Morgunblaðið - 26.07.1992, Page 12

Morgunblaðið - 26.07.1992, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1992 Opið bréf... Sifj aspellsteymið hefur reynst vel - segir Gísli Pálsson lögreglufulltrúi eftir Guðna Einorsson INNAN Rannsóknarlögreglunnar eru fjórar rannsóknardeiidir með aðskilin verksvið. Meginrannsóknarsvið 1. deiidar RLR eru brot gegn lífi og líkama, undir það flokkast hvers konar ofbeldisverk svo sem manndráp, líkamsmeiðingar og kynferðisafbrot, þar með talin afbrot gegn börnum. Gísli Pálsson er annar tveggja yfirmanna 1. deildar. Hann fór í fyrra í náms- og kynnisferð til rannsóknarlögreglunnar í Ósló til að kynnast meðferð og rannsókn kynferðisbrota gegn börnum. Und- anfarið ár hefur Gísli tekið þátt í störfum Sifjaspellsteymis Félags- málastofnunar Reykjavíkur (FR), sem kannar möguleg kynferðisbrot gegn börnum. Auk hans eru i teyminu forstöðumaður fjölskyldu- deildar FR, sálfræðingur, fulltrúar hverfaskrifstofa og unglingadeild- ar FR. Flestir þátttakendurnir eru félagsráðgjafar með mikla reynslu og sérhæfíngu á þessu sviði. „Hópurinn hittist vikulega og oftar ef þörf krefur. Þegar upp koma ný mál þarf skjót viðbrögð og þá er skotið á aukafundi. í teyminu er farið yfir stöðu nýrra og eldri mála og við hjá RLR kynnum þau mál sem berast beint til okkar.“ Upplýsingum um kynferðisbrot gegn börnum og unglingum er yfirleitt beint fyrst til félagsmála- stofnana eða barnaverndarnefnda og koma víða að. Foreldrar, syst- kini og nágrannar tilkynna um möguleg kynferðisbrot, einnig hafa mál borist frá skólahjukrun- arfræðingum, kennurum og fóstr- um. í Noregi hefur verið opin umræða um þessi mál og þeir sem vinna með börnum eru fræddir um einkenni sem kunna að fylgja kyn- ferðisbrotum. Gísli segir málin misjafnlega alvarleg og liggja mis- ljóst fyrir, allt frá óljósum grun- semdum þar sem enginn ákveðinn gerandi er tiltekinn til máia þar sem ekki leikur vafi á hver hafi framið kynferðisbrot gegn barni. „í teyminu er lagt mat á hvert mál og því markaður farvegur. Þegar grunur leikur á að um kyn- ferðisbrot sé að ræða er barnið tekið til viðtals og farið fram á læknisrannsókn hafi hún ekki þeg- ar verið gerð. Læknisskoðunin er mikilvægur rannsóknarþáttur og á höfuðborgarsvæðinu annast barnalæknir og kvensjúkdóma- læknir á Landspítalanum skoðun- ina. Niðurstöður rannsókna Fé- lagsmálastofnunar og sérfræðinga eru sendar til RLR sem tekur ákvörðun um framhald málsins. Forræði sakamálsins er í höndum RLR en jneðferðarþátturinn snýr að Félagsmálastofnun. Þolendurn- ir hafa orðið fyrir áfalli og ekki síður nánustu aðstandendur þeirra. í þessum málum er gerand- inn oft nátengdur barninu. Einhver sem gjörsamlega brást og engan grunaði. Afleiðingarnar geta orðið mjög víðtækar og skiptir miklu að allir aðilar hafi aðgang að faglegri meðferð. Þáttur félagsmálastofn- unar eru mjög mikilvægur í þessu tilliti." Yfirheyrslur yfir þolendum kyn- ferðisbrota hafa verið gagnrýndar Morgunblaðið/Árni Sæberg Gísli Páisson lögreglufulltrúi. af þeim sem láta sig þessi mál varða. Þykja þær bæði nærgöngui- ar og sneyddar tillitssemi til rauna þolandans. „Málshefjendur gagn- rýni eru oft þeir sömu og í upp- hafi komu máli á framfæri. Gagn- rýnin mótast meðai annars af því að máli lauk með öðrum