Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ r Sundrung í Landinu helga Morðið á Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísra- els, hefur beint athygli manna að þeim klofn- ingi sem ríkir í ísrael og þeim fjölmörgu og ólíku hópum gyðinga sem þar búa. Sigrún Birna Birnisdóttir, fréttaritari Morgun- blaðsins í Jerúsalem, segir hér frá hópum þessum, rótum gyðing- dóms, áhrifum bók- stafstrúarmanna og þeirri gífurlegu spennu sem friðarsamningarnir hafa valdið, MORÐIÐ á Yitzhak Rab- in, forsætisráðherra ísraels, hefur ekki ein- ungis vakið upp harðar deilur í Israel heldur einnig vakið athygli umheimsins á þeirri gífur- legu óeiningu sem þar ríkir. A meðan margir í nágrannalöndum Israels lýstu yfir iétti yfir því að morðinginn væri ekki Palestínu- maður, hefur sú staðreynd að Rab- in féll fyrir hendi gyðings, gert málið allt mun sársaukafyllra fyrir ísraelsmenn og aðra gyðinga. Umheimurinn er vanur því að heyra um deilur ísraelsmanna og Palestínuaraba og ísraelar að lifa við það sem þeir líta á sem utanað- komandi ógnun. Þegar tuttugu manns farast í hryðjuverkaárás er fólk sorgmætt og slegið en ekkert sérstaklega hissa. Það að gyðingur drepi annan gyðing í pólitískum tilgangi er hins vegar allt að því óhugsandi í hugum margra ísraels- manna. Allar þær hörmungar sem gyðingar hafa gengið í gegnum, hafa að mati þessa fólks, gert líf hvers gyðings svo dýrmætt að all- ir gyðingar verða að standa vörð um það. Það að forsætisráðherra ísraels félli fyrir hendi gyðings hefur skilið þetta fólk eftir lamað í undrun og sársauka. í þessum hópi eru jafnvel margir þeir sem „börðust hvað harðast gegn friðar- viðræðum ríkisstjórnar Rabins. Eftir morðið sagði t.d. heittrúaður verslunareigandi, í einni af land- nemabyggðum ísraela á hernumdu svæðunum: „Ég kallaði á morð en ég meinti það ekki, ég var reiður. Þið getið gert hvað sem er, jafnvel gefið burt landið, allt nema það að gyðingur drepi annan gyðing.“ Erfðaiandið gefið eftir Það var sú hugmynd, að með friðarviðræðunum væru Rabin og ríkisstjórn hans að gefa burt erfða- land gyðinga, sem vakti heitustu . andstöðuna gegn honum. Margir Reuter BENJAMIN Kahane, sonur Meirs Kahane, eins þekktasta leiðtoga bókstafstrúarmanna í sögu Isra- els, hefur nú tekið við merki föður síns en hefur ekki sömu áhrif og hann. Því hefur verið haldið fram að faðirinti hafi fyrstur manna boðað að ofbeldi væri réttlætanlegt til að tryggja að heilagt land yrði ekki gefið eftir. Myndin var tekin er Benjamin Kahane var neitað um leyfi til að gang- ast fyrir göngu til minningar um Yitzhak Rabin. SYRGJENDUR kveilga á kertum við gröf Yitzhaks Rabins MYND af leiðtoganum fallna með svörtum sorgarborða hengd upp í Tel Aviv. hafa verið uggandi um öryggismál ísraels í kjölfar samningaviðræðn- anna en raddir þeirra hafa þó ver- ið hógværar hjá röddum þeirra sem hafa kallað Rabin svikara á þeirri forsendu að hann væri að gefa burt það land sem Guð gaf Abra- ham og væri því réttdræpur. ísrael er margbreytilegt þjóðfé- lag. Auk þess sem þar búa tvær þjóðir, gyðingar og Palesínumenn, eru ísraelskir gyðingar af ólíkum uppruna og tilheyra svo mörgum mismunandi greinum gyðihgdóms að sagt er að þar sem tveir gyðing- ar komi saman megi finna fimm ólíkar skoðanir. Gyðingdómur er trúarbrögð sem þróuðust í útlegð í tæplega tvö þúsund ár. Frá eyðileggingu seinna musterisins á fjórðu öld eftir Krist og fram til stofnunar Ísraelsríkis árið 1948 voru gyðingar í útlegð, við misjafnar aðstæður, meðal margra ólíkra þjóða. Ein af afleið- ingum útlegðarinnar var að gyð- ingdómur þróaðist til margra ólíkra átta. Gyðingdómur leggur auk þess