Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ1995 41 Frá Kolbrúnu Hjartardóttur: FYRIR nokkrum árum fór hópur fólks á vegum sjálfboðaliða um náttúruvernd norður í Bárðardal til að vinna að stígagerð við Goðafoss. Til liðs við hópinn komu konur úr nærliggjandi hreppum. Gerðir voru stígar frá útsýnisstað við fossinn og niður að gömlu brúnni við Foss- hól. Tilgangurinn var að koma í veg fyrir að ferðamenn yllu skemmdum á viðkvæmum gróðri á þessu svæði en þarna fara þúsundir ferðamanna um árlega. Við vorum ánægð að verki loknu, fullviss þess að við hefðum gert landinu nokkurt gagn og það var nægjanleg umbun okkar fyrir verk- ið. Fossinn skartaði fegursta bún- ingi með regnbogann einan sem geislabaug til að undirstrika glæsi- leikann. En hvað er nú að gerast, og það af völdum sjálfs Náttúru- Hugarflug og stað- reyndir Frá Lúðvíki Geirssyni: UNDARLEG ritsmíð birtist hér í dálki þínum á dögunum þar sem m.a. mér undirrituðum eru eignuð ýmis verk og misjafn heiður auk þess að vera titlaður starfsheitum sem ég hef aldrei komið nálægt. Mér þykir því nauðsynlegt að koma þeirri leiðréttingu á framfæri að ég hef aldrei átt sæti í siðanefnd blaða- manna, hvað þá verið formaður nefndarinnar. Stjórn Blaðamanna- félagsins og siðanefndin eru tvær óskyldar stofnanir. Hafnfirsk fjölmiðlun hefur aldrei kallað eftir né talið sig bera rétt til einokunar í fjölmiðlun, nema þá í huga bréfritara, enda er langt í frá að sú sé staðreyndin. Ég tók vissulega þátt í því að koma því fyrirtæki á laggirnar fyrir hálfu öðru ári ásamt öðrum en hef engan starfa haft af þeim rekstri né setið í stjórn frá því sjónvarpið tók til starfa að nýju á þessu ári. Sá dug- ur sem verið hefur í starfsmönnum og forvígismönnum Hafnfirskrar fjölmiðlunar ætti hins vegar að vera bæjarbúum ánægjuefni, enda Hafn- arfjörður eina sveitarfélagið í land- inu, þar sem haldið er úti sérstökum sjónvarpssendingum. Ég tel ekki ástæðu til að elta ólar við annað hugarflug bréfritara. Þar sem honum er greinilega mikið niðri fyrir, er rétt og skylt að benda viðkomandi á að vanda sína heima- vinnu betur áður en hann ryðst næst fram á ritvöllinn. Skoðana- og málfrelsi einstaklinga byggir á því grundvallarsjónarmiði að menn kunni að fara með staðreyndir og álykta út frá þeim. Virðingarfyllst, LÚÐVÍK GEIRSSON, blaðamaður. 5kór fyrir kröfuharða krakka Flottir og þasgilegir Brúnt og evart leBur Svart lakk - Rósótt - Gull Stærðir 26-38 Verð kr 4.500,- lEN&LABÖRNÍN Bonkastrœti 10 sími 552-2201 y//////////A BRÉF TIL BLAÐSINS Náttúruperlur - Goðafoss - Skógafoss vemdarráðs? Það leitar til stórfyrir- tækja til að fjármagna umbætur við náttúruperlur landsins gegn því að viðkomandi fyrirtæki auglýsi fyrirtæki sitt við staðinn. Hvílík uppgjöf og hvílík lítilsvirðing sem staðnum er sýnd. Hvert leiðir þessi stefna. Megum við eiga von á fleiri fósturfyrirtækjum sem hafa nóga peninga til að setja í „fósturbarn" gegn auglýsingu? Hvað með fyrir- tæki eins og Coca Cola sem keppist við að klína auglýsingum sínum allsstaðar þar sem því verður við komið, veggfóðrar söluturna að ut- an, auglýsir á skiltum/flettiskiltum í borg og bæ sem úti í móum. Þeir verða sjálfsagt fljótir í biðröðina eftir „fósturbarni". Minnumst þess sem Norðmenn gerðu á síðustu vetrarólympíuleikum, er þeir höfn- uðu þessum styrktaraðila, sem ætl- aði að ausa vel úr sjóðum sínum í undirbúning leikanna gegn auglýs- ingum að sjálfsögðu. Spurningin til Náttúruvemdarráðs, Ferðamála- ráðs, umhverfismálaráðherra og Borgarstjórnar Reykjavíkur er þessi: Er ekki verið að markaðs- setja ísland sem land óspilltrar nátt- úm? Er verið að stuðla að því með því að útbía landið með auglýsing- um meðfram vegum og hjá falleg- ustu náttúruperlunum? Ætlar borg- arstjóm að leyfa flettiskiltastaura á annað hvert götuhorn í borginni eða ræður hún engu þar um? Em erlendir ferðamenn að sækjast eftir slíku augnayndi, skyldu þeir ekki vera komnir einmitt í þveröfugum tilgangi? Hver er stefnan í umhverf- ismálum í heiminum í dag? Hún er einföld, burt með mengun af hvaða toga sem er, hvort sem það er bor- pallur sem sökkva á í sæ eða sjón- mengun við Goðafoss og Skógafoss. Ofannefndir aðilar þurfa að fara að átta sig á þessari kröfu um- heimsins ef þeir ætla að fjölga er- Iendum ferðamönnum til landsins á næstu ámm og við landsmenn eig- um heimtingu á að fá að njóta nátt- úmnnar ómengaðrar. Ég sendi kvenfélagskonum í Ljósavatnshreppi og í Bárðardal kveðju mína og skora á þær og við- komandi yfirvöld fyrir norðan að koma í veg fyrir að skilti verði sett upp við Goðafoss. KOLBRÚN HJARTARDÓTTIR, Kleppsvegi 30, Reykjavík. F R A 24 . J U N I - DÆMI UM GREIÐSLUR af vaxtalausu láni Verð bíls 800.000 kr. Útborgun 200.000 kr. Eftirst. 26.313 kr. á mánuði í 24 mánuði Allur lántökukostnaður innifalinn valkostir í boði: Þegar þú eignast góðan, notaöan bíl frá okkur, fylgir honum einn þessara þriggja valkosta: Vaxtalaust lán að hámarki 600.000 kr. til allt að 24 mánaða. Bensínkort frá Esso að verðmæti allt að 50.000 kr. Cssol Afsláttur allt að 200.000 kr. NOTAÐIR BÍLAR SUÐURLANDSBRAUT 12 SÍMI: 568 1200 beint 581 4060 Opið laugardag kl. 10-17 og sunnudag kl 13-17 HVTja HIGVION uvnia HIGQD UV1|B HIGVION aviia HIGOD nvnia

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.