Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.06.1995, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ INGIMUNDUR HJÁLMARSSON + Ingimundur Hjálmarsson fæddist í Hátúni í Skagafirði 7. sept- ember 1907. Hann lést á sjúkrahúsi Seyðisfjarðar 15. júní sl. Foreldrar hans voru Guðrún Ásta Ingimundar- dóttir f. 16. apríl 1874, og Hjálmar Jónsson, f. 29. nóv- ember 1869. Systk- ini Ingimundar voru Ingiríður, lát- in, Sveinbjörn, lát- in, Ingibjörg, látin og systir sem lést í bernsku. Ingimundur flutti með fjölskyldu sinni til Seyðisfjarðar árið 1922 og hef- ur búið þar alla tið síðan. Ingi- mundur kvæntist á aðfangadag jóla 1940, Unni Jónsdóttur frá Seyðisfirði, fædd 30. nóvember 1913, dáin 4. júlí 1990. Þau eignuðust tvær dætur, Kol- brúnu, fædd 7. apríl 1942, og Guðrúnu fædd 10. maí 1946, báðar giftar og bú- settar á Seyðisfirði. Kolbrún á fjóra syni, Inga Þór, Vik- ar Frey, Össur Ægi og Hlyn Vestmar. Guðrún á einn son, Unnar Ingimund. Barnabörn Ingi- mundar eru fimm og barnabarnabörn þijú. Ingimundur starfaði sem bíl- stjóri i nokkur ár, hann keypti fisk sem hann verkaði og seldi síðan sjálf- ur. Hann átti síldarsöltunarstöð sem var á pöntun. Hann var gjaldkeri Kaupfélags Aust- fjarða, Seyðisfirði, síðast var hann gjaldkerí hjá sýslumanns- embættinu á Seyðisfirði, hann lét af þeim störfum er hann varð sjötugur. Útför Ingimundar fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju í dag, og hefst athöfnin klukkan 14.00. HANN elsku afí minn er dáinn. Það er alltaf sárt þegar einhver deyr sem manni þykir vænt um, ég held að betri í afa og vin sé varla hægt að hugsa sér og betri ömmu en hana Unni er varla hægt að hugsa sér. Ég var svo lánsamur að alast upp á efri hæðinni á Ósi húsinu þeirra afa og ömmu þar sem foreldrar mínir búa. Það var alltaf notalegt að skreppa niður til afa og ömmu þar sem gestrisni og vingjarnlegheit voru í hávegum höfð, og þá mætti manni ávallt angan af nýbökuðum pönnukökum eða nýsteiktum klein- um, ávallt var gestkvæmt hjá afa og ömmu og líkaði þeim það vel. Afí var léttur í lund hér áður fyrr og stutt í stríðnina hjá honum. Hann hafði óskaplega gaman af því að spila og tefla og voru þær ófáar stundirnar sem hann spilaði og tefldi við mig. Hann spilaði mikið lomber hér áður fyrr en var hættur því þegar ég var að alast upp, þá voru allir hans spilafélagar ýmist fluttir burt eða látnir. Það var svo þegar ég var á þrett- t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR SÖLVASON áður innheimtustjóri Sláturfélags Suðurlands, Hjallaseli 55, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 17. júní. Útförin hefur farið fram. Þökkum innilega samúð og vinarhug. Eygló Guðmundsdóttir, Snorri Þorsteinsson, Sigmundur Birgir Guðmundsson, Guðrún Jónsdóttir, Hulda Guðmundsdóttir, Víðir H. Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir viljum við senda þeim, sem sýndu okkur vináttu og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, sonar og afa, JÓNS R. ÞORGRÍMSSONAR, Stillholti 7, Akranesi. Anna Jóna Gisladóttir, Karen E. Jónsdóttir, Kristján Ó. Baldvinsson, Margrét Þ. Jónsdóttir, Einar S. Sigurdórsson, Ragnhildur E. Jónsdóttir, Helga K. Jónsdóttir, Gísli S. Jónsson, Sólveig M. Sigurðardóttir, Margrét Kristófersdóttir, Þorgrímur Jónsson og barnabörn. t Þökkum samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, GÍSLÍNU VILHJÁLMSDÓTTUR, Hringbraut 90, Reykjavík. Ólafur Kristinn Hafsteinsson, Erna Kristfn Júlíusdóttir, Hjördís Jónsdóttir, Gísli P. Otineru, John T. Otineru, Helga Sólveig Ólafsdóttir, Lilja Dögg Ólafsdóttir, og barnabarnabörn. MINNINGAR JOHANNES HER- MANNSSON ánda ári sem hann kenndi mér lomb- er, eftir það spiluðum við mikið. Hann afí var duglegur maður og sá vel fyrir sér og sínum og hjálp- aði mörgum sem erfitt var hjá, en aldrei talaði hann um það sjálfur. Afí hafði gaman af því að ferðast og þó sérstaka ánægju af að fara norður í Skagafjörð. Það var mikið áfall fyrir afa þeg- ar amma veiktist af krabbameini sem hún síðan lést af. Eftir andlát ömmu brotnaði afí alveg niður, alla tíð síðan eða síð- ustu fímm ár var hann sorgmæddur og dapur og voru það mikil við- brigði að sjá hann afa svona leiðan og heyra hann segja að hann muni aldrei líta glaðan dag framar. Um haustið 1990 fór afí til Hveragerðis þar sem hann dvaldi í nokkrar vikur á heilsuhæli Náttúru- lækningafélagsins. Árið 1991 fór hann aftur, bæði um vorið og haustið í nokkurra vikna dvöl, þar eignaðist hann marga góða vini sem hann hélt sambandi við þar til hann lést. Samt sem áður varð afí leiðari og leiðari og heilsunni hrakaði. Ofan á sorg- ina og leiðann þurfti afi að berjast við sykursýki í ein fímmtán ár sem stöðugt versnaði, einnig var hann slæmur fyrir hjarta. Árið 1992 fékk afí vont hjarta- áfall, þótti það kraftaverki líkast að hann skyldi komast aftur á fætur, og þó hann kæmist á fætur og aftur heim, var hann alltaf jafndapur. Síðustu tvö árin dvaldi ástkær afí minn á sjúkrahúsinu á Seyðisfírði. Með söknuð í hjarta kveð ég nú ástkæran afa minn, sem einnig var minn besti vinur. Ég þakka honum fyrir allt sem hann gerði fyrir mig og foreldra mína og ég veit að elskulegur afí minn verður ávallt með okkur í hjarta sem hug. Guð veri með þér og styrki. Kær kveðja, Unnar Ingimundur Jósepsson. + Jóhannes Hermannsson fæddist á Patreksfirði 26. nóvember 1965. Hann lést I Reykjavík 7. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskapellu 14. júní. JÓA FRÆNDA kynntumst við fyrst fyrir tæpum tíu árum þegar hann stundaði nám við Stýrimannaskól- ann í Reykjavík. Framtíðin virtist blasa við honum þegar hann fór á sjóinn eftir að skóla lauk en svo fór að árið 1988 veiktist Jói af arf- gengri heilablæðingu. Amma hans, móðir, systkini hennar og fleiri ættingjar höfðu látist af völdum þessa sjúkdóms. Fyrst eftir að Jói veiktist reyndi hann að fínna aðrar ástæður fyrir veikindunum en arf- genga heilablæðingu og breytti um lífsstíl í þeirri von að það myndi duga. Hann náði sér fljótt á strik og fór aftur á sjóinn. Von bráðar syrti þó í álinn því hann veiktist aftur, lamaðist og var upp frá því bundinn í hjólastól