Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 7 FRÉTTIR Nýr skemmtistaður í Austurstræti Lifandi tónlist á þremur hæðum VALUR Magnússon hefur tekið Austurstræti 12a á leigu og hefur þegar hafið undirbúning að opnun nýs skemmtistaðar í húsinu. Húsið er líklega þekkt- ast fyrir að hafa hýst skemmti- staðinn Óðal um árabil. Nafn nýja staðarins hefur ekki verið valið en stefnt er að opnun skemmtistaðar á þremur hæðum í húsinu 6. eða 7. júlí næstkomandi. Að sögn Jóhanns Jóhanns- sonar veitingastjóra hafa fram- kvæmdir í húsinu staðið í þrjár vikur. Hann segir gjörsamlega allt rifið út og staðurinn inn- réttaður upp á nýtt. Til þess að náist að opna 6. eða 7. júlí verður unnið dag og nótt í hús- inu. Á neðstu hæðinni verður píanóbar þar sem fólk getur setið og spjallað saman undir þægilegri tónlist. Á miðhæð verður það sem aðstandendur kalla salsa-bar og á efstu hæð- inni verður dans og diskó. Á öllum hæðum verður möguleiki til þess að vera með lifandi tón- list og stefnt er að því að alltaf verði lifandi tónlist á píanóbarn- um. Innréttingarnar verða mis- munandi á hæðunum þremur. Á neðstu hæð verða þær í anda þriðja áratugarins með gamal- dags veggfóðri og panel á veggjum. Á miðhæðinni verður spænskt og suður-amerískt and- rúmsloft og skrautlegar mýndir á veggjum. Efsta hæðin fer að mestu leyti undir dansgólf en þar verður þó hægt að tylla sér einnig. Morgunblaðið/Kristinn IÐNAÐARMENN vinna nú dag og nótt í Austurstræti 12a þar sem opnaður verður nýr skemmtistaður í júlí. SKi-M’ Er roðin komin að þér? Formaður Sam- taka móðurmáls- kennara Fram fari athugim á móður- máls- kennslu MENNTAMÁLARÁÐUNEYTI þarf að láta fara fram athugun á því hvernig betur megi standa að móðurmálskennslu í grunn- og framhaidsskólum í framhaldi af niðurstöðu samræmdu prófanna í íslensku að sögn Sveinbjargar Sveinbjörnsdóttur formanns Sam- taka móðurmálskennara. Sveinbjörg telur ýmsar ástæður fyrir því hvernig farið hafi, t.d. hljóti kennaraverkfall að hafa bitnað á nemendunum. Meðalein- kunn í íslensku á samræmdu próf- unum hefur lækkað um rúman heilan miðað við árið í fyrra. Sveinbjörg segist ekki telja að prófið hafi verið erfiðara en áður. „Hins vegar hefur komið fram að nemendurnar hafi staðið sig verst í málfræði og bókmenntum. Þeir þurfa auðvitað mesta leiðsögn í þeim hlutum og því er líklegt að verkfallið hafi haft sitt að segja. Ekki má heldur gleyma því að nemendurnir hafa þurft að þola töluverðan niðurskurð í íslensku í gegnum árin og íslenskan er í mikilli samkeppni við enskuna. Ég hugsa að skýringin á því hvað nemendurnir hafa staðið sig vel í ensku sé sú að þeir eru í stöðugri þjálfun í gegnum tölvur, mynd- bönd og annað. Á sama tíma fara ekki mjög mörg íslensk börn að lesa fríviljug á íslensku,“ sagði hún og tók fram að hún væri ekki sam- mála því að það hefði áhrif að skipt hefði verið um nokkrar kennslubækur. Móðurmálskennarar fái kennsluafslátt Sveinbjörg sagði að móðurmáls- kennarar væru stöðugt að leita leiða til að bæta kennsluna. „ís- lenskukennarar eru duglegir að sækja námskeið og kynna sér nýj- ungar í kennslufræði. Ég marka því ekki áhugaleysi meðal kenn- ara,“ sagði Sveinbjörg. Hins vegar sagði hún eðlilegt að gerð yrði úttekt á móðurmáls- kennslu í grunn- og framhalds- skóla í framhaldi af útkomunni úr samræmdu prófunum. Að auki væri brýnt að fjölga kennslustund- um og veita kennurum kennsluaf- slátt vegna meiri heimanáms í ís- lensku en öðru greinum. SÖLUKERFIÐ LOKAR KL. 20.20 Alltaf á laugardögum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.