Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 3 FRÉTTIR Bjarki Holm úr Vogaskóla fékk 10 í samræmdu prófunum Morgunblaðið/Þorkell BJARKI Holm verður í bæjarvinnunni sumarlangt í Heiðmörk en í haust ætlar hann að hefja nám í Menntaskólanum í Reykjavík. „EKKERT hefur komið mér jafn- mikið á óvart,“ sagði Bjarki Holm 15 ára Reykvíkingur úr Vogaskóla um árangur sinn á samræmdu prófunum. Hann reyndist vera annar af tveimur nemendum sem fengu 10 í ís- lensku og eini nemandinn á land- inu sem vann það einstaka afrek að fá 10 í einkunn í öllum grein- um í samræmdum prófum. Jafnvel þótt Bjarki hafi fengið háar einkunnir segist hann ekki vera neinn fyrirmyndarnemandi. „Prófin voru ekki eins óhugnan- lega erfið eins og sumar vilja vera láta en langt frá því að vera mjög létt,“ sagði hann. Stærð- fræðin lá vel fyrir Bjarka en „Er enginn fyrirmynd- arnemandi“ hann segir dönsku- og ensku- prófin hafa verið léttari en hann átti von á. Islenskueinkunnin kom honum þægilega á óvart enda hafði hann aldrei áður fengið 10 í greininni. Þegar Bjarki er ekki að vinna eða læra eiga útivist, íþróttaiðk- un og skátastörf hug hans. „Ég hef reynt mig í ýmsum íþrótta- greinum, stússast í hesta- mennsku með fjölskyldunni og er félagi í skátafélaginu Skjöld- ungum í Vogahverfi." Bjarki seg- ist hafa eignast flesta bestu vini sína í skátunum. Framtíðin virðist við fyrstu sýn vera fastmótuð í huga skát- ans. Hann ætlar í Menntaskólann í Reykjavík í haust ásamt nokkr- um vinum sinum og telur hann að námið verði strembnara þar en í grunnskóla. Hann gæti síðan vel hugsað sér að fara í lögfræði eða læra stjórnun. „Ég býst við að ég sé nokkuð stjórnsamur," sagði hann kíminn. Bjarki hefur einlægan áhuga á stjórnmálum og kveðst stefna að stjórnmálaþátttöku. Enginn núverandi flokka heillar þó hinn unga námsmann. „Ég hyggst stofna umbóta- flokk og set stefnuna á að stýra landinu," segir hann ákveðinn. Foreldrar Bjarka eru Bryndis Kristinsdóttir dagmóðir og Reynir Holm sendibílstjóri. - fyrir allal Vökvastýri Samlæsing Litað gler Framhjóladrif! gæðabill ur í kipta öllu. BRIMBORG FAXAFENI 8 • SÍMI 515 7000 SJöundl hlmlnn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.