Morgunblaðið - 26.07.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.07.1992, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1992 ERLEIMT IIMNLENT VIKAN 19/7-25/7 865 þús. tonn umfram af þorski undan- farin 14 ár Þorskveiði Islendinga undanfar- in 14 ár hefur verið 865 þúsund tonn umfram tillögur Hafrann- sóknastofnunar. Þetta jafngildir að veiddur hafi verið að meðaltali 24,5% meiri þorskur á ári en stofn- unin lagði til, eða um 62 þúsund tonna umframveiði á ári. Þetta eru upplýsingar úr útreikningum Birgis Þórs Runólfssonar, hagfræðilektors við Háskóla íslands. Alþjóðaha- frannsóknastofnun mælir með um 150 þúsund tonna þorskafla á næsta ári, en tillögur Hafrann- sóknastofnunar fe]a í sér veiði á 175 þúsund tonnum. Sjávarútvegs- ráðherra hefur lagt til að þorsk- skerðingin verði bætt upp með auk- inni veiði vannýttra físktegunda en forsætisráðherra hefur mælt með minni skerðingu þorskkvóta. Einn- ig hafa verið uppi hugmyndir um að misskipta kvótaskerðingu milli byggðalaga eða notá kvóta Ha- græðingarsjóðs til jöfnunar. Betri afkoma ríkissjóðs Afkoma ríkissjóðs var mun betri á fyrri hluta þessa árs en á sama tíma í fyrra. Allt stefnir þó í meiri halla á síðari hluta ársins, meðal annars vegna efnahagskreppu, að því er segir í greinargerð fjármála- ráðuneytisins. Þá hefur áformaður spamaður í heilbrigðis- og mennta- kerfinu ekki skilað sér sem skyldi og stefnir í 8 milljarða króna halla á fjárlögum verði ekkert að gert. Þau voru samþykkt méð 4 milljarða halla. ERLENT Irökum settir úr- slitakostir SPENNA í garð íraka hefur magn- ast á Vesturlöndum síðustu daga og segja bandarísk stjómvöld mögulegt að beitt verði hervaldi til að knýja þá til að fara að vopna- hlésskilmálum Sameinuðu þjóð- anna. Eftirlitsmönnum SÞ var harðneitað um inngöngu í landbún- aðarráðuneytið í Bagdad, sem talið er að geymi upplýsingar um írösk hertól. Hópurinn frá SÞ hörfaði undan æstum manngrúa við ráðu- neytið á miðvikudag og yfirgaf írak tveim dögum síðar. Talið er líklegt að Öryggisráð SÞ setji írökum úrslitakosti, þeir fái örfáa daga til að fara að skilmál- unum en taki ella aivarlegum af- leiðingum. Við Persaflóa eru nú 24 herskip í eigu Bandaríkjamanna og sennilegt þykir að ef látið verði til skarar skríða gegn írökum verði um loftárásir af þeim að ræða. Friðarhorfur skána í Miðausturlöndum ÚTLIT er fyrir að viðræður um frið í Miðausturlöndum fari af stað á ný og hefur James Baker ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna lagt til að fundir hefjist í næsta mánuði í Was- hington. Yitzhak Rabin forsætis- ráðherra ísraels bannaði í vikunni vinnu við flestar nýbyggingar landnema á hertekn- um svæðum og hætti útgáfu bygg- ingarleyfa. Þetta greiðir fyrir friða- rumleitunum og möguleika á því að Bandaríkin veiti ísrael láns- ábyrgð sem nemur 550 milljörðum Prestafélagið stefnir ríkisstjórninni Sr. Geir Waage, fprmaður stjóm- ar Prestafélags íslands, hefur ákveðið að stefna ríkisstjóminni fyrir dóm. Krafíst er ógildingar bráðabirgðalagasetningar um karadóm, sem leiddi til þess að horfið var frá því að hækka laun presta umtalsvert. Prestafélagið telur bráðabirgðalögin bijóta stjómarskrána. Sjávárafurðir lækka í verði íslenskar sjávarafurðir hafa lækkaði í verði erlendis á fyrri hluta ársins. Verðlækkunin nam 2,4% á fyrstu 6 mánuðum ársins miðað við meðalverð ársins áður, og þýðir það um 