Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG ÚRVERINU Morgunblaðið/Kristinn FJÖLDI útlendinga á tjaldstæðunum í Laugardal er svipaður og i fyrra. Norður-Ameríkubúum hefur þó fjölgað nokkuð og fleiri koma með reiðlyól til að ferðast um landið. Þýskum ferðamönnum fækkar en heildar fjöldinn er svipaður FJÖLDI útlendra ferðamanna í sumar verður sennilega svipaður og í fyrra, að sögn Magnúsar Odds- sonar ferðamálastjóra. Af bókun- um Ferðaskrifstofu íslands á Edduhótelin má ráða að Þjóðveijar verði eitthvað færri en fólki frá Miðjarðarhafslöndum íjölgar ef sama þróun heldur áfram sem ver- ið hefur á síðustu árum. Heildarfjöldi útlendra ferða- manna allt árið 1994 var 179.241 samkvæmt upplýsingum Ferða- málaráðs. Þar af komu á tímabilinu frá áramótum og fram í lok maí 46.555. A þessu ári komu á sama tíma nokkru fleiri, eða 49.693. Margir þeirra sem sinna ferða- þjónustu segjast gera sig ánægða með sama ijölda ferðamanna og í fyrra því bókanir á gistihúsum voru nálægt því hámarki sem hægt var að taka við. Á tjaldstæðunum í Laugardal hafa verið álíka margir í júní og UM HELGINA Ganga meöfram Hafnarfjarðarhöfn SKÁTAFÉLAGIÐ Hraunbúar í Hafnarfirði stendur fyrir gönguferð fyrir almenning sunnudaginn 25. júní nk. kl. 14 og verður gengið meðfram Hafnarfjarðarhöfn frá Norðurgarði að Suðurgarði. Göngustjóri verður Eyjólfur Sæ- mundsson, efnaverkfræðingur og fyrrverandi formaður hafnarnefnd- ar og mun hann segja frá ýmsu fróðlegu um höfnina. Hann mun segja sögu hennar, veita almennar upplýsingar um dýpt, strauma, skipaafgreiðslu og þ.h. og einnig um framtíðarmöguleika á stækkun hennar og núverandi áfdrm. Allir eru velkomnir og þátttaka er ókeypis. Náttúruminjaganga FÍ SÍÐASTI áfangi Náttúruminja- göngunnar á sunnudaginn 25.júní og er það 8. áfanginn. Þátttaka hefur verið mjög góð. í göngunni á sunnudag verður farið af stað kl. 10.30 og gengið frá Djúpavatni að Selatöngum. Með í för verða jarðfræðingamir Haukur Jóhanns- son og Sigmundur Einarsson og fræða um jarðfræði svæðisins. Kl.13 verður fjölskylduferð á Selatanga sem er fom útróðrarstað- ur miðja vegu milli Grindavíkur og Krísuvíkur og þar eru merkar fom- minjar. Kl.08.00 verður fyrsta sunnu- dagsferðin í Þórsmörk. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni og Mörkinni 6. voru í fyrra, en mesti ijöldinn kem- ur alltaf í júlí og ágúst. Á hveijum degi skrá sig 20-30 manns á tjald- svæðin samkvæmt upplýsingum frá umsjónarmönnum. Samsetning tjaldbúanna er svipuð og verið hefur nema hvað að Bandaríkja- mönnum og Kanadamönnum hefur fjölgað lítillega, en þeir voru fáir áður. Flestir ferðamannanna á tjaldstæðunum fara með lang- ferðabifreiðum um landið en vax- andi hópur fer um á hjóli. Langflestir útlendingar sem koma hingað til lands ferðast um á Suðurlandi. Edduhótelin á Kirkjubæjarklaustri og Skógum eru fjölsóttust allra Edduhótela og anna varla eftirspum að sögn tals- manna Ferðaskrifstofu Islands sem annast bókanir fyrir hótelin. Þróun síðustu ára hefur þó verið sú að bæði innlendir og erlendir ferðamenn hafa farið víðar um landið en áður. Ný vega- handbók KOMIN er út ný og mikið breytt útgáfa Vegahandbókarinnar og nefnist hún nú íslenska vegahand- bókin. Þessi útgáfa er sú sjötta í röðinni en bókin kom fyrst út árið 1973. Upprunalegur texti Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum er enn uppistaða efnisins en hefur verið aðlagaður eftir því sem breytingar hafa orðið. Bókin er í stærra broti en áður og öll kort hafa verið endurskoðuð og gerð skýrari. 