Morgunblaðið - 26.07.1992, Síða 11

Morgunblaðið - 26.07.1992, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1992 stæðingi mínum í hag. En reyndin varð önnur. Eftir því sem ég fæ séð núna, þá var bréfi mínu bara stung- ið undir stól og það kom hvergi fram í málskjölum stúlkunnar. Sak- sóknari fékk svo málið aftur eftir langa mæðu en hann vísaði því frá og sagði í bréfi dags. 20. feb. 19XX: „Að athuguðum rannsóknar- gögnum skal tekið fram, að af ákæruvaldsins hálfu telst það sem fram er komið við rannsókn málsins eigi nægjanlegt eða líklegt til sak- fellis. Málið hefur sætt ítarlegri rannsókn og verður ekki séð að unnt sé að upplýsa það frekar." (Tilvitnun lýkur.) í framhaldi af þessu ákváðu stúlkan og fjölskylda hennar að athuga hvort staða hennar væri virkilega svo bágborin að hún gæti alls ekki leitað réttar síns í þessu máli. Því leituðu þau til nýs lögfræð- ings, en fyrri lögfræðingur hafði lýst því yfir að hún gæti ekki gert meira í málinu. Nýi lögfræðingurinn mat stöðuna svo, að stúlkan gæti farið í einkamál, en aðeins væru 5-10% líkur á því að hún gæti unnið málið vegna þess að sönnun- arskylda í íslensku réttarfari hefur slíkt ofurvægi. Og hvernig þá? Jú, það þarf að vera vitni. Þá er spurt. Hvernig í ósköpunum á að vera hægt að finna vitni í sifjaspellsmál- um? Og ef eitthvert vitni væri, þá hefði málið eflaust aldrei orðið að sifjaspellsafbroti föður. Reyndar er í þessu tilfelli til vitni, en þar sem það er bróðir stúlkunn- ar, og samherji föður, þá getur það vitni aldrei verið neitt fyrir þessa stúlku, enda er vitnið samsekt. Þar að auki er maður sem hefur fengið sömu innrætingu og uppeldi og bróðir stúlkunnar hefur fengið, af föður sínum, að öllum líkindum mjög sjúk persóna, enda skilaboðin til hans eilíflega verið tvöföld og ruglandi. Þessi ungi maður stendur illa að vígi í sínu eigin lífi og hefur valdið mörgu fólki og sjálfum sér ómældum skaða. Niðurstaðan er því að fórnarlömb nauðgunar og sifjaspella geta mjög illa leitað réttar síns, nema sakborn- ingur játi verknaðinn eða sé uppvís að honum. Fyrir stuttu kom það fram í frétt- um að ekkert mál hefði verið kært til lögreglu á árunum 1989-1991 á grundvelli sifjaspells. Þrátt fyrir það, veit ég nokkur dæmi um slík mál sem hafa uppgötvast á þessum árum. Hvað segir þetta okkur um stöðu fórnarlambanna? Réttur þeirra virðist alveg fyrir borð borinn í gildandi lögum. Lögreglan er heldur ekki starfi sínu vaxin enda er þar mjög sterk- ur karlamórall og þannig skilja þeir illa stöðu fórnarlambanna. Þeir skilja t.d. alls ekki að kona sem hefur verið kúguð og misnotuð frá barnsaldri hefur enga sjálfsvirðingu og stolt og á því mjög erfítt með að beijast fyrir rétti sínum. En hvað sem öll lög segja þá veit ég að skjólstæðingur minn segir satt. Þetta hefur ekki allt runnið upp- úr henni eins og lygileg skáldsaga. Nei, hún hefur barist við óttann, líkamlega vanlíðan, martraðirnar, og sektarkenndina yfir því að segja frá. Hún hafði lofað föður sínum að eiga með honum leyndarmál. Hún skildi ekki togstreituna milli reiðinnar og hatursins til föður síns og svo þess að hún elskaði hann og treysti honum. Hún dáði elsta bróður sinn og skildi ekkert þegar hann vildi ekki tala við hana á göt- um úti, en hafði lofað henni gulli og grænum skógum þegar hann misnotaði hana. Og hún á margra ára vinnu fyrir höndum að lagfæra allt sem faðir hennar hefur skemmt í henni. Hvernig getur hún verið manni ástrík eiginkona? Hvernig á hún að fara að því að standa á eig- in fótum þegar mikilvægustu karl- arnir í hennar lífi hafa misnotað hana og fótum troðið? Hvernig á hún að geta greint á milli sjálfrar sín og annarra? Allt þetta og ótal- margt fleira verður hún að bijótast í gegnum sem þolandi í siíjaspells- máli og hún fær ekki einu sinni að