1,7 milljarða skerðingu útflutn- ingstekna, samkvæmt upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun. Meginástæða verðlækkananna er taiin vera minnkandi eftirspurn vegna of 'hás verðlags sjávarafurða í fyrra. Innsetning flugvéla Odin Air Að kröfu þrotabús danska fyr- irtækisins J. M. Aviation, sem er í eigu hjónanna Helga og Jytte Jóns- son, hefur verið lagt hald á fiugvél- ar flugfélagsins Odin Air, Þá hefur danski bankinn Bikuben krafist kyrrsetningar eigna hjónanna vegna 140 milljóna króna skuldar. Samkvæmt upplýsingum frá félag-. inu hyggst það halda áfram áætlun- arfiugi sínu miili Reykjavíkur og Grænlands. Kópavogur skuldar 2,7 milljarða Heildarskuldir Kópavogsbæjar vom 2,7 milljarðar króna um ára- mót, samkvæmt ársreikningi 1991. Logi Kristjánsson, skoðunarmaður minnihluta bæjarstjórnar, segir að peningaleg staða bæjarins hafi versnað um 30% á árinu og sé nú neikvæð um sem nemi 106% af skatttekjum. Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs, segir að hér sé um tímabundna skuldaaukningu að ræða vegna framkvæmda. ÍSK. Rabin hitti Hosni Mubarak forseta Egyptalands á fyrsta fundi leiðtoga landanna í sex ár og vill að Egyptar hafí milligöngu um við- ræður Israela við grannríki. Flóttamenn streyma frá bardagasvæðum í Bosníu BARDAGAR standa enn í Bosníu- Herzegóvínu og segir leiðtogi Serba að múslimar komi í veg fyr- ir að vopnahlé frá síðustu helgi sé virt, það sé hvorki sök hans fólks né Króata. Utanríkisráðherrar Evr- ópubandalagsins fóru í vikubyijun fram á að „Júgóslavíu" (Serbíu og Svartfjallalandi) yrði vikið úr Sam- einuðu þjóðunum og öðrum al- þjóðasamtökum. Flóttamannahjálp SÞ reynir nú að aðstoða 2,5 milljónir manna sem hrakist hafa frá heimilum sínum á átakasvæðunum og óttast er að milljón flóttamenn bætist við í vet- ur. Talið er að fólki sé viljandi stökkt á fiótta í „þjóðarhreinsun- um“ stríðaaðila. Carrington lávarð- ur, sáttasemjari Evrópubandalags- ins, hefur hvatt til framhalds frið- arviðræðna í Lundúnum. Lögregla og almenningur á Italíu gegn mafíunni MIKIL reiði hefur brotist út meðal almennings á Ítaiíu í kjölfar mafíu- morða á dómur- um á Sikiley. Fjöldamótmæli brutust út þegar lífverðir dómar- ans Paolos Bors- ellino voru jarð- settir í vikunni, fólk kennir spillt- um stjórnmála- mönnum um hve illa gengur í baráttu gegn maf- íunni. Þúsundir manna fylgdu Borsellino til grafar á föstudag og ítalska þingið samykkti að auka mjög athafnafrelsi lögreglu. Henni er nú meðal annars heimilt að gera húsleit án úrskurðar dómara. Margir íbúar Palermo hafa rofíð þagnarhefðina, „ornerta", um starfsemi mafíunnar. Þjóðernisstefnu vex ásmegin í Rússlandi: „Látum aldrei í minni pokann fyrir neinumu -segir einn af nánustu ráðgjöfum Jeltsíns forseta og vill milliveg kapítalisma og kommúnisma EFTIR síðustu kvöldfréttir á sjónvarpsrás tvö í Moskvu hefst þáttur sem nær allir virðast horfa á með. undarlegri áfergju. Þá er stjörnuspáin á dagskrá. Eitt kvöldið var þessi dæmi- gerða spá lesin upp. „Morgun- dagurinn mun valda þér énda- lausum vonbrigðum. Þú lendir í klandri í vinnunni, á heimavíg- stöðvunum i hörkurifrildi. Opn- aðu ekki póstinn þinn því að þar bíður þín eitthvað óskemmti- legt. Farðu alls ekki út á götu því að þú gætir lent undir bíl“. Spáin átti við öll merkin í dýra- hringnum. Hvað er það sem veldur því að Rússar virðast velta sér svo mjög upp