1 henni eru meðal annars gatnakort af öllum helstu þéttbýlisstöðum. Það er nýjung í þessari útgáfu að tekið hefur verið upp tilvísunar- kerfí milli vegnúmera sem auðveldar mönnum að finna strax þann veg sem þeir ætla að fara. I bókinni er mikið af ljósmyndum af ýmsum nátt- úrufyrirbærum og sögulegum stöð- um. Aftast er ítarleg staðanafna- skrá. Vegahandbókin er gefin út af íslensku bókaútgáfunni en ritstjórar eru Örlygur Hálfdanarson og ívar Gissurarson. Grænlendingar vilja 10% af norsk-íslenzku síldinni GRÆNLENZK stjómvöld hafa nú farið fram á hlut í veiðunum úr norsk-íslenzka sfldarstofninum. Þessi ósk kom fram í viðræðum sjávarútvegsráðherra Færeyja og Grænlands um gagnkvæmar fisk- veiðiheimildir. Grænlendingar hafa einnig komið þessu sjónar- miði sínu á framfæri við stjóm- völd á íslandi, Noregi og í Rúss- landi. Grænlenzka heimstjómin telur sig eiga rétt á allt að 10% af leyfílegum heildarafla og hefur hún því gefíð útgerðinni East Gre- enland Codfísh A/S leyfí til síld- veiða í Síldarsmugunni. Skip fyrir- tækisins Ammassat, áður Harpa SU, hefur þegar veitt um 3.000 tonn af síld, en ekki fengið leyfi til löndunar hér. Til þessa hafa Norðmenn og Rússar einir nytjað norsk-íslenzku síldina síðan veiðar hófust á ný eftir hrun stofnsins 1968. íslend- ingar og Færeyingar hafa síðan ákvarðað sér sjálfir kvóta upp á 250.000 tonn í ár og stunda þeir veiðamar innan lögsögu beggja landanna og í Síldarsmugunni. Gagnkvæmar veiðiheimildir Ivan Johannessen, sjávarút- vegsráðherra Færeyja hefur stað- fest að rætt hafí verið um síld á fundi ráðherranna. „Ég sýndi hin- Ammassat hefur veitt um 3.000 tonn í Síldar- smugunni um færeyska starfsbróður mínum fram á, að hinn umtalaði síldar- stofn leggur einnig leið sína inn í lögsögu Grænlands. Þess vegna förum við fram á hlut í þessum veiðum og rætí um fá heimildir til veiðanna innan lögsögu Fær- eyja,“ segir Paaviaraq Heilman, sjávarútvegsráðherra Grænlands. Ivan Johannesen segir að gæn- lenzki ráðherrann hafí ekki loku fyrir það skotið, að Færeyingar fengju í staðinn heimildir til veiða á karfa innan lögsögu Grænlands. Ráðherramir em sammála um að það geti verið góður kostur fyrir grænlenzk fískiskip að stunda síld- veiðar innan lögsögu Færeyja og færeyskum fiskiskipum sé einnig hagur af því að stunda karfaveiðar innan lögsögu Grænlands. Viljum fá að landa á Islandi Einar Hallsson, starfsmaður East Greenland Codfísh á íslandi, segir að grænlenzka heimastjórnin telji sig eiga fullan rétt á hlut úr norsk-íslenzka sfldarstofninum. Því hafí hún gefíð Ammassat leyfí til veiðannna. „Við höfum þegar tekið um 3.000 tonn en því miður höfum við ekki fengið leyfi til löndunar hér á íslandi. Okkur þykir þar skjóta skökku við, þar sem staða Grænlendinga í málinu er allt önn- ur en Evrópusambandsins. Græn- land á lögsögu að þessu svæði og þegar síldin fer að ganga af al- vöru vestur frá Noregi, liggur leið hennar einnig um grænlenzka lög- sögu. Þess vegna fínnst okkur að við ættum að fá að landa síldinni hér á íslandi. Komið í veg fyrir atvinnuaukningu Til þessa