Morgunblaðið - 21.10.1995, Síða 56

Morgunblaðið - 21.10.1995, Síða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SlMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Þorkell Skautað í Laugar- dalnum UM 60 þúsund manns komu á skautasvellið í Laugardalnum þá sex mánuði, sem það var opið síðasta vetur. Aðsóknin í vikunni sem er að líða hefur verið góð og margir greinilega beðið eftir því að komast á skauta. Þeirra á meðal þessi ungmenni sem renndu sér og léku á svellinu. Iðnaðarráðherra kynnti samningsdrög um stækkun álversins í ríkisstjórn í gær Samkomulag hefur náðst um meginatriði Forstjóri ISAL segir ummælin ótímabær og völd að verðfalli á álmarkaði SAMKOMULAG hefur tekist milli íslensku álviðræðunefndarinnar og samninganefndar Alusuisse-Lonza (A-L) um öll meginatriði væntan- legs samnings um stækkun álvers- ins í Straumsvík um 62 þúsund tonna afkastagetu á ári, þ.á m. um orkuverð og skatta, að sögn Finns Ingólfssonar iðnaðarráðherra. Stjórn Alusuisse-Lonza fjallar um málið 6. nóvember Stjórn A-L á eftir að taka af- stöðu til samningsdraganna. Hans Peter Held, blaðafulltrúi fyrirtækis- ins, staðfesti í gær að stækkun ál- versins á íslandi yrði tekin fyrir á næsta stjórnarfundi þess 6. nóvem- ber. Christian Roth, forstjóri ÍSAL, sagði í samtali við Morgunblaðið að yfirlýsing ráðherra um sam- komulagið í gær hefði verið ótíma- bær, þvi ekkert hefði í raun breyst. Þótt samkomulag hefði náðst um mikilvæg atriði væru smærri atriði enn ófrágengin og engin ákvörðun verið tekin af hálfu svissneska ál- fyrirtækisins. Réttara hefði verið að bíða fram í nóvember þegar ákvörðunar væri að vænta. Þá sagði Roth engan vafa leika á að yfirlýs- ingin hefði haft þau áhrif að verð hefði fallið á álmarkaði í gær. Roth sagði að álmarkaðurinn væri mjög viðkvæmur og þess vegna gæti yfir- lýsing af þessu tagi haft tafarlaus áhrif á markaðnum. Álverð lækkaði skyndilega um 60 dollara tonnið í London í gær, fór niður í 1.640 dollara, og hefur ekki verið eins lágt í eitt ár. Skv. fréttaskeyti Reuter-fréttastofunnar vakti álverðslækkunin síðdegis í gær mikla athygli. Ekki er minnst á hugsanlega fjárfestingu í stækk- un álvers á íslandi í fréttaskeytinu en fram kemur að skv. upplýsingum Alþjóðaálstofnunarinnar hafi heimsframleiðsla áls aukist minna í september en áður. Margir hafi haft áhuga á að kaupa, en staðan breyst óvænt síðdegis þegar mikil sala leiddi til þess að verðið hrap- aði á skömmum tíma. Raforkuframkvæmdir fyrir tvo milljarða Iðnaðarráðherra kynnti samn- ingsniðurstöðuna á ríkisstjórnar- fundi í gærmorgun og fékk heimild til að undirbúa staðfestingarlaga- frumvarp um efni málsins sem leggja á fram á Alþingi eftir að stjóm Alusuisse-Lonza hefur flallað um málið, að hans sögn. Verði af stækkun álversins í Straumsvík er reiknað með að hún verði komin í rekstur á síðari hluta árs 1997. Kostnaður við fram- kvæmdimar er talinn nema 13-14 milljörðum kr. Samningsdrögin voru einnig kynnt stjórn Lands- virkjunar í gærmorgun. Verði af stækkun þarf Landsvirkjun að ráð- ast í framkvæmdir sem taldar eru kosta um tvo milljarða króna til að geta séð fyrir viðbótarraforkuþörf álversins, skv. upplýsingum Þor- steins Hilmarssonar, upplýsinga- fulltrúa Landsvirkjunar. Er nauð- synlegt að auka árlega afkastagetu kerfisins um allt að 550 gígavatt- stundir á ári. Þar er um að ræða stækkun Blöndulóns í 400 gígalítra, lok byggingar fimmta áfanga Kvíslaveitu, og skipta þarf um vatnshjól í Búrfellsstöð þannig að afl hennar aukist um 35 megavött. Sendinefnd Columbia Skv. upplýsingum Þorsteins kem- ur nefnd á vegum bandaríska álfyr- Kjaradómur hefur sent frá sér greinargerð um forsendur fyrir úrskurði sínum Slær ekki á ólgxina að mati formanns VMSI KJARADÓMUR hefur sent Davíð Oddssyni forsætisráðherra bréf þar sem skýrðar eru