aðeins 25 ára gamall. Síðastliðin fímm ár fékk hann fleiri áföll og við það minnk- aði mátturinn. Stuttu eftir að Jói veiktist lést náfrænka hans, María Björg, aðeins 19 ára gömul úr sjúk- dómnum og var það mikið áfall fyrir hann. Ekki er mögulegt að setja sig í þau spor sem Jói var í. Þegar hann var nýbúinn að afla sér réttinda og tilbúinn að hefja lífs- starf sitt var fótunum kippt undan honum. Meðan félagar hans sóttu sjóinn háði hann sína baráttu á öðrum vettvangi. Jói var sjómaður af lífí og sál og eftir að hann veiktist fór hann að mála myndir af skipum og bát- um. Til þess að geta það varð hann að þjálfa upp vinstri höndina því sú hægri var lömuð. Ófáar ferðir fórum við saman, á meðan heilsa Jóa leyfði, niður á höfn og til Hafn- arfjarðar að skoða skipin sem hann færði síðan yfir á pappírinn. Jói hélt tvær sýningar á myndunum sínum og fátt gladdi hann eins mik- ið og viðtökumar við þeim. Það sem einkenndi Jóa mest var þrautseigja, lífslöngun og sérstakt skopskyn. Hann var mjög ákveðinn og fannst erfítt að vera upp á aðra kominn enda leið honum best þegar hann bjó í einstaklingsíbúð I Sjálfsbjarg- arhúsinu, gat keyrt um á bílnum sínum og var að læra að mála. Nú í þessum mánuði em tíu ár liðin síðan móðurbróðir Jóa, Baldur Ármann Gestsson sem ávallt var kallaður Manni, lést. Það leiðir hug- ann að því hve líf þeirra frænda var líkt. Þeir vom sjómenn sem veiktust ungir af sama sjúkdómi, máluðu báðir og viðfangsefnið var það sama: hafíð og skipin. Síðustu ár lífs síns bjuggu þeir báðir á 4. hæðinni í Sjálfsbjargarhúsinu við Hátún. Eins og svo margir sem veikjast af alvarlegum sjúkdómum komst Jói fljótt að því hvetjir voru vinir hans og var hann svo lánsamur að eiga traustan vin þar sem Bjarni var. Hann kom í heimsókn og fóm þeir saman á flakk um bæinn sem endaði örugglega oftast niðri á bryggju. Starfsfólkið í Sjálfsbjarg- arhúsinu við Hátún sýndi honum mikla alúð, umhyggju og síðast en ekki síst vináttu. Við munum alltaf minnast þess að þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm var lífslöngunin ríkasti þáttur í lífi Jóa, vinar okkar og frænda. Bára og María. + Jensína Sigur- veig Jóhanns- dóttir fæddist á Lónseyri _ í Arnar- firði í V-ísafjarðar- sýslu 5. ágúst 1907. Hún lést á lýúkr- unarheimilinu Skjóli 15. júní síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Jó- hann Jónsson skip- sljóri og bóndi, f. á Rauðsstöðum í Auðkúluhreppi 1877, d. 1921, og Bjarney Jónína Friðriksdóttir klæðskeri og húsfreyja, f. í Hrafneyrarhúsum í Auðkúlu- hreppi 1876, d. 1952. Systkini Jensinu eru Jón Ásbjörn, f. 1906, d. 1992, Bjarney Mar- grét, f. 1909, d. 1966, Bjarni Jóhann, f. 1910, d. 1970, Guð- munda Kristjana, f. 1912, d. ÉG MINNIST með virðingu og þakklæti föðursystur minnar, Jens- ínu Sigurveigar Jóhannsdóttur, fyr-. ir alúð hennar og frændrækni í garð foreldra minna á uppvaxtarár- um mínum og síðan í garð fjöl- skyldu minnar. Jensína var næstelst 1931, Friðrik J. Á., f. 1913, Guðný, f. 1916, d. 1993, Jón- ína Guðmunda, f. 1917, d. 1993, og Sigurleifur