Morgunblaðið - 26.07.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.07.1992, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1992 Dagrún Jakobs- dóttir - Minning Fædd 22. júní 1912 Dáin 28. maí 1992 Hún Dagrún frá Hlíð sofnaði hinn síðsta blund á Uppstigningardag sl. á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri eftir stutta legu. Hún var eftirminnileg kona, fríð og fönguleg, fulltrúi þeirrar kyn- slóðar sem átti djúpar rætur í ís- lenskri sveitamenningarhefð. Dagrún fæddist að Núpum í Aðal- dal, einkabarn hjónanna Kristínar ' Halldórsdóttur frá Bjamastöðum í Bárðardal og Jakobs Kristjánssonar frá Ingveldarstöðum í Kelduhverfi. Foreldrar Dagrúnar bjuggu all víða í Aðaldal, og í Skógarseli í Reykja- dal voru þau er Dagrún fermdist, en skömmu síðar fluttu þau að Hóli í Köldukinn, en þeirri sveit átti hún eftir að helga krafta sína. Hún naut þess að stunda nám í Húsmæðraskólanum á Laugum í Reykjadal annan veturinn sem hann starfaði, sá skóli bjó stúlkur vel undir húsmóðurstarfíð, en á þeim tíma þurfti að koma mjólk í mat og ull í fat, þ.e. vinna öll möguleg - störf bæði utan bæjar og innan og búa sem mest að sínu. I dag heitir að sjálfsþurftarbúskapur. Dagrún giftist ung Alfreð Ás- mundssyni frá Ófeigsstöðum í Köldukinn, sérstökum öðlingsmanni er lést fyrir 11 ámm og minnist ég hans með virðingu og þökk. Þau hófu búskap sinn í Hlíð, ný- býli frá Yztafelli, sem Alfreð byggði 1931, en ræktun hóf hann einu eða tveimur árum fyrr, hann var bú- fræðingur frá Hvanneyri og mikill ræktunarmaður og var á undan mörgum á því sviði. Hlíð stendur á norðurbakka Gljúfrár neðan fjallsróta. Skammt neðan við bæinn var skilarétt sveit- arinnar, hlaðin úr grjóti. Þar var réttað þar fram um 1980. Því nefni ég þetta að réttardögum fylgdi mik- ið líf og íjör og gestagangur því að öllum sem á réttina komu var boðið heim í veitingar. Þá var smalað til rúnings snemma í júlí og á haustin vom þrír réttardagar, sá fyrsti ætíð 16. september, þá komu söfnin af Finnsstaðadal, Gönguskarði og Seljadal. Stundum þurfti að þurrka föt af gangnamönnum og lána þeim önnur á meðan, þá var bara eldavél- in í eldhúsinu, önnur upphitun var ekki á sumrin. Starfsdagurinn var oft langur, það var erfíðara en fólk nú á dögum skilur að reisa nýbýli frá gmnni á kreppuárum, rækta allt og byggja upp þar sem ekkert var fyrir, og heyskapur því sóttur á hestum um langan veg fyrstu árin. Hlíðarheimilið varð fljótlega fjöl- mennt og fyrir margra hluta sakir merkilegt og sérstakt, þar áttu fjór- ar kynslóðir löngum heimili. Strax fluttu með ungu hjónunum í Hlíð foreldrar Alfreðs, Svava Bjömsdótt- ir og Ásmundur Kristjánsson og Bjarki yngri bróðir Alfreðs, sem var smiður á allt, söðlasmiður og bygg- ingarmeistari sinnar sveitar. Fáum ámm seinna komu svo foreldrar Dagrúnar, þau Kristín og Jakob með fósturdótturina Áslaugu (syst- urdóttur Kristínar og móðurforeldr- ar Dagrúnar, Anna Pálína Bene- diktsdóttir og Halldór Marteinsson. Þótt þetta eldra fólk væri flest vinnufært þegar það kom í Hlíð, varð þetta einskonar elliheimili er árin liðu, og engin ellilaun eða aðrar fjölskyldubætur svo að lítill auður var í búi, jörðin landlítil og bústofn aldrei stór. En það var hugsað vel um allt og nýtni og hirðusemi í hvívetna og gömlu mennirnir af- bragðs fjármenn, svo að allt nýttist vel. Dagrún óf mikið fyrstu búskap- arárin, vefstóllinn var uppi á hveij- um vetri og hún óf öll gluggatjöld fyrir sitt heimili og rúmábreiður, en Jakob faðir hennar var einnig mik- ill vefari og efni í föt var ofið heima fram á fímmta áratug þessarar ald- ar. Gamla fólkinu