Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fjölmenni fagnaði LIF Flugfloti Landhelgisgæslunn ar almenningi til sýnis í dag TF-LÍF, ný björgunarþyrla íslend- inga, kom heim í gær. Fjölmargir lögðu leið sína að bækistöðvum Landhelgisgæslunnar við Reykja- víkurflugvöll, til að fylgjast með því þegar þyrlan lenti þar kl. 15 og ámaðaróskir til starfsmanna Land- helgisgæslunnar og íslendinga allra einkenndu ræður forstjóra Land- helgisgæslunnar, dóms- málaráðherra og biskups íslands við móttökuat- höfn í flugskýii Gæsl- unnar. Flugfloti Gæsl- unnar verður almenningi til sýnis í dag, laugardag, kl. 13-17. Nýja þyrlan lagði af stað frá Frakklandi snemma á fímmtudags- morgun og lenti í Stornoway í Skot- landi um kvöldið. í gærmorgun var lagt af stað til Reykjavíkur, en kom- ið við í Vestmannaeyjum. Skömmu fyrir kl. 15 sást þyrlan yfír Reykjavík og fylgdu henni tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF- SIF og TF-GRO, sem höfðu flogið á móti henni. Eldri þyrlurnar lentu við flugskýli Landhelgisgæslunnar, en TF-LÍF flaug yfír borgina. Kl. 15 kom þyrlan inn yfír austur-vest- ur flugbraut Reykjavíkurflugvallar og flaug lágt austur yfír henni, þar til hún lenti á móts við flugskýli Gæslunnar. Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, og hr. Ólafur Skúlason biskup tóku á móti Þorsteini Páls- syni, dómsmálaráðherra, Hafsteini Hafsteinssyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar og áhöfn þyrlunnar, en Þor- steinn og Hafsteinn fóru um borð í Vestmannaeyj- um. Á heimleið var áhöfnin skipuð þeim Páli Halldórs- syni, yfirflugstjóra, Benóný Ás- grímssyni, flugstjóra, og flugvirkj- unum Einari Bjarnasyni og Jóni Pálssyni. •» Fullkomin þyrla Hafsteinn Hafsteirtsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagði við móttökuathöfnina að nafn þyrlunn- ar væri sótt í Vafþrúðnismál: Líf og Lífþrasir en þau leynast munu í holti Hoddmímis. Morpndöggvar þau sér að mat hafa en þaðan af aldir alast. „Við höfum eignast nýtt líf, nýja þyrlu,“ sagði Hafsteinn. „Þessi Sup- er Puma þyrla er með fullkomnum búnaði, meðal annars afísingarbún- aði, hún getur haft allt að 830 sjó- mílna flugdrægi og flutningur á slösuðum og veikum verður mun öruggari en nú er. í þyrluna er hægt að setja samtímis allt að 9 sjúkrabörur, eða hún getur borið þijú tonn af björgunartækjum. Þyrlan getur einnig nýst til gæslu- flugs, eða tekið 20 manns í sæti, auk áhafnar." Hafsteinn sagði að áhöfnin hefði verið í þjálfun frá því í nóvember í fyrra. „Þessi vél er sem ný, því henni hafði aðeins verið flogið í 350 stundir þegar íslendingar festu kaup á henni. Þá vil ég nefna stórhug Rauða krossins, sem gaf 4 milljónir króna svo bua mætti hana lækningatækj- um. Ég óska þjóðinni allri til ham- ingju með daginn.“ Leiðarljós í björgunarmálum „Það er stór dagur í björgunar- sögu landsins þegar við fögnum þeim kjörgrip sem hingað er kom- inn,“ sagði Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráðherra, í ávarpi sínu. Hann rakti aðdraganda þyrlukaup- anna og sagði að sumum hefði þótt biðin æði löng. Ráðherra nefndi sérstaklega að sér hefði þótt ánægjulegt að fá að taka á móti þyrlunni í Vestmannaeyjum fyrr um daginn. „Nú eru 75 ár síðan Björgunar- félag Vestmannaeyja hafði forystu um að kaupa fyrsta björgunar- og eftirlitsskipið til landsins. Til þess hefur örugglega þurft kjark, dugn- að og áræði. Við eigum öllum þeim, sem unnið hafa að björgunarmálum margt að þakka og nú hafa enn orðið kaflaskil. Mikil ábyrgð hvílir á þeim sem eiga að fara með þetta góða tæki og þeim fylgja góðar óskir allra. Eg hef fyrir satt að fyrsta tækið, sem