helstu for- sendur fyrir úrskurði Kjaradóms um laun æðstu starfsmanna ríkis- ins. Forsætisráðherra segir ljóst af þessum upplýsingum að Kjara- dómur hafi farið að lögum. Björn Grétar Sveinsson, formaður VMSÍ, "*segir upplýsingarnar engu breyta um þá ólgu sem sé á vinnumarkað- inum. 1 í yfirliti sem ritari Kjaradóms hefur tekið saman eru birtar upp- lýsingar um launahækkanir í ein- stökum samningum sem gerðir voru fyrr á þessu ári. Hækkanirnar eru á bilinu 7-20%. Jafnframt seg- ir að launavísitala, sem sé traust- asta heimildin um almenna launa- þróun á hverjum tíma, hafi hækkað um 37,9% frá 1. mars 1989, en laun, sem úrskurðuð séu af Kjara- A dómi, hafi á sama tímabili hækkað um 35,2%. Ef miðað sé við tímabil- ið frá því ný lög um Kjaradóm tóku gildi, í ársbyrjun 1993, til dagsins í dag hafi þingfararkaup hækkað um 2,5% umfram launavísitölu. Af bréfi formanns Kjaradóms má skilja að úrskurðurinn gildi út árið 1996 þannig að nýr úrskurður falli ekki þegar laun á almennum markaði hækka um næstu áramót. „Þessi niðurstaða breytir engu varðandi þá ólgu sem risið hefur í þjóðfélaginu,“ sagði Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamanna- sambandsins. Hann sagðist ekki vera sáttur við allt sem stæði í greinargerð Kjaradóms, en sagðist ekki gera ráð fyrir að fá meiri upplýsingar frá dómnum. Ekki stílbrot að mati VSÍ Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, sagði greinilegt á upplýsingum Kjaradóms að þeir efnameiri hefðu fengið ríkulegan hlut í efnahags- batanum. Krafa verkalýðshreyf- ingarinnar stæði óhögguð um að þeir lægstlaunuðu fengju aukinn hlut í efnahagsbatanum. Víglundur Þorsteinsson, varafor- maður VSÍ, sagðist ekki sjá að í upplýsingum Kjaradóms kæmi fram neitt sem benti til að stílbrot hefði orðið á þeirri launajöfnunarstefnu sem mörkuð var í febrúar. Hann sagði að atvinnulífið hefði tekið á sig 11 milljarða í aukinn launakostn- að með síðustu samningum og gæti ekki tekið á sig meiri kostnað. Vonándi jákvætt innlegg/10 í... £p*S|§jlj vlílS ■m irtækisins Columbia Aluminium Corp. til íslands um þessa helgi í vettvangskönnun en fyrirtækið hef- ur sýnt áhuga á staðsetningu álvers hér á landi. Hefur það keypt álverk- smiðju í Þýskalandi sem það leitar nú að staðsetningu fyrir. Koma fjögur lönd til greina og er ísland þeirra á meðal. Morgunblaðið/Kristinn BENEDIKT Davíðsson, forseti ASÍ, og Víglundur Þorsteinsson, varaformaður VSÍ, lesa bréf Kjaradóms í sljórnarráðinu í gær. Koma fram með Madonnu FRIÐRIK Karlsson gítar- leikari og Gunnlaugur Bri- em trommuleikari koma fram í breska poppþættin- um Top of the Pops ásamt söngkonunni Madonnu mið- vikudaginn 1. nóvem- ber. Ma- donna kynn- ir þar nýj- asta smá- skífulag sitt, en hún ósk- aði aðstoðar Friðriks og Gunnlaugs eftir að hafa kynnst þeim við upptökur á tónlistinni i kvikmyndinni Evitu. „Þetta nýjasta smáskífu- lag Madonnu er víst róleg ballaða. Ég hef ekki heyrt það ennþá, en fæ það sent hingað til lands um helgina, svo ég geti lært það,“ sagði Friðrik. „ Við Gunnlaugur áttum nú ekki von á að hitta Ma- donnu úti, en hún birtist oft í hljóðverinu. Það gerði hinn aðalleikarj myndar- innar, Anthony Banderas, líka og með honum kærast- an, leikkonan Melanie Grif- fith.“ Madonna Stóraukin útgáfa á sí- gildri tónlist ÚTGÁFA á geisladiskum með sí- gildri tónlist hefur aukist til muna hér á landi undanfarin tvö ár. Á þessu ári verða gefnir út vel á þriðja tug geisladiska með sígildri tónlist, á síðasta ári voru þeir um tíu, en um fimm 1993. Útgefendur og listamenn telja fjölmargar ástæður fyrir aukinni útgáfu, og nefna meðal annars lækkandi útgáfukostnað, einfaldari framleiðsluferil á geisladiskum og aukinn metnað listamanna í ljósi áhuga að utan. ■ Uppsveifla í útgáfu/4C

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.