Morgunblaðið - 14.07.1995, Síða 21

Morgunblaðið - 14.07.1995, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1995 21 ALLT í GARDINN - á frábæru verði Gaiðsett Vandað ryðfrítt garðsett i frönskum stíl. Tveir stólar og borð 80 cm í þvermál. Áður: 7990 kr. Nú aðeins: S900 kr. VIÐLEGUBUNAÐUR Altt í einni tösku. Fjórir kollar og samanbrotið 4 manna borð. Auðvelt að ftytja og tekur lítið pláss. Áður: 3990 kr. Nú aðeins: 2990 kr. Sólbekkur Sólstóll á hjólum með þykkri sessu. Áður: 8980 kr. Nú aðeins: @990 kr. LISTIR Morgunblaðið/Ámi Sæberg ALLIR fá sinn skammt í kabarettinum Höfuðið af skömminni. Þorgeir Tryggvason og Sævar Sigurgeirsson í hita leiksins. Hallfríður Nýr kabarett í Kaffileikhúsinu leikur í Grindavíkur- kirkju í SUMAR er boðið upp á tón- list á hveijum sunnudegi í Grindavík. Næstkomandi sunnudag er það Hallfríður Ól- afsdóttir flautuleikari sem leik- ur verk fyrir einleiksflautu í Grindavíkurkirkju. Verkin sem hún leikur eru eftir tónskáld frá ýmsum tímum, allt frá Carl Philipp Emanuel Bach til samtímatón- skáldanna Atla Heimis Hallgríður Ólafsdóttir Sveinssonar og Italans Luciano Berio. Einnig má nefna verk eftir þýska tónskáldið Paul Hindem- ith og Ungveijann Ernst von Dohnányi. Tónleikarnir eru tæplega klukkustundar langir og hefjast kl. 18. „Hafnar- fjorður fra landnámi til hernáms“ BYGGÐASAFN Hafnarfjarðar hefur opnað sýninguna „Hafn- arfjörður frá landnámi til hernáms" í Smiðjunni, Strand- götu 50. A sýningunni er saga bæjar- ins rakin í grófum dráttum frá komu Hrafna-Flóka til komu breskra hermanna í heimsstyrj- öldinni síðari til Hafnarfjarðar. Sagan er rakin frá Hrafna- Fióka til enskra kaupmanna og þaðan til þýskra kaupmanna er lögðu bæinn undir sig á 15. öld. Þá eru einokunartímanum gerð skil og Bjarna „Riddara" Sívertseen er' hóf fyrstur íslend- inga verslun í bænum og hefur oftar en ekki verið kallaður „Faðir Hafnarfjarðar" vegna athafna sinna í bænum. Frá Bjarna er sagan rakin í gegnum þilskipaútgerð, fyrsta togarann í eigu íslendinga og að kaupstaðarréttindunum 1908. Eftir það er komið að saltfisknum, kreppunni og að lokum hernáminu og þeirri upp- sveiflu sem því fylgdi. Sýningin er opin alla daga kl. 13-17 ogstendurtil 17. sept- ember. Kraftmikill fram- kvæmdasljóri BERGLJÓT Jónsdóttir, ný- ráðinn framkvæmdastjóri listahátíðarinnar í Bergen í Noregi fær jákvæða umfjöll- un fyrir þær breytingar sem orðið hafa á hátíðinni í breska dagblaðinu The Times fyrir skömmu. -Þar segir m.a. að dagskrá hátíðarinnar hafi jafnan verið í föstum skorð- um, engin áhætta tekin og að íhaldssemin hafi ráðið ríkj- um, sem hafi komið í veg fyrir alþjóð- lega viðurkenningu á hátíðinni. Nú sé hins vegar komin til sögunnar ný hátíðarnefnd, nýr stjórnarformaður en ekki síst nýr og kraftmikill fram- kvæmdastjóri, Bergljót Jónsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri ís- lenskrar tónverkamiðstöðvar. „Hún hyggst gera Bergen að þéim stað sem fremstu tónlistarmenn Nor- egs koma fram á, gera nútímatónlist