Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 35 BJÖRN RÚNARSSON -4- Björn Rúnarss- ■ son fæddist á Þverfelli í Lundar- reykjadal 30. nóv- ember 1975. Hann lést á Landspítal- anum 11. júní síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá Lundarkirkju 19. júní. SVO SNÖGGT, svo óvænt, svo óvægið kemur kallið. Þú varst kallaður burt frá okk- ur í blóma lífsins. Minningar um sumarið sem við áttum saman koma í hugann þeg- ar harmafréttin berst. Vorið 1994 þegar þú hafði lokið Iðnskólanum bað pabbi þinn mig að vista þig við viðgerðir hjá okkur í Vélabæ. Ég þekkti þig ekki þá, en ég þekkti foreldra þína að góðu einu og hann bróðir þinn er bekkjarbróðir og vinur sonar míns, hinn vænsti drengur. Qg þú stóðst fyllilega undir væntingum. Duglegur, ráða- góður og glettinn. Var ávallt stutt í fallega brosið þitt. Ég kallaði þig Baby Björn til aðgreiningar frá hinum Birninum okkar í Vélabæ, en milli ykkar sveitunganna var ákaflega gott samband. Þetta sumar unnum við mikið, eins og ávallt er í sveitum á sumrin þeg- ar heyannir standa yfir. Auk mikillar vinnu á verkstæðinu lagðir þú þitt af mörk- um heima á Þverfelli. Þegar við spjölluðum um störf þín var greinilegt hvað þú unnir útivinnunni heima og varst tilbú- inn að leggja þig mik- ið fram. Girðingar- vinna var mikil og heyannir á efsta bæ Lundarreykjadals, en þú vannst verk þín þar sem og hjá okkur af vandvirkni. Þú skilað- ir miklu og góðu dagsverki þótt ungur værir. Hugurinn stefndi til frekari mennta á áhugasviðinu, vélaviðgerðum. Af því varð þó ekki að sinni. Kallið kom sem við öll verðum að hlýða einhvern tíma. Þótt það sé sárt að sjá á bak góð- um dreng, lifa minningarnar. Þær hverfa ekki. Orðstír deyr aldrei hveim er sér góðan getur. (Hávamál). Hugur okkar á Kleppjárnsreykj- um dvelur með fjölskyldunni á Þverfelli sem nú syrgir son og bróður. Megi algóður Guð veita GESTUR MAGNÚS GAMALÍELSSON + Gestur Magnús Gamelíels- son fæddist í Forsæti í Vill- ingaholtshreppi 2. júní 1910. Hann lést á Sólvangi 17. maí síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey að hans eigin ósk. VINUR okkar, Gestur Gamalíels- son, er dáinn og var grafinn í kyrrþey. Gestur var að vísu ekkert ung- lamb. Engu að síður er það döpur og tómleg tilfinning, að hafa hann ekki lengur á meðal okkar. Tóm- leikinn reynist oft varanlegri hjá þeim, sem ekki gefst kostur á þátttöku í útför — og þá um leið til að gefa þar nánustu ástvinum samúðarfaðm eða handtak. Gestur hafði gefið fyrirmælin um útför- ina, og þeim var fylgt. Enginn er eftir í samfélags- og vinahópnum í KFUM og KFUK í Hafnarfirði, sem þekkir allan feril Gests, og þó höfum við mörg ver- ið honum samferða í áratugi. Eng- inn var trúfastari og stöðugri á verði sínum en Gestur Gamalíels- son. Hann stóð vörð um það starf, sem unnið var meðal barna, ungl- inga og fullorðinna, jafnt vetur og sumar, í Firðinum og í sumarbúð- unum í Kaldárseli, og eijinig á kristniboðsakrinum í Afríku. I fé- lagsstarfinu lærum við af reynsl- unni, að ekki hafa allir sama hlut- verk, en þau hljóðlátari eru ekki síður mikilvæg. Gestur var ekki endilega sá sem stóð í farar- broddi, en hann var samt oft mikil- vægasti félaginn. Hann var ávallt með í samfélaginu, með í undir- búningi og með í framkvæmdum. Það var alltaf hægt að treysta á Gest. Allt sem hann tók að sér var unnið af alúð og vandvirkni. Hann var ákveðinn og fastur fyrir, traustur vinur, sem gott var að leita til, en hann kunni jafnframt að meta störf okkar hinna og sýndi hlýju og þakklæti í samstarfinu. Oft á tíðum var hópurinn lítill og mannaskipti urðu, sumir hættu starfi og nýir bættust við. En Gestur var ávallt á sínum stað, fús og