Morgunblaðið - 21.10.1995, Síða 50

Morgunblaðið - 21.10.1995, Síða 50
50 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ HASKOLABIO SÍMI 552 2140 Háskólabíó STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. VATNAVEROLD hvergi er 'j'jn/.i ■ v: \ \ *p ■Évrvn V. MBL DLI o hrollvekjandi flott að það var lílc fá heilt frystihús niður bakið á md IÉ E.H. Helaarpósturinn. ★★★ Ó. H. T. Da^sjjo? ^ c Q s 2e r WATEJU(VORLD VERÐ KR: 400. Sýnd kl. 3,5,7,30,9.15 og 11. l/\ÍDSAN/| í STÓRBORGINNI Hin 19 ára Chi má nauðug viljug halda flugeldakeppni þar sem vonbiðlar hennar þurfa að sýna getu sína í stór hættulegum flugelda- sýningum, þar sem sá sem tapar glatar ekki aðeins henni heldur jafnvel lífi sínu. Sýnd kl. 4.45, 6.55, 9 og 11.10. JARÐARBER OG SÚKKULAÐI l ojik VERÐ KR: 400. J A.Þ.DAGSLJOS Bráðskemmtileg og hrífandi. ★ ★★ó.H.T.Rás2 Framúrskarandil! ★★★ G.B. DV Sýnd kl. 7 og 9. Woody loks með syni sínum ►WOODY Allen er nýkominn frá Feneyjum og París, þar sem tökur fóru fram á nýjustu mynd hans. Þrátt fyrir að vera mjög upptekinn þessa dagana gaf hann sér tíma til að vera með syni sinum, Satchel, sem Mia Farrow, fyrrum eiginkona Wo- odys, hefur látið skíra Seamus. Keanu styður Richard í baráttunni ►KEANU Reeves, sem þekktastur er fyrir hlut- verk sitt í kvikmyndinni „Speed“, hitti vin sinn, gamanleikarann Ric- hard Pryor, í bókabúð í Los Angeles nýlega. Pryor var þar að árita sjálfsævisögu sína, „Pry- or Convictions and Ot- her Life Sentences“, sem kom út fyrir skemmstu. Pryor berst nú við MS-sjúkdóminn, en tökur á næstu mynd Reeves, „Dead Drop“, hefjast í næsta mánuði. Reeves hefur stutt ræki- lega við bakið á Pryor í baráttu hans við sjúk- dóminn. Meira af því sama TONLIST Geisladiskur DÝRA-LÍF Dýra-líf, geisladiskur hjjómsveitar- innar „Lipstikk". Lipstikk skipa Ragnar Ingi trommuleikari, Anton Már gítarleikari, Arni gítarleikari, Bjarki Kaikumo söngvari og Sævar Þór bassaleikari. Páll Borg tók upp. Lipstikk gefur út i samvinnu við Spor hf. 53,39 mín. 1.999 kr, LÍKLEGA er rokksveitin Lip- stikk iðnasta hljómsveit landsins, enda hefur hún verið á svo að segja stanslausu tónleikaferðalagi und- anfarin þrjú eða fjögur ár; rétt tekið hlé til að semja á breiðskífu og taka upp með reglulegu milli- bili. í upphafi hét sveitin Lipstick Lovers og söng á ensku, en með tímanum hefur runnið upp fyrir liðsmönnum að íslenskan er þeirra mál, nafn sveitarinnar breyttist og hún tók að syngja á ensku. Aðal Lipstikk hefur verið einfalt og groddalegt rokk og á fyrri skíf- um sveitarinnar mátti heyra margt vel gert þeirrar gerðar. Svo er einn- ig með Dýra-líf og ekki er að merkja að íslenskan henti verr til rokkiðju en enskan. Þannig er fyrsta lagið, Þær koma, prýðilegur rokkari með tilvísunum í ýmsar áttir. Fleiri slíkir eru á plötunni, til að mynda er titillag plötunnar ágætt með prýðis texta. Textar eru þó ekki allir eins dægilegir; til að mynda er textinn við Næturdætur klastur, sem er synd því lagið er eitt það besta á plötunni. Annað lag sem ekki gengur vel upp er Saurlífi, sem er líka með þunnan texta. Eins og þeir vita sem séð hafa Lipstikk á sviði er Bjarki Kaikumo afbragðs sviðsmaður, en honum ferst ekki alltaf eins vel að syngja inn á band. Hann á það til að teygja sönglínur í sérkennilegar áttir, til að mynda fyrstu textalínu í Dýra- lífi, en kemst almennt vel frá sínu. Aðrir hljómsveitarmeðlimir standa sig með mikilli prýði, sérstaklega eru gítarar vel heppnaðir hjá þeim Anton Má og Árna. Helsti galli Dýra-lífs er að það virðist ekki mikið vera að gerast innan Lipstikk, segja má að platan sé meira af því sama. Reyndar kemur lagaþrenna um miðbik plöt- unnar, sem hljómar eins og sveitar- menn hafi ákveðið að prófa sitt af hveiju, einskonar framúrstefnu Spilverk í Andvökum, bandarískt fönkrokk í Sírenum og popppönk í Brosandi fjölskyldunni. Það er þó ekki sannfærandi og hljómar frekar sem sýnishorn. Millikaflarn- ir þrír á plötunni, sem heita ekki neitt, eru prýðis hugmyndir, sér- staklega fyrsti kaflinn og sá þriðji, en annar kaflinn er hallærisleg kímni. Eftir áralangt hark og dugnað má segja að Lipstikk standi á vega- mótum; hæfileikarnir eru til staðar og eljan, en spurning hvert eigi að stefna. Árni Matthíasson Líflegur laugardagur! Við kynnum hið frábæra markaðskerfi "íslensk fyrirtæki '95" í dag á laugardagskynningu í Tæknivali. Opið 10.00 til 16.00. %,3n,Jv Einnig kynnum við úrval hugbúnaðar fyrir kröfuharða. M.a.: • Ráðhugbúnaður (fjárhagsbókhald, viðskiptamanna- lager og sölukerfi, launakerfi) • Tollráð fyrir Windows • Bókunarkerfi fyrir hótel og gistihús • Smáráð (bókhaldsforrit) • Bifreiðakerfi o.fl. Allt þetta og meira til í samstarfi við: 'yr Ráðhugbúnaður B3 Tæknival Skeifunni 17 - Sími 568-1665 - Fax 568-0664

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.