standa upp og láta í sér heyra gagn- vart dómsvaldinu, því það vantar sannanir. Auk þessa hafa hún og fjöl- skylda hennar búið við ómæld óþægindi og ótta undanfarin ár, enda hefur faðir hennar ótta af því að verða ákærður. Hann beitir því óþokkabrögðum gagnvart þeim. Hann keyrir í veg fyrir móðurina, eltir hana um bæinn akandi, hann hringir og veldur með því ótta. Yngsti bróðirinn á mjög bágt og er hægt að rekja margt af því til þess að honum er ógnað í símanum, hótað að all- ir drepist í fjölskyldunni eða að einhver verði fyrir slysi og eflaust verður þetta bréf mitt til þéss að allt fer að skjálfa í kringum þau enn einu sinni. Lögreglan veitir ekki vernd og þar fá þau lélega áheyrn. Eg vil því leyfa mér að gera nokkrar tillögur um málsmeðferð þeirra sem kæra nauðgun eða sifjaspell til Rannsóknarlögreglu ríkisins. 1. Að bætt verði úr móttöku og viðmóti við þá sem kæra. 2. Að konur verði ætíð við- staddar yfirheyrslurnar fórnar- lambinu til stuðnings. 3. Að lærður sálfræðingur eða geðlæknir verði látinn meðhöndla og hjálpa til við skýrslutöku strax í byijun málsmeðferðar, og ég legg áherslu á að það verði kona. Ég vil benda á að fórnarlamb í sifjaspellsmálum á í mjög mikilli innri baráttu yfir því að kæra þann sem hefur valdið henni spjöllum og er oftast mjög hikandi yfir því hvort hún vill kæra og hvort hún er að gera rétt með því. Kona í vafa, verður oft ekki trúverðug þeim sem tekur af henni skýrslu. 4. Breyta verður lögum er lúta að ákærum og dómum í sifja- spellsmálum þannig að réttur fórnarlambsins verði miklu sterk- ari en nú er, og væri þá vert að líta til annarra þjóða og þeirra laga sem gilda t.d. á hinum Norð- urlöndunum og í Bandaríkjunum. Að lokum legg ég til, að sett verði á fót nefnd fagfólks um þessi mál og geri nefndin úttekt og til- lögur um frekari málsmeðferð, í ljósi þeirrar reynslu sem hér hefur fengist. Finnst mér þannig rétt að nota reynslu kvenna úr Kvennaathvarfinu, fá fulltrúa frá Stígamótum og aðila frá félags- málastofnunum sem hafa annast þessi mál, auk fulltrúa frá lögregl- unni og dómsvaldinu. Við hér á Torfastöðum erum boðin og búin til að ræða þetta mál betur við þig, enda eru hér hagsmunir margra í veði og við verðum að hjálpast að við að koma í veg fyrir að börn verði fórn- arlömb uppalenda sinna eða ann- arra fullorðinna. Með kveðju og von um jákvæða umfjöllun. EFTIRMÁLI: Eins og sést í upphafi bréfs míns, þá er það skrifað í byijun júni. Síðan þá hefur mér borist til eyrna að Rann- sóknarlögregla ríkisins hafi verið að gera bragarbót á því hvernig hún tekur á móti kærum vegna sifjaspellsbrota. Það er vel og því fagna ég heilshugar. Hitt er annað mál að nýjar vinnuaðferðir lögreglunnar hafa ekki verið kynntar enn sem komið er og því hef hvorki ég né það fagfólk sem ég hef talað við haft vitneskju um þessar breytingar. Þannig hefur ekki verið kært þrátt fyrir breytingar ef marka má fréttir frá því í júní síðastliðnum. Fyrir hönd allra þolenda sifja- spellsbrota og nauðgunarbrota vil ég þakka lögreglu að hún fer inn á þær brautir að gera þeim ein- staklingum lífið Iéttara og vona að það verði til þess að konur treysti sér nú til að kæra þá aðila sem misnota þær og niðurlægja kynferðislega. Höfundur veitir forstöðu Meðferðarheimilinu á Torfastöðum. Kynferðisbrot gegn bömum em erfið mál - segir Bogi Nilsson rannsóknarlögreglustjóri eftir Guðna Einarsson KÆRUM vegna kynferðis- brota gegn börnum hefur fjölgað undanfarin ár. Ástæð- an þarf ekki einungis að vera fjölgun afbrota. Opnari og meiri umræða um þessi mál, sem lengi lágu í þagnargildi, kann að hafa áhrif hér á. Opin- berir aðilar og áhugamanna- samtök hafa gert margt til að stémma stigu við brotum af þessu tagi og einnig til stuðii- ings þolendum. Málaflokkur- inn er erfiður viðfangs og