höfum við orðið að landa á Hjaltlandi, írlandi og í Danmörku. Áhöfnin á Ammassgt er að mestu íslenzk, útgerðinni er stjómað frá íslandi og íslenzkar verksmiðjur þurfa á þessu hráefni að halda. Við veiðum síldina, hvort sem við fáum að landa henni á íslandi_ eða ekki, en það myndi koma íslendingum mun betur að við Iönduðum hér. Þama er í raun aðeins verið að koma í veg fyrir að við aukum atvinnu á Islandi og leggjum okkar skerf að mörk- um í auknum útflutningi sjávaraf- urða héðan,“ segir Einar Hallsson. „Aflasælasta“ sjóminjasafn landsins Morgunblaðið/Þorkell JÓSAFAT Hinriksson fær senda einn til fjóra safnmuni daglega. SJÓMINJA- og smiðjumuna- safn J.Hinrikssonar var stofn- að í október 1988. Þar eru til sýnis gamlir munir sem tengj- ast sjávarúrvegi, sögu hans og arfleið, sem Jósafat Hinriksson hefur haldið til haga í gegnum árin. Safnið hefur nýlega gefið út nýjan litprentaðan kynning- arbækling. Góð aðstaða Safnið eropið þriðjudaga til laugardaga frá 13.00 til 17.00. Aðsókn hefur verið mjög góð að sögn Jósafats Hinrikssonar, bæði hafa viðskiptaaðilar J. Hinrikssonar hf. sýnt safninu mikinn áhuga og eins hafa komið stærri hópar, meðal annars frá skólum og öldrun- arheimilum. „Það kom hérna um daginn fólkið af Hrafnistu og hafði mjög gaman af enda margir gamlir togarasjómenn og sjómannsekkjur sem dvelja þar,“ sagði Jósafat. Safnið er einstakt í sinni röð á íslandi enda mjög fjölbreytt og snyrtilegt. Um 3500 munir eru á safninu og Jósafat segir að hann eigi mikið af munum sem enn eru ekki komnir upp. „Fólk er mjög hugulsamt og er alltaf að hringja og vill senda mér muni. Ég fæ sendan einn og upp í fjóra nýja muni á dag og það er því löngu kom- inn tími á að stækka safnið að minnsta kosti um helming," sagði Jósafat. Rússar undir á eigin markaði Þýsk, spænsk, bandarísk og norræn fyrir- tæki skjóta þeim rússnesku ref fyrir rass RÚSSNESK fiskvinnslufyrirtæki í Kyrrahafshéruðunum hafa orðið undir í samkeppninni við erlend íyrirtæki á sínum eigin heima- markaði, það er að segja á mark- aðinum í hinu eiginlega Rússlandi. Sem dæmi má nefna stórfyrir- tækið Prímorskí en það hefur tap- að mörkuðum sínum í Vestur- og Mið-Rússlandi í hendur þýskra, spænskra, bandarískra og nor- rænna fyrirtækja. Ástæðan fyrir þessu er efnahagsástandið í Rúss- landj almennt og gífurlegur kostn- aður við að flytja fiskafurðir frá Kyrrahafsströndinni þvert yfir Sí- beríu til markaðanna í vesturhlut- anum. Flutningskostnaðurinn helmingi hærri en verðið Sem dæmi er nefnt, að kostnað- ur við að flytja físk í frystigámi frá Vladívostok til Moskvu sé helmingi meiri en verðið, sem fæst fyrir vöruna. Af þessum sökum neyðast fyrirtækin í austurhlutan- um til að selja meira en helming framleiðslu sinnar á erlendum mörkuðum fyrir minna verð. Víktor Danílov, formaður sjáv- arútvegsráðsins í Prímorskí-hér- áði, sakar stjórnina í Moskvu um algert skeytingarleysi um fiskiðn- aðinn í austurhlutanum en hann vill, að hann verði endurnýjaður með erlendri fjárfestingu, skattar lækkaðir á vinnslunni og innflutn- ingsgjöld á tækjabúnaði og elds- neyti fyrir sjávarútvegsfyrirtækin verði afnumin. Á síðasta ári voru flutt út frá Prímorskí-héraðinu um 600.000 tonn af fiski og var aðallega um vöruskipti að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.