var dýrmætt að geta unnið meðan kraftar entust og allir áttu sitt athvarf í Hlíð til hinstu stundar. Heima í Hlíð fæddust börnin hvert af öðm en Dagrún og Alfreð eignuðust 6 böm á 20 áram. Hlíðar- systur eru Bryndís, gift Árna Sig- urðssyni frá Grímsey nú búsett á Húsavík, Steingerður, gift Ingvari Kárasyni frá Staðarholti þau búa í Árlandi í Kinn, Guðrún, gift Arnóri Fribjörnssyni frá ísólfsstöðum á Tjömesi þau em búsett á Húsavík, Ásta, gift Benedikt Leóssyni frá Akureyri og eiga þau heima í Lög- bergsgötu 5 Akureyri, Kristín, gift Guðmundi Kristni Bjarnasyni frá Jarlsstöðum í Höfðahverfí, eiga einnig heima á Akureyri, Einn dreng eignuðust þau Hlíðarhjón, sem dó mánaðargamall. Þau ólu upp að mestu leyti 2 syni mína þá Kristján og Valtý Sigurbjarnarsyni frá Finnsstöðum, einnig komu dætra- böm til lengri eða skemmri dvalar. Þar að auki ýmis sumarböm og var stundum 18 manns í þessu litla húsi á sumrin því ávallt er húsrúm þar sem er hjartarúm. * t Móðir okkar, BERGÞÓRA SKARPHÉÐINSDÓTTIR, lést á Hrafnistu í Reykjavík, föstudaginn 24. júlí. Pálína Kjartansdóttir, Edda Kjartansdóttir, Sjöfn Kjartansdóttir, Hrönn Kjartansdóttir. t Móðir okkar, ÞÓRUNN PÉTURSDÓTTIR, Furugrund 68, Kópavogi, sem lést í Landspítalanum 19. júlí, verður jarðsungin frá Víðistaða- kirkju miövikudaginn 29. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, þeir sem vildu minnast hennar láti Líknarstofnanir njóta þess. Svanhvft Jónsdóttir, Pétur Jónsson, Ólafur Júlíusson. I t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, dóttir og systir, SIGURBORG ÞÓRÐARDÓTTIR, Urðarbakka 22, Reykjavik, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 27. júlíkl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu er bent á styrktarsjóð Land- spítalans. Friðgeir Sörlason, Þórður Friðgeirsson, Guðrún Georgsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir, Ragna Þóröardóttir, Ásgerður Þórðardóttir, Guðlaug Þórðardóttir. I t ' Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKAR BJARTMARZ, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 29. júlí kl. 13.30 . Þeir sem vildu minnast hins látna vinsamlegast láti líknarstofnanir njóta þess. Björn Stefán Bjartmarz, Helga Elsa Jónsdóttir, Gunnar Bjartmarz, Sólveig Fanney Steindórsdóttir Hilmar Bjartmarz, Þórdfs Katla Sigurðardóttir, Freyr Bjartmarz, Margrét Hjálmarsdóttir, afabörn og langafabörn. t Maðurinn minn, faðir og tengdafaðir, DR. GÍSLI FRIÐRIK PETERSEN læknir, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 27. júlí kl. 13.30. Sigríður Guðlaug Brynjólfsdóttir, Þórir Gíslason, Helga Sigurjónsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐNIÁGÚST GUÐJÓNSSON, Víkurbraut 2, Sandgerði, verður jarðsunginn frá Hvalsneskirkju þriðjudaginn 28. júlí kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN HALLDÓRSDÓTTIR, Bárugötu 21, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 28. júlí kl. 15.00. Líney Pálsdóttir, Kristjana Pálsdóttir, Hannes Flosason. Páll Hannesson, Haukur F. Hannesson, Elín Hannesdóttir, Halldór Bjarnason, Ingibjörg Hannesdóttir, Reynir Arngrímsson, Sólveig Benediktsdóttir, og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaöir minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, bróðir og tengda- sonur, JÓN GUÐMUNDUR ÓLAFSSON, Bólstaðarhlíð 5, sem lést í Borgarspítalanum 17. júlí síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Bú- staðakirkju þriðjudaginn 28. júlí kl. 13.30. Steinunn Melsted, Elisabet Unnur Jónsdóttir, Ármann Rögnvaldsson, Ólafur Jónsson, Elisabet Guðmundsdóttir, Ellen María Ólafsdóttir. Gunnar Melsted, Unnur