hætti en að var stefnt. Það á við um kyn- ferðisbrot af öllu tagi að sjaldnast eru aðrir til frásagnar en þolandi og gerandi. Við reynum að hraða Ætluð kynlerðisbrot gegn börnum Fjöldi mála hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur þar sem grunur um kynferðisbrot gegn börnum var til staðar 1985-júlí ’92 85 86 87 88 89 90 91 92 )úll 85 86 87 88 89 90 91 92 júii Eftir að Sifjaspellsteymi Félagsmálastofnunar Reykjavíkur tók til starfa 1988 komst meðferð ætlaðra kynferðisbrota gegn börn- um í fastari skorður. Aukin umræða um þessi mál hefur aukið árvekni fólks fyrir mögulegum kynferðisbrotum. Málin eru misal- varleg og liggja misjafnlega ljóst fyrir. Upplýsingar um hversu mörg mál enduðu með kæru til lögreglu lágu ekki fyrir. yfírheyrslum og ljúka þeim innan vikutíma. Það skiptir meginmáli að yfirheyrsla yfir þolanda, í þessu tilviki barni eða unglingi, gefi tæmandi upplýsingar og að að henni sé staðið í samræmi við ákvæði réttarfarsreglna. Þar kem- ur meðal annars til skoðunar hvernig spurningar eru bornar upp, um hvað er spurt og hvort einhveijum spurningum sé ósvar- að. Gat eitthvað rennt stoðum undir framburð og var eftir því leitað? Skýr og greinargóður fram- burður um málavexti og tímasetn- ingar ætlaðs brots getur skipt höf- uðmáli. Næsta skref er yfirheyrsla yfir sakborningi og hún byggist á þessum gögnum. Framhald máls- ins veltur allt á því hversu vel það er unnið á rannsóknarstigi." Börnin, sem verða fyrir kynferð- isbrotum, eru á öllum aldri, allt frá vart talandi börnum og upp í þroskaða unglinga. Sálfræðingur Félagsmálastofnunar er fenginn til að tala við yngstu börnin og taka af þeim skýrslu. Ef barnið þykir hafa nægan þroska gefur það skýrslu hjá lögreglu og starfs- maður barnaverndarnefndar mæt- ir með því. Þegar rannsókn máls er lokið og öll gögn hafa borist er málið sent til Ríkissaksóknara. Hann ákveður á grundvelli fyrir- liggjandi gagna hvort höfða skuli mál fyrir héraðsdómi, hvort frek- ari rannsóknar sé þörf eða að opin- bert mál verði ekki höfðað. Ýmsar ástæður geta legið til þess að fall- ið sé frá málshöfðun, til dæmis ef málið telst óupplýst eða sönnunar- gögn að öðru leyti ófullnægjandi. „Ég held að við séum á réttri leið hvað varðar starfsaðferðir og aðstöðu," segir Gísli. „Nágranna- þjóðirnar eru komnar með þetta í ágætis farveg, en við höfum verið svolítið á eftir og ekki síst í umræð- unni um kynferðisbrot. Mér finnst hún oft einkennast af Ailfinninga- semi og upphlaupum og fjarri því að vera nógu fagleg. Við hjá RLR eigum oft erfitt um vik að svara gagnrýni öðruvísi en að vitna í til- tekin mál. Það getum við ekki gert, enda værum við þá að brjóta trúnað við málsaðila. Af þessu leið- ir að ýmsar, oft skaðlegar, mis- sagnir og ranghugmyndir leiðrétt- ast síður. Þannig umræða er ekki til bóta.