trúfastur, syngjandi og glaður - með Jónu við hlið sér. Jóna Guðmundsdóttir var trú- föst eiginkona Gests í langri sam- fylgd. Þau tvö heyrðu saman og var vart hægt að tala um annað þeirra, nema nefna hitt í leiðinni. Það var sama hvort sagt var Jóna og Gestur eða Gestur og Jóna, þau mynduðu saman styrka einingu. Líf þeirra var ekki dans á rósum. Þau komust ekki hjá því að fara um dimma dalinn, þar sem reynsl- an var þeim þungbær. Þau eignuð- ust tvö lifandi fædd börn og misstu þau bæði, soninn nýfæddan og dótturina, Erlu, rúmlega fertuga. í sorgum mannlífsins sitja eftir misjafnlega aum sár og ör. Trúin varð þeim haldreipi. Þau re'yndu það saman, að Guði er ekkert um megn. Dótturbörnin þijú urðu sól- argeislar þeirra, og þar ríkti gagn- kvæm gleði. Umhyggja Gests afa birtist vel í minningargreinum dótturbarnanna í Morgunblaðinu 3. júní. Líf Gests var okkur samstarfs- mönnum hans og vinum kröftug predikun, sem við getum ekki gleymt. Líf hans predikaði um þörf okkar fyrir vináttu hvers ann- ars, um trúfesti og kærleika og um þörf okkar fyrir að eiga samfé- lag við menn - og við almáttugan Guð, frelsara mannanna. Predikun í verki notar ekki mörg orð, en hefur þeim mun meiri áhrif. Þann- ig var Gestur. Samfélag hans við Guð var hluti af daglegu lífi hans. Hann talaði við Guð sem nálægan vin. Trú hans var einlæg. Hann þekkti þann Guð, sem hann hafði sett traust sitt á og fylgdi leiðsögn hans, hvort sem leiðin lá um slétt- ar, grænar grundir, um kletta, klungur og dimma dali - eða að tærum uppsprettum gleðinnar. Og nú hefur hann náð alla leið heim í himnesku dalina. Við lútum höfði í djúpri virðingu og þökk - fyrir fordæmi Gests, fyrir störf hans og trúmennsku, fyrir samfélag og vináttu. Við biðj- um Guð að blessa og styrkja barnabörnin og föður þeirra. Kæra Jóna, megi frelsarinn sjálfur styrkja þig og bera þig í faðmi sér þá leið sem þú átt óf- arna. Við erum enn þakídátir vinir þínir. Fyrir hönd vinanna í KFUM og KFUK í Hafnarfirði, Stína Gísladóttir. MINIMINGAR þeim styrk. Blessuð sé minning Björns Rúnarssonar. Jón Ólafsson, Kleppj árnsr ey kj um. Það var seint að kvöldi hins 30. nóv. 1975, að Rúni bróðir hringdi til að segja okkur þau gleðitíðindi að hann væri búinn að eignast son. Foreldrar mínir voru þá að flytja í nýtt húsnæði og voru símalaus og því hringdi Rúni til elsta bróður okkar. Sá var þá ásamt konu sinni að aðstoða pabba og mömmu, en ég var að passa krakkana. Því kom það í minn hlut að taka á móti þessum gleðifréttum og bera þær áfram. Eg man að ég píndi-Rúna með því hvort hann hefði þorað að vera viðstaddur fæðinguna. Hann játaði því og sagði mér jafnframt að móður og barni heilsaðist vel. Við sáum svo litla prinsinn í fyrsta skipti á páskunum næsta vor, þeg- ar foreldrar hans giftu sig og létu skíra litla drenginn sinn. Rúni og Helga byggðu upp sitt heimili að Þverfelli í Lundarreykja- dal við hlið foreldra hennar. Auð- vitað var litli drengurinn þeirra, Bjþrn, sólargeislinn þeirra allra. Sem smákrakki aðgreindi hann heimilin tvö þannig að hann kall- aði hús foreldra sinna pabbabæ og hitt var afabær. Bjöm var heil- brigt barn og fljótur að læra, enda alltaf einhver til að veita honum athygli og tala við hann. Það á ekki síst við um afa hans og ömmu, en þeim var hann alla tíð sérlega handgenginn. Hann heilsaði og kvaddi jafnt á afabæ sem pabbabæ. Afa og ömmu á Akur- eyri þekkti hann minna, enda sá hann þau mun sjaldnar. í febrúar 1982 eignaðist Björn lítinn bróður sem fékk nafnið Jak- ob Guðmundur. Þeir bræður voru um margt ólíkir en samrýndir þó. Báðir voru vel gerðir til huga og handa, börn, sem hvert foreldri getur verið stolt af. Björn var fermdur frá Lundar- kirkju 