var keypt um borð í björgunar- og eftirlitsskipið Þór hafí verið ljós og voru kaupin skýrð þannig, að ljósinu væri ætlað að draga landhelgisbijóta út úr skugganum, en vera öðrum leiðar- ljós á hafinu. Ég vona að TF-LÍF verði okkur leiðarljós í björgunar- málurn." Ný hátíð Biskup Íslands, herra Ólafur Skúlason, sagði hátíðir einkennast af hefðum, en nú væri ný hátíð að beija að dyrum, við komu nýrrar björgunarþyrlu. „Blessi Guð þyrluna, vaki yfir þeim sem um borð starfa, hjálpi þeim sem í hættu eru staddir og gefi þeim kjark, þor og áræði, svo Líf megi gagnast um framtíð og þessi dagur verða sá hátíðardagur sem til er stofnað," sagði biskup. Öruggari fiutningur slasaðra Stór dagurí björgunar- sögu landsins Morgunblaðið/RAX FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, var meðal þeirra sem fögnuðu áhöfn nýju þyrlunnar við komuna til Reykjavíkur. í áhöfninni voru þeir Páll Halldórsson, yfirflugstjóri, Benóný Ásgríms- son, flugstjóri og flugvirkjarnir Einar Bjarnason og Jón Pálsson. Morgunblaðið/Golli AÐ LOKINNI móttökuathöfn gæddu gestir sér á tertu, sem skreytt var mynd af þyrlunni. Meðaí þeirra, sem fengu sér tertubita, voru frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, Hr. Ólafur Skúla- son, biskup, Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, Þorsteinn Pálsson, dómsmála- ráðherra og Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis. „HEIMFERÐIN gekk vel frá upphafi til enda,“ sagði Páll Halldórsson, yfirflugstjóri Landhelgisgæslunnar, sem flaug TF-LIF heim í gær. Páll sagði að heimferðin hefði verið löng, því lagt var af stað frá Frakklandi á fimmtudagsmorgun, áð í Skot- landi í fyrrinótt og þaðan flog- ið heim í gær. „Við vorum að Heimferðin gekk vel flýta okkur heim í tertuna,“ sagði yfirflugstjórinn bros- andi, en að lokinni móttökuat- höfninni í gær var boðið upp á stóra tertu, sem skreytt var mynd af nýju þyrlunni. Páll sagði að þyrlan hefði reynst jafn vel á heimleiðinni og hann hefði vonað. „Þessi þyrla uppfyllir allar okkar ósk- ir og er bylting að vissu leyti. TF-LÍF og TF-SIF eru ólík tæki, þótt sú síðamefnda sé fyrir löngu búin að sanna sig og falli ekki í skuggann af þessari.“ FYRSTA þyrlan kom til landsins 30. apríl árið 1965 og hlaut hún nafnið TF-EIR. LANDHELGISGÆSLAN hefur rekið tíu þyrlur undanfarin 30 ár og nýja Super Puma-þyrlan verður sú ellefta. Þyrlukosturinn hefur verið sem hér segir: TF-EIR. af gerðinni Bell 47J, frá 1965-1971. TF-GNA, af gerðinni Sikorsky HH 52A, 1972-1975. TF-HUG og TF-MUN, af gerðinni Bell 47G voru rekn- ar árin 1973-1977. TF-GRÓ, af gerðinni Hughes 500C, frá 1976-1980. TF-GRÓ, önnur þyrlan með því nafni og af gerðinni Hughes 500D, 1981-1986. TF-GNÁ var af Sikorsky-gerð og önnur þyrlan sem Landhelgisgæsian eignaðist. Þyrlur í 30 ár TF-RÁN, Sikorsky S-76A, árin 1980-1983. TF-SIF, leiguþyrla af gerðinni Aerospatiale SA 365N, frá 1984-1985. TF-SIF, Dauphin-yél, sams konar og fyrri SIF, frá 1985. TF-GRÓ, sú þriðja með því nafni, af gerðinni Aerospat- ÁRIN 1980-1983 var TF-RÁN í notkun hjá Landhelg- isgæslunni. Hún var af Sikorsky-gerð. iale AS 350B, frá árinu 1986. Nú á og rekur Landhelgisgæslan þijár þyrlur, nýju þyrl- una TF-LÍF, af gerðinni Aerospatiale AS 332L1 Super Puma, sem tekur 20 manns í sæti, auk þriggja mánna áhafnar og að auki TF-GRÓ og TF-SIF. Þá á Gæslan einn- ig Fokker F27-vélina TF-SÝN. Landhelgisgæslan hefur aldrei haft jafnstóra þyrlu til umráða og TF-LÍF. Næstar henni komast Sikorsky-þyrlurn- ar GNÁ og RÁN og Dauphin-þyrlan SIF, sem hafa tekið 8 manns í sæti, auk áhafnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.