“ TERRACINABRÉF Endirinn eða upphafið Sunnudagssíðdegi um kl. 17 í ítölskum bæ er rólegur tími, fólkið rétt að byija að ranka við sér eftir miðdegishvildina og hugsa sér til hreyfings. Palermo er engin undantekning og á sunnudaginn var barst sprengjudynurinn víða um borgina frá grónu hverfi rétt við gömlu miðborgina. Mennirnir sjö, sem voru nýkomnir að blokkinni, fengu sprengjuna í fangið. Sex létust samstundis, einn slapp. í fyrstu gerði enginn ser grein fyrir hvert skotmarkið hafði verið. í húsi rétt hjá býr Giuseppe Ayala, þingmaður Repúblikana- flokksins. Um árabil var Ayala samstarfsmað- ur Giovanni Falcones, dómarans sem ásamt konu sinni og þremur lífvörðum var myrtur í sprenjutilræði fyrir tæpum tveimur mánuðum. Þriðji samstarfsmaðurinn var Paolo Borsellino, sem tók við merki Falcones að honum látnum. Þeir þrír voru um árabil kjarninn í andmafíu- starfmu. Ayala var heima að horfa á sjónvarp- ið þegar sprengingin glumdi við. Ut um gluggann sá hann eldtungurnar teygja sig upp á fimmtu hæð, neðar voru heilu múrstykkin horfin. Þegar hann hljóp út streymdu að slökkvilið og sjúkrabílar. Ayala sneri fljótlega við, yfirkominn af því sem hann sá. Tættir og brenndir líkamshlutar og reykandi fólk inn- an um brennandi bíla. Skömmu seinna var honum sagt hver hefði verið þama á ferð. Borsellino, vinur hans og fyrrum samstarfs- maður, hafði verið að koma í reglulega sunnu- dagsheimsókn sína til móður sinnar og syst- ur. Borsellino hafði verið einna fyrstur á vett- vang þegar ráðist var á Falcone og hann dó í örmum hans. Það leið varla hálftími frá sprengingunni áður en sjónvarpið lét textafréttir um spreng- inguna rúlla yfir skerminn og stuttu seinna var farið að sjónvarpa frá slysinu. Skólabróðir Borsellinos og nágranni, sem dómarinn hafði verið í heimsókn hjá fyrr um daginn, heyrði um morðið þegar nágrannakona hans æpti upp yfir sig, eftir að hafa séð fréttimar í sjónvarp- inu. Um tveimur tímum eftir sprengjutilræðið var viðtal við Ayala í sjónvarpinu ítalska. Það kostaði hann átök að endurtaka það sem hann hafði sagt eftir morðið á Falcone: „Það breyt- ist ekkert á Ítalíu fyrr en stjórnmálaflokkarn- ir vilja það í raun og veru.“ Þessir þrír eru allir Sikileyingar, eíns og flestir lögfræðinganna sem bera þungann af andmafíustarfinu og krókurinn beygðist snemma. Borsellino hefur sagt frá því í við- tölum að í skóla vildi hann ekki leika sér við aðalgæjann í bekknum, sem var sonur al- ræmds mafíuleiðtoga. Þeir eru af lögfræðinga- ættum eða tengdir þeim. Borsellino lætur eft- ir sig þijú börn. Tvö eru komin í háskólanám og bæði leggja stund á lögfræði. Með Falcone dóu þrír öryggisverðir. Með Borsellino dóu fimm. Á sunnudagskvöld ákváðu öryggisverðir í Palermo að leggja nið- ur störf í bili, því þeir væru ekkert annað en sprengjufóður. Þó skotskjótir séu, eru þeir bjargarlausir gegn tilræðum eins og þessum. Meðal hinna látnu nú var stúlka, fyrsti kvenör- yggisvörðurinn sem lætur lífíð við skyldu- störf. Hún er ættuð frá litlum bæ á Sikiley, þar sem atvinnuleysið er viðloðandi. Hún gekk í lögregluna og bað sérstaklega um að vera sett í fremstu víglínu. Annar öryggisvörður var að eigin ósk nýfluttur úr rólegu starfi á meginlandinu. I vikunni hótuðu dómarar á Sikiley að segja af sér, því stjórnmálamennirn- ir styddu ekki nógsamlega við bakið á þeim. Framhaldið er óljóst. Falcone hafði látið svo um mælt að dómarar Iifðu svo lengi sem mafían leyfði, ríkið gæti ekki varið þá. Bæði hann og Borsellino höfðu fengið morðhótanir. Eftir morðið á Falcone ríkti mikil beiskja í garð ítalskra stjórnmálamanna, því þeim er eindregið kennt um uppgang mafíunnar. Við útför hans voru innanríkisráðherrann og fleiri grýttir með smápeningum og múgurinn hróp- aði að