18. júní 1989 og átti því sex ára fermingarafmæli daginn áður en hann var jarðsunginn frá sömu kirkju. Hann átti auðvelt með nám og lauk grunnskólaprófí með glæsi- brag vorið 1991. Hann var mikill nákvæmnismaður, samviskusamur og metnaðarfullur. Hann var með ólæknandi véladellu og því lá bein- ast við að velja sér framhaldsnám í samræmi við það. Hann hóf nám við Iðnskólann í Reykjavík haustið 1991 og útskrifaðist þaðan með sóma í fyrra vor. Hann átti aðeins eftir að ljúka starfsþjálfun til að geta tekið sveinspróf og öðlast þar með. full réttindi í sinni iðn, sem var vélvirkjun. En skjótt skipast veður í lofti. Bjöm lést á gjörgæslu- deild Landspítalans sunnudaginn 11. júní eftir aðeins sólarhrings sjúkralegu. Það er oft erfítt að skilja gerðir sláttumannsins mikla. Ég er jafn máttvana og allir hinir þegar ég lít yfír völlinn og sé verkin hans. Hér stöndum við og getum ekki annað. Skörðin sem sláttumaðurinn heggur í raðir okk- ar verða aldrei fyllt. Það er stund- um sárt að lifa með þeirri stað- reynd að ef það væri enginn dauði þá væri heldur ekkert líf. Það er ásættanlegur gangur lífsins að gamalt fólk sem hefur komið upp sínum börnum og skilað sínu lífs- starfí deyi. En að ungt fólk sem er rétt að komast til manns sé hrifið á brott er harður dómur og ósanngjarn. Það er huggun harmi gegn að við eigum öll góðar minn- ingar um efnilegan dreng og það er okkar að leggja rækt við þær. Elsku mamma og pabbi, móður- foreldrar í Þverfelli, Rúni og Helga, þið misstuð öll mikið og söknuður ykkar er sár. En elsku Jakob, þú ert aðeins þrettán ára og átt allt lífið framundan. Þú misstir mest. Ég votta ykkur öllum dýþstu samúð mína sem og öðrum ættingjum og vinum. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (úr gestaþætti Hávamála) Guð blessi og varðveiti minn- ingu Bjöms Rúnarssonar. Olafía föðursystir og fjölsk. GUÐMUNDUR KJERÚLF + Guðmundur Kjerúlf fædd- ist í Reykjavík 18. júlí 1935. Hann lést í Reykjavík 10. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Laugarneskirkju 16. júní. ÞAÐ SYRTIR að, minningarnar streyma fram. Sú stund sem líður kemur aldrei aftur. Sá tími er við lékum okkur saman á unglings- og æskuárum er liðinn, einnig tími lífsstarfsins. Ekki datt mér í hug Mummi minn, að þú yrðir fyrstur af okkur sem ólumst upp í Reyk- holti, til að kanna þær ókunnu brautir sem okkar allra bíða, en enginn veit sína æfi fyrr en öll er. Þú varst góður drengur eins og allir vita sem þekktu þig og per- sónuleiki þinn var einstakur, viðmót þitt og góðvild eins og best má vera. Eftir nám og störf í Reykjavík settist þú að í sveitinni þinni á ný, og eyddir þar þínum bestu starfsár- um. Þú settir á stofn fyrirtæki og starfræktir í yfír 20 ár og veittir fjölda manns vinnu og Iagðir þar með mikið af mörkum til þinna æskustöðva, þótt við ýmsa örðug- leika, mótbyr og takmarkaðan skilning væri að etja. Það kom svo á daginn að enginn gat rekið þetta fyrirtæki nema þú. Það setti mark á þig að þurfa að hætta þessari starfsemi sem átti hug þinn allan og breytti viðhorfí þínu til lífsins. Þú fluttir til Reykjavíkur eftir þetta tímabil og stundaðir ýmis störf, og nú síðast hjá Sundhöll Reykjavíkur, þar til þú þurftir að hætta vegna veikinda. Ég held að þú hafir ekki fundið þig í þeim störfum eins vel og þú hefðir kos- ið, því margt hafði breyst, vonir höfðu brostið, en allt sem þú tókst að þér leystir þú eins vel af hendi og kostur var. Alltaf barðist þú fyrir réttlæti og því besta sem hægt var að ná. Þú varst frábær í þinni starfs- grein. Ég heyrði og reyndar vissi af eigin raun, að þeir sem skiptu við þig í Reykholti sem og annars staðar töldu það bestu þjónustu sem þeir höfðu