Morgunblaðið - 26.07.1992, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 26.07.1992, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1992 EINVÍGI ALDARINNAR í REYKJAVÍK Þegar einfarinn særði Sovétveldið holundarsári í Laugardalshöll Ljósmyndarar við Laugardagshöll gera harða hríð að Fischer er hann mætir til leiks í fyrstu skákinni. Fjöldi erlendra frétta- manna fylgdist með einvíginu. Fischer stígur út úr bíl sem hann fékk að láni. í baksýn Sæmundur Pálsson lögreglu- þjónn en hann vann hylli Bandaríkjamannsins. Áhorfendur fylgjast spenntir með stöðunni á sjónvarpsskjám sem komið var fyrir á göngum hallarinnar. Ljóst er að Spasskí á leik því að ofarlega á miðri mynd sjást þeir saman, Fischer og Guðmundur G. Þórarinsson. Spasskí á gönguferð í grennd við Hótel Sögu þar sem hann bjó. Fischer hreiðraði um sig á Hótel Loftleiðum en síðar fengu þeir félagar sitt einbýl- ishúsið hvor til að geta haft meira næði. Fischer kom nokkrum sinnum í Laugardalshöllina að næturlagi til at- huga hvort farið hefði verið að fyrir- mælum hans um breytingar og lagfær- ingar. Eitt sinn skrapp hann í ökuferð upp í sveit og lék sér við lömbin. EINHVER óvæntustu tíðindi í skáksögunni bárust á föstudag er það var staðfest að Bandaríkjamaðurinn Robert Fischer hefði loks ákveðið að koma út úr skel- inni eftir 20 ár og tefla opinberlega á ný. Ekki dregur það úr eftirvæntingunni að hann vill endurtaka leikinn frá 1972 er hann keppti við Borís Spasskí, þáverandi heimsmeistara, um titilinn í Reykjavík. Spasskí var þá sovéskur ríkisborgari og Sovétmenn höfðu haldið titlinum óslitið frá því skömmu eftir síðari heimsstyrj- öld. Einvígið varð sögulegt í mörgum skilningi. [^Targra vikna togstreita **■'-*- varð um það hvar einvíg- ið skyldi fara fram. Fischer, sem hafði ekki ríkisrekna ská- kvél Sovétmanna á bak við sig, lagði áherslu á að verðlaunaféð yrði sem hæst. Duttlungar hans svokallaðir og endalausar kröf- ur um breytingar á smáum sem stórum atriðum voru í margra augum ekkert annað en snjöll tilraun til að vekja athygli umheimsins á einvíginu. Það tókst. Hólmgangan komst á forsíður Newsweek og Time. Þetta var sumarið þegar eftir- lætislagið í útvarpsstöðvum var „Sylvias rnother" með Dr. Hook, jafnvel Fischer raulaði með. íslenska skáksambandinu undir forystu Guðmundar G. Þórarinssonar þótti takast snilldarlega að sigla fram hjá óteljandi skeijum. Og loks byrj- aði ballið. Spasskí vann fyrstu skákina er Fischer seildist of langt og hirti „eitraða“ peðið. Annarri skákinni lauk með því að klukka Bandaríkjamannsins féll. Fischer mætti nefnilega ekki til leiks í skákinni til að mótmæla einhveiju sem allir voru búnir að steingleyma nokkrum dögum síðar. En á endanum lagði hann Spasskí. Sovéska skákvélin var iengi í sárum og Spasskí var aldrei fyrirgefið á bænum þeim. Ljósmyndir/Morgunblaðið Loksins! Bobby Fischer kemur til Keflavíkurflugvallar sumar- ið 1972 eftir að óvissa hafði ríkt vikum saman um það hvort nokkuð yrði úr einvíginu. Sagt var að Henry Kissinger, er þá var utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefði hringt í Fisc- her og sagt honurn að þjóðarsómi risaveldisins lægi við; hann yrði að mæta í Reykjavík og sigra rússneska björninn. Með Fischer á myndinni eru þeir Sigurður Magnússon fulltrúi og Freysteinn Þorbergsson skákmeistari (að baki Fischer) sem m.a. tefldi hraðskák við Fischer í flugvélinni á leiðinni austur um haf til íslands. Larissa Spasskí, eigin- kona sovéska heims- meistarans, í golfi. Fischer glaður í bragði á blaðamannafundi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.