úr þján- ingum, raunverulegum og ímynduðum? Skýringin vefst fyrir mönnum en saga Rússa skýrir margt; örlögin hafa verið óblíð við rússneskan almenning um aldaraðir. Kjör flestra hafa versnað allra síðustu árin og glæpum fjölgað, í Pétursborg einni ráfa um hundruð unglinga án samastaðar og lifa á betli og þjófnaði; ástandið í fangelsum er skelfilegt. Óðaverðbólgan færist stöðugt í aukana. Stuðningsmenn kommúnista hrópa slagorð gegn stjórn Borís Jelts- íns á fjöldafundi í Moskvu. Samkvæmt skoðanakönnunum njóta kommúnistar lítils fylgis og fáir búast við að flokkurinn verði endur- reistur í sinni gömlu mynd. Meiri hætta stafar af háttsettum emb- ættismönnum sem allir voru flokksmenn og eru enn við völd. Þeir þvælast fyrir öllum breytingum á kerfinu. Auk þess misnota þeir aðstöðu sína blygðunarlaust til að auðgast með mútum og hvers kyns fjárplógsstarfsemi. Hrörnunin er enn augljósari en ella vegna opinskárrar um- íjöllunar í fijálsum fjölmiðlum, áður óþekktu fyrirbæri í sögu landsins. Togstreita ríkir auk þess í hugum margra sem vilja umbætur en sætta sig jafnframt illa við margt sem þeim hefur fylgt, einkum efna- hagsóreiðuna og glæpafárið. Ovíða birtist árekstur nýrra og gamalla viðhorfa, vestrænna lífs- hátta og sovétvaldsins, betur en á sjálfu Rauða torginu. Ekki hefur enn náðst samkomulag um að fjar- lægja smurt lík Leníns úr grafhýs- inu við torgið en margt er þó breytt. Lögreglumenn æpa ekki lengur upp yfír sig þegar þeir sjá einhvern dirfast að kveikja sér í vindlingi í grennd við ________________________ helgireitinn. Undanfarnar vikur hefur sprottið upp Ijöldi lítilla búða á torginu þar sem skipt er útlendum gjaldeyri. Skammt undan bjóða falar konur þjónustu sína, rétt hjá sjálfum Kremlarmúr- unum. Margir formæla þessu ástandi en hvað sem á dynur í stjómmálunum verður þó varla aft- ur snúið frá ýmsum breytingum sem sjást glöggt á lífsmunstrinu í borgunum. Sportbílar, einkareknar verslanir, ítalskir veitingastaðir, aragrúi útvarpsstöðva sem helga sig rokktónlist, sápur í sjónvarpinu, alit verður þetta áfram á boðstólum. Úrslitin í þeirri valdabaráttu sem nú fer fram munu ráðast að nokkru af því hvernig Borís Jeltsín forseta tekst til, hvernig efnahag- urinn þróast. Mikilvægast af öllu er þó hvemig almenningi tekst að sætta sig við þær skyldur sem vestrænt lýðræði og einstakljngs- frelsi leggja mönnum á herðar, ekki síður en fólk vill njóta ýmissa réttinda, þæginda og munaðar sem em nú einnig í seilingarfæri fyrir marga. Tekjumunur stingur meira í augu nú en á dögum kommúnista- stjórnarinnar. Þá var helst ekki ijallað um slík feimnismál í fjöl- miðlum. Öfundin í garð nýríkra er líka söm við sig í Rússlandi sem annars staðar í heiminum. Ekki bætir úr skák að menn í valdastöð- um misnota purrkunarlaust að- stöðu sína til að þiggja mútur úr BAKSVIÐ eftir Kristján Jónsson lófa útlendinga sem vilja hefja við- skipti á samvinnugrundvelli. Al- mennu siðferði hefur hrakað, lög- gæsla er í molum, sóðaleg klámrit eru seld á götuhornum í Moskvu og fatafellur sýna listir sínar í reykfylltum veitingahúsum þar sem innlendir smáglæpamenn og hröslulegir útlendingar á höttunum eftir viðskiptum sitja í svitakófínu á kvöldin. Gamlar lausnir Hinir nýríku flagga auðæfum sínum oft á ósmekklegan hátt. Það er lítil huggun fyrir hina þegar þeim er sagt að allt þetta athæfí sé óhjákvæmilegur fylgifiskur