Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ1995 25 Konur MIKIL umræða hefur verið um jafnréttismál hér á landi í tengsL um við nýafstaðnar kosningar. í þessari umræðu varð afstaða Sjálfstæðra kvenna sýnileg en hreyfingin leggur fyrst og fremst áherslu á að einstaklingsfrelsi sé virt og konur og karlar séu jafn- ingjar, sem beri rétt og skyldur til jafns. Jafnréttiskrafan hlýtur að grundvallast á því að jafnhæfir einstaklingar séu metnir að sömu verðleikum, ekki að ákveðnir hóp- ar séu teknir fram fyrir aðra, hæfum einstaklingum er vart sómi að sitja undir slíku. Þótt við teljum kynjakvóta ekki heppilegustu leið- ina til að ná fram jöfnuði, er ljóst að þörf er á umbótum til að ná fram jafnrétti og jafnlaunarétti. Kynbundið launamisrétti virðist regla fremur en undantekning á íslenskum vinnumarkaði, þrátt fyrir lögtöku ýmissa jafnréttislaga og samþykkta á liðnum árum. Má þar nefna lög um jafnrétti kvenna og karla, nr. 65/1985, alþjóðasam- Jafn réttur kynja hjá ríki til launa í fæðingar- orlofi er, að mati Helgu Kiástj ánsdóttur og Sigríðar Guðjónsdótt- ur, ein forsenda þess að launajafnrétti náist. þykkt um jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf, sbr. auglýsingu 12/1958, laga um launajöfnuð kvenna og karla, nr. 60/1961 o.fl. en lagasetning hefur ekki skilað nægum árangri. Til þess að löggjöfin verði virt og ás- ættanleg framkvæmd náist, hljóta forsvarsmenn og ráðamenn að þurfa að breyta núverandi fram- kvæmd við launamál og stöðuveit- ingar. Viðhorfsbreytingar stjórn- enda er þörf. Athugun sem Félags- vísindastofnun Háskólans vann fyrir Jafnréttisráð fyrr á þessu ári leiddi í ljós að konur þurfa að leggja meir á sig í starfi til að hljóta sömu viðurkenningu og karlar og að almennt er um lau- namun að ræða milli kynjanna. Eðlilegt er að skipun í ábyrgðar- stöður þjóðfélagsins endurspegli Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflngvelli og Rábhústorginu Htur0utthlitMh -kjarni málsins! AÐSENDAR GREIIMAR - á eigin verðleikum sem best breidd þjóð- arinnar, en til þess þarf hlutur kvenna að aukast. Ein sú kerfisbreyting sem við teljum að þurfi að koma til í ríkis- geiranum,eigi jafn- frétti að nást, er jafn réttur foreldra til launa í fæðingaror- lofí. Hjá ríki nær réttur til launa í fæð- ingarorlofi ekki til karla. Þessi stað- reynd leiðir til þess að stjórnendum Helga Kristjánsdóttir Sigríður Guðjónsdóttir hættir til að hugsa sig tvisvar um við ráðningu. Við teljum að jafn réttur kynja hjá ríki til launa í fæðingarorlofí sé ein af forsendum þess að launajafnrétti náist. Það er tími til kominn að konur og karlar vakni upp og horfist í augu við að ekki er eðlilegt að ábyrgð á börnum og heimili hvíli einungis á herðum kvenna, þ.e. sem áskipuð staða en ekki valkvæð. Þá er hlut- verk karla sem fyrirvinnu heimilis- ins ekki lengur raunhæft, þar sem flest heimili eiga sér tvær fyrir- vinnur. Meira öryggi er í fjárhags- legri afkomu heimilis sem byggir á framlagi tveRgja einstaklinga og líklegt er að samverutími fjöl- skyldunnar aukist með auknum launajöfnuði.Jákvætt er að núver- andi ríkisstjórn hefur það m.a. að markmiði að endurskoða jafnrétt- ismál, til dæmis er fjármálaráð- herra að láta fara fram athugun á hvernig staða kynja er hjá fjár- málaráðuneyti og undirstofnunum þess, með það að markmiði að stuðla að auknum hlut kvenna. Ekki er þó nægjanlegt að þessi mál verði aðeins endurskoðuð hjá ríki. Viðhorfsbreyting þarf einnig að verða á einkamarkaði, þannig að konur fái að sanna sig - á eig- in verðleikum. Helga Kristjánsdóttir er hagfræðingur og Sigríður Guðjónsdóttir er lögfræðingur. / runnar La ftre Skrautrunna Harðgerðar, stórar og fallegar plöntur eru aðalsmerki okkar. DORNRÓS. (Rosa acicularis 'Dornroschen') Utbreiddasta stilkrósin. Blómstrar vel og getur iifað í mörg ár á hlýjum og sólríkum vaxtarstað. ÚLFAREYNIR. (Sorbus hostil) Úlfareynir er margstofna tré eða stórvaxinn runni sem blómstrar bleikum blómum í júní og er með stór, rauð ber á haustin. Berin eru vel æt og mjög góð í sultu. Tréð er harðgert en þolir illa sjávarseltu. ILMBJÖRK EÐA BIRKI. (Betula pubescens) Birki er íslenskt tré sem er mjög breytilegt eftír lands- hlutum, oft kræklótt. Vinsælt garðtré og notað í lim- gerði. Gróðrarstöðin Mörk tekur virkan þátt í verkefni um kynbætur á birki í samstarfi við vísindastofnanir og þegar hefur náðst umtalsverður árangur í frærækt. • Lauftré, skrautrunnar og barrtré í miklu úrvali. FJALLAGULLREGN. (Laburnum alpinum) Heimkynni fjallagullregns er í ijöllum Suður Evrópu. Það er lítið tré sem með aldrinum verður alsetíö gulum biómklösum í júni-júlí. Aidinin sem eru smábaunir eru eitruð. Það kýs frekar að vaxa í þurrum sendnum jarðvegi og er þá aiiharðgert. GEISLASÓPUR. (Cytisus purgans) Vex í Suður-Frakklandi og á Spáni og hefur náð miklum vinsældum hér vegna blómfegurðar. Blómstrar í júní-júlí og vex best í sendnum jarðvegi. Góðar skógarplöntur á einstaklega hagstæðu verði. • Ráðleggjum um plöntuval. • Sendum plöntur hvert á land sem er. • Gerum ræktunarsamninga til lengri tíma. • Biðjið um vandaðan garð- ræktarbækling með plöntulista. Nú er komið þriðja veggspjaldið með myndum og upplýsingum um tré og runna. k SÆKIÐ SUMARID TIL OKKAR 2 „ GRÓDRARSTÖÐIN Moiik 8TJÖRNUGKÓF tti, SÍMl S8t 4288 DVERGFURA. (Pinus mugo pumilio). Kemur frá Suðaustur-Evrópu og er ein af vinsælustu furutegundum í görðum um alla Evrópu og Norður- Ameríku. Hún er runnakennd og þolir vel klippingu og þrífet vel í mögrum og þurrum jarðvegi. Gfsli B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.