F. G., f. 1920, d. 1986. Hinn 11. júní 1939 giftist Jensína Guðjóni Elíasi Jóns- syni bankaútibú- stjóra Landsbank- ans á ísafirði, f. 20. febrúar 1895, d. 11. febrúar 1980. Börn þeirra eru Guðlaug B., íþrótta- og teiknikennari, Jóhanna, húsfreyja á Grund í Skorradal, Skúli, flugsljóri hjá Flugleiðum, og Friðrik, flug- stjóri þjá Cargolux. Fósturson- ur hennar er Baldur Guðjóns- son skrifstofustjóri. Útför Jensínu fór fram frá Áskirkju í gær, 23. júni. níu systkina sem ætíð kenndu sig við Auðkúlu í Amarfírði, næstu jörð utan við Hrafnseyri. Þessi bæjar- nöfn og Arnarfjörður voru í æsku minni sveipuð ævintýraljóma þegar ég heyrði á tal og frásagnir systkin- anna frá æskuslóðum sínum. Jensína var fædd á Lónseyri þar sem foreldrar hennar Jóhann Jóns- son bóndi og skipstjóri og kona hans Bjarney Friðriksdóttir byijuðu búskap sinn. Að Auðkúlu fluttust þau um 1911 með fjögur elstu börn sín og var þá þríbýlt á jörðinni. Árið 1921 lést Jóhann úr lungna- bólgu rúmlega fertugur frá níu börnum, eins til fimmtán ára göml- um. Þremur yngstu systrunum var þá um tíma komið í fóstur hjá ætt- ingjum, en Bjarney bjó á Auðkúlu til ársins 1935, er hún fluttist til ísafjarðar. Mjög kært var með systkinunum frá Auðkúlu alla tíð, þótt landshlut- ar skildu þau löngum að. Eflaust hefur hörð lífsbarátta á uppvaxtar- árunum átt sinn þátt í því ásamt nábýlinu í litlu baðstofunni heima á Auðkúlu með skarsúðinni og litlu gluggunum þremur þar sem rúm- stæðin stóðu með veggjum og fyrir öðrum gaflinum en eldhúsið við hinn gaflinn. Nú er slétt tún þar sem baðstofan stóð áður. Tóftirnar á Lónseyri og Tungu, þar sem móðurforeldrar Jensínu, Friðrik og Jensína, bjuggu, minna á hvernig húsakostur var um og eftir alda- mótin. Lok af kolaeldavél sem fannst í tóftunum í Tungu minnir á aðbúnað þeirra tíma. Öll nema eitt komust systkinin frá Auðkúlu til fullorðinsára og eignuðust mynd- arlegar fjölskyldur. Nú lifír Friðrik bróðir Jensínu einn systkinanna og saknar þeirra sárt. Á sínum yngri árum var Jensína ráðskona á heimili Ásgeirs Ásgeirs- sonar síðar forseta Islands. Jensína var glæsileg kona í fasi sem bar með sér alúð og höfðings- skap. Hún hélt reisn sinni fram á síðustu æviár. Síðustu misserin dvaldist hún á hjúkrunarheimilinu Skjóli, þar sem hún lést eftir skamma sjúkralegu. Blessuð sé minning frænku minnar. Hrafn Vestfjörð Friðriksson. Vegna mistaka í vinnslu var Jensína Sigurveig Jóhannsdóttir sögð Guð- mundsdóttir í fyrirsögn minningar- greina um hana á blaðsíðu 31 í Morgun- blaðinu í gær. Hlutaðeigendur eru inni- Iega beðnir afsökunar á mistökunum. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar GUÐLAUGAR BJARGAR BJÖRGVINSDÓTTUR fyrrv. fulltrúa hjá Pósti og síma, til heimilis í Neðstaleiti 4, áður Skálholtsstíg 7. Þórarinn Einarsson, María Hauksdóttir, Kristján Þórarinsson, Guðlaug Björg Þórarinsdóttir, Guðsteinn Halldórsson, Theódór Gaukur Kristjánsson, Alexander Þór Þorsteinsson, Kristin Birna Sigurbjörnsdóttir. JENSÍNA SIGURVEIG JÓHANNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.