Morgunblaðið - 21.10.1995, Page 16

Morgunblaðið - 21.10.1995, Page 16
16 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Fatahönnun á Fróni KJÖRORÐIÐ íslenskt,já takk nær ekki eingöngu tii matvæla, síður en svo. Það nær nefnilega líka til hönnunar og fataframleiðslu og hér má sjá glæsilegan vitnisburð fallegs handbragðs og snjallra hugmynda. Flíkurnar hannaði Anna og út- litið en þær voru saumaðar í Peys- unni undir leiðsögn Guðrúnar Ól- afsdóttur, klæðskera. Fötin eru seld í heimakynningum og segir Anna F. Gunnarsdóttir, hjá Önnu og útlitinu, að það sé vegna þess að álagning í verslunum er svo há að þau yrðu allt of dýr ef þau væru seld þar. Hún segir að fötin séu hönnuð með það í huga að þau henti öllum burtséð frá vaxtarlagi. Fötin eru ýmist úr ullar- og akrílblöndu eða bómullar- og akrílblöndu. Efnin hnökra ekki, að sögn Önnu, vegna þess að akrílþræðirnir eru svo stuttir að þeir geta ekki losnaði úr bandinu. I Morgunblaðið/Kristinn UNGLINGALINAN, stuttur skokkur og peysa utan yfir. HÖNNUÐURINN, Anna F. Gunnarsdóttir, lengst til vinstri, er að sjálfsögðu í fatnaði frá Peysunni. Henni á vinstri hönd eru stúlkur í svonefndum Channel-peysum og í blússum sem Anna hannaði einnig, fyrir fyrirtækið Kotru. Stúlkurnar þrjár lengst til hægri eru í vestum sem henta jafnt konum sem körlum. BARNAPEYSURNAR stinga ekki. Telpan, næstlengst til vinstri, er í eðlupeysu en hin- ar eru í peysum úr fjölskyldu- línunni. HERRAPEYSA með skosku tíglamunstri. m<o HEIMILISTÆKI (GROUP TEKA AG) A HEIMILISTÆKJUM RAÐGREIÐSLUR (D 130 lítrar. Stærð: Hæð: 850 mm. Breidd: 500 mm. Dýpt: 590 mm. Kr. 24.800,- stgr. HT 490 FJORIR VALMÖGULEIKAR! OFN, HELLUBORÐ, VIFTA. Annað hvort ofnar með eða án blásturs, keramik- eða steyptar eldunarhellur. Frá kr. 35.900,- stgr. LP-770P Þvær upp eftir tólf manns. 7 kerfi. Stærð: Hæð: 850 mm. Breidd: .595 mm. Dýpt: 570 mm. Kr. 43.900,- stgr. E60 4P CE 60 Kælir: 240 Itr. Frystir: 135 Itr. Stærð: Hæð: 1850 mm. Breidd: 600 mm. Dýpt: 600 mm. Kr. „64.950,- stgr. LP-470P Þvær upp eftir átta manns. 6 kerfi. Stærð: Hæð: 850 mm. Breidd: 445 mm. Dýpt: 570 mm. Kr« 54.650,— stgr. LP-550 5 kg. 14 kerfi. Stærð: Hæð: 850 mm. Breidd: 595 mm. Dýpt: 535 mm. Kr. 38.900,- stgr. UPPÞVOTTAVÉLAR om hús u HHLGINA! í DAG, LAUGARDAG FRÁ 10-16 OG Á MORGUN, SUNNUDAG FRÁ 12-17 ELDUNARTÆKI ÞRJU TÆKIIPAKKA ÞVOTTAVÉL ÍSSKÁPUR m/FRYSTIHÓLFI TVÍSKIPTUR ÍSSKÁPUR SÍÐUMÚLA 34 (Fellsmúlamegin) • SÍMI 588 7332 | OPIÐ: MÁNUD. - FÖSTUD. 9-18 • LAUGARDAG 10-16 Meðalverð kartafla 36 k krónur kílóið ÍSLENSKAR kartöflur hafa verið á óvenjuiega lágu verði síðustu daga en um er að ræða gullauga, rauðar og hvítar. Þær eru seldar í kílóg- rammapokum, 2 kg og einnig í lausu. Neytendasíðan kannaði verðið á kartöflum í nokkrum búðum, en meðalverð kartafla er 36 krónur í eftirtöldum átta verslunum. Bónus er með lægsta kartöflu- verðið eða 20 krónur kílóið og 15 krónur í lausu. Næst í röðinni er Fjarðarkaup í Hafnarfirði en þar fæst kílóið á 24 krónur, 2 kg pokinn er á 48 krónur og í lausu kosta þær 24 krónur. I verslunum Hagkaups kosta 2 kíló af karftöflum 79 krónur eða 39.50 krónur kílóið. í 10-11 búðun- um kostar kartöflukílóið 39 krónur. Nóatúnsverslanir selja kílóið á 38 krónur, Kaupgarður í Mjódd á 39 krónur og Garðakaup í Garðabæ býður kartöflur á 39 krónur. Álfheimabúðin selur kílógrammið af kartöflum á 49 krónur en einmitt þar féll kartöfluverðið fyrst. Verslunarstjórar og starfsfólk í ofangreindum búðum þorðu ekki að spá hversu lengi þetta Iága verð stæði. Það kæmi neytendum að sjálf- sögðu vel enda seldust kartöflur grimmt þessa daganna. Sumir von- uðu á hinn bóginn að jafnvægi kæm- ist sem fyrst aftur á verðið. Það væri best fyrir alla, bændur, kaup- menn og neytendur. KENND er rétt líkamsbeiting við að færa sjúka til. Réttar vinnu- stellingar SJÚKRAÞJÁLFARARNIR Ágústa Guðmarsdóttir og Þórunn Sveins- dóttir hafa skrifað bók, sem sérstak- lega er ætluð þeim sem annast sjúkl- inga,^ bæði fagfólki og aðstandend- um. I bókinni, sem ber heitið Vinnu- tækni við umönnun, er kennd vinnu- tækni og rétt líkamsbeiting þegar verið er að aðstoða fólk við að færa sig úr stað. í bókinni er ijallað um álagsein- kenni og orsakir þeirra, auk þess sem greint er frá grunnreglum góðr- ar vinnutækni. Sýndar eru ýmsar aðferðir við að flytja fólk milli staða og upplýsingar gefnar um hjálpar- tæki og hvernig hægt er að nýta sér þau. „Allar aðferðirnar byggja á grunnreglum góðrar vinnutækni og eðlilegum hreyfingum heilbrigðs ein- staklings en það auðveldar skjól- stæðingi að taka þátt í flutningum," segir meðal annars í inngangi bókar- innar. Bókin er 118 blaðsíður og er gefin út af Borgarspítalanum og Vinnueftirliti ríkisins. ) i I > i Þ i \ I i § » i í I | i : í U 9 : i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.