syni.
Sá fyrsti lifði aðeins einn dag, hin-
ir tveir, Þórir og Áki, vom yndi
þeirra og ánægja enda góðir synir
og umhyggjusamir. Þórir er giftur
undirritaðri og á þijú börn og tvö
bamabörn. Áki giftist ekki og lést
langt fyrir aldur fram fyrir 6 ámm.
Það áfall varð foreldmm hans afar
þungbært og nánast óbærilegt.
Ég vil að lokum þakka tengda-
föður mínum fyrir að hafa átt hann
að vini í öll þessi ár. Hann hefur
verið mér góð fyrirmynd af því að
líf hans var fagurt. Og þó að mér
muni sjálfsagt aldrei takast að feta
í fótspor hans hefur hann með lífí
sínu og breytni vísað mér veg. Ég
þakka honum einnig fyrir bömin
mín, hann var þeim góður og um-
hyggjusamur afí, og ég veit að einn-
ig þeim verður hann fyrirmynd. Við
syrgjum nú -góðan mann og göfug-
an og kveðjum hann með söknuði
og trega.
Helga Sigurjónsdóttir.
Útför Gísla fer fram á morgun,
mánudag, frá Dómkirkjunni kl.
13.30.
Mánudaginn 27. júlí 1992 verður
til moldar borinn dr. Gísli Friðrik
Petersen, fv. prófessor og yfirlæknir,
en hann andaðist í Reykjavík 18.
júlí sl. á háum aldri og þrotinn að
kröftum. Mig langar til að minnast
hans með örfáum orðum hér í Mbl.
Ég var bam að aldri, þegar ég
kynntist dr. Gísla Friðriki og fjöl-
skyldu hans, en náinn vinskapur var
á milli foreldra minna og þeirra hjóna
og gagnkvæmar heimsóknir tíðar.
Þeim fækkar nú óðum, sem töldust
til fjölskylduvina í foreldrahúsum
mínum.
Dr. Gísli Friðrik var fæddur 21.
febrúar 1906 og var því 86 ára er
hann lést. Foreldrar hans vom hjón-
in Aage Laurizt Petersen og Guð-
björg Gísladóttir frá Vestmannaeyj-
um. Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1924
og kandidatsprófí frá Læknadeild
Háskóla íslands 1930. Hann stund-
'aði framhaldsnám í Svíþjóð og Dan-
mörku 1932 til 1933 og síðar í Ber-
lín og valdi sér röntgenfræði og
geislalækningar sem sérgrein. Eftir
það hóf hann læknisstörf hér á landi
og starfaði lengst af við Röntgen-
deild Landspítalans og varð yfírlækn-
ir þar 1. janúar 1949. Árið 1942
varði hann doktorsritgerð við Há-
skóla íslands og 1. júlí 1967 var
hann skipaður prófessor í röntgen-
fræðum við Háskóla íslands, en hafði
áður kennt í læknadeildinni m.a. sem
dósent. Þessum störfum gegndi hann
þar til hann lét af þeim fyrir aldurs
sakir.
Dr. Gísli Friðrik var einn af braut-
ryðjendum í fræðigrein sinni á ís-
landi. Hann gerði sér far um að fylgj-
ast vel með og fór í því skyni oft til
námsdvalar eriendis og sat fjölmörg
þing geislalækna, bæði á Norður-
löndum og víðar. Hann ritaði og
fjölda greina í erlend og innlend tíma-
rit um læknisfræðileg efni.
Dr. Gísli Friðrik var félagslyndur
maður. Hann átti m.a. þátt í stofnun
Krabbameinsfélags Reykjavíkur árið
1949 og sat í fyrstu stjóm þess. Var
hann gerður heiðursfélagi í því félagi
árið 1970. Hann átti og sæti í stjóm-
um fleiri félaga, sem ekki verða talin
upp hér.
Dr. Gísli Friðrik kvæntist, hinn
3. nóvember 1934, Sigríði Guðlaugu
Brynjólfsdóttur, en foreldrar hennar
vom Biynjólfur Þorláksson, organisti
og söngkennari í Reykjavík, og kona
hans, Guðný Magnúsdóttir. Þau dr.
Gísli Friðrik og Sigríður Guðlaug
lifðu í farsælu og ástríku hjónabandi
og lifír hún mann sinn. Þau eignuð-
ust þijá syni, Má, sem andaðist fljótt
eftir fæðingu, Þóri, tannlækni í
Kópavogi, sem kvæntur er Helgu
Siguijónsdóttur kennara og náms-
ráðgjafa, og Áka, bókasafnsfræðing,
sem andaðist 1986.
Sem fyrr segir var náinn sam-
gangur á milli foreldra minna og fjöl-
skyldunnar á Oddagötu 16, en þar
byggðu þau dr. Gísli Friðrik og Sig-
ríður Guðlaug sér fallegt heimili, sem
gOtt var að koma á. Ég minnist
margra stunda, þegar flölskyldur
okkar hittust til að njóta félagsskap-
ar hvor annarrar og gera sér glaðan
dag, en ég minnist líka sorgar-
stunda, þar sem reyndi á sanna vin-
áttu.
Dr. Gísli Friðrik hófst af eigin
verðleikum til hins mesta frama, sem
unnt er að hlotnast í þeirri fræði-
grein, sem hann valdi sér sem starfs-
vettvang. Fjarri var það þó honum
að ofmetnast, því ljúfari og hógvær-
ari mann í daglegri umgengni var
ekki hægt að hugsa sér. Hann var
fríður sýnum og höfðinglegur, en
dagfarsprúður svo að af bar. Nú
þegar leiðir skilur sendum við Qöl-
skyldan á Fjölnisvegi 15, Sigríði
Guðlaugu, Þóri og öðmm úr fjöl-
skyldunni, okkar bestu samúðar-
kveðjur og þökkum samfylgdina í
gegnum árin.
Birgir ísl. Gunnarsson.
Ég fæddist í húsi afa og ömmu
á Oddagötu 16 fyrir 29 ámm. Þau
voru því næstum jafn fastur punkt-
ur í lífí mínu og mamma og pabbi
fyrstu árin. Mér er sagt að ég hafí
haft fyrir sið að skríða upp tröpp-
umar og beija að dymm áður en
ég fór að ganga. Og þá kom afí
eða amma og ég fékk allar mínar
óskir uppfylltar hvort sem það var
að borða hjá þeim, sofa hjá þeim,
fara út að labba eða jafnvel fá að
horfa á sjónvarpið. Það var víst flest
látið eftir mér. En svo kom að því
að ég varð að flytja úr þessu húsi
þegar ég var þriggja ára en þá vildi
ég ekki fara. Það var óhugsandi
að flytja burt frá afa og ömmu.
En ég fór ekki langt og var eftir
sem áður langdvölum hjá þeim.
Já, bemskuminningamar Ieita á
hugann ein af annarri og margar
þeirra tengjast afa og ömmu. Mér
er næstum ómögulegt að sjá þau
fyrir mér öðmvísi en saman. Þau
vom svo samrýnd. Ég með afa í
Sundlaug Vesturbæjar, við afí í
göngutúr í hverfínu og hann að
segja mér hvað blómin heita, við
afí og amma að gefa öndunum
brauð, ég að „hjálpa" til við hús-
verkin hjá ömmu, við amma og afí