Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 21 FRÉTTIR: EVRÓPA RÁÐSTEFNUHÖLLIN í Cannes. Borgin verður undirlögð af fundahöldutn leiðtoga ESB og fylgdarliðs þeirra á mánudag og þriðjudag. _____________ERLENT Finnar ánægðir með Helsinki. Morgunblaðið. MEIRIHLUTI Finna er ánægður með aðild þjóðarinnar að Evrópu- sambandinu, ESB. Aðeins lítill minnihluti vill hins vegar aðild að varnarsamstarfi Atlantshafs- bandalagsins, NATO. Stærsta dagblað Finna, Hels- ingin Sanomat, hefur undanfarið birt í áföngum niðurstöður úr viða- mikilli könnun Gallup. Skoðanir Finna á ágæti ESB- aðildar hafa ekki breyst verulega frá þjóðaratkvæðagreiðslunni í október í fyrra. Þá samþykktu 57% aðild en nú mældust 55% ánægð með aðildina. Eini þjóðfé- lagshópurinn, sem er eindregið mótfallinn ESB, er bændur. Nærri ESB-aðild allir í þeirri stétt sögðust nei- kvæðir gagnvart ESB. Aðeins fjórði hver Finni vill aðild að NATO en 63% eru ein- dregið á móti. í nýlegri skoðana- könnun í Svíþjóð kom í ljós að aðeins 19% landsmanna vildu ger- ast aðilar að NATO en 58% voru andvígir því. Leiðtogafundurinn í Cannes Flest deilumál þegar afgreidd Atvinnusköpun og utanríkis- mál efst á dagskrá París, Lúxemborg, Brussel, London. Reuter. RÁÐHERRUM Evrópusambands- ríkjanna hefur tekizt að finna lausn á — eða ýta til hliðar — flest- um þeim deilumálum sem hafa verið mest aðkallandi að undan- förnu. Þannig komast leiðtogarnir hjá því átökum um t.d. þróunarað- stoð og vernd kvikmyndaiðnaðar- ins og geta einbeitt sér að þeim málum, sem eru efst á dagskrá fundarins, þ.e. atvinnusköpun og ýmis utanríkismál, einkum stríðið í Bosníu. Frönsk stjórnvöld féllu í gær frá því að krefjast ákvarðana á Can- nes-fundinum um hertar reglur til að vernda evrópska kvikmynda- iðnaðinn fýrir Hollywood-fram- leiðslu. Talsmaður Chiracs forseta, Catherine Colonna, sagði að ekk- ert samkomulag væri um málið og ræða yrði það frekar í forseta- tíð Spánar, sem hefst um næstu mánaðamót. Samkomulag um þróunaraðstoð Utanríkisráðherrar ESB-ríkj- anna náðu svo loks samkomulagi í gær um útgjöld sambandsins til þróunaraðstoðar. Um 1.110 millj- arðar íslenzkra króna munu renna til aðstoðar við þriðjaheimsríki í Afríku, Karabíska hafinu og við Kyrrahaf á næstu fimm árum. Þetta er samsvarandi þeirri aukn- ingu frá síðasta fímm ára tíma- bili, sem Frakkar höfðu lagt til. Bretar og Þjóðvetjar, sem vildu ekki hækka útgjöldin, sættust á að hækka tilboð sín um aðstoð lít- ið eitt gegn því að ónýttar fjárveit- ingar yrðu færðar yfír á næsta fímm ára tímabil. Bráðabirgðasamkomulag náðist jafnframt um að veija um 102 milljörðum króna til aðstoðar við Austur-Evrópuríki á ári hverju og um 58 milljörðum árlega til Mið- jarðarhafsríkja. Áherzla á markaðslausnir Búizt er við að leiðtogarnir leggi áherzlu á að fjölga störfum í Evr- ópu með því að auka samkeppnis- hæfni evrópskra fyrirtækja með markaðslausnum í efnahagsmál- um. Meðal tillagna, sem lagðar verða fyrir leiðtogana, verða upp- ástungur um að einfalda löggjöf ESB, afleggja ríkiseinokun og gera lokaátak til að fjarlægja hindranir í vegi fyrir sameiginleg- um markaði Evrópuríkja. Hvað varðar stríðið í Bosníu er ekki búizt við neinum töfralausn- um. „Fundurinn mun einkennast af hinni brýnu þörf fyrir að gera eitthvað og getuleysinu til að gera það,“ segir Michael Sturmer, for- stjóri þýzku rannsóknastofnunar- innar í alþjóðamálum. ef þús þaiir á ‘Hátel Tddu. cAllt þetta hídur þúi Mynteining ógerleg ein og sér • KLAUS KINKEL, utanríkis- ráðherra Þýskalands, segir að sögn þýska dagblaðsins Frank- furter Allgemeine í gær að mynteining sé ógerleg í Evrópu nema samsvarandi pólitískur samruni eigi sér stað samtímis. Kinkel sagði þetta er hann var að ræða væntanlegan leiðtoga- fund Evrópusambandsins í Can- nes. • UMHVERFISRÁÐHERRA Svíþjóðar, Anna Lindh, vakti athygli evrópskra starfssystk- ina sinna á fornum siðum norð- urslóðarbúa á fundi í Lúxem- borg í gær, þegar hún bauð þeim upp á snafs og síld í ár- bít. Vildi ráðherrann sænski með því mótmæla á vinsamleg- an hátt fundartímanum, sem rekst á við hátíðahöld þau sem tíðkast hafa í heimalandi henn- ar á lengsta degi ársins síðan á hinum heiðnu miðöldum. • DOUGLAS Hurd, utanríkis- ráðherra Breta, lýsti í gær yfir nýju átaki til að opna augu brezks almennings fyrir því, að Evrópusambandið sé ekki að framleiða lög og reglugerðir sem segi fyrir um stærð flat- baka, hvað þá að froskar séu „fiskar, sem búi á landi“. Brögð hafa verið að slíkum þjóðsögum um starfsemi ESB í Bretlandi. • FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins hefur falið Alþjóðaviðskiptamálastofnun- inni (WTO) í Genf að taka jap- önsku áfengisskattalöggjöfina til umfjöllunar. í Japan nýtur innlend áfengisframleiðsla óeðlilega mikillar verndar að mati framkvæmdastjórnarinn- ar, þar sem til dæmis viský er skattlagt sjö sinnum hærra en japanska brennivínið shochu. d 18 átöðiun á landivui - í alfavaleið. yerð ágiMmgu ámami: 7 tmeggjas nianna uppbúnu fierhejrgifirá h: 2.275. Swefnpakaplááósjrdkn 850 til 1.350.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.