þeim kröftug og hatrömm ókvæðisorð. Öryggisverðir Borsellinos voru jarðaðir á.veg- um ríkisins að viðstöddum forsetanum, stjórn- málamönnum og öðrum fyrirmönnum. Það voru uppþot við jarðarförina, þegar nánustu ættingjar og samstarfsmenn sögðu nokkur minningarorð yfir kistunum. Biskupinn sem jarðsöng hrópaði yfir söfnuðinn: „Rís upp Palermo!" Borsellino var ekki jarðaður fyrr en á föstudaginn, því yngsta dóttir hans var á ferð í Indónesíu, þegar hann var myrtur. Fjölskyldan afþakkaði útför á vegum ríkisins og aðeins forsetanum, engum stjórnmála- manni, var boðið að vera við útförina. Blaða- menn og almenningur var beðinn um að sýna fjölskyldunni þá tillitssemi að halda sig fjarri. Það er ekki að ósekju að reiði, örvænting og fyrirlitning almennings bitni á stjórnmála- mönnum. í orði hefur ýmislegt verið gert til að koma í veg fyrir mafíustarfsemina, en fyr- ir þras og þóf stjórnmálamanna hefur orðið minna úr en til stóð. Það eru til lög, sem ekki eru notuð. Um árabil var bitbeinið alríkislög- regla hliðstæð bandarísku FBI, sem er enn ekki tekin til starfa. Falcone og fleiri hafa óspart bent á að mafían sé ekki óþekktur andstæðingur. Það er vitað hvemig hún starf- ar, nöfn tengd henni eru kunn, en þekkingin og vitneskjan nýtist ekki fyrir tregðu stjórn- málamannanna til að gefa dómurum og lög- reglu olnbogarými. Um hríð hefur staðið til að skipa sérstaka yfirdómara í mafíumálum, sem eiga að hafa rýmri starfsreglur en aðrir dómarar, en skipun þeirra þæfist. Menn eins og Borsellino og Falcone voru sjálfsagðir í þessi embætti. Sérhver kjósandi getur horft í eigin barm og spurt sig hvernig standi á því að Kristilegi demókrataflokkurinn tapi fyrir norðan, en vinni á fyrir sunnan, þegar einmitt þessi flokk- ur er talinn einna mest tengdur mafíunni. Ayala er ekki í vafa um að mafían ráði þúsund- um atkvæða á Sikiléy og noti áhrif sín til að styðja flokkinn. En reiðin, sem sprengjutilræð- in tvö hafa leyst úr læðingi, vekur vonir um að nú geti stjórnmálamennirnir ekki lengur smokrað sér undan framkvæmdum í stað orða. Það er reyndar sérkennilegt að mafían skuli kynda svona undir reiðina. Spurningin er hvort samtökin eru svona örugg með sig, eða hvort þau reyna á örvæntingarfullan hátt að skelfa meðreiðarsveina sína og aðra til hlýðni. Einn af þeim sem voru spurðir álits fyrstu klukkustundirnar eftir sprengjutilræðið er gamall dómari, sem nú er kominn á eftirlaun. Um leið og hann gekk út úr húsi sínu spurði fréttamaðurinn hann hvernig honum sýndist málin standa nú. Dómarinn svaraði grátandi að nú væri öllu lokið, allt búið. Um leið og hann settist inn í bíl sinn, spurði fréttamaður- inn hvað hann ætti við. Dómarinn tók báðum höndum utan um hönd fréttamannsins, sem hélt á hljóðnemanum, endurtók orð sín, horfði eitt andtak biðjandi á fréttamanninn áður en hann sleppti og lokaði bílhurðinni. Forsetinn hefur hvatt þjóðina til að gera hið ómögulega. í sjónvarpinu bað grátandi kona í miðborg Palermo stjórnmálamenn að segja almenningi hvað hann ætti að gera, því það væri allt að vinna. Sprengjutilræðin bundu enda á farsælan starfsferil dugandi manna, sem væri mest virð- ing sýnd með því að fylgja hugmyndum þeirra og reynslu fast eftir. Sigpnin Davíðsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.