hef- ur lögreglan, ekki síst Rann- sóknarlögregla ríkisins (RLR), oft verið gagnrýnd fyrir með- ferð kynferðisbrotamála. Að gefnu tilefni leitaði Morgun- blaðið til Boga Nilssonar rann- sóknarlögreglustjóra og spurðist fyrir um hvernig kyn- ferðisbrot gegn börnum eru meðhöndluð hjá RLR, þeim breytingum sem orðið hafa á meðferð þessara mála og hvers vænta má í þeim efnum. Bogi Nilsson segir það ekk- ert nýtt að lögreglan sé gagnrýnd og telur hann gagnrýni vera af hinu góða, svo fremi hún sé sanngjörn og byggð á skynsemi. Hins vegar sé erfitt að sitja und- ir rangfærslum því eðli málsins vegna eigi embættið óhægt um vik að svara fyrir meðferð ein- stakra mála. Það sé mikilvægt að gagnkvæmt traust ríki milli almennings og lögreglu og alvar- legt þegar því trausti er. spillt. RLR hefur gert ýmsar breyt- ingar á síðustu árum til að greiða fyrir afgreiðslu kynferðisafbrota gegn börnum. Byijunin var að flytja málaflokkinn í þá deild sem rannsakar alvarlegustu ofbeldis- verk gegn lífi og líkama fólks. Rannsókn á kynferðisbrotum nýt- ur forgangs innan RLR og er lögð áhersla á að hún gangi hratt fyr- ir sig. „Kynferðisbrot gegn börnum eru einhver viðkvæmustu og erfiðustu mál sem við fáum. Sá sem fyrir brotinu verður hefur orðið fyrir geysilega miklu áfalli, oftast miklu meira en almennt gerist um fórnarlömb afbrota- manna,“ segir Bogi. „Við gerum okkur far um að sýna þessum aðilum sérstaka nærgætni. Mál þar sem börn eiga í hlut eru sér- stök að mörgu leyti og þau krefj- ast mikillar samvinnu milli lög- reglu og þeirra sem vinna að hagsmunum barna.“ Þær raddit- hafa heyrst að nauðsyn beri til að ráða fleiri konur til rannsóknarlögreglu- starfa, ekki síst til rannsókna á kynferðisbrotum, því konur líti málin öðrum augum en karlar. Bogi segir staðreyndina þá að mjög fáar konur séu í lögreglu- starfi. Hjá RLR starfa tvær konur við lögreglustörf og önnur þeirra vinnur í deildinm sem fer með kynferðisafbrot. „í þau fáu skipti sem auglýst hefur verið eftir rannsóknarlögreglumönnum und- anfarið hafa konur ekki sótt um. Ég er ekki í nokkrum vafa um að kona sem sækir um lögreglu- starf hjá RLR hefur meiri mögu- leika á að hljóta starfið en karl,“ segir rannsóknarlögreglustjóri. Kynferðisafbrot eru mjög við- kvæm mál og lögreglan þarf oft að leita vitneskju um atriði sem tengjast sárri reynslu og fólk alla jafna talar ekki um við aðra. „Ein spurning, sem ekki er rétt borin fram, getur sett aðila alveg Bogi Nilsson rannsóknarlög- reglusljóri. úr skorðum,“ segir Bogi. „Það er mikilvægt að sá sem tekur skýrslu útskýri hvers vegna hann spyr spurningarinnar og undirbúi aðilann þannig. Undanfarin ár höfum við gert okkur far um að koma á sérhæfíngu og þjálfa okk- ar fólk á þessu sviði. Það er einn- ig mikilvægt að stuðningsaðilar þolandans átti sig á því hvernig mál þurfa að vera undirbúin af okkar hálfu fyrir ríkissaksóknara og dómstóla." Rannsóknarlögreglan hefur leitað ráðgjafar í nágrannalönd- um um meðferð kynferðisbrota gegn börnum. Norðmenn þykja mjög framarlega á þessu sviði og hafa starfsmenn RLR dvalið í Ósló til að kynna sér meðferð kynferðisbrota gegn börnum. í fyrra kom hingað deildarstjóri rannsóknarlögreglunnar í Ósló, sem hefur þessi mál á sinni könnu. Hann hélt fundi með emb- ættismönnum ráðuneyta og ríkis- saksóknara, dómurum, lögreglu- fólki og starfsmönnum félags- málastofnana svo nokkuð sé nefnt. í framhaldi af þessari heimsókn hófst reglubundið sam- starf milli RLR og félagsmála- stofnana á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn kynferðisafbrota gegn börnum. Sifjaspellsteymi Félagsmálastofnunar Reykjavík- ur hafði starfað á fjórða ár þegar fulltrúi RLR varð fastur þátttak- andi í teyminu í maí 1991. „Sam- ráð lögreglu og bamaverndar- aðila er mikilvægt bæði áður en málið er kært og ekki þýðingar- minna þegar málið er farið af stað. Brotamaðurinn getur verið faðir eða einhver nákominn, fjöl- skyldan getur hafa splundrast. Hvernig er þá högum barnsins háttað? Þótt þetta sé fremur á sviði félagsmálayfirvalda verður lögreglan að huga að þessu líka.