og jazz hærra undir höfði, leggja meiri áherslu á sjónlistir og tengja fleiri atriði þætti borgarinnar í sögu Bergljot Jónsdóttir. landsins. Vel má vera að henni takist ekki að breyta konunglegu upphafi hátíðar- innar og lokastefi Griegs en víst er að ögrunin verður í fyrirrúmi," segir í blaðinu. Á meðal þess sem boðið hefur verið upp á var sýning byggð á Eddu Snorra Sturlu- sonar, sem einn þekktasti bariton-söngvari Norð- manna, Njal Sparbo, kom fram í. Þá þótti sellóleikarinn Truls Mork fara frábærlega með sellósó- nötu eftir Haydn og feðgarnir og tenórarnir Carl og Rasmus Hogset þóttu syngja glæsilega í verkum eft- ir Henry Purcell. Bergljót tók við framkvæmda- stjórastarfinu í maí sl. en hún er ráðin til ársins 1999. Ber hún bæði listræna og fjárhagslega ábyrgð á hátíðinni. I samtali við Morgunblaðið í lok síðasta árs sagðist hún myndu setja mark sitt á hluta hátíðarinnar en ekki fyllilega fyrr en árið 1997. Siimarseit Vandað garðsett úr smíðajárni. Áður: 14900 kr. Nú aðeins: Listahátíðin í Bergen Áður: 1500 kr. Nú aðeins: Höfuðið af skömminni „ÞETTA ER fjölbreytt skemmti- dagskrá þar sem við reynum að sjá spaugilegar hliðar á málum, hliðar sem aðrir hafa ekki haft áhuga á. Við einbeitum okkur t.d. ekki að því að herma eftir Davíð Odds- syni,“ segir Þorgeir Tryggvason sem er einn þriggja Norðanmanna sem skipa leikhópinn Alltof-langt gengið en hann frumsýnir nýjan kabarett í Kaffileikhúsinu á morg- un, laugardag. Ádeila og meinleg örlög Verkið heitir Höfuðið af skömm- inni og er, eins og títt er um kabar- etta, dagskrá með lítt eða ótengdum atriðum, leik, dansi og söng. Efni verksins er úr öllum áttum og engri þó, eins og félagar hópsins segja. „Þarna fléttast saman skopleg söguskoðun, heimspekilegar vanga- veltur, hárbeitt þjóðfélagsádeila og meinleg örlög“, segir Ármann Guð- mundsson. „Allir fá sinn skammt; rússneskir togarasjómenn, pólitísk- ur rétttrúnaður, Gunnar Hámund- arson, tryggingalæknar og páfinn í Róm.“ Ungmennafélagið Axlar-Björn Leikhópurinn, sem er auk Þor- geirs og Ármanns skipaður Sævari Sigurgeirssyni, hefur samið kabar- ettinn sjálfur. Þeir þrír hafa í nokk- ur ár fengist við að semja leiktexta, aðallega undir merkjum leikfélags- ins Hugleiks. „Við höfum t.d. samið óperu byggða á Njáls sögu“, segir Sævar, „og leikum við nokkur ör- stutt brot úr henni í kabarettinum. Sömuleiðis verður flutt brot úr skemmtiþætti sem við sömdum fyrir þjóðhátíðina á Þingvöllum í fyrra en var aldrei sýndur þar.“ Þremenningarnir segja að kaba- rettinn ætti að höfða til allra aldurs- hópa. „Þó má segja að ungmennafé- lagsandinn sé ríkjandi í þessum hópi“, segir Þorgeir kímileitur, „það má eiginlega segja að þetta sé ung- mennafélag, Ungmennafélagið Axl- ar-Bjöm. Dagskráin er líka í þeim anda. Við hvetjum mjög til íþrótta- iðkunar í henni, klæðumst íþrótta- búningum og erum léttir í anda.“ Sýningin hefst kl. 21 annað kvöld í Kaffileikhúsinu en húsið opnar kl. 19.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.