nauðsynlegrar umbyltingar í hug- arfari þjóðar- innar. „Hætt- ■■■■■■■■ um nú þessu verslunarst- ússi og snúum okkur að fram- leiðslunni," segir margt eldra fólk. Sumir af ráðgjöfum Jeltsíns taka undir þetta og ákveðið hefur verið að komið skuli í veg fyrir atvinnu- leysi, sem enn er sáralítið sam- kvæmt skýrslum, hvað sem það kostar. Atvinnubótastefnu Sovét- stjórnarinnar skal haldið áfram og ekkert skeytt um það hvort eitt- hvert gagn sé.að stritinu. Yfirvöld í sveitum hafa víða þurft að veija eignir bænda sem keypt hafa jarð- ir sínar og stunda einkarekstur; nágrannarnir reyna að brenna ofan af þeim. 70 ára innræting verður ekki afmáð í skyndi; flestir Rússar líta á gróða sem glæp og skilja ekki alla þessa nýbreytni, finnst hún eintómt siðleysi. Margir láta hugfallast vegna þess hve um- skiptin eru sársaukafull, sumir leggjast í þunglyndi og vodka- þamb, bölvandi stjórnmálamönn- um sem eigi sök á þessu öllu. Hvar er „Sterki maðurinn“? Tækifærissinnar og lýðskrum- arar reyna margir að fiska í grugg- ugu vatni, nú þegar vonleysi og reiði ná tökum á sífellt fleira fólki. Það sem er uggvænlegast er eins konar samúðar- og hagsmuna- bandalag gamalla kommúnistafor- kólfa og rússneskra þjóðernis- sinna. Oflugir einstaklingar úr hergagnaiðnaðinum og yfirstjórn hersins eru þar fremstir í flokki. Varaforseti Jeltsíns, Aleksander Rútskoi, hefur róið mjög á þessi mið og öflugasta fylkingin á þingi hefur innan sinna- vébanda fólk með þessi viðhorf. Þjóðernissinnar eiga að ýmsu leyti auðvelt um vik í áróðursstríðinu. Aðeins eitilharðir kommúnistar sem enn trúa á boðskapinn vilja taka á ný upp rauða fánann með hamri og sigð. Hættan á aftur- hvarfi til einræðis stafar síður af brölti þeirra en áróðri nýju þjóðern- issinnanna. Hinir síðarnefndu eru sumir reiðubúnir að setja skorður við frelsi fjölmiðla eða senda her til nágrannalýðveldanna „í nafni hins heilaga Rússlands" til að veija hagsmuni þess. Gott dæmi um stjórnmálamann sem snúist hefur frá vestrænni umbótastefnu er Sergej Stanke- vitsj, einn af helstu ráðgjöfum Jeltsíns um langt skeið. Nú segist Stankevitsj vilja „þriðju leiðina“ svonefndu, málamiðlun milli kap- ítalisma og kommúnisma, og talar mjög á nótum þjóðemissinna. For- sætisráðherra Tékka, hægrimað- urinn Vaclav Klaus, hefur sagt að þriðja leiðin sé fljótlegasta leiðin til þriðja heimsins en Stankevitsj er á öðru máli. „Þið Vesturlanda- menn misskiljið Rússa. Þið hélduð að allt sem þyrfti til væru menn með silkibindi, hvítar og fallegar tennur og þjálfun í að umgangast fjölmiðla, þá myndi allt ganga upp. McDonalds og Pizza Hut- skyndibitastaði á nokkra staði og þá yrðum við samheijar ykkar. En Rússland verður alltaf öðru- vísi, það verður alltaf stórveldi og við látum aldrei í minni pokann fyrir neinum". Stankevitsj ræðir um nauðsyn þess að vernda minnihlutahópa Rússa í Eystrasaltsríkjunum og fleiri fyrrverandi Sovétlýðveldum „með öllum hugsanlegum ráðum.“ Hann gerir lítið úr skoðunum þeirra sem vilja að ríkisvaldið hafi sem minnst afskipti af efnahags- málum Hann vill að sterkur leið- togi stjórni landinu. Stankevitsj varð ekki hrifinn er honum var bent á að fordæmi væru fyrir þjóð- ernisrembu og miðstýringartrú af því tagi sem hann boðar — í Þýska- landi nasismans. (Heimildir: The Dnily Te- legraph, The Economist o.fl.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.