“ Bogi telur best að mál af þessu tagi fari fyrst um hendur barna- verndaraðila áður en þau eru kærð til lögreglu. „Það skiptir miklu að þeir sem vinna að slíkum málum þekki takmörk sín og hvað þeim leyfíst. Röng málsmeðferð í upphafi má ekki verða til að spilla fyrir framgangi málsins. Þeir sem fyrst fjalla um málin verða að þekkja til réttarfars- reglnanna og hvað í þeirra að- gerðum getur orðið vatn á myllu brotamannsins þegar kemur að vörn hans. Þess eru hins vegar dæmi að lögregla hafi verið vænd um að vernda sakborninginn, þegar við höfum einfaldlega verið að fara að réttarfarsreglum." Þegar ung börn eru fórnarlömb er leitað til sálfræðinga sem ræða við börnin í áheyrn lögreglu. Reynslan hefur sýnt að umhverfi viðtalsins skiptir máli og það er heldur ólíklegt að yfirheyrsluher- bergi rannsóknarlögreglunnar sé besti vettvangurinn fyrir við- kvæmt samtal við lítið barn. Til þessa hefur RLR fengið inni á Unglingageðdeildinni við Dal- braut fyrir viðtöl við ung börn. Hjá Félagsmálastofnun Reykja- víkur er verið að útbúa sérstakt viðtalsherbergi þar sem verður góð aðstaða til að hljóðrita sam- töl og taka á myndbönd. Þá verð- ur einnig hægt að fylgjast með viðtalinu úr öðru herbergi, án þess að barnið viti af því. „Eftir atvikum getur lögmaður hins ■grunaða fylgst með viðtalinu, enda nýtur hann tiltekinna rétt- inda til að fylgjast með framvindu lögreglurannsóknar. “ Ný lög um meðferð opinberra mála tóku gildi 1. júlí sl. í þeim er gefin heimild til að hljóðrita eða taka á myndband skýrslu vitnis þegar sérstaklega stendur á, til dæmis ef barn á í hlut. Þó liggur ekki fyrir hvort slíkur vitn- isburður er gjaldgengur fyrir rétti. í umsögn rannsóknarlög- reglustjóra um þessa grein frum- varps að lögunum haustið 1990 segir að löngu sé tímabært að huga rækilega að verklagsreglum og réttarfarsreglum, sem lúta að rannsóknum þar sem barn er fórnarlamb afbrots, bæði við lög- reglurannsókn og meðferð máls fyrir dómi. „Það urðu mér von- brigði að ekki var tekið sérstak- lega á þessu í tengslum við endur- skoðun á lögum um meðferð opin- berra mála og mér finnst bera á þeirri afstöðu að þetta sé bara okkar vandamál," segir Bogi. „Það hefur ekki farið fram alvar- leg umræða um meðferð þessara mála, hlutlæg umræða á vegum ráðuneyta um umfang kynferðis- brota gegn börnum og meðferð mála á öllum stigum þeirra. Við hljótum að krefjast þess að tekið verði á þessu af alvöru, ekki síst vegna þessara - að mínum dómi - alröngu skeyta sem á okkur dynja. Við viljum líta til framtíðar og koma þessum málum í gott horf. Hins vegar er oft verið að benda á einhver gömul tilvik og nefna þau sem dæmi þess hvern- ig staðið sé að málum hér og nú.“ Ég tel að skipa eigi nefnd með fulltrúum frá lögregluyfirvöldum, ríkissaksóknara, dómstólunum, félagsmálaráðuneyti (ráðuneyti barnaverndarmála), heilbrigðisyf- irvöldum og eftir atvikum sam- bandi sveitarfélaga. Þessi hópur ætti að athuga umfang málanna, skoða hvernig staðið hefur verið að þessu undanfarið og í dag og gera tillögu um hvernig standa skuli að meðferð mála í framtíð- inni. Það verður að vera skýrt hvernig sönnunarfærslan fyrir dómstólum má fara fram, til dæmis hvort myndbönd verða tekin gild sem vitnisburður. Mér þætti góður kostur að láta mynd- bönd nægja í þessum efnum. Þá má heldur ekki gleyma sakborn- ingunum, hvað er hægt að gera þeim til hjálpar? Það verður að taka á málunum af fagmennsku og sleppa sleggjudómunum." SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.