áherslu á lærdóm og skarpa hugsun þannig að sífellt eru að koma fram, innan hans, nýjar útleggingar nýrra fræði- manna. ísraelskir gyðingar skiptast í megindráttum í „secular“ gyðinga sem ekki eru trúaðir, marga mis- jafnlega trúaða hópa gyðinga og hefðbundna gyðinga, þ.e. fólk sem fer ekki strangt eftir lögmálinu en fylgir þó ákveðnum gyðingleg- um hefðum. ísraelskir arabar telj- ast einnig til ísraelsks þjóðfélags en Palestínuarabar, þ.e. fólk frá herteknu svæðunum, njóta ekki réttinda ísraelskra þegna. Gyðingdómur sem þjóðerni í dag er talið að í ísrael séu fimmtíu til sextíu prósent gyðinga „secular" þ.e. ekki trúaðir. -Þetta er fólk af gyðingaættum sem hvorki fer eftir lögmálunum í dag- legu lífi né stundar gyðinglegt trú- arlíf. Fólk í þessum hópi lítur á gyðingdóm sem þjóðerni fremur en trúarbrögð en zíonismi á ein- mitt rætur sínar að rekja til hug- mynda sem fram komu meðal „sec- ular“ gyðinga í Evrópu á nítjándu öld. Þessar hugmyndir voru í meg- indráttum þær að gyðingar gætu sjálfir tekið sig til og flutt heim til Palestínu. Þeir gætu sjálfir sett á stofn nýtt Ísraelsríki, í stað þess að bíða þess endalaust að Guð færði þeim það. Frá því zíonismi kom fyrst fram hefur hann, eins og flest það sem sprottið er úr gyðingdómi, tekið á sig margar mismunandi myndir. Stór hópur ísraela er „secular" zíonistar, þ.e. fólk sem telur að gyðingar eigi rétt á að búa í eigin ríki án þess að leggja áherslu á trúarlega merkingu þess eða tala um að Guð hafi gefið gyðingum landið. Þetta er sá hópur fólks sem er einna helst reiðubúinn að láta af hendi landsvæði og semja um sjálf..„æði Palestínumanna. í hópi hinna „secular" er þó einnig fólk sem er andvígt því að láta nokkurt landsvæði af hendi. Koma hér bæði til öryggisástæður og ráðstaf- anir yfirvalda á undanförnum árum og áratugum til að styrkja kröfu ísraels til hertekinna land- svæða. í þessum tilgangi hafa yfir- völd boðið fólki hagstæð kjör til að byggja heimili sín á umdeildum landsvæðum. Nú óttast þetta fólk um eigin hag verði framhald á frið- arviðræðunum. Hin rúmlega fjörutíu prósent trúaðra gyðinga í ísrael tilheyra mörgum mismunandi straumum innan gyðingdóms, eru misjafnlega heittrúaðir og fara misjafnlega strangt eftir lögmálinu í sínu dag- lega lífi. Allir eiga þeir þó sameig- inlegt að borða einungis „kosher“ mat, þ.e. mat sem unninn er sam- kvæmt ákveðnum reglum lögmáls- ins og fylgja ákveðnum fyrirmæl- um rabbínanna. Áhrifamikill minnihlutahópur í hópi þeirra allra trúuðustu stunda margir karlmannanna ekki vinnu heldur sinna bænum og lestr'i ritninganna allan daginn. Þeir eru þá annaðhvort á framfæri ríkisins eða eiginkvenna sinna, sem verða að klæðast siðsamlega og hylja hárið. Hér er um algert bókstafs- trúarfólk að ræða sem lifir í einu og öllu samkvæmt lögmálinu, þ.e. Biblíunni, og útleggingum viðUr- kenndra rabbína á henni. Biblían og aðrar heilagar lögmálsbækur .eru þessu fólki æðri öllum öðrum lögum. Fyrir því eru lög mannanna og lýðræði orðin tóm hjá heilögu orði Guðs. Áhrif þessara bókstafstrúar- manna, sem eru um tíu prósent íbúanna, eru gífurleg í ísrael. Vegna þess hversu lítill munur er sífellt á fylgi vinstri flokkanna annars vegar og hægri flokkanna hins vegar, gegna þessi tíu prós- ent kjósenda lykilhlutverki í ísra- elskum stjórnmálum. Þeir selja stóru flokkunum stuðning sinn og nota þannig aðstöðu sína til að koma í gegn ýmsum af sínum baráttumálum þó það sé síður en svo meirihlutafylgi fyrir þeim. Meðal þeirra mála sem þeir hafa komið þannig í gegn er bann við > i i \ l i I I. i t I > I I » ; » i i » » » » » »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.