fengið, þannig varst þú, þannig var þitt lífsstarf. Ekki gleymi ég Indý sem stóð með þér í einu og öllu til enda þessarar lífsgöngu og tók á sig byrðar baráttunnar með þér. Kæri vinur, það lýsir af þér í minningunni. Ég hefði viljað skrifa betur um minningarnar um þig og hugleiðingar mínar, þú átt betra skilið. Ég kveð þig og bið þér bless- unar Guðs og varðveislu og þakka þær góðu minningar sem þú hefur gefíð mér. Nú ert þú í tilveru hins sanna ljóss og sannleika, sem allir góðir menn þrá. Ég trúi og raunar veit að um endurfundi verður að ræða, það er huggun harmi gegn. Elsku Indý, við Allý vottum þér, Gumma, írisi Hrönn, Lillu, Jónasi, Andrési og öðrum aðstandendum dýpstu samúð og biðjum ykkur blessunar Guðs. Kristján Þór. Nýlega er látinn Guðmundur Kjerúlf, sem lengst af var kenndur við Akur í Reykholtsdal og síðar iðnaðarbýlið Litla-Hvamm í sömu sveit. Guðmundur var sonur Andr- ésar Kjerúlfs bónda á Akri og konu hans Halldóru Jónsdóttur. Andrés var af traustum austfirskum ætt- um, Brúarætt, sem rakin er til Þorsteins Jökuls, sem sagt er að hafi flutt bústað sinn til fjalla í svarta dauða og forðað sínu fólki þannig frá plágunni. Undirgrein Búarættar er Melaætt, sem rakin er til Jóns Þorsteinssonar á Melum í Fljótsdal. Ein dóttir Jóns hét Anna Margrét og varð hennar maður Andrés Hermann Kjerúlf, maður af mætu norsku fólki, en þaðan er komið ættarnafnið, sem fylgt hefur afkomendum þeirra í karllegg. Nú þegar Guðmundur Kjerúlf er látinn, flýgur hugur þess er þetta ritar áratugi aftur í tímann. Nálega hálf öld er liðin síðan fimm ungmenni gengu til fermingar í Reykholti, síðar lá leið okkar saman í Reykholtsskóla, þar sem við lukum svokölluðu lands- prófi 1951. Meðan á dvöl í Reyk- holtsskóla stóð, gerðist sá sem þetta ritar heimagangur hjá for- eldrum Guðmundar þeim Andrési og Halldóru og þykir enn í dag að betra fólki hafi hann aldrei kynnst, en þeim hjónum og börnum þeirra. Á Akri var ekki auður í búi, en rammíslensk menning einkenndi þau góðu hjón, Andrés og Hall- dóru, en hún var fósturdóttir sr. Jónasar á Hrafnagili og konu hans Þórunnar Stefánsdóttur, af kyni Stefánunga, sem rakið er til Stef- áns Ólafssonar, prests á Höskulds- stöðum, en hann var prestsson frá Hrafnagili. Ber yngri bróðir Guðmundar nafn Jónasar á Hrafnagili, en syst- ir þeirra nafn Þórunnar. Að loknu landsprófi lá leið Guðmundar til Reykjavíkur, að læra bifvélavirkj- un, að því loknu stofnaði hann nýbýli sitt Litla-Hvamm, ásamt eiginkonu sinni Ingibjörgu Helga- dóttur. Þau Guðmundar og Ingi- björg héldu siðum síns fólks um gestrisni og hlýtt viðmót. Leið mín og konu minnar Bryndísar lá því æði oft að þeirra garði og að mæta opnum örmum þeirra góðu hjóna í Litla-Hvami gleymist hvorki mér eða öðrum sem fyrir urðu. Kynni okkar Guðmundar jukust enn er hann var fluttur á ný í Reykholtsdal. Unnum við saman í Björgunar- sveitinni Okinu, þar sem Guð- mundur var sami ósérhlífni félag- inn, sem annars staðar, en einnig störfuðum við saman í hlutafélag- inu Langjökli, en það voru og eru samtök um að nýta svæði á Lang- jökli til jöklaferða og skíðaíþrótta. Útför Guðmundar var gerð frá Laugarneskirkju 16. júní sl. og var kirkjan yfirfull og stóð fjöldi fólks við athöfnina. Við Bryndís sam- hryggjumst Ingibjörgu, Guðmundi Inga og öðrum aðstandendum við fráfall Guðmundar, en gleðjumst um leið yfir því að orðstír deyr aldrei, hverjum sér góðan getur. Minningu Guðmundar Kjerúlf fylgja hlýjar minningar. Kalman Stefánsson. + Elskuleg móðir mín og tengdamóðir, GUÐRÚN GUNNÞÓRSDÓTTIR, lést á Kumbaravogi fimmtudaginn 22. júní. Sveinn B. Sigurjónsson, Sigríður Gísladóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.