E. Melsted Einnig var oft margt fólk tíma og tíma að vetrinum, því það var farskóli í Ljósavatnshreppi og skól- inn var tekinn inn á heimilið. Dagrún fæddist inn í nóttlausa voraldarveröld og vor í þjóðlífínu, þá var gróska í ungmennafélögun- um. Hún starfaði dyggilega í Ung- mennafélaginu gaman og alvara í Ljósavatnshreppi, sem þá starfaði mikið sem leikfélag. Þau Hlíðarhjón léku í fjölda leikrita og smáþátta á skemmtunum. Minnisstæð eru mér leikritin Happið, Tengdamamma og Syndir annarra, svo eitthvað sé nefnt. Einnig störfuðu Dagrún og Alfreð- í kórum sveitar sinnar því 'bæði voru söngvin. Auðvitað fór mikill tími í félagsmál og kom sér þá vel að gamla fólkið gat gætt bús og barna. Þá var aldrei minnst á kynslóðabil allt var einn straumur lífs, starfs og fróðleiks, því fullorðna fólkið var ríkt af lífsreynslu, hafði víða átt heima og búið við önnur kjör en við nú þekkjum eða getum gert okkur í hugarlund. Það var sannarlega lærdómsríkt að alast upp með því. Það sem lesið var á kvöld- vökum, hvort sem voru skáldsögur, blaðagreinar eða fróðlegt efni var rætt. Þegar gestir komu voru einnig rædd stjórnmál og það sem frétt- næmt þótti, fólk blandaði meir geði en nú gerist þegar hver les í sínu horni eða horfir á sjónvarp. Útvarpið var mikilsvert og dag- skráin ekki lengri en það að líklega var hlustað á næstum allt. Þar hafði söngur og öll hljómlist mikið uppeld- islegt gildi. Síðasti kaflinn í æfi Dagrúnar var á Akureyri, en þau hjón brugðu búi 1974 og fluttu til Ákureyrar. Þar hlúði hún að eiginmanni, afkomend- um og vinum. Tók með rausn og gestrisninnar einlægni á móti okkur öllum og hafði sem fyrr yndi af að vera gestgjafi. Jólin byijuðu með því að fjöl- skyldan hennar kom saman í hádeg- isverð, möndlugraut og íslenskan mat, laufabrauð o.fl. á aðfangadag- inn, og eftir að kraftar hennar dugðu ekki til hélt Ásta þessum sið, svo að hún fann sig í faðmi sinnar stóru fjölskyldu. En dætur tengda- synir, fóstursynir og fjölskyldumar allar henni tengdar, hafa ávallt sýnt gagnkvæmt trygglyndi gegnum tíð- ina. Hún hafði yndi af ferðalögum og öllu félagslífi og átti marga góða vini og spilafélaga í Félagi aldraðra á Akureyri. Eftir sjötugt stundaði hún handavinnu og ýmislegt föndur með öldmðum og útbjó þá gjafír og ýmsa muni sem aldrei var tími til fyrr á annasamri æfí, þar sem mat- reiðsla og þjónustubrögð á stóm heimili tóku mestan tímann. Flestir íslendingar hafa borið út- þrá í bijósti, og ung skrifaði Dagrún að sig langaði að sigla um öll heims- in höf. En aldrei var þó siglt lengra en til Grímseyjar og Hríseyjar. Marga góða ferðina fómm við sam- an í heimsóknir í Þingeyjarsýslu og um Eyjafjörð. Síðustu árin dvöldum við saman í orlofshúsi og einnig á orlofsvikum þar sem allir tóku þátt í kvöldvökum, þar var hún hrókur alls fagnaðar. Með aðstoð sinna nánustu tókst Dagrúnu að eiga sitt heimili til hins síðasta, ekki síst vegna góðrar hjálpar Ástu og Benedikts, sem bjuggu í sama húsi og ætíð voru til taks er eitthvað bjátaði á, því oft var heilsa hennar tæp hin síðari ár þótt andleg heilsa og áhugi á félags- lífí héldist. Nú að leiðarlokum vil ég þakka alla umhyggju mér og mínum til handa og óska henni góðrar ferðar um þau lönd sem við þekkjum ekki en vonum að séu víðfeðm og björt. Þökk fyrir allt. Hinn máttugi faðir hinn mætasti sonur Heilagur andi himins. Þig bið eg skilja sem skapað hefur, oss alla eymdum frá. Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi manna. Drottinn minn gefi dánum ró en hinum líkn, er lifa. (Úr Sólarljóðum) Áslaug Kristjánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.